Morgunblaðið - 14.10.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.10.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1977 17 tJr Messanum á Vellinum þar sem skilríkjalausum lÖKregluþjónum var visaó frá Mannlaus Arnarflugsþota á stæöinu viö flugstöövarb.vgginguna í ga‘r, en starfsmenn matboröi. flugfélagsins fengu ekki einu sinni aö loka flugvélinni á meðan mestur æsingur var í mönnum. Blaðamenn Morgunblaðsins heimsóttu Keflavíkur- flugvöll í gær til þess að ræða við fólk sem lent hafði í vandræðum vegna hertra aðgerða við hlið Vallarins. BLAÐAMENN Morgunblaðsins hittu fyrst að máli Hrein Magnússon verkstjóra hjá Flug- leiðum, en hann hafði verið lokaður inni í fangaklefa lög- regiustöðvarinnar á Kefla- vikurflugvelli i fyrradag eftir að hafa lent í basli við hliðverði á vellinum. Ka*rir ákvöröun um tukthúsvist ,,Eg hef farið með þetta mál til Garðars Garðarssonar lög- fræðings í Keflavík og er útlit fyrir að þetta kærumál geti orð- ið prófmál," sagði Hreinn, „en aðdragandi málsins var sá að ég kom að hliðinu á Vellinum 20. mín. fyrir 8 og sýndi minn passa þótt slíkt hefði þurft ör- sjaldan á þeim 23 árum sem ég hef unnið á Keflavíkurflug- velli. Konan mín sem einnig vinnur á Vellinum var hins veg- ar ekki með passa og sagði lög- regluþjónninn þá að ég yrði að snúa við þótt hann vissi ná- kvæntlega aö við störfuðum bæði á Vellinum. Ég sagðist ekki anza þessu og fara til vinnu minnar eins og venjulega og ók af stað. Eftir einhverja tugi metra benti konan mín mér á að lögregluþjónninn hlypi með bílnum eða héngi í honum. Stöðvaði ég þá og vék lögregluþjónninn frá bílnum þegar ég ók af stað aftur og fór á minn vinnustað. Um 20. min. seinna komu þrír lögregluþjón- ar til mín og báðu mig að koma með sér niður á stöð. Vaktstjór- inn þar vildi tala við mig um málið, en ég vildi ekki svara honum án þess að ráðgast við lögfræðing og kvaðst engu svara. „Setjið þennan mann inn,“ sagði þá varðstjórinn og mér var stungið inn eftir að búið var að taka allt lauslegt af mér úr vösum. Síðan var ég læstur inni i klefa i um það bil eina klukkustund eða þar til fulltrúi lögreglustjóra kom á staðinn og sagði aö það væri ekki ástæða til að loka mig lengur inni. Var síðan tekin skýrsla af mér og mér siðan sleppt. í þau liölega 23 ár sem ég hef starfað á Vellinum hef ég verið spurður svo sjaldan um passa að ég get taliö þau skipti á fingrum mér, enda þekki ég alla þessa menn og þeir vita hvar ég vinn. Það vakti einnig undrun mína hvernig þessir menn geta misst stjórn á sér, því þegar verið var að stinga mér inn sagði einn lögregluþjónninn að ég hefði gert tilraun til mann- dráps varðandi lögregluþjón- inn sem elti bil minn og sagðist hafa hangið á honum. Hann veit líklega ekki að það er bann- að með lögum að hanga aftan i bilum, en hins vegar hlýtur að vera mjög erfitt að hanga á bíl mínum sem er af gerðinni Escort og ekki sá ég neitt á bílnum. Annars vil ég geta þess að ég hef aldrei lent fyrr í nein- um vandræðum í sambandi við verkföll hjá verkalýðsfélögun- um hér á svæðinu, enda höfum við gætt þess að fara ekki út fyrir okkar verksvið og þeir hafa gætt þess að fara ekki út fyrir sitt verksvið. Annars sagði einn verkalýðsleiðtogi við mig f dag aö það virtist sem forsvars- menn BSRB skildu það ekki að verkföllum yrði alltaf að fylgja slatti af undanþágum." Hreinn Magnússon verksljóri vió Eseortinn sinn, en Hreini var stungió í grjótió þegar hann fór til vinnu sinnar. Stingid þess- 99 um manni inn I svefnpoka í farangurshólfinu Sitthvað hefur komið upp í sambandi við hina ströngu hlið- vörzlu' og var þungt hljóðið í starfsfólki á Vellinum þegar blaðamenn Mbl. ræddu við það í gær. Kvað þaö leik lögreglu- mannanna hinn kynlegasta og litið skemmtilegan, en lögreglu- stjóri hefur inótmælt starfsað- ferðum undirmanna sinna án árangurs. Menn hafa brugðið á ýmis ráð til þess að komast til vinnu sinnar og til dæmis ók einn starfsmaður á Vellinum með konu sína inn á Völlinn geymda í svefnpoka í farangurshólfinu. Lögregluþjónarnir reknir skilríkjalausir úr mötuneytinu Það bar til tíðinda i fyrradag í mötuneytinu á Keflavíkur- flugvelli, sem gengur undir nafninu Messinn. að tveir af þremur íslenzkum lögreglu- þjónum var vísað frá án þess að fá aö borða vegna þess að þeir höfðu ekki skilríki sin i lagi. Aðdragandi málsins mun hafa r I heimsókn á Kefla- víkurflugvelli í gær verið sá að starfsmenn í mötu- neyti komust seint og illa til vinnu sinnar vegna aðgerðanna við hliðið, en þegar lögreglu- mennirnir komu i mat hafði verið tekin upp ströng skil- ríkjaskoðun hjá þeim sem komu i mat. Skylt er að hafa sérstök skilriki til þess að fá afgreiðslu i mötuneytinu, en strangt eftirlit er sjaldan haft við. Þegar lögreglumennirnir fóru út úr Messanum án þess að fá bitann sinn spurðu þeir hvort verið væri að hefna sín á þeim. „Hétu því aö stinga ekki af" „Arnarflug var með eina af flugvélum sínum í æfingaflugi yfir Keflavikurflugvelli i gær til þess að þjálfa flugmenn og var flogið sjónflug eins og heimilt var,“ sagði Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarflugs, „en tollverðir stöðvuðu okkur," sagði Magnús. „Viö töldum þá ekki hafa heim- ild til þess, enda kom í ljós að um misskilning var að ræða og við fengum að halda áfram æfingaflugi okkar eftir að mis- skilningurinn hafði verið leið- réttur." Guöni Jónsson hjá verkfalls- nefnd BSRB sagði um þetta mál: „Arnarflug var með æfingaflug i dag og höfðum við af þeim afskipti til að tryggja Þóra Þórhalls meö son sinn fyr- ir utan heimili sitt um 100 metra frá iióru hlióinu á Kefla- víkurflugvelli. en hlióskýlió sést í fjarska. Ljósm. Mbl. Ragnar Axelsson. að þeir myndu ekki fremja nein verkfallsbrot. Eftir að þeir höfðu heitið þvi að stinga ekki af í'engu þeir að halda áfram flugi." „Hart aó fá ekki inngöngu heim til sin" I fyrrakvöld lenti íslenzk kona sem er búsett á Keflavik- urflugvelli i bið við hliðið á leið heim til sín en hún býr i fjöl- býlishúsi í Grænaás 1 sem er um 100 metra frá hliöinu Njarðvíkurmegin. Konan. sem heitir Þóra Þórhalls. sagði svo frá þessari reynslu sinni: „Eg skrapp niður i Keflavík þetta kviild til þess að hitta vinafólk mitt, eri rétt er að taka þaö fram að ég er búin að búa í Grænásnum í 4 ár og hef fariö svo til daglega um hliðið. Vin- kona mín ók mér síðan heirn laust eftir miönætti. en lög- regluþjónn seni hefur verið við gæzlu þarna í nokkur ár, stöðv- aði mig og sagði mér að koma inn í gæzluskýliö. Þar gaf ég upp nafn mitt og flett var upp i manntali til þess að staðfesta hvar ég byggi. Þegar það lá ljóst fyrir vildu þeir fá sima- númerið mitl og sagði ég að það væri sjálfsagt, þeir vildu ef til vill hringja í eiginmann minn sem væri heima 100 metrum innan við hliðið. Þeir hegða sér alveg eins og bjánar þessir menn, þelta er eins og í liig- regluríki. Það eru ýmis briigö að þessu þó ekki sé á verkfalls- tima og stundum fær maður ekki sitt fólk i heimsókn. það gengur svo á. Þegar ég fór niður i Keflavik umrætt kviild var vinkona min, sem ætlaði að Framhald á bls 1S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.