Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÖBER 1977 Haukur Eggertsson: Lausir endar Við statistarnir á leiksviði hins íslenzka samfélags eigum oft erf- itt með að átta okkur á samhengi og efni þess leiks, sem við til- neyddir eða ótilneyddir erum þátttakendur í. Þegar hin efnahagslegu átök risa hæst, sem sérstaklega á sér stað fyrir og eftir hina svokölluðu samninga milli launþega annars vegar og fon áðamanna atvinnurekstursins hins vegar, gengur allt úr skorð- um og rekst á annars horií. Við hlustum og leggjum orð í belg af og til. Mun það frekar af mannlegri þörf til að tjá sig en að árangurs sé vænst. En það eru svo margar spurningar, sem vakna og engin svör fást við. Tölur eru til lítils sem rök: þær eru tættar nið- ur af þeim næsta og staðreyndir því hrundar. Eitt sinn lærði ég litilsháttar í eðlisfræði og þar var kennt, að ekkert væri til 100% nákvæmt, heldur mismunandi mikil frávik, plús eða mínus. Hins vegar var kennt, að talan 100 yrði alltaf eitt hundrað, hvorki meira né minna, og að tölur sem slikar yrðu ekki hraktar. Ef þessi inngangur er leiddur að því, sem fyrir eyru og augu hefur borið að undanförnu, er mér ekki nokkur leið að láta enda ná saman. Ég þykist samt skilja mæta vel, að allir vilji „fá sinn hluta af kökunni" eins og nú er í tízku að tala. Ég skil líka vel, að ekki mun auðvelt „að lifa“ af minna en 100 þúsund krónum á mánuði, eins og markmiðið var hjá mörgum. Einn vinur minn sagði líka við mig, að enginn ætti að hafa rétt til að reka fyrirtæki, ef hann greiddi lægri laun en það. En þá er lausnin! Hvar er hennar að leita? Hvað viðkemur hinum hefð- bundnu „samningum" um kaup og kjör, þá munu fáir draga í efa, að til leiks er gengið í þeirri vissu, að við væntanlega s»mninga verði ekki hægt að standa, enda hefur reynslan sýnt það. Og þegar samn- ingsaðilar eru orðnir úttaugaðir af svefnleysi og þreytu, verður vart komizt hjá að álykta, að undirskriftin þýði ekki síður frelsi frá þeim „tortúr", sem gengið hefur verið í gegn um, en að fengizt hafi raunhæf lausn, þótt reýnt hafi verið að hamla gegn mestu agnúunum. Af hálfu atvinnurekenda er því svo venju- legast lýst yfir að loknum samn- ingum, að eina leiðin til að mæta hinum auknu útgjöldum sé hag- ræðing í rekstri. Ég vil hins vegar leyfa mér að efast um, að þetta hafi alltaf verið sagt í fullri trú um ágæti, heldur sem friðun gagnvart sjálfum sér og öðrum, og sem tilraun til að halda andlitinu. En nú iangar mig til að draga fram nokkra punkta, sem komið hafa fram á opinberum vettvangi um og eftir síðustu kjarasamn- inga. Þessir punktar eru jafn- miklar staðreyndir og að talan 100 er 100, en hvort það séu allt staðreyndir sem í sumum þeirra kemur fram, læt ég ósvarað. MORGUNBLAÐIÐ 3. júlí 1977 í Reykjavíkurbréfi þennan sunnudag er megin textinn um hina nýgerðu samninga, og víða komið við. Gengið er út frá því, að hjá þjónustugreinunum muni hinn aukni tilkostnaður, sem samningarnir leiða af sér, fara að mestu út í verðlagið. Öðru máli gegni um framleiðsluiðnaðinn og fiskiðnaðinn. Rakinn er hluti af grein Eyjólfs ísfelds Eyjólfsson- ar, forstjóra Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, sem birtist í Morgunblaðinu 29. júní, þar sem hann gerir grein fyrir horfum frystiiðnaðarins, og er ekki sér- lega bjartsýnn. Frá sjónarhóli Morgunblaðsins er málið frekar einfalt. Þar segir m.a. „Sum frystihús eru afar vel rekin, þau hafa komið sér upp mjög full- koranum tækjabúnaði og lagt mikla vinnu í að koma á sem beztri vinnuhagræðingu“. Og svo: ,,.. . og það er á allra vitorði, sem vita vilja, að afkoma margra frystihúsa hefur verið mjög góð á síðustu missirum“. Og enn: „Frystihúsin sjálf hafa staðfest þessa góðu afkomu, t.d. með þeim samningum, sem frystihúsin á Vestfjörðum stóðu að áður en samkomulag náðist á vinnumark- aðnum í heild". Og: „Ekki ber að draga í efa, að þeir menn, sem skrifuðu undir þá samninga fyrir hönd fyrstihúsanna á Vestfjörð- um töldu sig vera að skrifa undir samninga, sem þeir gætu staðið við...“. Og enn er: „Það er auðvit- að óþolandi með öllu, að afkoma almennings í þessu Iandi eigi að byggjast á afkomu verst reknu og lélegustu frystihúsanna. Það er heldur ekki viðunandi, að gengi krónunnar taki mið af afkomu lélegustu frystihúsanna". Að lok- um: „Það hlýtur með öðrum orð- um að koma alvarlega til umræðu nú, hvort enn einu sinni eigi að láta lélegustu frystihúsin ráða ferðinni í efnahagsmálum eða hvort þau hljóti nú ósköp einfald- lega að taka afleiðingum þ.ess, að þau standast í raun ekki sam- keppnína“. Þetta er verðug hrit- ing. TlMINN 3. júlí Leiðarinn þennan dag heitir Nú er lag. Textinn er hinn sami og hjá Morgunblaðinu, enda birtast báðir sama sunnudaginn. Tíminn segir: „Þeir sem fjallað hafa um þessi mál eru sammála um að auka þurfi til muna hagræðingu i rekstri fyrirtækja í landinu og að nýta þurfi framleiðsluþættina miklu betur en hér er gert. Og stytting óhófslegs vinnutíma, án þess að það komi niður á tekjum jafnt einstaklinga sem þjóðarinn- ar i heild, felst i bættri nýtingu vinnunnar, auknum afköstum með skynsamlegu skipulagi vinnubragða". Undirskriftin er „JS“. Það er sem sé auðvelt að mæta auknum tilkostnaði með betra skipulagi, enda er vitnað til athyglisverðrar ályktunar stjórn- ar Sambands íslenzkra samvinnu- félaga um, „að unnið verði að því að auka kaupmátt dagvinnutekna í átt við það sem gerist í nágrannalöndunum. . .“ 8x4 leysir vandann Hví eru menn að kvarta? Það fer að sjálfsögðu aldrei hjáþví, að til eru vondir menn í hverju þjóð- félagi, jafnvel á meðal atvinnu- rekenda hins frjálsa framtaks, sem aðeins vilja mata sinn eigin krók. En samt halda spurningarn- ar áfram að vakna og við þeim vantar svör. Hvers vegna stöðvaði frystihús Meitilsins í Þorlákshöfn rekstur sinn að nýgerðum samn- ingum og hvers vegna gaf for- stjóri þess út yfirlýsingu um botn- lausan taprekstur? Hvers vegna skrifaði sálfræðingur grein í Tim- ann 30. júlí s.l. og spyr: „Hvers vegna eru laun lág á Islandi?“ Og — hvers vegna svarar Arni Bene- diktsson, - framkvæmdastjóri frystihússins á Kirkjusandi, sál- fræðingnum í sama blaði 13. sept? Bæði þessi frystihús eru eign samvinnuhreyfingarinnar og ættu því ekki að vera óvinir „fólksins". Arni svarar aðeins út frá köldum efnahagslegum rök- um. En sálfræðin lýtur víst öðrum lögmálum en staðreyndum. En víðar er fanga að leita. Á þessu sumri, sem nú er að renna sitt skeið, höfum við Islend- ingar átt þess kost á sunnudögum að afloknum hádegisblundi að hlusta á margan snjallan mann- inn i útvarpinu útdeila vitsmun- um sinum til okkar hlustendanna. Meðal margra ágætra kom fram veðurfræðingur. Það var um það leyti, sem samningar við hina al- mennu launþega voru afstaðnir, en fyrir lágu átökin við opinbera starfsmenn. Þetta bar á góma hjá veðurfræðingnum, og efnahags- mál í víðari skilningi. Muni ég rétt þá voru hans efnahagslögmál í megin atriðum sem hér segir: Frumatvinnuvegirnir greiði hærri laun; við það eykst kaup- geta almennings og við það fær rikið meiri tekjur í sköttum, sér- staklega söluskatti. Ríkið á 'því auðvelt með að greiða opinberúm starfsmönnum hærri laun án auk- innar skattlagningar. Við þessa auknu kaupgetu eykst mikið um- setning framleiðslu- og viðskipta- fyrirtækja, sem þá skapar mögu- leika til hagræðingar, og á því að vera óþarfi að hækka verð á vöru og þjónustu. Hringnum er lokað, vandinn leystur og allt fellt og slétt. Stærðfræðilega mun þetta vera meira afrek, en þegar Sölvi Helgason reiknaði tviburana í svertingjastelpu í Kaupmanna- höfn. Einn af okkar sjónvarps- mönnum tók svo nokkra helztu framámenn athafnalífsins undir hendi sér í sjónvarpsþætti og sagði þeim bara að reka fyrirtæk- in betur, þá þyrftu þeir ekki að kvarta. Ekki er hægt að skilja við hér án þess aé—vitna enn í Reykja- víkurbréf Morgunblaðsins frá 3. júlí: „Viðbrögð atvinnuveganna við kjarasamningunum hljóta að verða og eiga að verða þau að leggja mjög rika áherzlu á aukna hagkvæmni í rekstri til að eiga auðveldara með að standa undir þeim launahækkunum, sem um var samið. Þá getur reynslan af yfirvinnubanninu orðið dýrmæt í þeim efnum.“ Og enn segir blaðið: „Þá er ekki ólíklegt, að margir atvinnurekendur muni gera meiri kröfur til hæfni starfs- fólks, sem þeir ráða til vinnu og að atvinnuvegirnir fari varlega í starfsmannaráðningar og leitist við að halda fjölda starfsmanna innan ákveðinna marka.“ En þá er þeirri spurningu ósvarað: Hvar á að fá hæfara starfsfólk og hvar á lélega starfsfólkið að vinna? FÓLKIÐ OG FJARMUNIRNIR Því er mjög haldið á lofti af forsvarsmönnum hinna vinnandi stétta — fólksins — að atvinnu- vegirnir arðræni það og gætu greitt því verulega hærri laun. Sjálfsagt getur eitthvað verið til í þessu, en það má ekki alhæfa. Því var fyrr í grein þessari tekið dæmi um tvö frystihús í eigu sam- vinnufélaganna, því enginn sæmi- lega hugsandi maður ætti að láta sér detta í hug, að markmið þeirra væri að hlunnfara starfsfólkið. S.l. ár mun hafa verið mörgum fyrirtækjum sæmilega hagstætt„ án þess að um almennan gróða hafi verið að ræða. Og í trausti þess, að það skýri dæmið betur og að á það verði ekki Iitið sem árás á samvínnuhreyfinguna ætla ég að taka enn nokkur dæmi. Þau ættu að þykja trúverðugri en ef um einkafyrirtæki væri að ræða. Staðreyndir efnahagslífsins blasa þar jafnt við sem hjá öðrum at- vinnurekstri. Kaupfélag Eyfirðinga gaf út fréttatilkynningu s.l. vor um starfsemina 1976. Sala allra deilda fyrirtækisins var um 11.800 millj. ly„ launagreiðslur 1.248 millj. og tekjuafgangur 25 millj, Það segir, að tekjuafgangur sé 0,21% af veltu, en um 2% af vinnulaunum. Það hefði því verið hægt að hækka laun starfsfólks- ins um þessi 2% en þá allt verið á núlli. KRON varð 40 ára 6. ágúst s.l. I viðtali við dagblaðið Tímann segir kaupfélagsstjórinn, að salan hefði verið 1.300 millj. og tekjuafgang- ur 5.5 millj. Ekki er getið um launagreiðslur, en ef gert er ráð fyrir, að þær hafi verið 10% af sölu, eða 130 millj., hefði verið hægt að hækka launin um 4,2%. En þá var að sjálfsögðu ekkert eftir tíl framkvæmda. Kaupfélag Húnvetninga Blönduósi seldi fyrir 896,7 millj. króna 1976. Afskriftir voru 11.9 millj. en þar af voru 6.2 millj. til að jafna tap ársins 1975. Ekki virðist því, að mikið hefði verið hægt að hækka laun þessi tvö ár, nema þá með hærri álagningu. „Grátkonuþjóðfélagið" Þetta er fyrirsögn leiðara Tímans 21. ágúst s.l„ og byrjunin er svona: „Margir hugsuðir fyrr og síðar hafa verið þeirrar skoðunar, að maðurinn risi hæst, þegar hann þarf að fórna sér og taka á,. ..“ Og síðan er lagt út af öllu því basli og væli, sem Islendingar temja sér. En þó segir: „En á íslandi er líka til fólk, sem ekki er hágrátandi daginn út og inn.“ Undirskriftin er „JS“. Ekki getur hjá þvi farið, að ýmsum verði á að hugsa, hvers vegna blöðin eða aðstandendur þeirra þurfi ekki að gráta. „Þau hafa komið sér upp mjög full- komnum tækjabúnaði og lagt mikla vinnu í að koma á sem beztri vinnuhagræðingu,“ eins og Morgunblaðið sagði. Eða er það ekki rétt? Áskriftargjöld dagblað- anna hækkuðu næstum því strax um 15%. Tíminn tók það þó ræki- lega fram f tvo daga, að hækkunin hefði verið gerð með leyfi verð- lagsstjóra. Voru það ekki ábyrgir menn, sem skrifuðu undir samningana af hendi blaðanna, eða, hvers vegna var ekki við þá staðið? Það er slæmt fyrir út- flytjendur sjávarafurða og iðn- varnings að geta ekki fengið leyfi verðlagsyfirvalda til að velta sínum kostnaði yfir i verðlagið. Og hvað með samkeppnina við innfluttan iðnvarning? Og enn þá er „JS“ á ferðinni. Laugard. 1. okt. er Víðavangur Tímans með stærra móti. Þar sækir hann efnið í grein, sem Ölafur Gunnarsson, framkvstj. fiskvinnslunnar í Neskaupstað ritaði í Þjóðviljann daginn áður, og fylgja hér á eftir nokkrar tilvitnanir í þá grein: „I upphafi greinar sinnar segir Ólafur að við núverandi aðstæður verði það „alltaf svo að með vissu millibili kemst sjávarútvegurinn í þrot, eða þegar innanlands er búið að spenna boga kostnaðarhækkan- anna of hátt. Ástæðan fyrir vanda sjávarútvegsins ætti því að liggja ljóst fyrir“.“ Og enn er Ólafur látinn segja: „Fjármuni þarf oftast til að framþróun geti átt sér stað. Til þess að fjármagna hvers- kyns vélakaup, byggingar og almenna hagræðingu, er notað lánsfé og fé sem orðið er til i fyrirtækjunum sem hagnaður (letbr. H.E.). Lánsfé fæst nú seint og er dýrt og hagnaður er ekki fyrir hendi, sé á heildina litið.“ Og meira segir Ólafur: „Því hriktir ávalt í öllum stoðum efna- hagslífsins, á meðan sú óðaverð- bólga geysar sem nú er og heldur virðist færast í aukana. Stór fyrir- tæki í sjávarútvegi verða að fjár- festa fyrir tugi milljóna á ári, til þess eins að halda I horfinu“ . .. „Fyrirtækin verða því að eiga eigið fé til þess að geta ráðizt í framkvæmdir, aukið atvinnu og þróast eðlilega. Þó að Ijótt sé að segja það, þá verða fyrirtækin til þess að geta eignast eigið fé, að hagnast á rekstrinuní." (Leturbr. H.E.) Það gæti mörgum dottið í hug, að einhver með arðráns- hugarfari hefði skrifað framan- greind orð. Hér skal staðar numið, og ekki verður gerð tilraun til að hnýta hina lausu enda. Opinberir starfs- menn eru að fara í verkfall vegna sinna lélegu kjara. Væri ekki rétt að hækka við þá launin svo að þeir gætu Iifað. Blöðin gætu svo dundað sér við það að gera meiri kröfur til hæfni þeirra og afkasta, og að hagræðing yrði gerð í rikis- rekstrinum, eins og hjá blöðunum sjálfum. En ef lausnin yrði þung í vöfum, mætti að sjálfsögðu leita til sálar- og veðurfræðinnar. Laun munu nú brátt hvergi verða undir 100 þúsund krónum á mánuði, en hvort launþegar verði i einhverju bættari er önnur saga. Hinir lausu endar sjávarútvegsins eru nú að verðmæti ekki nema 2.500—3.500 milljónir i islenzkum krónum. Og hvað þá með aðra þætti atvinnulifsins? Iiaukur Eggertsson Félagasamtðk og áfengismál: ER ÞETTA TEKJUST0FN? Enn trúir margur þvi, aö hœgt sé að draga verulega úr skaðsemi drykkjunnar eða minnka áfengisbölið með því, að beina neyslunni að hinu vægara áfengi. Þetta hefur viða verið reynt og sýnt sig að með verðlagi má fœra neysluna milli tegunda. Þannig hafa Sviar t.d. örvað neys/u léttra vina siðustu 15 ár þannig að segja má að öll aukningin hafi verið íþeim. Þó hefur ekki dregið úr áfengisböli enda heildarneysla farið vaxandi. Mörgum vex í augum hvílikar tekjur ríkið hefur af áfengissölu og heyrist oft að það sé ekki gott að afla fjár með sliku móti. Stundum er svo spurt hvar eigi að taka tekjur istaðinn ef áfengissalan brygðist. Nú er það svo að meiri hluti þjóðarinnar vill vera frjáls að þvi að kaupa áfengi og drekka. Þvi er ekki um að ræða eins og sakir standa hvort eigi að selja áfengi eða ekki, heldur hvort eð/i/egra vœri að láta kaupmenn annast þaö fremur en ríkið. / öðru lagi er svo spurningin hvort eðlilegt sé að áfengissalan sé tekjustofn eða ekki. Svíar keyptu árið 1976 áfengi fyrir 10 mil/jarða sænskra króna. Ríkissjóðurfékk 6 milljarða i tekjur af þeirri sölu. Hins vegar kostaði neyslan, — drykkjuskapurinn — þjóðarbúið 15 milljarða. Þá er manntjón og örorka metin á sama hátt og tryggingafélög og dómstólar í Sviþjóð gera. Ekki liggur Ijóst fyrir að hvað miklu leyíi þessir 15 milljarðar lenda á ríkissjóðnum. En spruningin er sú hvort eðlilegt sé eða ekki að láta áfengissöluna bæta að nokkru það tjón sem áfengisdrykkjan veldur. Hér á landi eru ekki tiltœkar tölur um það hvað áfengisneysla kostar þjóðarbúið. Þó vitum við t.d. að um það bil annar hvor maður sem leitar hjálpar á Kleppi er hjálparþurfi vegna drykkjuskapar. Við gætum þvi t.d. sparað okkur nýju geðdeildina ef ekki væri drukkið. Enn er rétt að hafa það í huga, að ef áfengi er ódýrt er meira drukkið. Sviar verja t.d. um það bil 7% af tekjum sínum til áfengiskaupa. Danir hafa varið svo til nákvæmlega sama daglauna- fjölda til brennivinskaupa árlega siðustu 15 ár, þó að brennivínið hafi mjögfallið i verði gagnvart tímakaupinu. A llt þarf þetta að athugast þegar mörkuð er stefna i áfengismálum á hvaða sviði sem er. HALLDÓR KRISTJÁNSSON.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.