Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1977 31 virinn. Slaknar nokkuð á virnum unz flugvélin nemur staðar. Allt gerist þetta á svipstundu — svo snögglega að nauðsynlegt er að horfa nokkrum sinnum á þessar aðfarir áður en ljóst er hvernig þær eiga sér stað. Þegar við fórum frá borði urðum við þeirrar lífsreynslu aðnjótandi að vera þeytt á ioft með valslöngvunni. Það tók upp undir hálfa klukkustund að undir- búa þetta flugtak, þar eð um var að ræða farþega- og vöruflutninga, en venjulega tekur flugtak orrustuþotunnar um það bil hálfa minútu. Við vorum rígskorðuð og bundin þar til við máttum okkur ekki hræra. Lá við að maður þakkaði fyrir að fá að hafa opin augun. Þegar stundin nálgaðist fengum við fyrirmæli um að keyra höfuðið niður i bringu,. kross- leggja handleggina og righalda í axlirn- ar. Þegar hér var komið var miðsóknar- aflið farið að segja svo rækilega til sín að ég gat ekki lengur haft augun opin, heldur kreisti þau eins fast aftur og ég mögulega gat. Ekki fann ég til ótta eða kvíða, en taugaspennan, sem mest staf- aði af eftirvæntingu, var yfirþyrmandi. Þrátt fyrir hljóðeinangraðan hjálm var gífurlegur hávaði frá hreyflum vélar- innar. Gnýrinn jókst skyndilega og varð allt að því ærandi. Um leið náði van- máttarkenndin yfirtökunum, en enginn timi gafst til að velta sliku fyrir sér eða reyna yfirleitt að taka nokkra staðar- ákvörðun í tilverunni, þvi að allt i einu kom snöggur kippur. Svo var þetta liðið hjá. Ekkert hafði í raun og veru gerzt nema það að þetta sekúndubrot hafði skotizt hjá og við vorum komin á loft. Það var ekkert óhugnanlegt við þetta, en um leið og andartakið var liðið fann ég til ofsakæti sem ekki gat fengið útrás þvi að enn sat maður þarna eins og vesöl sardína í dós, sem hávaðinn dundi á, því að hljóðeinangrun telst ekki til þeirra þæginda, sem herflutningavélar eru búnar. Uppeldisstofnun fyrir rótlausa unglinga Charles Hunter höfuðsmaður og hæst- ráðandi til sjós sagði okkur eitt og annað um skipið og lifið um borð. Saratoga var eins og áður sagði sjósett árið 1956, og gegndi meðal annars mikilvægu hlut- verki á Karabíska hafinu eftir að Kúbu- deilunni lauk haustið 1962. Skip eins og það, sem hér um ræðir, þarfnast gifurl- egs og stöðugs viðhalds. Miklar breyting- ar hafa verið gerðar á Saratoga og stöð- ugar endurbætur hafa átt sér stað i samræmi við tilkomun nýrra vopna og tæknibúnaðar. En hvers konar menn eru það sem þúsundum saman ganga í bandariska flotann án þess að vera að inna af hendi herskyldu? Við athugun kom fljótlega i ljós að yfirgnæfandi meirihluti skip- verja voru kornungir menn, vart af táningaaldri. Hunter höfuðsmaður sagði okkur að mjög margir þessara pilta kæmu úr fátækrahverfum stórborganna og rótlausu umhverfi. Þeir ættu ekki um margt að velja en litu svo á að með þvi að ganga i flotann fengju þeir ýmis tæki- færi, sem annars væri ekki völ á. Um borð gætu þeir stundað nám, sem þeim hefði ýmist ekki staðið til boða eða þá að Valslöngva af þeirri gerö, sem algeng var í hernaði til forna þeir hefðu af einhverjum ástæðum hætt i skóla. Um borð i skipinu hefðu þeir svo ákveðinn samastað meðan þeir væru að átta sig, auk þess sem flotinn hefði feng- ið það orð að gera menn úr óliklegustu einstaklingum. „Þessir strákar fá litið kaup, ekki sízt þegar þess er gætt hvers konar púl er hér um borð,“ sagði Hunter. „Ókunnugir geta ekki gert sér grein fyrir þvi hvernig svona fyrirtæki eins og þetta skip er rekið, en viðhaldið er það sem mestu máli skiptir. Saratoga er lika komin til ára sinna og var upphaflega smiðuð fyrir sem brjóta af sér eru kallaðir fyrir her- rétt eins og lög gera ráð fyrir,“ sagði Hunter. Höfuðsmaðurinn lét sér mjög annt um velferð okkar ferðafélaganna, en þó einkum og sér i lagi okkar Lynne Martin, aðstoðarframkvæmdastjóra Menningar- stofnunar Bandarikjanna, en við vorum einu konurnar I þessu óvinnandi virki, sem bar þess á allan hátt augljóst vitni að hugmyndin, framkvæmdin og starf- rækslan voru að öllu leyti runnar undan rifjum hins hefðbundna samnefnara karlmennskunnar. Það vantaði ekki að allt væri í röð og reglu, skúrað og fægt, en þetta umhverfi er gjörsneytt því að vera notalegt eða hlýlegt. Það er kannski til of mikils mælzt að silkisessur og - blómapottar setji svip sinn á vistarverur i herskipí, en ekki þætti mér ól'iklegt að blessaðir mennirnir yrðu ánægðari með lifið ef eitthvað 'væri gert til að gera þetta umhverfi heimilislegra. Hunter höfuðsmanni varð tiðrætt um öryggi okkar Lynne meðan hann bæri ábyrgð á velferð okkar. Ég varð i fyrstu snortin af þessari umhyggju, en þegar hann hélt áfram að hamra á þessu fór mér að leiðast umræðuefnið, og datt i hug hvort ekki hefði það verið öfugmæli þetta með þrasgjörnu konuna og þaklck- ann. En Hunter var búinn að skipu- leggja öryggisráðstafanirnar og þegar við Lynne gengum til náða hvor í sinum klefa var dyrunum tvilæst, öryggiskeðj- ur kræktar og slagbrandar fyrir. Til enn frekara öryggis stóð svo vopnaður her- lögreglumaður við dyr okkar beggja. Verður ekki annað sagt en allur þessi viðbúnaður hafi verið traustvekjandi með tilliti til ætlunarverks Miðjarðar- hafsflotans. Eftir Áslaugu Ragnars Charles Hunter höfuðsmaður. Hann á að baki sér 25 ára feril í flotanum, en hefur verið með Sara- toga um eins árs skeið. Hunter höfuðsmaður sagði, að enginn maður entist i slíku starfi lengur en tvö ár og byggist hann sjálfur við að láta af því innan árs. Spurningunni um það hvað við tæki er menn létu af yfirstjórn flugvélamóðurskipa svaraði hann á þá leið að annað hvort væri þeim „sparkað" upp, til hliðar eða út i yztu myrkur. Vildi hann engu spá um sina eigin framtíð, en siðar kom sú skoðun fram hjá öðrum yfirmönnum um borð að þess væri skammt að biða að Hunter yrði gerður að flota- foringja. rúmlega 3 þúsund manna áhöfn, en nú eru hér tæplega 5 þúsund manns. Þessi fjölgun hefur krafizt mikilla breytinga á vistarverum skipverja, og það er ekki hægt að segja að þær séu neinn sælureit- ur. Við leggjum mikla áherzlu á fjöl- breytta tómstundastarfsemi, sem er nauðsynlegt þegar svo margir ungir menn eiga að hafast hér við mánuðum saman án þess að stiga fæti á þurrt land.“ Hunter var að þvi spurður hvort ekki kæmu upp margvisleg vandamál meðal skipshafnarinnar og hvort ekki væri erf- itt að halda uppi aga: „Aó sjálfsögðu eru slík vandamál jafn- an fyrir hendi, en það má raunar segja um hvaða 5 þúsund manna söfnuð sem er að þar er misjafn sauður í mörgu fé,“ sagði höfuðsmaðurinn. „við höfum þurft að striða við eiturlyfjavandamál og ann- an ófögnuð, en samt ekki svo að til algerra vandræða horfi. Ég held að óhætt sé að fullyrða að við ráðum við þessi vandamál, enda rikir hér heragi i bókstaflegri merkingu. Heragi er óumflýjanlegur þáttur i þessari starf- semi, og auðvitað kemur oft fyrir að við þurfum að nota herfangelsið, sem er hér um boð. Ég er líka sannfærður um að ef viðurlög væru ekki jafnströng og þau eru væri miklu meira um afbrot, en þeir Rússinn bregður á leik Þegar við komum um borð i Saratoga lá skipið við akkeri fyrir norðan Krit. Um nóttina leysti Saratoga festar og hélt norðar i Eyjahafið með stefnu á Aþenu, en ætlunin var að efna til æfinga daginn eftir. Meðan við fylgdumst með æfingunum gekk ekki á öðru en þvi að flugvélar komu og fóru. Ætlunin hafði verið að fira nokkrum eldflaugum, en hætt var við þá ráðagerð af tæknilegum ástæðum. Mörg skip urðu á leið Saratoga þessa morgunstund, en mesta athygli vakti þó litið rússneskt herskip, sem allt i einu tók stefnu beint á hió risastóra flugvéla- móðurskip. Liklega vegna ógleyman- legra áhrifa úr þorskastriðinu datt okk- ur i hug hvort erkióvinurinn væri virki- lega svo biræfinn að vera með ögranir og gera sig iiklegan til ásiglingar. Þeir Saratoga-menn sögðu að svona tilburðir væru dagiegt brauð þegar rússnesku herskipin væru annars vegar. Þau væru að minna á sig og árétta að þau væru ekki á skemmtisiglingu. Enda stóð það heima að þegar Rússinn átti steinsnar eftir ófarið að Saratoga sneri hann skyndilega á bakborða og lummaðist sina leið. 5IMAK 28810 24460 bílaleigan GEYSIR BORGARTUNI 24 LOFTLEIDIR C 2 1190 2 n 38 FERÐABÍLAR hf. Bílaleiga, sími 81260. Fólksbilar, stationbilar, sendibíl- ar, hópferðabilar og jeppar. iR car rental Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki VESTURBÆR: Granaskjól AUSTURBÆR: Baldursgata Upplýsingar í síma 35408 ií»ír0witiMítS>^ 66 Þ. ÞORGRIMSSON & CO sem fyrst ^rrruj|a 15 . Reykjavík ■ sími 38640 J Armaflex' Nýkomin sending af þessari eftirsóttu EINANGRUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.