Morgunblaðið - 28.09.1977, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977
29
TT^ts
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL 10 — 11
FRÁ MANUDEGI
aín'i) if
Bilsby Skurvogne A-S
Industril>akk«-n 1. Sengrlöse. 2630 Taastrup.
Danmark. Talsimi 09 -02-99 47 06
Starfsfólksv aj:n.ir skrifstnfuvaunar.
ihiiAarvaiinar. nn\ inslu\ anna:'. hreinla-tisvapnar.
(lódfúsU*>ía hiðjió um uppl.vsint’apósa.
þar setið undir borðum um 100
manns. Þjónustulið veitinga-
staðarins færði okkur áskammta-
ða matardiska með kjötrétt og
vitanlega fylgdu þar með kart-
öflur. Viðstaddir borðuðu matinn,
eftir því sem ég fékk best séð af
hinni bestu lyst. Að snæðingi
loknum varð mér litið yfir borðin
og veitti því sérstaka athygli hvað
kartöflur voru enn óhreyfðar á
diskunum. Ekki var það fyrir það
að kartöflurnar væru vondar að
Þessir hringdu . . .
# Þakkar fyrir
„Á vogarskálum“
Einn heldur of þungur:
— Ég vil koma á framfæri
þakklæti við sjónvarpið fyrir
þætti þess Á vogarskálum. í þeim
er fjallað um vandamál, sem stór
hluti þjóðarinnar á við að stríða
en það eru aukakílóin. Ég veit að
þessir þættir hafa vakið marga til
umhugsunar um þessi mál og þö
þeir séu ekki eins margir, sem
taka þátt í þvi af fækka aukakíló-
um, þá er það stór hópur.
Eitt er það samt, sem mér finnst
heldur miður en það eru þær upp-
lýsingar, sem dreift hefur verið
til fjölmiðla vegna þáttarins. Ekki
er það fyrir þá sök að þetta sé
öþarft efni, heldur hefur mér þótt
þetta efni næsta óaðgengilegt i
þeim búningi, sem það hefur
birst. Upplýsingar sem þessar
þurfa að vera skýrar og þægilegar
aflestrar. í heild hafa þessir þætt-
ir verið góðir og fyrir þá ber sjón-
varpsáhorfendum að þakka.
# Kostnaðurvið
breytingar á Glaumbæ
Spurull:
— Ég varpaði fyrir
skemmstu fram í dálknum þinum,
Velvakandi, fram þeirri spurn-
ingu, hvað þær framkvæmdir,
sem nú standa yfir við Glaumbæ,
kosta en svar hefur ekki enn
birst. Eftir því sem ég best veit er
ætlunin að þetta hús hýsi Lista-
safn rikisins og ef mig misminnir
ekki þá er það einhver byggingar-
nefnd, sem hefur umsjón ineð
þessum framkvæmum. Eins og áð-
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á Ólympiuskákmótinu i Haifa i
fyrra kom þessi staða upp i skák
þeirra Kernans, tslandi, sem
hafði hvítt og átti leik, og
D: rakorn, Thailandi.
20. Rxe5 + ! — dxe5 21. Bc6 + + —
Ke6 22. Db3 mát. írar áttu þó litlu
gengi að fagna á Ólympiumótinu,
lentu í 34.—35. sæti ásamt
Guernseyingum með 25 vinninga.
menn borðuðu þær ekki, heldur
hitt að mönnum hafði verið
skammtað meira af þeim en þeir
gátu með góðu móti borðað. Þarna
leyfðu viðstaddir því sennilega
nær 14 af þeim kartöflum sem
soðnar höfðu verið fyrir þennan
málsverð og ekki var annað við
þær að gera en henda þeim.
Mér er ekki grunlaust um að
þannig sé reynslan víðar. Sjálf-
sagt verður fáum hugsað til þess
hvað þarna gæti verið um mikið
af kartöflum að ræða, ef fólk
hugsaði um að láta kartöflurnar
ekki fara til ónýtis með þessum
hætti. Það getur og stundum
verið jafngóð aðferð til að auka
framboð á vörunni að eyða henni
ekki i óþarfa eins og að auka
framleiðsluna. Munum lika að við
þurfum að eyða dýrmætum gjald-
eyri til að kaupa inn þær kart-
öflur, sem við framleiðum ekki
hér heima.
Frú á Suðurlandi."
ur sagði hefur svar við þessari
spurningu minni ekki birst og því
er hún ítrekuð. Ég fæ ekki séð að
það geti verið neitt feimnismál að
uppfræða skattborgarana um
kostnað við lagfæringar á húsinu.
# Fjarlægjum
bílhræ úr
borginni
Austurbæingur:
— Viðs vegar um borgina og
reyndar í öðrum bæjum og kaup-
túnum má sjá gamlar og niður-
níddar bifreiðar, sem fyrir löngu
hafa lokið hlutverki sinu og þjóna
nú vart öðrum tilgangi en að særa
augu vegfarenda og kannski vera
varahlutalager fyrir grúskara. Ég
er þeirrar skoðunar að borgaryfir-
völd og yfirvöld í öðrum bæjum
eigi að taka upp þá reglu að fjar-
lægja af bílastæðum og opnum
svæðum alla þá bíla, sem ekki
bera skrásetningarnúmer. Ég veit
að yfirvöld geta ekki eða tæplega
vaðið inn á lóðir hjá mönnum og
flutt á brott þaðan hluti en ég er
sannfærður um að sé nógu sterk-
ur áróður íbúanna og ráðamanna
fyrir þvi að menn stilli ekki upp
bílhræjum við heimili sín, þá
verður slík sjón brátt fátið. Þeim
bilum, sem fjarlægðir yrðu með
þessum hætti, mætti koma fyrir á
einhverjum ákveðnum stað og þar
gætu eigendur þeirra nálgast þá
en afhending yrði þó háð þvi skil-
yrði að annað hvort yrðu bílarnir
skráðir og á þá sett númer eða
þeir yrðu geymdir innan dyra. Ég
vil að siðustu skora á borgaryfir-
völd að ganga fram í þessu máli
með oddi og egg. Þetta er t.d.
kjörið verkefni fyrir Umhverfis-
málaráð borgarinnar sem fengi til
liðs við sig Hreinsunardeild
borgarinnar.
HOGNI HREKKVISI
• © 1977
McNtught Synd., Inc.
Hann heldur ’ann sé kjölturakki?
83? SlGeA V/öGA t 'ULVE&ÁN
^Vid þörfnumst
Ef þú vilt aðstoða okkur hafðu þá samband við okkur í síma 12802 ...
Ef þú vilt gerast stofnfélagi þá sendu þennan miða til SÁÁ - Frakka-
stíg 14B - Rcykjavík, eða hringdu i síma 12802 og við komum heim
til þin föstudaginn 30. sept.
Nafn
Heimilisfang
Staða Simi
SAMTÖK ÁHUGAFÓLKS
E^LirLL UM ÁFENGISVANDAMÁLIÐ
SKRIFSTOFA: FRAKKASTlG 14B - SlMI 12802
Stjómunarfélag Islands
ER BÓKHALDIÐ
í LAGI?
Stjórnunarfélagið gengst fyrir námskeiði i bókfærslu
1 dagana 3., 4., 5. og 6. október n.k. Námskeiðið
stendur yfir kl. 13.30 —19.00 alla dagana eða sam-
tals í 22 klst. og verður haldið í Skipholti 37.
Fjallað verður um sjóðbókar-
færslur, dagbókarfærslur. færsl-
ur i viðskiptamannabækur og
víxlabækur. Þá verður sýnt upp-
gjöf fyrirtækja. Námskeiðið er
sniðið fyrir stjórnendur smáfyrir-
tækja,' en er jafnframt kjörið fyrir
maka þeirra, sem stunda
smárekstur.
Leiðbeinandi verður Kristján
Aðalsteinsson, viðskiptafræðing-
ur.
SIMAIMAMSKEIÐ
Símanámskeið verður haldið að Skipholti 37 á vegum
SFÍ í október eins og hér segir:
13 októberkl. 14.00—17.00 tÖmMÍ 1 -
14. októberkl. 14.00—18.00 xi , /<?
1 5. október kl. 9.15 — 12.00
Samtals 9.45 klst.
Fjallað verður um starf og skyldur sim-
svarans, eiginleika góðrar rimraddar, sim-
svörun og símtæki, kynning á notkun
simabúnaðar, kallkerfis og fleira. Auk
námskeiðsins verður farin kynnisferð i
Landsímahúsið með þátttakendum.
Námskeiðið er einkum ætlað þeim, sem starfa við simsvörun, hvort
sem um er að ræða hjá fyrirtækjum eða opinberum stofnunum.
Leiðbeinendur verða: Helgi Hallsson, fulltrúi og Þorsteinn Óskarsson.
simaverkstjóri
Þátttaka tilkynnist í síma 82930
Biðjið um ókeypis upplýsingabækling.