Morgunblaðið - 30.09.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1977
5
BARNASTARF
Dómkir kj unnar
BARNASTARF Dómkirkjunnar
hefst nú um helgina og verður í
Vesturbæjarskólanum við Öldu-
götu eins og undanfarin ár. Sú
breyting verður nú á, að barna-
samkomurnar verða á laugardög-
um og hefjast kl. 10 árdegis.
Ástæðan til þessarar breytingar
er sú, að fyrirhugað er að hefja
guðsþjónustur í Landakotsspítala,
og verða þær á hverjum sunnu-
dagsmorgni, og munu dómkirkju-
prestarnir annast þær.
Við viljum eindregið hvetja for-
eldra til þess að senda börn sín á
barnasamkomur Dómkirkjunnar í
Vesturbæjarskólanum við Öldu-
götu og koma gjarnan með þeim.
A barnasamkomunum er börn-
unum sagt frá Jesú Kristi og boð-
skap hans og þau fá myndir til
skýringar og má líma þær inn í
þar til gerða bók. Þá eru sungin
vers og sálmar, beðnar bænir, sög-
ur sagðar og að lokum sýnd stutt
kvikmynd.
Verið hjartanlega velkomin á
barnasamkomur i Vesturbæjar-
skólanum á laugardögum kl. 10.
Hjalti Guðmundsson.
Stofnfundur Samtaka áhuga
manna um áfengismál
STOFNFUNDUR Samtaka áhuga-
manna um áfengisvandamálið
verður haldinn í Háskólabíói á
morgun kl. 2.
Fundarstjóri verður Eggert G.
Þorsteinsson, alþingismaður, en
ræður og ávörp flytja Vilborg
Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur,
Hilmar Helgason, verslunarmað-
ur, Skúli Johnsen, borgarlæknir.
Indriði Indriðason, stórtemplar,
Jóhannes Magnússon, bankafull-
trúi, og Pétur Sigurðsson, alþing-
ismaður.
99 kunnir borgarar hafa undir-
ritað áskorun til samborgara
sinna um að mæta á fundinum.
Aður en fundurinn hefst mun
Skólahljómsveit Kópavogs leika í
bíóinu.
Æfingar á Hnotu-
brjótnum hafnar
í Þjóðleikhúsinu
NÝLEGA er kominn til starfa
við Þjóðleikhúsið Yuri Chatal,
ballettmeistari frá Bandaríkj-
unum. Hann hefur nú tekið við
þjálfun íslenzka dansflokksins
og hafið undirbúning og æfing-
ar fyrir jólasýningu leikhúss-
ins, Hnotubrjótinn eftir
Yuri Chatal.
Tsjaikovskí sem Chatal sviðset-
ur með Helga Tómassyni í aðal-
hlutverki.
Yuri Chatal er rússneskur að
uppruna, en fluttist barn að
aldri til Bandaríkjanna og
stundaði dansnám við School of
American Ballet í New York.
Hann hefur starfað sem sóló-
dansari, listdansari og dansa-
höfundur víðs vegar um Banda-
ríkin og var um fjögurra ára
skeið stjórnandi og ballett-
meistari ballettsins í Memphis í
Bandarikjunum. Síðan hefur
hann verið stjórnandi og list-
rænn leiðtogi ballettsins í
Maryland.
Chatal hefur sjálfur samið
fjölmarga balletta en frægastur
mun hann vera fyrir hinar
ýmsu sviðsetningar sínar á
Hnotubrjótnum.
Helgi Tómasson, ballettdans-
ari, hefur tvivegis áður tekið
þátt í uppsetningu á Hnotu-
brjótnum með Chatal.
Frumsýning á Hnotubrjótn-
um verður á annan dag jóla, 26.
desember n.k.
Arásarmadur
líflátinn í Kína
Peking, 29. sept. Reuter.
KlNVERSKUR maður sem
réðst að bandarískum
ferðamanni og stakk hann
hnífi í grennd við Torg
hins himneska friðar á dög-
unum, hefur verið líflátinn
Vinimslys í
Hafnarfirði
VINNUSLYS varð i Hafnar-
firði unt hálffjögurleytið í gær.
15 ára piltur var að vinna með
fleyghamar á Garðastig þegar
það slys vildi til að hamarinn
fór á fót hans svo að tók framan
af tám. Pilturinn var fluttur á
slysadeild Borgarspítalans til
aðgerðar.
að því er segir í fréttum frá
Peking í dag. Eftir árásina
var maður handtekinn
snarlega og Kínverjar
lýstu því yfir að hann yrði
látinn svara til saka enda
málið talið mjög alvarlegt.
Var maðurinn, sem mun
hafa heitið Uu Ming-Ching,
35 ára gamall, leiddur fyrir
rétt og dæmdur til dauða
hinn 18. september sl.
Bandaríkjamaðurinn sem varð
fyrir árásinni Richard Talmadge
var í Kína með vini sínum leikar-
anum William Holden. Hann var í
sjúkrahúsi i viku, en hélt frá Kína
fyrir fáeinum dögum.
Kínverska fréttastofan segir að
Yu hafi verið „andbyltingarmað-
ur og komið vopnaður til Peking
með það í huga að drepa."
©m
Allflestar
hausttízkuvörur okkar sem
sýndar voru á sýningunni
Heimiliö '77 og nú á
lönkynningu í Laugardal eru
nú komnar í verzlanir okkar.
TfZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Simi frá skiptiborði 28155