Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1977 Bréf verkfallsnefnd- ar brot á fyrirmæl- um kjaradeilunefndar HELGI V. Jónsson, formaður Kjaradeilunefndar, sagði i viðtali við Morgunblaðið i gær að bréf það, sem verkfalls- nefnd BSRB hefði sent lögreglumönnum i gær þess efnis, að þeir ættu að sinna öllum slysatilfellum, smáum og stórum, en aðeins árekstrum ef um stórfellt eignatjón væri að ræða, væri hreint brot á fyrirmælum kjaradeilu- nefndar. Orskurður kjaradeilunefndar varðandi lögregl- una væri að lögreglunni bæri að vinna öll sín vanalegu verk. Allir lögregluþjónar eru háðir vinnuskyldu, nema 14, sem eru starfsmenn á skrifstofum lögreglustjóra- embætta. Gauti Arnþórsson yfirlœknir á Akureyri: VerkfaUið farið að hafa alvarlegar afleiðingar lendinganefndin hefði ákveðið að fela Bror Rydén, skrifstofustjóra hjá rikislögreglu Svíþjóðar, að koma fram fyrir hönd nefndar- innar á fundum um vegabréfa- málin. Fimm fundir hafa verið haldnir frá árinu 1968, hinn síð- asti í Stokkhólmi í sept. s.I. Þá yrói málið væntanlega á dagskrá á fundi Norrænu útlendinga- nefndarinnar í desember n.k. „Síðastiiðið sumar kom Ryden skrifstofustjóri hingað til lands til þess að gera mér, Ólafi W. Stefánssyni skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu og Árna Sigurjónssyni forstöðumanni Ut- Iendingaefitirlitsins grein fyrir því á hvaða stigi vegabréfamálin væru nú. Hafði hann meðferðis sýnishorn af ýmsum gerðum vegabréfakorta, sem lögð höfðu verið fram á umræðufundunum. Gat hann þess sérstaklega að mjög skiptar skoðanir væru meðal þjóða um hvaða upplýsing- ar ættu að vera á kortunum og um gerð og notkunarsvið. Kostnaður við nýtt kerfi yrði einnig óhjá- kvæmilega mikill þannig að væntanlega líður langur tími þangað til samkomulag næst milli þjóða um notkun vegabréfakorta þeirra, sem að framan getur.“ — Verkfallsverð ir yfirheyrðir Kramhald af bls. 36 i. kvöld, sem utanrikisráðuneytið hefði haft samband við verk- falisnefnd BSRB og beðið um að bandarískur sjúklingur fengi að fara með vélinni og málið hefði verið afgreitt strax um kvöldið. „Fyrir misskilning reyndu verkfallsverðirnir að stöðva sjúklinginn í að fara um borð í vélina á föstudagsmorgun, síð- an var gengið I málið og varð að samkomulagi að læknir iiti á sjúklingana fyrst og að endingu fengu sjúklingarnir^að fara um borð. Eftir þennan atburð var kallað á verkfallsverðina og þeir beðnir að gera grein fyrir sinu máli og kom í ljós að hér var um algjöran misskilning að ræða. Verkfallsverðirnir báru því við, að ekki hefði verið haft samband við þá og þeirra af- staða markazt af því,“ sagði Margrét. Margrét sagði að upphaf málsins væri það, að undan- þágubeiðni um flutning á ís- lenzka sjúklingnum hefói strax verið veitt þegar það hefði kom- ið til tals og ekki verið nema sjálfsagt, að flugvél kæmi frá Flugleiðum, hefði hér viðkomu og flygi með hann til Luxem- borgar. og hefði veriö hægt að gera það á fyrsta degi. „Hins vegar taldi hjúkrunar- kona sjúklingsins, að hann þyidi ekki aö fara um flugstöð í Luxemborg i vél til London, þ.e. að hann þ.vldi ekki að ganga eftir göngum flug- stiiðvarbygginganna. Þá gerðist það að til tals kom hvort hægt væri að samræma að flytja sjúklinginn út, með tómri vél héðan, sem aftur fjytti Islend- inga heim, og var hugsanlegt að bæði Arnarflug og Flugleiöir hefðu fallist á það. Það var haldiö áfram að hugsa um mál- ið og meöal annars kannað í samvinnu við samgönguráð- herra hvaða leiöir komu til greina. Við vissum. að sjúklingurinn átti -,sjúkrahús pláss í London á föstudegi og að hann átti að gangast undir upp- skurð á mánudegi. Sjúklingur- inn var ekki rúmliggjandi, á sjúkrahusi. eins og sumir hafa haldið fram, og hann átti ekki að flytjast í sjúkrakörfu úr landi." sagði Margrét. Þá sagði Margrét að hún hefði haft samband við lækna, sem höfðu annast sjúklinginn. þá Árna Kristinsson og Guð- mund Oddsson, og hefðu þeir staðfest aó ekki var hægt að láta hann ganga eftir flug- stöðvargöngunum. Þegar hins vegar hefði veriö gengið frá því, aö hægt væri að fá hjóla- stóla til að aka manninum, heföu læknarnir sagt að óhætt væri að flytja hann í gegnum Luxemborg. „Undanþágan fyrir islenzka sjúklinginn breyttist því ekkert frá fyrsta degi til hins siðasta og verk- fallsnefnd Iagði sig alla fram að stuðla að því að hann kæmist til London á föstudegi. Varð sem kunnugt er ofan á, að Flug- leiðavél kæmi frá New York með um 100 íslendinga og tekið sjúklingana með sér til Luxem- borgar." Innanlands- flug gekk vel INNANLANDSFLUG gekk vel hjá Flugfélagi Islands í gærmorg- un og var þá mikið flogið, enda hægt að fljúga sjónflug til flestra staða á landinu. Að sögn Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa Flugleiða átti þá að fara tvær ferðir til Akureyrar, 2 til Egils- staða, 1 til Neskaupsstaðar og 2 til ísafjarðar. Sundþing Arsþing Sundsambands Islands verður haldið í dag, sunnudag, og hefst það í Snorrabæ við Snorra- braut klukkan 14. — ÞVÍ er ekki að neita að verk- fali opinberra starfsmanna er far- ið að koma ansi illa við okkur hér á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri,“ sagði Gauti Arnþórsson yfirla'knir, þegar Morgunhlaðið r%‘ddi við hann í gærmorgun. Gauti sagði aö allt starfslið sjúkrahússins nema skrifstofuliö væri við störf, en samgönguleysi og símasambandsleysi væri farið að hafa alvarleg áhrif. T.d. væru flest öll sýni, sem tekin væru af sjúklingum send til Reykjavíkur Koma grátandi og biðja um heimferð SUMIR þeirra fjölmörgu útlend- inga, sem eru innilokaðir í land- inu vegna verkfalls opinberra slarfsnianna hafa hreinlega kom- ið grátandi tii okkar og spurt hvort ekki væri neinn möguleiki fyrir þá, að komast úr landi. Þetta fólk er hreinlega að verða örvingl- að yfir því að vera innilokað í landinu. Það má líka segja að við Flugleiðamenn höfum oft lent í alls konar brasi i verkföllum, en þetta hefur gengið langt út fyrir það sem við höfum áður lent í, s:gði Sveinn. Þá sagði hann, að fulltrúar Flugleiða hefðu rætt við aðila inn- an BSRB um að koma út- lendingunum úr landi. en ekkert svar hefði fengist við þeirri beiðni. Þá biði einnig fjöldi ís- lendinga eftir að komast heim frá Evrópu og í Luxemborg væru nú í kringum 1000 manns, sem biðu eftir heimferö. Skákþingi, sem halda átti að Hrafnagili I Eyjafirði 14.—16. október, hefur verið frestaó um óákveðinn tíma vegna þeirra sam- gönguerfiðleika sem orðið hafa vegna verkfalls opinberra starfs- manna. og reyndar hefði yfirstjórn sjúkrahússins reynt að tryggja að þau kæmust ávallt strax suður, en margt hefði komið í veg fyrir að svo hefði orðið. Þá kvað Gauti það mjög alvarlegt að ekki væri hægt að senda neinn póst frá sér og sjúkrahúsið fengi ekki þann póst, sem það þyrfti. — Sprengigos Framhald af bls. 36 orðið vart við að eitraö jarðgas hefur streymt upp úr Bjarnar- flagi undanfarna daga, svipað því sem var í Vestmannaeyjum á sfnum tíma. „Þó að landris sé nú orðið meira en það var fyrir síðustu umbrot á Kröflusvæðinu, eru mælingar ekki eins marktækar nú og þá sökum jarðrasks sem mældust á öllu Kröflusvæðinu. Ef gos kemur upp í Bjarnar- flagi, svipað og hefur átt sér stað á sprungunni við Leirhnúk, þá er mikil hætta á gufusprengingu,“ sagði Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur og prófessor þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Sigurður sagðist vilja taka fram að þótt landris væri nú mest tölu- vert miklu sunnar en I undan- förnum umbrotum, þá spáðu flestir gosi á Leirhnúkssvæðinu, ,,en engu að síður er Bjarnarflag á hættusvæðinu“. Guðmundur Sigvaldason jarð- fræðingur, forstöðumaður Norrænu eldfjallastöðvarinnar, sagði þegar Morgunblaðið ræddi við har.n, að vegna símasam- bandsleysis hefði hann ekki haft fregnir af hve mikið landris væri orðið og engar tölur komið i tvo daga. Þá sagði Guðmundur að menn hefðu nú nokkrar áhyggjur af gasútstreymi í Barnarflagi, og væri útstreymið svipað því sem var í Vestmannaeyjum á sinum tíma. Maður frá Raunvísinda- stofnun myndi senn fara norður og kenna mönnum í Mývatnssveit að mæla útstreymið. „Það er afskaplega erfitt að segja um hvar næstu hamfarir verða mestar, þetta er allt svolítið öðru vísi en verið hefur, en maður veit það að kvikan liggur grynnra undir Bjarnarflagi núna en verið hefur, eins og gosið úr borholunni sýndi og hin feikilega upphitun á svæðinu siðustu vikur. Og maður verður að gera ráð fyrir þvi að næsta hrina verði i Bjarnarflagi," sagði Guðmundur. — Ný vegabréf Framhald af bls. 2 verið úr iandi eða frarrlið alvarleg bort, er snerta öryggi almennings. „Mál þetta hafði m.a. verið rætt hjá ICAO Alþjóðaflugmála- stofnuninni í Montreal í maimán- uði 1968 og þess óskað þar að Norðurlöndin tækju þátt i viðræð- um um þessi mál," sagði Sigurjón. Þá sagði hann. að Norræna út- — Skeyti Framhald af bls. 2 þessi orðsending var send var Helgi Andrésson, formaður Starfsmannafélags Akraness. Helgi sagði um tilurð orðsendingarinnar að með því hefðu þessi starfsmannafélög viljað láta vita af þvi að þau væru til, þótt sum af þeim væru þegar búin að semja. Þetta væri aðeins hvatning til félaganna um að standa á sínu og ná eins góðum samningum og hugsanlegt er að ná. „Við ætlum ekki að hafa áhrif á einn eða neinn, frekar en að við viljum að aðrir reyni að hafa áhrif á okkar samninga," sagði Helgi Andrésson. Þá tóku menn eftir því á úti- fundinum, að þrjár kveðjur, sem bárust voru undirritaðar af starfs- mönnum við Bæjarbókasafn Reykjavikur, Starfsmönnum Félagsmálastofnunar Reykjavík- urbæjar og síðan sendi Guðrún Kristinsdóttir á Fræðsluskrif- stofu Reykjavíkurbæjar einnig kveðju. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í gær, er þar enginn starfsmaður með því nafni, en raunar skal á það bent að allmörg ár eru frá því er hætt var að tala um Reykjavíkurbæ en í þess stað hefur verið talað um Reykjavikurborg. — Tollvarða- félagið . . Framhald af bls. 2 og tolleftirlit stendur eftirfar- andi: „„Öheimilt er að leggja aðkomuskip að bryggju eða öðru hafnarmannvirki fyrr en að fengnu leyfi tollgæzlunnar, sem einnig getur ákveðið í samráði við hafnaryfirvöld hvar í höfn skipið skuli leggjast.“ I 20. gr. sömu laga stendur: „Starfsmenn hafna og skipaðir hafnsögumenn skulu gefa toll- gæzlunni allar nauðsynlegar upp- lýsingar um ferðir skipa. Þeir skulu einnig gera henni viðvart, ef þeir í starfi sínu eða stöðu komast að því, að brotin hafi verið eða brjóta eigi ákvæði laga þess- ara.“ I yfirstandandi verkfalli BSRB hefur lágmarksstarfslið starfað, samkvæmt úrskurði kjaradeilu- nefndar. I úrskurði kjaradeilu- nefndar stendur eftirfarandi: „ ... Iágmarksstarfslið skipa og flugvéladeildar starfi að útgáfu samskiptaleyfa fara og innsiglun- ar á vistum þeirra og tollaf- greiðslu áhafna og farþega og toll- frjálsum farangri. Ekki fer fram tollafgreiðsla á farmi." Og ennfremur stendur í úr- skurði kjaradeilunefndar: ....lágmarksstarfslið verði til eftirlits með því að ekki sé skipað í land öðrum varningi en að fram- an greinir." Að framansögðu er ljóst, að kjaradeilunefnd hefur ekki úr- skurðað að' tollverðir starfi að fullnaðarafgreiðslu skipa eða flugfara. Eru þess vegna engir tollverðir til að vinna þau störf. Þar sem skipin sjálf eru ótollaf- greidd, er þvi ekki hægt að hleypa þeim upp að bryggju. Það er yfir- lýst í ályktun stjórnar TFl dags. 7. okt. sl. að verkfallið stöðvi ekki farmenn eða farþega um borð i aðkomuförum. Gripi stjórnendur aðkomufara til þess að sigla þeim að bryggju ótollafgreiddum hlýtur það að vera brot á lögum um tollheimtu og tolleftirlit. — Hvað er kjara- deilunefnd . . . Framhald af bls. 2 verkfall sé hafið er starfs- mönnum, sem í verkfalli eru, skylt að starfa, svo að haldið verði uppi nauðsynlegri ör- yggisvörzlu og heilsugæzlu. Kjaradeilunefnd ákveður hvaða einstakir menn skuli vinna í vérkfalli og hún skiptir vinnuskyldu á milli manna. Um laun og kjör þessara manna meðan á verkfalli stendur skal fara eftir þeim kjarasamningi, sem gerður verður að loknu verkfalli." Samkvæmt þessu er kjara- deilunefnd hæsti úrskurðarað- ili um það hver skuli vinna og hver ekki. Urskurðum nefnd- arinnar verður eigi áfrýjað — hún er eins konar Hæstiréttur I þessum málum. Þeir sem óhlýðnast eru því í raun að brjóta lög um kjarasamning BSRB, en samkvæmt lögunum eru viðurlög við brotum á þeim eins og segir i 45. grein lag- anna: „Brot á lögum þessum varða stöðumissi, sektum eða varðhaldi.“ — Flestir virðast bíða .... Framhald af bls. 2 Þá var búizt við að fleiri samning- ar bærust flugleiðis til ísafjarðar í gær og ef svo yrði, kvaðst hann vonast til að unnt yrði að hafa samningafund síðdegis í gær. Þó kvað hann óvíst að unnt yrði að ganga frá samningum, fyrr en Reykvíkingar hefðu gert það. Það hefði lengi tiðkast á ísafirði að hafa sama launataxta þar og gilti i Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum Sverr- is Pálssonar, fréttaritara Morgun- blaðsins á Akureyri, var þetta um samningsstöðuna þar að segja í gær: „Engar beinar sainningaviðræð- ur hafa farið fram milli samn- inganefnda Akureyrarbæjar og Starfsmannafélags Akureyrar- bæjar, STAK, siðan á mánudag, en þó hafa forystumenn deiluað- ila hitzt öðru hvoru þannig að ekki ríkir algjör þögn þeirra í milli. Samkvæmt upplýsingum Agn- ars Árnasonar formanns STAK, hefur stjórn og samninganefnd félagsins endurskoðað fyrra sam- komulag, sem gert hafði verið á mánudag, en fellt var á fél.ags- fundi í STAK á þriðjudagskvöld. Bætt hefur verið inn nokkrum hugmyndum, svo að hægt sé að taka upp nýjar viðræður út frá einhverjum ákveðnum atriðum. Þessar tillögur voru siðan afhent- ar bæjarstjóra i fyrrakvöld, en ekki var búið að ákveða neinn formlegan samningafund. Helgi M. Bergs bæjarstjóri stað- festi að formaður STAK hefði af- hent sér nýjar samningskröfur í fyrrakvöld. Samninganefnd bæjarins hefði ekki komið saman enn til að fjalla um þær, en myndi sennilega halda fund siðdegis i gær. Ekki kvað hann að vænta neins gagntilboðs frá nefndinni i gær en ef til vill í dag. Þó taldi bæjarstjóri líklegt að beðið yrði þar til tilkynnt verður um úrslit samningamála milli Reykjavikur- borgar og starfsmanna hennar, en það verður i fyrsta lagi í kvöld, sunnudag." Þá gerði Morgunblaðið tilraun til þess að spyrjast fyrir um samn- ingaumleitanír i Mosfellssveit, en ekki náðist í Jón Baldvinsson bæjarstjóra. m.a. vegna þess að erfitt er að ná símasambandi við Brúarland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.