Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1977 19 A5 sitja kyrr á sama stað, samt að vera að ferðast. Þessi vísuhelmingur fór um hug- ann, er gáruhöfundur sat eins og klessa í miðri sætaröð í SAS- breiðþotu í 1 2 tima flugi frá Höfn til Bangkok Pistillinn i tviblöðungi ur sætisvasanum byrjaði á þessari yfir- lýsingu: Mannslíkaminn er gerður fyrir hreyfingu og starfar þess vegna betur við reglulega likamsþjálfun. Mikið rétt. En aðstæður til reglulegr- ar líkamsþjálfunar eru hér ekki hinar ákjósanlegustu. Nútíma flugfélag leysir úr þvi. Að afloknum mat og drykk og í upphafi kvikmyndasýn- ingar, birtist á tjaldinu aukamynd: Likamsþjálfun í stólnum. Valdar æf- ingar fyrir flugfarþegana. sem byrja að vagga sér og mjaka í takt i sætunum, fylgja þjálfaranum á tjald- inu í 7 minútna setuleikfimi. Stirðir vöðvar teygjast, liðamót liðkast og blóðrásin tekur á sprett. Byrjað er á göngu- eða róðraræfingu á staðn- um, leikurinn æsist upp í ímyndaða eplatínslu, axla- og fótatvist, handa- vindur og beggjaarmasveiflur og endar með sitjandi svigæfingu. Þetta eru hinar notalegustu likams- æfingar, ekki sízt þar sem hægt er að sitja kyrr í mjúku sæti og brosa að tilburðum náungans Svo er að snúa sér að kvikmyndinni, endur- nærður eins og eftir stutta, rösklega göngu Þessu er hér með komið á fram- færi áður en maraþonseturnar við sjónvarpið hefjast á ný, enda skilst mér að höfundurinn sænski, Folke Mossfeldt, hafi byrjað að liðka sjón- varpssetumenn áður en hann sneri sér að flugfarþegum. Með hinni miklu vakningarherferð íslenzka sjónvarpsins til megrunar- og heilsu- bótar, ættu sjónvarpsmenn eigin- lega að sjá áhorfendum fyrir sitjandi leikfimi, svo þeir þurfi ekki að missa af spekingslegum umræðum eða hasarmyndum á skerminum vegna líkamsæfinga úti í bæ eða göturáps. Hæg eru heimatökin, þar sem Sigrún Stefánsdóttir, helzti heilsu- bótarfrömuður sjónvarpsins, býr auk annarra hæfileika yfir sérmenntun í íþróttum. Hún gæti því sem bezt skotið nokkrum vel völdum setu- æfingum fyrir skrokkinn inn i há- spekilegar umræður fagmanna um það hvað þjóðin á að láta upp í sig eða anda að sér, og hvernig hún á yfirleitt að haga lífi sínu milli fóta- ferðar og háttatíma. Nefnd þjóð er hvort eð er að verða svo þjálfuð og forfallin i sameiginlegar herferðir, að auðvelt ætti að vera að fá alla gláp- ara upp til dala og út með sjó til að rugga sér í takt í stólunum og teygja upp alla arma í einu. Það kynni að auka samstöðu þessara 220 þúsund sérlunduðu einstaklinga, og þykir sumum ekki af veita. Hugmyndinni er hérmeð komið á framfæri til um- hugsunar meðan lát er á sjónvarps- mötun og fólk þarf að sjá sér sjálft fyrir umhugsunarefni á kvöldin En áður en skilið er við góðar hugmyndir þeirra SAS-manna úr nefndri langferð, er ekki úr vegi að geta um annað smáhagræði til eftir- breytni, þó það hafi eiginlega öfuga verkan við líkamsæfingarnar í stað þess að vera alltaf að beygja sig og þreifa á gólfinu og undir sætin eftir servéttunni sinni, svo sem títt er við borðhald þar og annars staðar, höfðu farþegar (á 1 farrými) fínu hörservétturnar kyrrar á sínum stað. Galdurinn? Einfaldlega sá að sauma hnappagat í eitt hornið og hneppa servéttunni á tölu á blússunni eða skyrtunni, þegar máltið hefst. Sá, sem þannig er útbúinn, situr sæmi- lega kyrr við borðið Og það hendir Eftir Elínu Pálmadóttur hann ekki að safna að sér af gólfinu servéttum hinna gestanna Já, ýmis- legt má gagnlegt læra af þvi að sitja kyrr á sama stað og samt að vera að ferðast. Það er fjarri gáruhöfundi að vilja tala gáleysislega um mikilvægí þess að þjálfa vöðvana, halda linunum og gleypa hreint loft. Ekkert ér hollara skrokk og lungum en góða islenzka loftið með sudda og trekk. Þess vegna er ég harðsnúinn andstæð- ingur „tilbúins lofts" i islenzkum salarkynnum. Hefi oftlega látið i Ijós andstöðu við byggingaráform, þar sem engan glugga á að vera hægt að opna til að fá hreint loft inn, en i staðinn gert ráð fyrir þvi að dælt verði inn vindi með flóknum og dýrum tækjabúnaði. sem aldrei virð- ist virka eins og til var ætlazt eða í samræmi við óskir. Þvi i ósköpunum skyldum við ís- lendingar, sem umfram aðrar þjóðir njótum þeirra forréttinda að eiga kost á sæmilega hreinu lofti, að vera að elta útlendinga i þvi að loka þetta loft úti og innleiða gerviloftræstingu i staðinn? Fyrir nokkrum árum frétti ég af þvi, að einn af þessum kvenna- klúbbum, sem vilja láta gott af sér leiða, ætlaði að veita fjárstyrk til kaupa á einhverju sem fátæk stofn- un þyrfti með. En þegar i Ijós kom að það sem þessi stofnun fyrir minnimáttar i lifinu taldi sig mest vanta var loftræstikerfi. svo hægt væri að loka öllum gluggum i þessu heimili uppi i sveit, drógu konurnar sig hæversklega í hlé. Bezta leiðin til að sannfæra mann um að hann hafi á röngu að standa, er að láta hann fá sinu framgengt, er stundum sagt. Nú hefur slik loftdæl- ing i híbýli og opinberar byggingar verið við lýði um sinn og timi til að athuga sinn gang. Ég minni á hótel eitt, sem m a. leigir út sali til fundar- halda Iðulega verða fundarmenn að velja á milli þess að hafa sæmilega ónotað loft til að anda að sér ásamt miklum dyn í dælitækjum eða þá að heyra i ræðumanni og gleypa þá fúlt loft Verður ýmist ofan á og þjónar á þönum við að slökkva og kveikja á loftræstikerfinu á víxl eftir beiðni gesta, sem kvarta um hita þegar slökkt er og trekk þegar kveikt er á kerfinu, auk hávaðans I mörgum samkomuhúsum og skólabyggingum hefur hinni is- lenzku lofthreinsiaðferð með blæstri gegnum opna glugga verið varpað fyrir borð, en upptekin ný innflutt tækni til útvegunar á súrefni Marg- vislegar skýringar heyrast um það hvers vegna loftræstingin er ekki eins og bezt verður á kosið og kosta þarf upp á úrbætur — sjálfsagt meira og minna réttmætar Hús- næðið er notað öðru vísi en upphaf- lega hafði verið ráð fyrir gert, e.t.v. slegið upp vegg eða annarri hindrun til að trufla loftstrauminn, fleiri munnar gleypa þar súrefni og anda fúlu lofti frá sér en ætlast var til við hönnun Stundum virðist koma fram mismunandi smekkur á þvi hvað telst hreint loft eða trekkur hjá not- endum og hönnuðum Hvað um það íslenzkt loft inn um glugga er þó alltaf fritt og oftast hreint. „Tilbúið” loft kostar dýran útbúnað, rafmagnseyðslu og við- gerðarkostnað Auk þess sem það virðist iðulega hafa i för með sér deilur og lægfæringar — þar sem islenzkt loft er hafið yfir allar deilur og óumbreytanlegt Við höfum þús- und ára þjálfun i að þola það mögl- unarlaust. Ég legg semsagt til að við notum gömlu góðu islenzku aðferð: ina — að opna glugga og hleypa lofti inn, þegar með þarf Allt nýtt þarf ekki endilega að vera af hinu góða, svo sem LSD og þalidomiðið sannaði okkur eftirminnilega Eg hefi hugsað mér að halda áfram sem hingað til, þegar skoðað- ar eru teikningar af nýbyggingum, þar sem ekki finnst opnanlegur gluggi en gert ráð fyrir kaupum á loftræstikerfum, að endurtaka eins og Cato gamli um Karþagó Auk þess legg ég til að loft verði hleypt inn um opna glugga! Ekki að ég telji að það beri árangur. Menn munu hér eftir sem hingað til hafa á hrað- bergi ótal rök fyrir því að einmitt í þessari byggingu eigi ekki við opn- anlegir giuggar. Og ótal skýringar munu ávallt vera til þegar kvartað er undan loftræstikerfunum og farið fram á fé til endurbóta — allar mjög sannfærandi eyrum okkar ötækni- fróðs fólks hvað atvinnuöryggi og annað snertir. Atvinnuöryggið hefur alla tið verið metið mikils og það er einmitt á þeim forsenduin, sem opinberir starfsmenn hafa verið látnir fórna verkfallsrétti . . . ég vil að lokum taka það fram, að það er mín skoðun, að opinberir starfsmenn eigi ekki að~búa við lakari launakjör en aðrir launþeg- ar í landinu og ég held að það ætti að vera auðvelt að finna leið til þess að tryggja að svo verði. En þessari aðferð að knýja fram kröf- ur sínar með verkföllum og það án þess að opinberir starfsmenn hafi fallizt á að sitja að öðru leyti við sama borð og aðrir launþegar í landinu, henni get ég ekki verið fylgjandi.“ Rök Ingólfs Jónssonar Við lestur umræðna á Alþingi frá þessum tíma vekur kannski mesta athygli ræða Ingólfs Jóns- sonar við aðra umræðu í neðri deild Alþingis. Þar talaði maður með mikla og langa reynslu að baki og varaði sterklega við sam- þykkt frumvarps ríkisstjórnar- innar, Ingólfur Jónsson sagði i upphafi ræðu sinnar: „Núverandi ríkisstjórn gaf ekkert loforð í stjórnarsamningi um verkfalls- rétt opinberum starfsmönnum til handa. Eigi að siður tókst samn- inganefnd BSRB að fá loforð ríkisstjórnar fyrir því að fá verk- fallsrétt fyrir opinbera starfs- menn lögfestan. Með frumvarpi þvi sem nú er til umræðu er hæst- virt ríkisstjórn að uppfylla sín ótímabæru og varíhugsuðu lof- orð.“ Þingmaðurinn vék að full- yrðingum um að verkfallsréttur- inn væri mjög takmarkaður með frumvarpinu og sagði: „Til þess að atkvæðagreiðsla um tillögu (sáttasemjara) sé gild þurfa lið- lega 50% atkvæðisbærra manna í BSRB að taka þátt í atkvæða- greiðslu og yfir 50% af þeim, sem atkvæði greiddu að hafna tillögu til þess að hún teljist felld. Þann- ig nægir aðeins, að rúmlega 25% félagsmanna hafni tillögu sátta- semjara til að koma á verkfalli. Það er því auðséð, að hér er ekki um neina verulega takmörkun að ræða. Þegar þannig er um hnút- ana búið er ekki rétt að tala um takmarkaðan verkfallsrétt.“Um þá röksemd rikisstjórnarinnar að samkomulag hefði orðið um að lágmarksþjónusta yrði veitt í heilsugæzlu og öryggisgæzlu segir Ingólfur Jónsson í þessari ræðu: „Er gert ráð fyrir, að tilteknir menn frá báðum aðilum ákveði hver lágmarksþörf er í þeim greinum. Ekki er vitað hvort aðil- ar geta komið sér saman um raun- hæft mat á málunum. Það er því engin trygging fyrir því, að nauð- synlegasta þjónusta verði veitt.“ Loks er ástæða til að vitna til eftirfarandi orða Ingólfs Jónsson- ar i þessum umræðum: „Verk- fallsréttur opinberunt starfs- mönnum til handa leysir engan vanda. Það er miklu fremur ástæða til að ætla að slík ráðstöf- un rikisstjórnar og Alþingis gæti orðið til þess að skapa mörg vandamál. Hætt er við þvi að verkfallsréttur starfsmanna rikis- ins verði til þess að auka á upp- lausn í þjóðfélaginu." Mörgum mun þykja við lestur þessara orða og i ljósi þess sem nú er að gerast i landinu, sem þessi gamalreyndi þjóðmálaskörungur hafi vitað sinu viti og vel það, þegar hann flutti þessa ræðu. Tillaga Ragnhildar Helgadóttur Ragnhildur Helgadóttir flutti breytingartillögu við frumvarp ríkisstjórnarinnar um verkfalls- rétt opinberra starfsmanna og vildi hækka það hlutfall opin- berra starfsmanna, sem yrði að taka þátt i atkvæðagreiðsiu úr helming atkvæðisbærra ríkis- starfsmanna i 3/4 og til vara 65% atkvæðisbærra rikisstarfsmanna. Um þessa tillögu sagði Ragnhild- ur Helgadóttir í ræðu: „Sú hugs- un, sem liggur að baki þessari tillögu minni, er hugsun, sem áreiðanlega hefur leitað á marga árum saman. Þegar til deilna kemur á vinnumarkaði, þá er það þvi miður oft svo, að þar taka of fáir ákvarðanir fyrir of marga. Ég veit, að forystumönnum laun- þegasamtaka er það mikið kapps- mál að bæta kjör meðlima sinna samtaka og það er að sjálfsögðu viðleitni sem ber að stuðla að að takist. Eg er þeirrar skoðunar, að hún nái beztum árangri með því að stuðla að þvi að launþegarnir sjálfir hugsi um kjör sín og taki þátt í að ákveða þau m.a. með þvi að ganga út frá þvi, að einstakir félagsmenn taki i ríkara mæli heldur en nú er í ýmsum samtök- um þátt i ákvörðun um hugsan- lega vinnustöðvun, svo afdrifarík aðgerð sem það kann að vera." Ölafur G. Einarsson var einn þeirra þingmanna Sjálfstæðis- flokksins, sem' hafði efasemdir um frumvarp ríkisstjórnarinnar en tók þá afstöðu að sitja hjá við atkvæðagreiðslu. Hann sagði m.a. í ræðu: „Höfuðástæðurnar fyrir þvi að ég vildi ekki taka þátt í afgreiðslu þessa máls eru þær, að mér finnst æviráðning starfs- inanna og verkfallsréttur geti ekki með nokkru móti farið sam- an. I öðru lagi þykir mér i hæsta máta óeðlilegt, að þeir aðilar, sem skv. frumvarpinu og öðrum sem því fylgja, mega ekki fara i verk- fall, þeir aðilar skuli haf<a at- kvæðisrétt meðal opinberra starfsmanna um það, hvort farið skuli í verkfall. Þetta þykir mér fáránleg regla," Loks er ástæða til að rifja upp nokkur ummæli Guðmundar H. Garðarssonar við þessar umræður en hann tók einnig þá afstöðu að styðja frumvarpið ekki en sitja hins vegar hjá við atkvæða- greiðslu. I ræðu sinni um málið sagði þingmaðurinn m.a.: „ . .. ég get ekki stutt það frumvarp eða þau frumvörp, sem hér eru nú til umræðu í því formi, sem þau liggja fyrir háttvirtu Alþingi. Ég tel, að þessi frumvörp séu ófull- nægjandi og í þeim felist ákveðið misrétti gagnvart hinum almenna launamanni sérstaklega. Það er ekki nægilegt að segjast vilja skapa öðrum meiri rétt, ef maður getur ekki tryggt, að það sé ekki gert á kostnaó fjöldans. Eg er þeirrar skoðunar, að ef æviráðn- ing og verkfallsréttur fari saman hjá takmör.kuðum hópi manna i þessu tilfelli opinberum starfs- mönnum, þá muni það koma nið- ur á hinum almenna launamanni og sérstaklega atvinnulífinu í landinu í framtíðinni, ef ekki er farið varlega með þennan verk- fallsrétt. Það er auðvitað grund- vallaratriði. . . auk þess mun þessi réttur á sömu hendi valda ríkisvaldinu og sveitarfélögunum gífurlegum vandamálum í fram- tíðinni. Ég leyfi mér að fullyrða vegna þeirrar reynslu, sem ég hef fengið sem aöili aö þvi aö beita verkfallsvopninu, að hér er raun- verulega verið að búa til vopn, sem setur Alþingi og rikissljórn í framtíðinni algerlega upp við vegg sé því beitt af fullri hörku og miskunnarleysi og þá veröur lýð- ræðinu hætt i okkar landí." Þessi upprifjun er til fróðleiks fyrir lesendur þessa dagana er verkfall opinberra starfsmanna stendur yfir. Athygli vekur við þessar umræður, að verkfallsrétt- ur opinberra starfsmanna er minna ræddur i þingsölunt en ætla mætti, þegar haft er í huga hve örlagaríkt mál var hér til meðferðar. Þá vekur það einnig eftirtekt að það eru fyrst og fremst þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, sem halda uppi þessum umræðum. Það er ríkisstjórn undir forsæti Sjálfstæðisflokks- ins, sem leggur frumvarpið fram, fjármálaráðherra úr röðum Sjálf- stæðismanna, sem mælir fyrir frumvarpinu og einu andstöðu- raddirnar á þingi eru úr þing- flokki Sjálfstæðismanna. Aðrir flokkar hafa látið sig þetta mál litlu skipta i þingumræðum að öðrft leyti en því að talsmenn þeirra lýstu fylgi við það. Ur röð- um þingmanna Sjálfstæðisflokks- ins var ekki einungis lýst and- stöðu við frumvarpið. Axel Jóns- son lýsti stuðningi við það í efri deild og Pétur Sigurðsson i neðri deild og langflestir þingmenn flokksins greiddu því atkvæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.