Morgunblaðið - 14.10.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.10.1977, Blaðsíða 14
14__________ ASÍ-samningar MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. OKTÖBER 1977 Bráðabirgðalög til staðfestíngar AlþingLs RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram þrjú frumvörp til staðfestingar bráðabirgðalaga, sem sett voru til að greiða fyrir lausn kjarasamninga á almennum vinnumakaði, milli ASÍ og samtaka vinnuveitenda á liðnu sumri. 1) Breyting á lögum um almannatryggingar um heimilisuppbót til emhleypmga, sem njóta óskertra uppbótar (tekjutryggingar), án þess að njóta fjárhagslegs hagræðis af sambýli 2) Breyting á lögum um almannatryggingar, þess efnis að hækkun lífeyrisgreiðslna, sem leiddu af kjarasamningum í júní 1977, valdi ekki lækkun tekjutryggingargreiðslna frá almannatryggingum 3) Breytmg á lögum um eftirlaun aldraðra félaga í stéttarfélögum a) Umsjónarnefnd er heimilt að úrskurða sambúðarfólki makalífeyri eins og um hjúskap hafi verið að ræða, enda hafi sambúð staðið um árabil; b) um uppbót á lífeyri lífeyrisþega, er tilheyra lifeyrissjóðum aðildarfélaga almennra kjarasamninga, eftir nánari ákvæðum og skilyrðum þar um Fluguköst Leiðbeiningar í fluguköstum verða á sunnudögum frá 10.30—1 2.00 f.h. í íþróttahúsi kennaraskólans við Bólstaðar- hl./Háteigsveg. Lánum tæki. Hafið með inniskó. Öllum heimil þátttaka. Fræðslunefnd. Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki VESTURBÆR: Granaskjól AUSTURBÆR: Baldursgata Upplýsingar í síma 35408 VIÐTALSTÍMI | Alþingismanna og ^ borgarfulltrúa Sjálfstædísflokksins í Reykjavík I I Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Sjálfstæðishúsinu, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá klukkan 1 4 00 til 1 6 00. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa Laugardaginn 15. október verða til viðtals: Ellert B. Schram, alþingismaður Elín Pálmadóttir. borgarfulltrúi Hilmar Guðlaugsson, varaborgarfulltrúi Svipmynd frá Alþingi: ♦ Endist þeim brosið...? Þessi svipmynd er frá þinRsetninKU. Þingmenn heilsast með bros á vör — og vonandi í sinni. Fremst á myndinni heilsast GunnlauKur Finnsson (F), sem tryggði sér áfram 2. sætið á framboðslista Framsóknarflokksins á Vestfjörðum í nýafstaðinni skoðanakönnun, og Benedikt Gröndal (A), sem á prófkjörið framundan. Að haki þeirra má sjá Tómas Arnason og Halldór E. Sigurðsson samRÖnjíuráðherra. Enn má kenna Svövu Jakohsdóttur (til vinstri á myndinni) og Jón G. Sólnes (að sjálfsögðu til hægri á myndinni). Vonandi endist þeim brosið, þingmönnum okkar, veturinn og vorið, sem framundan eru. Endurflutt frumvarp: Alþingi verði ein málstofa Þ>ingfréttir í stuttu máli 0 Stuttur þingfundur. Stuttur fundur var í Sameinuðu þmgi í gær Ákveðin var málsmeðferð tveggja þingmála 1) þmgsályktunartil- lögu um öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum og 2) þmgsályktunartil lögu um stuðning við aðild Grænlend- inga að Norðurlandaráði Öðrum dagskrármálum var frestað 0 Alþingi ein málstofa. Þingmenn Alþýðuflokksins hafa end- urflutt frumvarp, sem þeir hafa áður flutt, um afnám deildaskiptmgar Al- þingis og aðrar breytingar á stjórnar- skrá lýðveldisins, til samræmis við það ^ Uppbygging þjóðvega í snjóahéruðum. Ingi Tryggvason (F) og sjö aðrir þingmenn, úr báðum stjórnarflokkum, flytja tillögu til þingsályktunar, þess efms að Alþingi feli ríkisstjórn að láta gera áætlun um kostnað við uppbygg- mgu þjóðvegakerfis í hinum snjó þyngri héruðum landsms, með það fyrir augum að þjóðvegir um byggðir verði gerðir vetrarfærir á næstu 4 — 6 árum Kostnaður við þetta verk verði greiddur úr Vegasjóði og fjár aflað með erlendum og innlendum lántökum, ef þörf krefur, eftir nánari ákvörðum Al- þmgis 0 Fyrirspurnir. Nokkrar fyrirspurnir, frá einstökum þingmönnum, hafa þegar komið fram, og verður væntanlega svarað síðar — Albert Guðmundsson (S) spyr, hvað líði endurgreiðslu uppsafnaðs söluskatts af útfluttum iðnaðarvörum fyrir árin 1975, 1976 og 1978 — Steingrímur Hermannsson (F) spyr, hvað líði framkvæmd áætlunar um sjónvarp til allra landsmanna hve miklu fjármagni hafi verið varið til undirbúmngs útsendingar í lit, hvað sé AlÞlflGI á döfinni eða hafi verið gert i nýjum dreifistöðvum í ár. og hvaða nýjar dreifistöðvar séu ráðgerðar 19 78 — Magnús Kjartansson (Abl) spyr, hvers vegna ríkisstjórnm hafi framkvæmt vilja Alþingis í fjárveitingu til sundlaugar við Endurhæfingarstöð Borgarspítalans. þegar fjárlög 1978 voru undirbúin — Stefán Jónsson og Helgi Selj- an (báðir Abl) spyrja, hvern veg sé háttað fríðindum ráðherra varðandi að- flutnmgsgjöld af bifreiðum hversu há upphæð hafi verið greidd einkabílstjór- um ráðherra 19 76 hvert sé starf einkabílstjóranna, annað en akstur hlutaðeigandi embættismanna? — Sömu þingmenn spyrja. hvað rök hnígi að því að bankastjórar rikis- banka njóti sömu fríðmda og ráðherrar varðandi bifreiðakaup og rekstur — Sömu þingmenn um laun og hlunnindi forstjóra Járnblendifélags, Kísiliðju, Sementsverksmiðju og Áburðarverksmiðju — Og enn spyrja sömu þingmenn um verð rafmagns til grasköggla og grasmjölsverksmiðja — og hvert hlut fall raforku sé í framleiðsluverði inn- lendra grasköggla Sömu formenn þingflokka: Karvel formaður þingflokks SFV Sömu menn gegna störfum formanna í þinKl'lokkum o« verið hefur undanfariö. Gunn- ar Thoroddsen iönaöarráöherra er formaöur þiiiKflokks Sjálf- stæöisflokksins. Þórarinn Þórarinsson Kefínir for- mennsku í þinKflokki Fram- sóknarflokksins. Gvlfi Þ. Gísla- son er áfram formaóur þiiiK- flokks Alþýöuflokksins. Lúóvík Jósepsson er formaóur þiiiK- l'lokks AlþýöubandalaK-sins. Ok Karvel Pálmason K‘‘Knir ál'ram forineiinsku í þinKflokki SFV. (iunnar Þórarinn (iylfi Þ. Lúóvík IhoroddsiMi, Þórarinnson, (iíslason. Jósepsson, SJA einnií; þingfhFttih A BLAÐSÍÐU 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.