Morgunblaðið - 19.10.1977, Page 14

Morgunblaðið - 19.10.1977, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÖBÉR 1977 Kristinn Hallson Guðný Guðmundsdóttir Sieglinde Kahmann Létt tónlist á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Garðabæ á föstudagskvöld Sinloníuhljómsveit Islands heldur tónleika n.k. tostudags- kvöld kl. 20.30 í íþróttahúsinu í Garðabæ. Stjórnandi á tónleikun- um er Páll P. Pálsson, en ein- söngvarar eru óperusöngvararnir Sieglinde Tvahniann og Kristinn Hallsson. Einleikari á fiðlu er Guðný Guðmundsdóttir. Efnisskráin er mjög fjölbreytt og verður eingöngu leikin létt klassisk tónlist. Sinfóniuhljóm- sveitin var með þessa sömu efnis- skrá í „Hringferð ‘77". Aðgöngumiðar að tónleikuríum verða seldir við innganginn. Vegna yfirstandandi verkfalls hefur reglulegum tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar sem halda átti í Háskólabíói fimmtu- daginn 20. október verið frestað um óákveðinn tíma. Sveit MH mun ver ja NM-titil ÁKVEÐIÐ hefur verið að senda sveit Menntaskólans við Hamrahlíö á Noröur- landamót framhaldsskóla í skák, sem haldið verður í Danmörku um miðjan næsta mánuð. Sveitin mun freista þess að verja meistaratitil sinn en hún hefur borið sigur úr býtum í þessari keppni tvö siðustu skiptin. I sveit HM eru nokkrir þekktustu skákmenn yngri kyn- slóðarinnar og skal þá fyrstan telja sjálfan heimsmeistara unglinga, Jón L. Árnason, en einnig má nefna Margeir Péturs- son, Ásgeir Þ. Árnason, Þröst Bergmann og Ómar Jónsson. Eimskip athugar sigl- ingar til Portúgals EIMSKIPAFELAG Islands hefur nú í athugun að skip félagsins hefji á næstunni siglingar til Portúgals til að taka vörur til íslands og einnig með útflutning þangað. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa Portúgalir mikinn áhuga á því að íslendingar auki vörukaup frá Portúgal. Jafnframt hefur viðskiptaráðu- neytið og sendiherra Portúgals á Islandi beint þeirri ósk til Eim- skipafélagsins að það taki vörur í Portúgal til íslands, til að hægt sé að komast hjá umhleðslu i Evrópu. Óftarr Möller, forstjóri Eim- skips, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að vörumagn frá Portúgal væri enn sem komið væri það lítið, að ekki væri kleift að senda skip tóm héðan. Hins vegar kvað hann það vera í athug- un og ætti ekki vera erfiðleikum háð, að skip Eimskipafélagsins, sem flytja íslenzkar afurðir til Portúgals og Miðjarðarhafslanda, komi við í Lissabon eða Oporto til að lesta vörur. Á meðan ekki væri um fullfermi að ræða, myndu skipin ferma þá vöru sem fyrir lægi og sigla síðan til meginlands- hafna til frekari lestunnar og það- an til Lslands. Kvað Óttarr að óskað hefði ver- ið eftir því, að innflytjendur og útflytjendur hefðu samband við flutningadeild félagsins og gæfu upplýsingar um þann flutning, sem fyrir hendi lægi -á hverjum tíma. Leigubíla- taxti hækk- ar um 15% RÍKISSTJÖRNIN heimilaði í gær 15% hækkun á taxta leigubif- reiða. Ekið á bíl AÐFARARNOTT þriðjudagsins var ekið á bifreiðina R-48345, þar sem hún stóð mannlaus á bíla- stæði við húsið númer 6 við Stiga- hlíð í Reykjavík. Bifreiðin er af gerðinni Lancher, brún að lit, og er hægra frambretti hennar mikið skemmt. Þeir, sem geta veitt upplýsingar um .ákeyrslu þessa, eru beðnir að hafa sam- band við lögregluna eða hringja I síma 30257. Ungir sem gamlir hafa gott af því aö fá sól á kroppinn - ná sér í nauðsynleg vítamín gegn vetri og skammdegi. En sólarfrí í skammdeginu suður á Kanaríeyjum er ekki bara hollt - heldur líka alveg stórskemmtilegt. Beint flug á föstudögum Jan . 6 13 20 2? Okt28. Feb.: 3. 10. 17. 24. Nóv.: 18. Mar.: 3. 10. 17. 24. 31. Des.: 2. 9. 16. 23. 30. Apr .: 7. 14. 28. Sért þú að hugsa um þá snúðu þér til okkár sólarfrí í skammdeginu FLUCFÉLAC LOFTLEIDIR URVAL LANDSÝN ZJTSYN fSLAWDS Lækjargötu 2 Sími 25100 Eimskipafélags húsinu Sími 26900 Skólavörðustíg 16 Sími 28899 Austurstræti 17 Sími 26611

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.