Morgunblaðið - 14.10.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.10.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1977 RAFÍ7NÖ U j O-ÍI ’/t GRANI göslari Kunniní'i minn bart mÍR art solja hana! Viö höfum örugíílefía fíleymt einhverju, viö höfum aldrei fyrr sloppið við að borKa fyrir y f irvifít! Ek bað hahn að hreinsa til í hílskúrnum! Hundur ræðst á barn eða barn á hund Þankar þeir, sem fara hér á eftir, eru frá Guðrúnu nokkurri, sem er í dreifbýlinu, og ræðir hún um uppeldi dýra og barna og tekur nokkur dæmi um hversu vandmeðfarið slíkt uppeldi er: „Krakkagrey, sem fara á mis við snertingu við önnur dýr en manninn, verða annað hvort ofsahrædd er þau fyrst sjá loðna ferfætlinga eða þau langar til að faðma þá og knúsa og vaða því i þá er þau hafa tækifæri til. Sveitabörnum dettur ekki i hug að atast i annarra manna dýrum frekar en við setjumst inn i stofu hjá ókunnugum manni og kveikjum á sjónvarpinu hans. hann var frjáls i sveitinni. Hann hafði komið auga á það ágæta dýr sem heitir mu-mu í myndabókum þéttbýlisbarna og séð út um bilglugga. (Það heitir belja i sveitum og kýr í orða- og málfræðibókum.) Hann hljóp beint til mu-mu til að maðma hana. Þegar hann lokst komst alla leið var hún nokkru stærri en hann hefði gert sér grein fyrir og var allt i einu staddur undir henni. Hann lét sér þá nægja að faðma annan framfótinn. Þar sem kýr eru róleg og þægileg dýr að eðlisfari lét kusa sér ekki bregða, en þefaði forvitnislega af árásaraðilanum og hélt svo áfram að kroppa. 0 Sko mu-mu • Ég sá einu sinni smástrák úr Reykjavík hlaupa út á tún er 0 Sko voffa En gamanið kárnar þegar börn af hundabannsvæðum BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Smáspilin segja ofl sína sögu. I spili dagsins gat sagnhafi sagt hálfa sögu tneð því einu að láta óþarflega hátt spil í fyrsta slag og gert þannig vörninni erfiðara fvr- ir. En í reynd skipti þetta þó ekki máli. Gjafari suður, allir á hættu. Norður S. 752 H. Á3 T. H I, . AK 1)9843 Vestur Austur S. Á93 S. KG64 H. K85 H. DG976 T. AG104 T. K6 L 752 Su,)ur L. G6 S. D108 H.1042 T. D97532 L. 10 Eftir að vestur opnaði á einurn tígli stökk norður í þrjú lauf. Síð- an varð austur sagnhafi í fjórum hjörtum og suður spilaði eðlilega út lauftíu. Norðurtók á drottning- una en austur lét sexið. Norður spilaði áfram laufunum og austur Irompaði það þriðja meíígosa. Til að geta spilað hjartanu að drottn- ingunni og um leið undirbúið kastþröng gegn suðri spilaöi aust- ur tigulsexi og blindur fékk slag- inn á gosann. Lágt hjarta á drottn- inguna og sídan svínaði austur hjartaáttu. Norður reyndi enn að búa til trompslag hjá félaga sín- um með því aö halda áfram með laufið en allt kom f.vrir ekki. Austur og suður trompuðu en kóngurinn sá um þann slaginn. Og um síðir lenti suður í vandræð- um með afköst þegar austur fór heim á tígulkóng og tók siðasta trompslaginn. Tiu slagir. Ekkert var hægt að gera gegn þessari glæsilegu spilaaðferð austurs. En þó gerðu báðir aðilar villur í upphafi. Þegar austur lét laufsexid gat norður í raun og veru taiið fjóra varnarslagi. Hann vissi, að austur átti laufgosann eftir og sá því tvo slagi þar, hjartaásinn og sjálfur gat hann trompað tigul. Allt sem gera þurfti var því að spila tigli og taka á hjartaás við fyrsta tækifærí. Láta suður síðan trompa lauf og hann spilar auðvitað tígli til baka. En austur gat gert vörninni erfiðara fyrir meö því að láta lauf- gosann i fyrsta slag. Þá gat suður átt sexið og meiri óvissa í vörn- inni er alltaf sagnhafa í hag. RETTU MER HOND ÞINA Framhaldssaga eftir GUNNAR HELANDER Benedikt Arnkelsson þýddi 68 tveir lágu endilangir í grasinu með saltbaukana undir höföinu. Loftið var milt og gott. Langt í fjarska barði einhver töfrabumburnar á einhverri fórnarhátfð. t hinni afrfsku iiótt mátti heyra Ijöllin endur- varpa bumbuslættinum. Honum var svarað frá búgarði í grenndinni. Hópur gamma gáfu frá sér óþægilegt garg i sfðasta sinn, áður en hann settist í trjáþvrpingu. Svo lagðist óheillakyrrð yfir daiinn. Ekkert rauf hana nema eitt g eitt trumbumerki á stangli. Sjakali skokkaði alla leið upp að hestunum, en hvarf eins og elding, þegar hann sá mennina tvo í grasinu. Erik varð gagntekinn ógeð- felldri hugsun. — Fredrik, eru ekki tii slöngur, sem eru á ferðinni á nóttunni? Hann hvfslaði orðin, eins og hann væri hræddur um, að hann ónáðaði einhvern. — Jú, auövitað eru slfkar slöngur til, svaraði Örn kæru- leysislega og óþægiiega hátt. — Næturnaðran gildvaxið kvikindi. Og eitrað. Svo er það umuzingandiu. Hún skríður inn í kofana og leggst hjá negrunum á svefnmottuna til þess að ylja sér ögn, meðan hún lúrir. Og þær eru fleiri. — A morgun fer ég til Durhan, hugsaði Erik. Hér tef ég ekki deginum lengur. En svo náði svefninn yfir- höndinni, og augun lokuðust. — He.vrðu, varðandi það, sem við vorum að ræða um fyrir stundarkorni ... byrjaði Örn. — Þiign maður, tautaði Erik. — Eg er farinn mað sofa. Andartaki sfðar hraut hann, og hakan lá niðri á bringu. Örn iá lengi vakandi og horfði upp í stjörnuhimfninn. Tugarnar voru enn stríðþandar en honum fannst allt f einu, að hugsun og vilji mýktust. Hinn venjulegi svipur orku og ein- beitni féll af honum eins og grfma. Þreytusvipur og heiskjudrættir færðust yfir andlit hans. Á landainærunum Anna og Ahmed voru sofandi f lágum, breiðum rekkjum f svéTnherbergi Mullah. Morgun- sólin fór að gægjast í gegnum gluggatjöldin og bregða á leik í litríku teppi á veggnum mitt á milli giugganna. Indverskur raja á fíl sat í hnipri og horfði með óhagganlegri ró niöur á grimmt tfgrisdýr með spjót í hryggnum, umlukt aragrúa af veiöimönnum. sem voru búnir hinum furðulegustu vopnum. Smám saman náðu sólargeisl- arnír neðar og vörpuðu Ijóma á boróplötu úr tekki, en fjórar útskornar fílstennur héldu henni uppi. í rökkrinu úti i horni hékk yfirgefiö, einfalt málverk af Svisslendingi f þjóðhúningi, en hann hafði stillt sér upp við læk í Alpa- fjöllunt. A góifinu fvrir neðan var dýrt, persneskt teppi í djúprauðum og bláum litum. Það var eins og teppið hæddist að ódýru og lélegu málverkinu. Önnu var að dreyma. Ska‘r sólin speglaðist í hvítum hlíð- um Matterhorns. Það marraði mjúklega f snjónum undir skfð- unum, þegar hún rann upp og niður hverja hæðina af ann- arri. Hærra uppi í hrekkunni kom löng röð æskumanna á skíðum. Allir horfðu á hana, og þeir veifuðu vingjarnlega til hennar. Hún þekkti Ollie og önnur bekkjarsystkini. En margir runnu áfram. án þess að hafa skíði, og voru í stuttbux- um og tennispeysu og héldu á tennisspöðunum. Henni var lyft léttilega upp brattar brekk- urnar, og djúp sæla gagntók hana. En ailt í einu syrti í lofti. Hún fann, að þaö var langt á milli hennar og alls unga fólks- ins, sem var á skíðtim. Skuggi kom í ljós á ská á hak við hana, grönn vera með magrar, brúnar hendur. í stað andlits var veran nteð auðan. sléttan, gráan flöt. Það fór hrollur um hana, og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.