Morgunblaðið - 14.10.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.10.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSXUDAGUR 14. OKTÓBER 1977 23 Ásgrímur Ragnars — Minningarorð Asgrímur Ragnars var fæddur á Akureyri 1. febr. 1913. Foreldrar hans voru hjónin Ragnar Ölafsson kaupmaður og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Ragnar faðir Asgríms var sonur Ölafs gestgjafa á Skagaströnd og Akureyri, Jónssonar að Helga- vatni, Ólafssonar og konu hans Valgerðar Narfadóttur á Kóngs- bakka, Þorleifssonar. Guðrún móðir hans var dóttir Jóns sýslu- manns Johnsens í Eskifirði. Faðir Jóns sýslumanns var séra Ás- mundur prestur i Odda Jónssonar lektors, Jónssonar á Bessastöðum og konu hans Karitasar Illuga- dóttur prests í Kirkjubólsþingunt Jönssonar. Móðir Jóns sýslu- manns var Guðrún Þorgríms- dóttir, gullsmiðs á Bessastöðum Tómassonar (systir Grims Thoms- en). Kona Jóns sýsluntanns móóur móðir Ásgríms var Krist- rún Þuríður Hallgrímsdóttir pró- fasts á Hölmum í Reyðarfirði, Jónssonar og konu hans Krist- rúnar Jónsdóttur. Séra Hall- grintur (þjóðfundarfulltrúi Suður-Múlasýslu 1851) var sonur séra Jóns Þorsteinssonar prests á Húsavík og Mývatnsþingum og konu hans Þuriðar Hallgríms- dóttur. Kona séra Hallgríms var Kristrún Jónsdóttir prests að Grenjaðarstöðum, Jónssonar. Svo sem hér hefur verið rakið stóðu að Ásgrími Ragnars merkar og mikilhæfar ættir. Foreldrum Ásgríms varð ellefu barna auðið. Af þeim komust tíu til fullorðisn aldurs. Ásgrimur var hið sjöunda i röðinni. Af þeim, sem upp komust er einn bróðir látinn á undan Ásgrimi, Egill, sem var elztur þeirra syst- kina. Ásgrímur óx upp á mannmörgu rausnarheimili i glaðværð og ærslunt hins stóra systkinahóps. Minntist hann æskuheimilis síns ætið af mikilli hiýju. Faðir hans var stórbrotinn maður mikilla at- hafan og umsvifa og hafði jafnan mörg járn í eldinunt. Móðirin mikilhæf og stjórnsöm á heimili. Ragnar Ólafsson féll frá fyrir aldur fram árið 1928, þá 57 ára. Var þaó feiknalegt áfall fyrir heimilið, þvi enn voru börn i bernsku. En öllu reiddi vel af, þvi efnahagur fjölskyldunar var góður. Móðir Asgrims lézt fyrir fáum árum í hárri elli. Að barnaskólanámi loknu fof Ásgrímur í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Eftir það för hann á verzlunarskóla i London og Kaup- amnnahöfn. Að námi loknu vann hann við banka í Kaupmannahöfn og Hamborg. Heirn til íslands kemur hann 1937 og höf þá störf hjá Utvegsbanka íslands í Reykjavík, en fór fljótlega til isa- fjarðar og vann í útibúi bankans þar. 1939 flyst hann til Reykja- víkur og heldur áfram starfi sínu hjá Útvegsbankanum til ársins 1949. Næstu tvö árin fékkst hann við ýmis verzlunarstörf i Reykja- vík, en á árinu 1951 ræðst hann til flugmálastjórnarinnar á Kefla- víkurflugvelli og starfaði þar sem fulltrúi á skrifstofu flugvallar- stjöra allt til dauðadags. Ásgrímur var tvígiftur. Á Ísa- firði kynntist hann fyrri konu sinni, Önnu Ólafsdóttur skó- kaupmanns, Stefánssonar. Þau voru gefin sajnan 1939. Settu þau saman bú að Viðimel 50 í Reykja- vík. Þeim varð tveggja barna auðið — tveggja drengja — og liföu i farsælu hjónabandi. En þegar kom að því, að það þriðja fæddist, skall ógæfan á. Móðir og barn létust bæði í þeirri raun. Þessi átakanlegi atburður varð 2. í jólum 1948. Hann breytti öllum lifsferli Ásgrims hastarléga. Báðir drengirnir frá þessu hjóna- bandi eru uppkomnir menn. Þeir eru: Ólafur Ragnars, verzlunar- maður, Grænási 1, Njarðvik, gift- ur Svandisi Borg Jónsdóttur. Eiga þau tvö börn, dreng, sem heitir Jön Þór og stúlku, sem heitir Hulda Hlín. Yngri sonur úr þessu hjónabandi er Ragnar Ragnars, aðstoðarm. í flugumferðarstjórn. Hann býr í Hveragerði. Hann er tvígiftur. Fyrri kona Ragnars var Hulda Svavarsdóttir. Áttu þau eitt barn, stúlku. sent hét Anna Þóra. Ragnar missti bæði konu og barn af afleiðingum bruna eftir þriggja ára hjónaband. Siðari kona Ragnars er Margrét Magnús- dóttir og eiga þau eitt barn, stúlku sem ber sama nafn og hin fyrri Anna Þóra. Árið 1953 gifti Ásgrímur sig í annað sinn. Seinni kona hans var Hulda Ólafsdóttir. í seinna hjóna- bandinu eignaðist hann einn son, Gunnar Örn. Hann býr nú i Dan- mörku. Frá fyrra hjónabandi átti Hulda eina dóttur, Lindu. Reynd- ist Asgrimur henni hinn beztri fóstri. Linda býr í Banda- ríkjunum. Ásgrímur og Hulda slitu sam- vistum árið 1966. Flultist hún til Danmerkur og býr þar. Eftir lát fyrri konunnar, varð það að ráöi, að synir hans Ölafur og Ragnar færu til ömmu sinnar á ísafirði, Þóru Jóhannsdóttur og afabróður Stefáns Stefánssonar. Voru þeir þar i fóstri þar til Ás- grímur og Hulda hófu búskap. Fluttust þeir þá til þeirra og ólust upp hjá þeim úr því. Allt frá því að Ásgríntur hóf störf hjá flugmálastjórninni, bjó hann í starfsmannaíbúðum á Keflavíkurflugveli. Árið 1971 keypti hann sér íbúð i Kópavogi. I þessa íbúð fluttist hann nú í júni s.l. Þar andaðist hann hinn 3. október 1977. Andlát Ásgríms Ragnars kont okkur samstarfsmönnum hans mjög á óvart. Hress og glaður kvaddi hann á föstudegi, eftir að hafa rætt við okkur um ýmsar framtíðaráætlanir, svo sem sólar- landaferð í góðra vina hópi. Glaður kvaddi hann okkur i hinsta sinni og þannig munum við jafnan minnast hans. Þegar ntenn hafa starfað saman á frekar litlum vinnustað i liölega aldarfjórðung og auk þess búið i næsta nágrenni hver við afinan og hist hvor á annars heimilum, þá hljóta menn að þekkja flesta skapgerðarþætti hver annars. Ef viö rennum huganum lil baka yfir öll árin, sem viö höfum þekkt Asgrím, þá er margs að minnast: Gestrisni hans og höfðingsskapar, yndis hans af fag- urri tónlist og góðum bókmennt- um, hjálpsemi hans og greiðvikni, en þó fyrst og fremst þess eigin- leika hans, að tala aldrei illa um aðra. I aldarfjórðung minnumst við þess ekki, að Ásgrimur talaði illa um nokkurn mann, enda ntun hann ekki hafa átt neina óvildar- menn. Þvert á móti, þá var vina- hópur Ásgríms óvenju stór. Hann hafði ánægju af að umgangast fólk og honum veittist auðvelt að eignast vini, .erlenda sem inn- lenda, unga sem gamla. Þetta þýðir þó ekki að Ásgrimur hafi verið skaplaus já- bróðir hvers og eins. Hann hafði ákveðnar skoðanir og hélt þeint fram af einurö og festu, en hann var hinsvegar þannig skapi far- inn, að honum hefði þött fárán- legt aö pólitískur andstæðingur gæti ekki jafnframt verið góður vinur. Þótt honum gæti runnið í skap, þá lét hann ekki sólina setj- ast yfir reiði sina. Nú, er við kveðjum Ásgrím Ragnars hinstu kveðju, þá er það með söknuði. en þó fyrst og fremst með þakklæti f.vrir trausta vináttu og samstarf. sem aldrei bar skugga á. Við vottum fjölskyldu Asgrims samúð okkar og óskum henni Guðs blessunar. Asgeir Einarsson, Bogi Þorsteinsson. Guðmundur Gunnlaugsson, Pétur Guðmundsson. Frá byggingahappdrætti Náttúrulækningafélags íslands Dregið var 7. október 1977 Þessi númer hlutu vinning: Bíll — 35664. Litstjónvarp — 33301. Mokkakápa — 28048. Dvöl fyrir tvo á heilsuhæli NLFÍ — 15126. Dvöl fyrir einn á heilsuhæli NLFÍ — 1351 9. Kveðja frá Golf- klúbbi Suðurnesja í dag fer fram frá Fossvogs- kirkju útför Asgrims Ragnars, fulltrúa flugvallarstjórans á Keflavíkurflugvelli. Okkur þykir til hlýða að rninn- ast þessa félaga okkar fyrir braut- ryðjendastarf hans í þágu golf- iþróttarinnar.á Suðurnesjum. Vorið 1964 gekkst Ásgrímur, ásamt nokkrum öðrum áhuga- ntönnum, fyrir stofnun Golf- klúbbs Suðurnesja, en áður en til stofnfundar kom, höfðu þessir áhugamenn þegar tryggt leigu- land fyrir starfsemi klúbbsins í Leiru i Gerðahreppi. Á stofnfundi var Asgrímur kos- inn fyrsti formaður klúbbsins, enda enginn annar til þess betur fallinn, sakir f.vrri kynna hans af golfiþróttinni innan vébanda Golfklúbbs Reykjavikur, brenn- andi áhuga hans 5 golfi og við- gangi þess og sérstakra mann- kosta að öðru leyti. Val þetta varð klúbbnum happadrjúgt, þar eð Ásgrimur sparaði hvorki tima né fyrirhöfn til að byggja upp klúbbinn og efla .starfsemi hans ó þeim þremur ár- um sem hann gegndi formanns- stöðu í klúbbnum. Gaf hann þá ekki lengur kost á sér til endur- kjörs, þar eð hann hafði þá þegar leitt klúbbinn yfir byrjunarörð- ugleikana, m.a. meö kaupum á framtíðarlandi fyrir starfsemi hans. Var hagur klúbbsins þá þeg- ar með hinuni mesta blóma og félagslíf öflugt. Engum getum skal að þvi leitt hvort golfíþrótt væri stunduð á Suðurnesjum i dag, ef Ásgríms hefði ekki notið við, en eitt er vist, að Golfklúbbur Suðurnesja Stæði ekki á jafntraustum grunni og raun er á, ef spor Asgrims hefðu ekki legið til Suðurnesja. Asgrímur var sérstakt ljúf- menni i umgengni, jafnt við unga sem aldra, enda eðlislæg kurteisi og tillitssemi aðalsmerki hans. Hann naut virðingar okkar og þakklætis og er hann lét af for- mennsku klúbbsins, var hann út- nefndur fyrsti heiðursfélagi hans. Ásgrfmur hafði mikinn hug á að efla samskipti milli hinna ýmsu golfklúbba sem og á auknum framgangi íþröttarinnar í heild. Var hann þvi að maklegheitum sæmdur gullmerki Golfsambands Islands fyrir störf i þágu golf- iþröttarinnar. Við kveðjum þennan mæta mann og góða dreng með virðingu og söknuði og vottum sonum hans og öðrum aðstandendum dýpstu samúð við hið skyndilega og óvænta fráfall hans. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLl skal vakin á því, að afmælis- og minningárgreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem hirtast á í mið- vikudagsblaði, að berast i sið- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðsta'tt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þa-r þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. 12SP ÁRGERÐ 19 78 ódýr °9 goður bíll SÆ' Urvais verðkr. «3 ^ 1 1.380.000,- ísienzkum Til öryrkja kr. * ^ aöstæöum veöri . ___ nnn 09 ve9um vt%l-030-000V# Til afgreiðslu nú þegar / FIAT EINKAUMBOO A ISLANOI 'Davíð Slgurðsson hí’. SÍÐUMÚLA 35. slmi »5855 í FÖSTUDAGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.