Morgunblaðið - 14.10.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.10.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. OKTÖBER 1977 7 Jafnari kosn- ingaréttur — aukin áhrif kjósenda Fróðlegar umræður fóru fram utan dagskrár á Al- þingi í fyrradag, þar sem rætt var um nauðsyn jafnari kosningaréttar og aukins réttar kjósandans, m.a. til að velja á milli frambjóð- enda á framboðslistum Bent var á að vægi at- kvæða, eftir kjördæmum, hefði raskazt mjög mikið á gengnum áratugum Allt að fimmfalt fleiri atkvæði væru að baki kjördæmakjörins þingmanfis í Reykjaneskjör- dæmi en á Vestfjörðum, svo dæmi sé tekið Kosn- ingaréttur væri mannrétt- indi og ætti að vera jafn hjá öllum landsmönnum, án til- lits til búsetu Aðstöðumun milli strjálbýlis og þéttbýlis yrði að jafna með öðrum hætti en skerðingu mann- réttinda Og þótt viður- kenndur væri umframréttur strjálbýlis varðandi vægi at- kvæða, væri fimmfaldur kosningaréttur meira en góðu hófi gegndi Þá var rætt um aukinn ; rétt kjósenda til persónu- | legra kjörs, t d að velja á milli frambjóðenda á sama framboðslistanum, þannig að saman færi réttur til að greiða stjórnmálaflokki at- kvæði og velja á milli fram- bjóðenda á framboðslista hans, nokkurs konar sam- eining prófkjörs, eins og við þekkjum það í dag, og kosningaréttar til sveitar- stjórna og Alþingis Breytingar á kosningalögum og/eða stjórnarskrá Endurskoðun stjórnar- skrár hefur verið lengi í gangi, enda mun víðtækara verk en leiðrétting misræm- is í vægi atkvæða Á það var bent i tilvitnaðri um- ræðu á Alþingi (sjá þing- síðu Mbl í gær), að hægt væri að jafna kosningarétt verulega með því að breyta kosningalögum einum saman, án stjórnarskrár- breytinga Þvi væri fram- kvæmanlegt, ef vilji væri fyrir hendi, að koma nýjum og réttlátari reglum við á komandi kosmngaári, bæði til sveitarstjórna og Al- þingis Bent var á að afnema þyrfti hlutfallsákvæðið, varðandi úthlutun uppbót- arþingsæta, og binda út- hlutun þeirra einvörðungu við atkvæðamagn (1 22 gr kosningalaganna) Jafn- framt þyrfti að afnema ákvæði þess efnis, að sami flokkur gæti aðeins fengið eitt uppbótarsæti i sama kjördæmi Þessar breyting- ar einar myndu leiðrétta misræmi í vægi atkvæða úr 1 á móti 4, í 1 á móti 2 í ræðu eins þingmanns kom i mr.tor ut5n dagskrAr A Aljiin^i: Jafnari og aukinn kosningaréttur Þingflokkanefnd kanni samstarfsvUja um breytingar íi yfirstandandi þmgi [ Alþingi i B»r. ' s fram, að uppbótarsæti hefðu við síðustu þingkosn- ingar miðað við þessar breytingar færzt yfir til Reykjavíkur og Reykjaness- kjördæmis Á Reykjanesi hefði þá verið 2876 at- kvæði að baki þingmanns, í Reykjavík 2645, á Norður- landi eystra 2235 en undir 2000 í öllum hinum kjör- dæmunum Raðaður eða óraðaður framboðslisti Þá var bent á þær leiðir, að stjórnmálaflokkar hefðu annað tveggja heimild eða skyldu til að raða frambjóð- endum á framboðslista sína eftir starfsrófsröð Það væri síðan kjósenda að númera eða tölusetja nöfn, eftir mati á mönnum, um leið og þeir kysu þann stjórnmála- flokk, er hugur stæði til Óraðaður framboðslisti er lagaskylda í írska lýðveld- inu. í Danmörku er flokkum hins vegar heimilt að bjóða fram óraðaðan lista Þar hafa allir flokkar valið þann háttinn sl 10 ár, utan kommúnistar og vinstri sósialistar, og aukið þannig í reynd kosninga rétt hins almenna borgara Þá mætti og innleiða hið danska fyrir- komulag um stór kjördæmi, er skipt væri i minni kjör- svæði, með mismunandi röðun á lista í kjörsvæðum, er þykir sameina kosti per- sónulegs kjörs og hlutfalls- kosninga í stórum kjör- dæmum Fleiri leiðir voru nefndar Það er margur réttur manns Ekki er hægt að skilja svo við hlutlausa frásögn af val- kostum til leiðréttingar á vægi atkvæða og til aukins kosningaréttar, að ekki sé drepið á andófsorð, sem heyrðust á Alþingi Stöku þingmenn bentu á, að mannréttindi væru margs konar og kosningaréttur væri aðeins eitt atriði þeirra Þegar mismunandi réttindi fólks eftir búsetu eða kjördæmum væru rædd, mætti ekki líta á kosningaréttinn einan, heldur heildarmyndina Jöfnun mannréttinda í landinu hlyti að taka mið af misræmi, sem i nær öllum tilfellum gengi landsbyggð- arfólki í mót en nágrenni höfuðborgar í vil Einn þingmaður benti jafnframt á þá staðreynd, sem hann vildi ætla að væri fyrir hendi, að innan við 20 af 60 kjörnum þingmönnum ætti sveitfesti eða lögheim- ili utan Reykjavík- ur—Reykjanesssvæðisins Sama á hverju Þar sem mikið er gengið, hef- ur BYKO jafnan gólfklæðninguna, sem endist bezt. Þar sem minna geng- ur á, hefur BYKO það, sem ódýrast er. Hverju, sem þú stefnir að, hefur BYKO það rétta undir iljarnar, gólf- dúka eða flísar, fjölbreytt úrval efnis og lita. Þar sem fagmennirnir verzla, er yöur óhætt gengur? BYGGINGAVORUVERZLUN BYKO KÓPAVOGS SF NÝBÝLAVEGI8 SÍMI.41000 >dí/ '4 I0ARV O I^ELDHÍJS GUJGGATJÖLD á afmælisverði í tilefni af 10 ára afmæli verslunarinnar bjóðum við óvenju hagstætt verð á til- búnum eldhúsgluggatjöldum. Næstu daga verða þau seld á hálfvirði. Yfir 10 gerðir gluggatjalda í mörgum litum á verði frá 1977 kr. Lítið inn. Nú er einnig opið á laugardögum. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. iSsfwsínJÍ! ÍtLUGGATJ OT3J . SKIPHOUI17A SÍM117563 I I i i \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.