Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 16. OKTÖBER 1977 „Olínleki veldur mengun frá olíupöllum í Norðursjó og væru menn sífellt við rannsóknir kringum pall- ana. Þá reyndu menn að finna út hvaða svæði væru viðkvæm- ust fyrir mengun og á hvaða augnabliki mengun teldist hættuleg. — „En það er mál sem við vitum ekki nógu mikið um enn,“ sagði hann. í framhaldi af þessu var Berger spurður að því hvort mikið tjón hefði orðið af völd- um olíulekans frá borpallinum Bravo á Ekofisksvæðinu sl. vetur. „Eg get ekki séð að tjón af völdum hins mikla oliuleka í Norðursjó s.l. vetur hafið orðið mikið. Við vorum komnir á hættusvæðið á tveimur skipum, 36 klukkustundum eftir að óhappið átti sér stað, og síðan hafa skip frá hafrannsókna- stofnuninni í Bergen verið á svæðinu við rannsóknir. Niður- stöður visindamannanna eru þær, að ekkert tjón hafi orðið á botni sjávarins á þessum slóð- um. Eina verulega mengunin var, meðan á olíugosinu stóð. Þá var þykkt olíulag á sjónum í u.þ.b. 10 kílómetra radius kringum borpallinn. Þá urðum við varir við að svif og plöntur á svæðinu drápust, en þessar tegundir halda sig mest við yfirborð sjávar. Með áframhaldandi rannsóknum kom I ljós, að skömmu eftir að mönnum tókst að stöðva gosið, var öll mengun horfin. Og vísindamenn frá öðrum þjóðum, sem hafa verið við rannsóknir á svæðinu eru sammála okkur, en þó vil ég taka fram að lokaniðurstöður rannsóknarinnar eru ekki alveg tilbúnar, en það er ekkert sem bendir til að mengun hafi orðið veruleg." — Hefði tjón ekki orðið meira, ef vindátt hefði staðið af annarri átt en var, meðan á olíugosinu stóð? W-* minni mengnn en haldið var - það sýnir reynslan írá Norðnrsjó” segir norski mengnnarsér- fræðinprinn Grimm Berger „Þetta olíugos á Norðursjó flokkast undir það að vera kall- að lán í óláni. Vindáttin var þannig að oliuna rak fram og til baka um svæðið og náði því aldrei norsku ströndinni. Ef svo hefði farið, er næstum full- víst, að um verulegt tjón hefði orðið að ræða, bæði á strand- lengjunni sjálfri og um leið hefðu fuglar verið í mikilli hættu. Þá má og geta þess að enginn fiskur var inni á olíu- gossvæðinu meðan hættu- ástandið varói, hann gekk ekki fyrr en síðar.“ — Nú hefst brátt olíuborun undan strönd Norður-Noregs, er borun þar ekki miklu hættu- meiri en i Norðursjó, sökum mikils hafdýpis og mikilla storma að vetrarlagi? „Þetta eru helztu atriðin, sem menn velta fyrir sér í sambandi vió borun fyrir norðan 62. breiddarbaug. Staðreyndin er hins vegar sú, að tækninni hefur fleygt svo ört fram, síðan oliuborun hófst í Norðursjó, að ég tel minna vandamál að hefja oliuborun við Norður-Noreg á næstu árum en var er borun hófst í Norðursjó upp úr 1970. Það sem ég tel mesta hættu stafa af við olíuborun er, ef skyndilegur leki kemur á sama tíma og nytjafiskar, eins og t.d. þorskurinn, er nýbúnir aó hryg- na og hrognin kannski nýklakin út, að olíuefnin, sem setjast á botninn, geti eyðilagt hrognin og seiðin. Þá er kaldara þarna á norðurslóðum en í Norðursjó, og maður veit ekki gjörla hvernig olían hagar sér ef leki kemur í miklum kulda. I Norðursjónum gufaði olían mikið til upp, og það er vitað mál, að olian gufar siður upp I kulda og sjórinn er þarna einn- ig kaldari, en við erum að reyna að komast til botns í þessu máli. Stórþingið hefur enn sem komið er ekki tekið ákvörðun um hvenær borun hefjist fyrir norðan 62. breiddarbaug, en nú að loknum kosningum er þess að vænta að ákvörðun verði tekin fljótlega.“ — Hver var ykkar helzti lær- dómur af slysinu á Ekofisk- svæðinu? „Ef hægt er að treysta þeim upplýsingum, sem við öfluðum okkur þar, er ljóst að oliuleki veldur ekki eins miklu tjóni og haldið var áður, en það þarf ávallt að taka tillit til margs og um leið að taka hlutina alvar- lega, — það veit engin hvað getur komið fyrir, t.d. ef olía lendir á hrognum á botni sjáv- ar, og ef lekinn stendur yfir lengur en á Ekofisksvæðinu, þá getur hættan vissulega orðið meiri, og efsta plöntulag sjávar er alltaf í hættu í olíuleka.” Algengasta gerð olíuborpalla f Norðursjó um þessar mundir er gerð H-3 frá Aker gruppen f Noregi. A þessum myndum sjásl þrír slfkir. A stærstu myndinní er borpallur að störfum einhvers staðar á Norðursjó, teikningin efst tii vinstri sýnir hvernig pallurinn flýtur á nokkurs konar skipshlutum og myndin efst til hsegri sýnir Aker H-3 á siglingu. en fyrir eigin vélarafli getur gerð H-3 náð 9.7 sjómflna hraða á klukkustund. Nú eru f smfðum miklu stærri borpallar f Noregi. „Það sem kom mér mest á óvart eftir hinn mikla oiiuleka frá olfuborpallinum Bravo i Norðursjó fyrr á þessu ári, var að mengun varð mörgum sinnum minni, en við áttum nokkurn tíma von á, og það er mat okkar vísindamanna, sem fást við rannsóknir á olíumeng- un, að leki frá borpöllum or- saki ekki eins mikla mengun og haldið var fram að óhappinu í Norðursjó," sagði Grimm Berg- er efnaverkfræðingur frá Nor- egi, en hann var meðal norsku fulltrúanna á ársfundi Alþjóða- hafrannsóknaráðsins sem lauk í vikunni í Reykjavík. Berger er deildarstjóri þeirr- ar deildar norsku haf- rannsóknastofnunarinnar, sem sér um mengunarmál, og út- breiðslu ólífrænna efna í haf- inu kringum Noreg. Þá er Grimm Berger formaður nefnd- ar innan Alþjóðahafrannsókna- ráðsins, sem sér um mengunar- rannsóknir á Noróur- Atlantshafi.“ Þar inn í felast kvikasilfursmælingar, sem ís- lendingar annast hér við land," sagði hann, og bætti því við að ekki sist þyrfti að fylgjast vel með mengun á svæðum, þar sem skel- og krabbadýr héldu sig, og til þess að fylgjast sem bezt með útbreiðslu mengunar væri haft náið samstarf við þá vísindamenn, sem önnuðust sams konar rannsóknir á öðrum hafsvæðum. „Það vita allir hvaða afleiðingar það hefir í för með sér ef fólk leggur sér til munns t.d. fisk, sem er með of hátt kvikasilfursinnihald, bezta dæmið um það er frá Japan fyrir nokkrum árum.“ Þá sagði Berger, að annað heizta viðfangsefni sinnar deildar væri að fylgjast með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.