Morgunblaðið - 28.09.1977, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28: SEPTEMBER 1977
— Schleyer
Framhald af bls. 1
Hoilenzka dómsmálaráöuneytið
staðfesti að leitað væri að báti,
sem vestur-þýzkir borgarar hefðu
tekið á leigu, en sagði jafnframt
að leitin væri. tengd hvarfi
þriggja kvenna, sem taldar væru
félagar í „Rauðu herdeildinni'1,
svokölluóu sem er hryðjuverka-
hópur. S:gði talsmaður dóms-
málaráðuneytisíns að leitin stæði
ekki i sambandi við hvarf Hanns-
Martins Schleyers. Þegar leitað
var álits hjá Bonnstjórninni á
sannleiksgildi fréttarinnar í De
Telegraaf lét opinber talsmaður
stjórnarinnar svo um mælt að
með fréttinni hefði blaðið rofið
trúnað, en hann neitaði því ekki
að frásögnin ætti við rök að styðj-
ast.
Konurnar þrjár, sem leitað sé,
eru Birgitte Mohnhaupt, Angelik
Speitel og Sigrid Sternbeck.
Mohnhaupt var í fylgd með Knut
Folkerts er hann var handtekirín i
sambandi við hvarf Schleyers fyr-
ir skömmu, en henni tókst að
komast undan. Hinar tvær eru
taldar félagar í harðsvíruðstu
kliku „Rauðu herdeildarinnar",
þar sem Folkerts er einnig virkur
félagi, en vestur-þýzk stjórnvöld
hafa undanfarna mánuði leitað
hans í sambandi við rannsóknina
á morðinu á Siegfried Buback,
ríkissaksóknara i Vestur-
Þýzkalandi, í apríl s.l. Joop den
Uyl forsætisráðherra Hollands
Jiefur lýst því yfir, að Folkerts
verði að koma fyrir rétt i Hollandi
enda þótt það kunni aó hafa í för
með sér hættu á hryðjuverkum
þar í landi.
I gærkvöldi voru vígorð máluð á
veggi konungshallarinnar i
Amsterdam. Gaf þar á að líta
áletranir eins og „Sleppið Folk-
erts", „Rauðu herdeildina
frjálsa" og „Hættið að ofsækja
Rauðu herdeildina".
— Fiskveiðideila
Franíhald af bls. 1
menfi legið undir þungu ámæli
vegna þessara veiði, m.a. með til-
liti til þess að þeir hafa verið þar
með verksmiðjutogara.
Síðan í febrúarmánuði s.l. hafa
staðið yfir samningaumleitanir
milli Sovétrikjanna og Efnahags-
bandalagsins um gagnkvæmar
fiskveiðar. Þessar samningavið-
ræður hafa ekki borið árangur til
þessa og er litið á brottrekstur
togaranna af miðunum við Sval-
barða á laugardaginn sem þrýst-
ing af hálfu Sovétmanna til aó
koma hreyfingu á þær samninga-
umleitanir.
— Sakharov
Framhald af bls. 1
er það að segja, að Victor Elisev
blaóafulltrúi sendiráðsins bauó
Magnúsi af fyrra bragði að koma
á framfæri við hann óskum sínum
viðvíkjandi dvölinni i Sovétríkj-
unum, ef einhverjar væru, og
mundi hann þá sjá til þess að þær
yrðu uppfylltar. Var þá óskað eft-
ir því að sendiráðið hefði milli-
göngu um að blaðamaður Morgun-
blaðsins fengi tækifæri til að
hítta Andrei Sakharov og ræða
við hann. Þegar málaleitan þessi
var fram borin sagði Elisev, að
Magnús skyldi ekki gera sér vonir
um að hitta Sakharov, og ráðlagði
honum jafnframt að reyna ekki
að hafa samband við hann eftir
komuna þangað, því að slíkt gæti
orðið til að eyðileggja hina opin-
beru heimsókn íslenzka forsætis-
ráðherrans til Sovétrikjanna.
Um frekari orðaskipti sín við
blaðafulltrúa sovézka sendiráðs-
ins i þessu sambandi hafði
Magnús þetta að segja:
„Ég mótmælti þessu og kvaðst
ekki sjá hvernig það, að ég óskaði
eftir að tala við ákveðna persónu,
gæti komið hinni opinberu heim-
sökn við. Frá minum bæjardyrum
séð væri það eins sjálfsagt og að
menn drægju andann að einn ein-
staklingur ætti orðastað við ann-
an. Sakharov væri þó Rússi og
óumdeilanlega athyglisverður
maður. Elisev játti þessu, — sagði
að ekkert væri eðlilegra og að
sjálfsögðu væri ég sjálfráður
gerða minna, en eigi að siður vildi
hann ráðleggja mér að gera ekk-
ert frekar í málinu. Hann benti á
að Sakharov væri maður, sem
ekki hefði veríð handtekinn
vegna þess að hann hefði átt svo
mikinn þátt í þvf að skapa varnar-
mátt Sovétrikjanna. Hins végar
væri ljóst að Sakharov væri trufl-
aður. Um leið og hann lét þessi
ummæli falla um Nóbelsverð-
launahafann benti Elisev á höfuð-
ið á sér. Ég sagði þá, að ég virtist
halda, að Sakharov væri fulltrúi
ákveðins minnihlutahóps Sovét-
borgara. Það kvað Elisev fráleitt,
— um minnihlutahóp væri alls
ekki að ræða, heldur fámennan
hóp einstaklinga, sem teldi
kannski um 20 manns. Það væri
allt og sumt," sagði Magnús
Finnsson að lokum.
— Eþíópía . . .
Framhald af bls. 1
verið fjölgað hafi þeir ekkert gert
til að stöðva mötmælendurna.
Óstaðfestar fregnir herma einnig,
að óánægðir hermenn, sem hark-
izt hafi undan hersveitum
Sómalíu úr Ogadeneyðimörkinni
hvetji einnig til að herstjórninni
verði komið frá völdum.
— Stólamál
Framhald á bls. 18
anir Rússa í Reykjavik 1972
hafi vakið furðu margra og
jafnvel grínagtug viðbrögð, þá
var þarna um að ræða hluti,
sem töldust til römmustu al-
vöru stórveldanna.
Spassky sjálfur hafði látið
þau orð falla, að honum liði
ekki vel á sviði Laugardalshall-
arinnar. „Það er einna helzt
eins og ég sé ekki stundum ekki
með réttu ráði, þegar ég er að
tefla á sviði Laugardalshallar-
innar", sagði hann. Fyrst í stað
tæptu aðstoðarmenn Spasskys
aðeins á grun sínum vió for-
ráðamenn Skáksambands Is-
lands og var reynt að rannsaka
málið i kyrrþey, en án árang-
urs. Sovétmennirnir virtust svo
stunda einhverjar rannsóknir
sjálfir, en sama dagínn og 17.
skák einvigisins var tefld gaf
Geller, aðstoðarmaður
Spasskys, út fréttatilkynningu,
þar sem hann gaf í skyn, aó
Fischer og aðstoðarmenn hans
notuðu einhveja dularfulla
tækni til að draga úr getu
Spasskys og af hálfu sovézku
skáknefndarinnar í Reykjavík
var sett fram krafa um visinda-
lega rannsókn á sviði Laugar-
dalshallarinnar og búnsði þess.
Sérstakur öryggisvörður var
settur á sviðið dag og nótt og
sérfræðingar fengnir til rann-
sóknanna. Ekkert óvenjulegt
kom i ljós fyrr en stólar kepp-
endanna voru röntgenmynd-
aðir. Á myndum af stól
Spasskys kom fram einhver
hlutur, sem ekki sást á
myndum af stól Fischers. Stóll
Spasskys var svo rifinn i sund-
ur og kom þá i ljós, að galli
hafði verið í viðnum í stólset-
unni og viðarfyllingu skotið þar
inn i. Hins vegar héldu sérfræð-
ingarnir þvi fram að viðarfyll-
ing hefði ekki átt að koma fram
á röntgenmynd og var þá
ákveðið að mynda stólinn aftur,
þegar sýnishorn hafði verið
tekið af viðarfyllingunni. Á
þeim myndum kom ekkert at-
hugavert fram.
Sovétmenn gengu eftir
skýrslu um rannsóknirnar og
kvörtuðu loks opinberlega yfir
seinaganginum. Sérfræðingar
kváðust enga viðhlítandi skýr-
ingu geta gefið og loks varð það
ofan á að skýra málið með því
að „einhver mistök hafi orðið
þegar fyrri röntgenmyndirnar
voru teknar." „Skáksamband
íslands álítur, að niðurstöður
rannsóknanna sýni, að enginn
fótur er fyrir þeim hugmynd-
um, sem fram komu í bréfi yð-
ar . ..“
Nokkurrar eftirvæntingar
gætti um viðbrögð Sovétmanna
vió þessu svari Skáksambands
Islands, segja má að þarna hafi
málið dagað uppi, þar sem öll
viðbrögð hafi verið um seinan,
því þennan sama dag tapaði
Spassky einvíginu.
— Mývatnssveit
Framhald af bls. 32.
un væri að byggja nýtt verk-
smiðjuhús fyrir utan umbrota-
svæðin, þar sem ekki væri nokkur
leið að vinna i húsi Léttsteypunn-
ar við þessar aðstæður.
í umbrotunum fyrir nokkrum
vikum eyðiagðist borholan, sem
verksmiðjan hafði til afnota, og
einnig leiðsla frá holunni til verk-
smiðjuhússins.
Hjörtur Tryggvason á skjálfta-
vaktinni í Reynihlið tjáði Mbl. í
gær að skjálftavirkni væri nú í
lágmarki við Kröflu. Landris er
svipað og það var fyrir umbrotin
eða um 7 millimetrar á sólar-
hring. Er þess að vænta að til
tíðinda dragi einhvern tíma í
næsta mánuði.
Að sögn Hjartar telja visinda-
menn að aukin hveravirkni í
Bjarnarflagi sé eftirstöðvar um-
brotanna fyrr í mánuðinum.
— Banaslys
Framhald af bls. 32.
ing. Virðist sem jeppinn hafi oltið
þegar hjól hans snertu malarrönd
við veginn. Fór bíllinn nokkrar
veltur en Svanhvít heitin kastað-
ist út úr bílnum og er talið að hún
hafi látizt samstundis.
Svanhvít var hjúkrunarfræð-
ingur að mennt. Stundaði hún
framhaldsnám í grein sinni og var
á leið til Reykjavikur i þeim er-
indum þegar þetta hörmulega
slysvarð.
Selfosslögreglan bað Morgun-
blaðið að koma því á framværi við
ökumenn, að nú færi sá tími í
hönd að búast mætti við ísingu á
fjallvegum og bað hún ökumenn
að sýna sérstaka aðgæzlu af þess-
um sökum.
— Urslitakrafa
Framhald af bls. 2
huga. Ég vil líka benda á að ég
hef átt gott samstarf við yngra
flokksfélagió hér; Eyverja, í
fulltrúaráð sjálfstæðisfélag-
anna í Vestmannaeyjum, i kjör-
dæmisráð flokksins í Suður-
landskjördæmi og ég átti sæti í
siðasta landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins. Einnig sat ég SUS-
þingið hér í Eyjum á dögunum
og ég á sæti í stjórn samtaka
ungra sjálfstæðismanna. Þann-
ig get ég ómögulega litið á mig
sem utanflokkamann og þessu
öllu til viðbótar má svo benda á,
að i fulltrúaráðinu hér í Eyjum
kom á sínum tima fram rödd
um það, að okkur Einar ætti að
reka úr flokknum vegna af-
stöðu okkar í bæjarstjóramál-
inu, en til þess fékkst ekki
meirihluti".
Sigurður Jónsson sagði, að í
sambandi við bæjarstjóramálið
væri rétt að það kæmi fram, að
sjálfstæðismenn hefðu haft
vissu fyrir því, að meirihluti
myndaðist um kjör Guðmundar
Karlssonar sem bæjarstjóra.
„Þetta fór svo langt, að við
ræddum við Guðmund, en hann
var ófáanlegur til að gefa kost á
sér," sagði Sigurður. „Einnig
voru uppi hugmyndir um Gísla
Gislason kaupmann, en það var
ljóst að við sjálfstæðismennirn-
ir fjórir gátum ekki komið
manni í gegn án þess að hafa
fimmta hjólið með okkur.
Þannig hafði framsóknarmað-
urinn mjög sterka aðstöðu og
þegar hann setti Pál á oddinn
var um annað tveggja að ræða;
að styðja Pál og viðhalda þann-
ig meirihlutasamstarfinu í
bæjarstjórn eða lenda í minni-
hluta. Um þetta skiptust svo
skoðanir okkar bæjarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins".
Þegar Mbl. spurði Sigurð,
hvort hann væri búinn að
ákveða, hvað hann ætlaði að
gera í sambandi við næstu
bæjarstjórnarkosningar, sagði
hann. „Um það hef ég enga
ákvörðun tekið, en ég get full-
yrt, að ég mun ekki standa að
neinu utanflokkaframboði. All-
ar líkur benda til þéss að hjá
okkur verði prófkjör í sam-
bandi við framboðslistann og
ég mun, þegar þar að kemur,
hafa samráð við stuðningsmenn
mína í Eyverja um það, hvað
við þá gerum."
Þess skal getið að i viðtali við
Mbl., sem birtist 1. april 1976,
lét Sigurður Jónsson eftirfar-
andi orð faila um stöðu sína
sem bæjarstjórnarfulltrúa:
„Við munum starfa utan
flokka, og teljum okkur ekkí
lengur fulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins og því óbundna af
honum, en þótt ég hafi sagt mig
úr fulltrúaráði flokksins mun
ég áfram starfa innan ungra
sjálfstæðismanna, en meiri-
hluti þeirra var fylgjandi af-
stöðu okkar og ákvörðun".
Þegar Mbl. bar þessi ummæli
undir Sigurð í gær, sagði hann:
„Þessi ummæli mín spegla við-
horfin, eins og þau voru þenn-
an dag. En siðan hafa linurnar
skýrzt og það kom strax í ljós,
að yngri sjálfstæðismenn vildu
hafa við mig fullt samstarf og
við höfum alltaf talað saman
um málin. Þannig tel ég nú, að
ég geti með fullum rétti sagt, að
ég hafi starfað innan Sjálf-
stæðisflokksins, enda þótt ég
hafi talið mig óháðan flokksfor-
ystunni.
Vegna þess að þarna kemur
fram, að ég sagði mig úr full-
trúaráðinu, er rétt að fram
komi til skýringar á því, sem ég
hef áður sagt í þessu samtali
okkar nú, að ég var kjörinn á ný
í fulltrúaráðið á síðasta aðal-
fundi."
— Vorum
Framhald af bls. 2
hann líka notið hjá öllum sam-
herjum sínum úr Sjálfstæðis-
flokknum."
„Þetta kom allt til út af bæj-
arstjóramálunum," sagði
Magnús H. Magnússon. „Eins
og málum var komið, held ég að
allir bæjarfulltrúar hafi verið
þeirrar skoðunar, að allt hafi
riðið á þvi að fá bæjarstjóra til
starfa og gera bæjarstjórnina
þar með starfhæfa að nýju. Ég
get sagt það nú, að við Alþýðu-
flokksmenn vorum tilbúnir að
styðja sjálfstæðismann í em-
bættið og höfðum þá Guðmund
Karlsson i huga, en það mál
komst þó ekki á formlegt stig.
Hins vegar kom svo í ljós, að
menn vildu leggja að Páli
Zóphóníassyni aá taka starfið
að sér. Þessari lausn voru tveir
fulltrúar sjálfstæðisflokksins
andsnúnir og var farið með
málið í fulltrúaráð flokksins,
þar sem það var fellt að fulltrú-
ar flokksins í bæjarstjórn
stæðu að kjöri Páls. Þessu vildu
þeir Einar og Sigurður ekki
una og sögðu af sér. Okkur hin-
um fannst það óviðfelldið að
fulltrúaráðið væri að þröngva
þessum mönnum til að segja af
sér út af bæjarstjóramálinu,
þar sem við töldum okkur vita,
að afstaða tvímenninganna
byggðist á því að þjarfélagsins
að leiðarljósi. Og eins og ég
sagði áðan, var það okkur
kappsmál að fá bæjarstjóra til
að hjólin gætu farið að snúast á
nýjan leik.
Formlega myndaðist enginn
meirihluti í bæjarstjórninni við
kjör Páls i bæjarstjóraembætt-
ið. Þar af leiðandi varð þá eng-
inn formlegur minnihluti til
heldur þó mál hafi síðan þróazt
á þann veg að hægt sé að tala
um meirihluta og minnihluta."
— Ræða Ingólfs
Framhald af bls. 12
afurða er nú það hæsta sem nokkrum
hefur dottið í hug að mögulegt væri að
fá. Eigi að síður virðist vera stórtap á
útgerð við meðalaflabrögð og rekstrar-
stöðvun er yfirvofandi hjá frystihúsun-
um. Þannig fer kostnaðarverðbólgan
með sjávarútveginn. Menn vona, að úr
rætist og takast megi, þótt síðar verði að
draga úr verðbólgu hér á landi. Með 200
mílna fiskveiðilögsögu sem nú er fengin
er ástæða til bjartsýni um framtíð
sjávarútvegsins.
Ríkisstjórnin hélt vel á landhelgísmál-
inu. Þess vegna vannst sigur í því máli
miklu fyrr heldur en nokkur hefði þorað
að vona. Gylfi minntist einnig á land-
búnaðinn. Það er rétt að landbúnaður-
inn stendur nú frammi fyrir miklum
vanda. Kostnaðarverðbólgan hefur
skrúfað upp afurðaverðið þannig að
dregið hefur verulega úr sölu innan-
lands. Á viðreisnarárunum þegar verð-
bólgunni var haldið í skefjum unnust
góðir markaðir fyrir diklakjöt bæði í
Noregi og Svíþjóð. Enska markaðinn
sem alltaf var lélegur þurfti ekki að
nota. Allgóður markaður fékkst einnig
fyrir osta bæði í Svíþjóð og B :ndaríkjun-
um. Á þessum árum nægðu úrflutnings-
uppbætur, sem miðast við 10%, af
heildarframleiðslu búvara, til þess að
tryggja bændum ákveðið grundvallar-
verð fyrir búvörur. Útflutningsuppbæt-
ur á landbúnaðarafurðir voru lögfestar í
ársbyrjun 1960 og hafa reynst vera
ómissandi og bændum til mikils hagnað-
ar, fyrir þjóðarheildina.
Vegna verðbólgunnar hér og geysi-
legrar hækkunar á búvörum hefur verð-
hlutfall breytst á erlendum mörkuðum
okkar til mikils óhagræðis. Auk þess
hafa Norðmenn aukið niðurgreiðslur á
búvörum og hefur það áhrif á verð inn-
fluttra búvara þar í landi. Vegna áhrifa
verðbólgunnar er búist við, að lög-
ákveðnar útflutningsbætur nægi ekki
fyrir liðið ár eða næsta ár til þess að
bændur nái fullu verði fyrir framleiðsl-
una eins og oftast var meðan verðbólg-
unni var haldið niðri. Vandamál land-
búnaðarins myndu verða miklu minni og
viðráðanlegri ef takast mætti að koma
verðbólgunni niður. Að sjálfsögðu má
segja um landbúnaðinn eins og aðrar
atvinnugreinar að nýjir timar og breytt-
ar forsendur geta kallað á endurskoðun
og breytingu á framkvæmd land-
búnaðarmála.
Gylfi minntist á orku- og iðnaðarmál
hér áðan, m.a. Kröflu. Menn geta deilt
um framkvæmd mála en við eldsumbrot
og náttúruhamfarir verður ekki við ráð-
ið.
Iðnaðurinn er i vexti og hefur aukið
gildi í þjóðarbúskapnum. Allir virðast
skilja nauðsyn þess að efla islenskan
iðnað til þess að hann megi verða þess
megnugur að veita þvi fólki atvinnu,
sem árlega bætist á vinnumarkaðinn. En
fjárskortur og verðbólga eykur á erfið-
leika iðnaðarins og gerir samkeppnisað-
stöðuna erfiða. íslenskur iðnaður verður
að keppa að því að komast inn á erlenda
markaði. Án þess fæst ekki sá árangur í
framleiðslu og tekjuöflun sem nauðsyn-
legt er að ná. Þjóðarhagur og lífskjör í
landinu eru undir því komin að takast
megi að auka framleiðsluna og vinna
góða markaði fyrir hana. Stefnuatriði
Verslunarráðs íslands eru að flestu leyti
skynsamleg og þjóóhagsiega réttmæt.
Eigi að síður er ástæða til að setja spurn-
ingamerki við nokkur atriði sem ekki
eru eins réttlát eða auðveld í fram-
kvæmd og margir virðast ætla. Um það
gefst vonandi tækifæri til að ræða síðar.
Góðir áheyrendur. Ég fer nú að ljúka
máli mínu. Við munum flest telja, að
höfuðverkefni næstu mánuða og ára sé
að færa niður verðbólguna í landinu,
sem næst því marki sem gerist i við-
skiptalöndum okkar. Með þvi fæst jafn-
vægi í þjóðarbúskapnum og þannig
styrkist grundvöllur atvinnulífsins.
Verslunarstéttin hefur þar mikilvægu
hlutverki að gegna. Sagt er að hús-
mæðurnar séu fjárhaldsmenn heimil-
anna, að þær ráði miklu um fjárhagslega
afkomu fjölskyldunnar, með því að
kaupa daglega það sem heimilið þarfn-
ast. En því er einnig þannig varið með
verslunarstéttina, sem annast kaup á öll-
um innfluttum vörum til landsins, að
hún getur haft gífurleg áhrif á þjóðarbú-
skapinn og verðlag í landinu. Þjóðin
gerir miklar kröfur til kaupsýslumanna
um að þeir gegni skyldum sínum við
þjóðfélagið. En um leið er eðlilegt að
kaupsýslustéttin vilji fá verslunarlög-
gjöf og aðstöðu, sem gerir velviljuðum
og duglegum mönnum fært að starfa
þjóðinni til farsældar.