Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1977 ST. JÓSEFSSPÍTALI í RE Kristján Jónasson yfirlæknir röntgendeildar er hér að skoða röntgenmyndir, en deildin er á annarri hæð. I DAG, 16. október eru liðin 75 ár frá því St. Jósefsspítali eða Landakotsspítali eins og hann er daglega nefndur var vígður, en um vorið það ár hafði verið lagður hornsteinn að sjúkrahúss- byggingunni og gekk bygging þess svo hratt að það var tilbúið til notkunar í október. Upphaflega taldist sjúkrahúsið rúma 40 sjúklinga, en rúmum var fjölgað smám saman og árið 1911 er það talið 60 rúma sjúkrahús og 70 rúma frá 1931. Árið 1933 var hafizt handa um endurbyggingu St. Jósefs- spítala með viðbyggingu vestur úr gamla spítalanum og síðari Rannsóknarstofa Landakotsspitala er á 4. hæðinni og þar eru alls um 33 starfandi. Forstöðumaður rannsóknar- stofnunnar er Jóhann L. Jónasson. Á rannsóknarstofunni fara einkum fram rannsóknir í blóðmeinafræði og meinefnafræði og hér stendur Þórður Örn Guðmundsson við sjálfvirkt blóðgreiningartæki. ’ - Þeir dr. Bjarni Jóns- son og Kristján Jón- asson voru sammála um að þröngt væri um rönt- gendeildina, en dr. Bjarni sagói að þar sem starfs- fólkið væri samhent væri margt hægt að gera. Hilma Magn- úsdóttir er hér við eitt röntgen- myndatækið. Kristján Jón- asson sagði að búið væri að veita 36 m.kr. á fjárlögum til endurnýjunar á tækjum deildarinnar, en þau elztu eru frá um 1960. Samstarfið mikið og félagsskapurinn góður — segja fjórír fyrrverandi tæknar Landakotsspítala A nokkrum síðustu árum hafa fjórir fyrrverandi læknar á Landakoti hætt þar störfum, læknar, sem þar hafa stundað lækningar i áraraðir og eru reyndar enn við störf á sinum læknastofum, þótt þeir séu hættir reglulegu starfi á sjúkrahúsinu. Þessir læknar eru Þórður Þórðar- son, Karl Sig. Jónasson, Berg- sveinn Ólafsson og Kristján Sveinsson. Mbl. ræddi við þá stuttlega nú skömmu fyrir helg- ina er þeir voru allir samankomn- ir á stofum þeirra Bergsveins og Þórðar. Mestar framfarir á sviði tækjanna — Ég kom fyrst að spítalanum 1933 og starfaði þá með Kjartani Olafssyni, sagði Bergsveinn Ólafs- son augnlæknir, og var ég aðstoð- armaður hans, en síðan árið 1936 starfaði ég sjálfstætt. Eg hafði mjög gott af samvinnunni við Kjartan og sagði hann mér til um marga hluti. En annars var ég við nám bæði í Noregi um nokkurra mánaða skeið og siðan i Freiburg i Þýzkalandi í rúm tvö ár, en þangað fór ég eftir kandídatspróf- ið hér árið 1931, eftir að ég hafði starfað úti í héraði. — Síðan var ég óslitið á spítal- anum allt til ársins 1971. Fyrst var starfsemin þar nokkuð óform- leg, ekki regluleg deildaskipting en ég var kallaður yfirlæknir augndeildarinnar þegar hún var stofnuð. Siðan tók við henni Guð- mundur Björnsson, sem er yfir- læknir hennar núna. Þessi deild var stofnuð ári áður en ég hætti eða 1970. Núna er hins vegar einnig komin göngudeild við hana og er hún í næsta húsi eða við Öldugötuna. — Á Landakotsspítalanum hafa alla tið farið fram augnað- gerðir og var Björn Ólafsson augnlæknir fyrstur til að fram- kvæma þær, hann var fyrsti augn- læknirinn, en eitthvað hafði hann starfað á franska spitalanum áður en hann kom á Landakot. Eitt- hvað hafði verið um slikar aðgerð- ir á Hvitabandinu og Guðmundur Hannesson hafði einnig fengist við þær fyrir norðan á svipurfum tíma. — Að sjálfsögðu hafa orðið miklar framfarir i faginu á þess- um árum, en þó hafa aðferðirnar ekki breytzt svo mjög, heldur hef- ur tækninni fyrst og fremst fleygt fram, tækin hafa batnað, sagði Bergsveinn Ólafsson. Gott samstarf við systurnar A stofunni hjá Bergsveini var einnig starfsbróðir hans Kristján Sveinsson augnlæknir og tók hann mjög í sama streng og Berg- sveinn varðandi annan tækjabún- að. — Þetta breyttist líka mjög hjá okkur þegar við fengum sér að- gerðarstofu á Landakoti, en áður höfðum við stofu með öðrum en síðan vorum við sér og höfðum alltaf eina ákveðna systur sem aðstoðaði okkur, systur Elfsu. Allt samstarfið var lfka með ágætum við systurnar, það var gott að vinna með þeim og það er óhætt að segja að það hafi farið vel um okkur á Landakoti. Og úr því við erum að tala um samstarf má bæta þvi við að allt samstarf milli okkar læknanna á Landakoti hef- ur alltaf verið mjög gott. Þeir Kristján og Bergsveinn störfuðu lengi samtimis á'Landa- koti, voru lengi tveir einir augn- læknar þar eða þar til Ulfar Þórð- arson kemur til starfa árið 1942, en nú eru augnlæknarnir þar fimm. — Ég byrjaði á Landakoti skömmu fyrir áramótin 1932 og hætti svo árið 1970, en við höfðum eiginlega samþykkt að hætta ailir er við værum orðnir sjötugir. En við höfum verið með sjúklinga á stofum hjá okkur síðan og það er eins og það sé hálf erfitt að hætta, þvi það eru fáir augnlæknar starf- andi hér núna. — Já, við erum Ifklega alls 9 starfandi núna, skaut Bergsveinn innf og nokkrir eru nú við nám i augnlækningum Um helztu framfarir sögðu þeir augnlæknarnir að eftir að finar nálar komu til sögunnar, hárfínar og beittar nálar með sérstökum hárfínum þræði, hefði verið mun auðveldara um allar aðgerðir, einnig að nú væri hægt að nota smásjá við augnaaðgerðir. Einnig nefndu þeir að aðgerðir eins og að flytja hornhimnur úr látnu fólki hefðu komið til sögunnar nú á seinni árum og hefur t.d. Kristján gert nokkrar slfkar aðgerðir. Allir læknuðu allt Þórður Þórðarson er sérfræð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.