Morgunblaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977 23 fyrir mikla vanlíðan og vitneskju um, að ekki yrði um bata að ræða. Að fyrra bragði ræddi hún ekki um sina líðan, en spurði allajafna um þá aðra er hún vissi, að áttu við erfiðleika að stríða og hvað mætti þeim til hjálpar verða. Þakklæti var henni efst i huga fyrir þá nærgætni og frábæru um- önnun, sem henni var sýnd. Hún vonaði, að eitthvað mætti læra af sinum sjúkdómi og hegðun hans, öðrum til góðs. Um þessi komandi vistaskipti ræddi hún af raunsæi, róleg og æðrulaus. Ur því sem komið var þráði hún aðein hvild. Hún var þakklát fyrir það líf, sem henni var lánað og þvi skilaði hún með sæmd. Ég vil efna það heit, að bera skólasystrunum kveðjur hennar með þökk fyrir góð kynni, sem voru henni mikils virði. Einnig var henni umhugað um, að aftur tengdist okkar keðja þrátt fyrir högg hins mikla máttar er braut fyrsta hlekkinn og sem við að endingu verðum öll að lúta. Þá ekki síður viljum við skóla- systurnar þakka Huldu einstaka og lærdómsrika samfylgd, allt frá fyrstu kynnum. Hjálpsemi hennar og greiðvikni áttu sér engin takmörk, það höfum við margar reynt. Bryndisi, Ásthildi litlu og syst- kinum Huldu vottum við dýpstu samúð. Hulda var ljóssins barn. unni vori og gróanda. Henni óskum við fararheilla til himneskra landa, þar sem sólin gengur aldrei til viðar. f.h. skólasystranna. Margrét Hallsdóttir. t Utför litla sonar okkar og bróður EGGERTS MAGNUSSONAR, sem andaðist af slysförum þann 22. september, fer fram frá Bústaðar- kirkju fimmtudaginn 29 september kl 1 3 30 Magnús Guðmundsson, Guðrún Ástdís Olafsdóttir, og dætur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför, GUÐRÚNARGUOJÓNSDÓTTUR, Melhaga 13 Guðrún Petersen, Ólafía Jochumsdóttir. t Þökkum innilega hlýjar kveðjur og vinarhug við andlát og útför sonar okkar og bróður, HAFÞÓRS PÁLMASONAR, Holtsbúð 37, Garðabæ, Pálmi Sigurðsson, Stefanía Marinósdóttir, Guðbjörg Pálmadóttir, Sigmar Pálmason, Páll Pálmason. t Alúðar þakkir færgm við öllum þéim er sýndu okkur vinsemd og hluttekningu við andlát og jarðarför móður minnar, tengdamóður og systur, RÓSU SIGURÐARDÓTTUR, er andaðist 13 september s I Jarðarförin fór fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu Axel Eyjólfsson, Sigrfður Guðmundsdóttir, Sigurveig Sigurðardóttir. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR JÓHANNESSONAR, fyrrv. innheimtugjaldkera, Týsgötu 8 Jóbann Guðmundsson, Rebekka Kristjánsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Rafn Júlíusson, Maria V. Guðmundsdóttir, Viðar Guðjónsson, og barnaborn Ad reyna til hins ýtrasta SAMEIGINLEGUR fundur stjórnar, fulltrúaráðs samninga- og verkfallsnefndar Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar, hald- inn 22. sept. 1977, ályktar að framkomin tillaga frá sáttanefnd um nýjan kjarasamning milli fél- ágsins og Reykjavikurborgar sé ófullnægjandi og hvetur félags- menn til að fella hana i væntan- legri allsherjar atkvæðagreiðslu 2. og 3. október n.k. Jafnframt ályktar fundurinn að fela samninganefnd félagsins að reyna til hins ýtrasta að ná við- hlítandi samkomulagi við launa- málanefnd Reykjavíkurhorgar um gerð nýs kjarasamnings, þannig að komizt verði hjá boð- uðu verkfalli. U (.I.VSIM.ASÍMINN i:i{; 22480 JRorgunblfitníi Austurstræti 17 Starmýri 2 mysa uítS; MJOLKURSAMSALAN í REYKJAVÍK YSA ómissandi í sláturtíðinni Næringarefni matar nýtast betur í súrmat en nýjum eöa frystum mat, enda er súrmatur auömeltari. Súrmatar ættum viö því aö neyta allt áriö, en ekki einungis sem veizlumatar á þorranum. Ath. súrs Súrsum í skyrmysu og geymum matinn á köldum staö, en súrinn má ekki frjósa. Kjöt og slátur á aö sjóöa vel (ekki ”hálfsjóöa“) og kæla alveg áöur en þaö er sett í mysuna. ekki, og geymid ekki sýru í galvaniseruóum ílátum. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.