Morgunblaðið - 22.10.1977, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÖBER 1977
blMAK
28810
24460
bilaleigan
GEYSIR
BORGARTUNI 24
iR
car rental
LOFTLEIDIR
CM
FERÐABÍLAR hf.
Bílaleiga, sími 81260.
Fólksbílar, stationbilar, sendibíl-
ar. hópferðabílar og jeppar
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
UGLYSINGA-
SÍMINN KR:
22480
Sérfræðingar
Hafrannsókna-
stofnunar lýsa
stuðningi
við BSRB
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi fréttatilkynning frá
sérfræðingum Hafrannsókna-
stofnunarinnar, þar sem lýst er
stuðningi við verkfalisbaráttu
BSRB-manna:
Við undirritaðir sérfræðingar á
Hafrannsóknastofnuninni og fé-
lagar í Bandalagi háskólamanna
iýsum yfir fullum stuðningi við
BSRB i kjarabaráttu þess. Sam-
kvæmt verkfallshefð gerum við
þetta best með því að ganga
hvergi inn í störf félagsmanna
BSRB.
A hafrannsóknaskipum vinna
félagar i BHM og BSRB saman að
rannsóknaverkefnum og mega
hvorugir án hinna vera, ef árang-
ur á að nást.
Meðan félagar í BSRB eru í
verkfalli teljum við því ekki unnt
að halda uppi rannsóknum : sjó
án þess að farið sé inn á starfssvið
þeirra.
Við mótmælum því harðlega
þeim áformum stjórnvalda að
senda sérfræðinga í rannsókna-
leiðangra án þátttöku félaga úr
BSRB.
Svend-Aage Malmberg
Hrafnkell Eiríksson
Hjálmar Vilhjálmsson
Þórunn Þórðardóttir
Jón Ölafsson
Jakbo Magnússon
Ingvar Hallgrímsson
Sólmundur T. Einarsson
J abob J akobsson
Sigfús A. Schopka
Einar Jónsson
Jón Jónsson
Vilhelmína Vilhelmsdóttir
Kjartan Thors
Guðni Þorsteinsson
Gunnar Jónsson
Aðalsteinn Sigurðsson
Unnur Skúladóttir
Beykjavík
,.22.....
Geysisfrimerkin 1938 ð ðprentuðu umslagi.'
., i,1-242
t.oeland in the Kev? Tprk Worlds ?air 1 OSö
Post lestanto,
X B W 'i 0 R K ,
U. S. A.
Abyrgðarbréf með Leifsblokk frð 1938 og hliðarstimpli.
R'.Vkjavík f
025
sson ^&eqiíiavík.
Btz ií &
Skreytt fyrstadagsumslag með Heklufrímerkjum 1948.
Fyrstadagsbréf
Ekki er ólíklegt, að ein-
hver, sem les þessa fyrir-
sögn, spyrji: Fyrstadagsbréf.
Hvað er nú það? Frímerkja-
safnarar vita að sjálfsögðu,
við hvað er átt, og þá um
leið, að orðið er ekki gamalt í
málinu. Slíkt er ekki heldur
von, því að sjálft fyrirbærið er
ekki margra áratuga gamalt í
heimi frímerkjanna. Þegar
talað er um fyrstadagsbréf
eða fyrstadagsumslög, er átt
við umslög, sem ný frímerki
eru límd á sama dag og þau
koma út og þausiðan ástimpl-
uð með svonefndum dags-
stimpli eða sérstökum há-
tíðarstimpli Skiptir hér þá
engu, hvort merkið er eitt,
sem út kemur, eða tvö eða
fleiri, og ekki heldur, hvort
verðgildi þeirra kemur heim
við rétt burðargjald. Það er
sem sé stimpillinn, sem máli
skiptir, þ e frá útkomudegi
merkjanna, og svo umslagið
sem slíkt.
Eins og nefnt var í síðasta
þætti, 8. þ.m., hafa margir
velt þeirri spurningu fyrir sér,
hvort söfnun þessara um-
slaga borgi sig peningalega
Er þá vitanlega átt við, að sú
fjárhæð, sem lögð er til
kaupa á umslögum, skili sér
síðar með vöxtum og vaxta-
vöxtum og helzt sem mestu
umfram það. Áður en reynt
verður að svara þeirri spurn-
ingu að einhverju leyti, vil ég
fara nokkrum almennum orð-
um um fyrstadagsbréf og
einskorða mig þá að mestu
við íslenzk umsiög.
Orðið fyrstadagsbréf er
bein þýðing á þvi, sem heitir
á ensku First Day Cover, á
þýzku Ersttagsbrief og á
dönsku förstedagsbrev. Þeg-
ar litið er í sænska frímerkja-
verðlistann Facit, kemur í
Ijós, að í Finnlandi þekkist
fyrstadagsstimplun frá 1922
á Rauðakrossmerkjum og
svo i sambandi við flestar
útgáfur þar í landi upp frá
því. í Noregi hafa þess konar
stimplanir þekkzt allt frá ár-
inu 1925, er minningarfrí-
merki um pólflug Amund-
sens komu út. Sænska póst-*
stjórnin hóf fyrstadagsstimpl-
un árið 1932 í sambandi við
minningarfrimerki um fall
Gústafs Adolfs II. í orustunnij
við Lutzen 1932 i 30 ára
stríðinu. í Danmörku hefur
þessi stimplun tiðkazt frá
1937, er hátíðarmerki á 25
ára ríkisstjórnarafmæli Krist-
jáns konungs X komu út 15.
maí
En hvenær hófst svo
fyrstadagsstimplun hér á
landi? Vitanlega hafa frímerki
hér sem annars staðar getað
verið notuð og stimpluð
sama dag og þau komu út og
það nánast frá upphafi, en
þá einungis á venjulegum
bréfum, hversdagsbréfum,
eins og ég kalla þau. Hend-
ing ein hefur svo ráðið, hvort
þess konar bréf hafa varð-
veitzt og komizt í hendur
safnara eða farið í glatkist-
una vel flest.
Árið 1930 héldum við há-
tiðlegt 1000 ára afmæli Al-
þingis. Af þvi tilefni komu út
sérstök hátiðarfrímerki, al-
menn og þjónustu, og svo
flugfrímerki. Þessi merki
voru stimpluð á Þingvöllum
með sérstökum hátíðar-
stimpli, en dagsetning var
engin i honum. Flugmerkin
eru þó til á umslögum með
staðarstimplinum Þingvellir
og dagsetningu 1. júní
1930, en það var útkomu-
dagur merkjanna. Vel má
vera, að hér hafi meira ráðið
tilviljun en beinn ásetningur
þess, sem merkin límdi á og
lét stimpla og senda með
fiugvél til Reykjavíkur. Engu
að síður er hér um fyrsta-
dagsbréf að ræða. Það er svo
ekki fyrr en árið 1934, sem
næst verður vart við fyrsta-
dagsstimplun, og hún er hin
fyrsta. sem Facit getur um.
Varþaðí sambandi við flugfri-
merki, sem þá komu út.
Vafalaust hafa ekki mörg um-
slög verið frimerkt og stimpl-
uð á þennan hátt, þvi að þau
eru mjög sjaldgæf. En nú
fóru menn að gefa þessari
söfnun gaum, enda hefur
hún aukizt mjög á þessum
áratugum.
Ég hygg, að söfnun fyrsta-
dagsbréfa hafi einkum hafizt
með afmælisfrímerkjum
þeim, sem út komu á 25 ára
ríkisstjórnaarafmæli Kristjáns
konungs X. 15. maí 1937.
Ég man a.m.k. vel, að þá var
þó nokkuð um slíka stimplun
á pósthúsinu í Reykjavík,
bæði á stöku merkin og eins
örkina (blokkina). Segja má,
að ég hafi sjálfur eftir þetta
tekið þátt í þessari söfnun og
þess vegna séð, hvernig hún
hefur vaxið ár frá ári, enda
hefur söfnurum fjölgað veru-
lega þau 40 ár, sem liðin eru
frá vordögum 1937.
Fyrst framan af límdu
menn nýju frímerkin á venju-
leg óáprentuð umslög, en
ýmsir notuðu umslög með
áprentuðu nafni sínu, svo
sem sjá má á meðfylgjandi
mynd. Merkin voru svo
stimpluð með staðarstimpli,
oftast i Reykjavík. Fróðir
menn hafa tjáð mér, að frí-
merki með mynd sr. Matthi-
asar Jochumssonar, sem út
komu á aldarafmæli þjóð-
skáldsins 11. nóv. 1935,
þekkist einnig á umslögum
með Akureyrarstimpíi frá
þeim degi. Hér mun Gísli
Sigurbjörnsson forstjóri, sem
var kunnur frímerkjakaup-
maður á þessum árum, hafa
staðið að. Var slíkt vel til
fundið, þar sem sr. Matthías
var lengi þjónandi prestur á
Akureyri og auk þess fyrsti
heiðursborgari bæjarins.
Umslög með þessum stimpli
á útgáfudegi eru fyrir bragðið
jafnvel enn skemmtilegri en
með Reykjavíkurstimpli.
Frímerki
eftirJÖNAÐAL-
STEIN JÓNSSON
Ég hygg, að íslenzka póst-
stjórnin hafi fyrst farið að
nota sérstakan hliðarstimpil
þvi til sönnunar, að frímerkin
væru stimpluð á útgáfudegi,
þegar minningarörkin um
Leif Eiriksson var gefin út 9.
okt. 1938. Má vel greina
þennan hliðarstimpil á mynd
þeirri, sem fylgir þessum lin-
um. Úr því var þess konar
stimpill notaður allt þar til
1 949. Þá var tekinn í notkun
stimpill, sem í stóð útgófu-
dagur, bæði á íslenzku og
ensku, auk staðarnafns og
dagsetningar. Gerðist þetta
með útkomu Líknarmerkj-
anna i júní það ár, en þó ekki
alfarið, þvi að hann virðist
fremur sjaldgæfur á þeirri út-
gáfu. En þegar Alþjóðapóst-
sambandsmerkin komu út 9
október, var hann eingöngu
notaður, sbr. meðfylgjandi
mynd, og æ síðan. Vmsar
gerðir þessa stimpils hafa
verið notaðar. Hefur Þór Þor-
steins skrifað fróðlega grein
um þetta efni í Safnarablaðið
1973.
Svo sem áður segir, voru
fyrstu árin notuð venjuleg
umslög, en frá árunum 1 947
og 1 948 hafa ýmsir gefið út
sérstök fyrstadagsumslög
með teikningum og ýmsu
skrauti. Hefur útgáfa þess
háttar umslaga farið vaxandi
og oft verið úr miklu að velja,
en því miður ærið misjöfnu
að gæðum.
íslenzka póststjórnin hóf f
útgáfu sérstakra umslaga ár-
ið 1958 með merki sínu.
Voru þau af staðlaðri stærð,
sem aðrir umslagaútgefend-
ur fylgdu upp frá því. Árið
1973 stækkaði póststjórnin
svo umslög sin nokkuð, og
voru ekki allir safnarar
ánægðir með þá breytingu.
Var það tæplega að vonum,
þar eð staðlaðar möppur
höfðu verið útbúnar og seld-
ar undir þessi umslög.
Árið 1961 hóf Félag frí-
merkjasafnara útgáfu um-
slaga, og voru þau einkum
ætluð félagsmönnum, enda
þótt aðrir hafi getað fengið
þau keypt í frímerkjaverzlun-
um. Þessi umslög voru strax
tölusett, og eru þau orðin 92
að tölu.
En hvers virði eru svq þessi
fyrstadagsbréf eða umslög?
Um það hefur margur spurt
bæði sjálfan sig og aðra —
og svörin e.t.v. ekki einhlit. í
næsta þætti skulum við velta
þessari spurningu nánar fyrir
okkur.
874
m9
Reyiíjavfk
!><J5
Hr. Tdn Aðaxet. J<5nseon
S 1Ȓ'nargotu X
Rvlk
TlHit OAV COVEH
Fyrsti útgáfudagsstimpillinn frá 1949.