Morgunblaðið - 22.10.1977, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.10.1977, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1977 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrui Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorhjorn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6. simi 22480. egar Jóhann Hafsteín, fyrrum forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tekur þá ákvörðun að hætta setu á Alþingi íslendinga, er merkum þætti lokið í sögu þings og þjóðar. Jóhann Hafstein hefur verið einn far- sælasti stjórnmálamaður lands- ins um margra áratuga skeið og fáir hafa staðið upp úr þing- sæti sínu með jafn glæsilegan feril að baki og þessi mikli baráttumaður og leiðtogi stærsta flokks þjóðarinnar. En þegar upp er staðið, er það kannski mest um vert að við brottför Jóhanns Hafsteins úr sölum Alþingis hverfur þaðan mikill og sérstæður dreng- skaparmaður, sem aldrei hefur mátt vamm sitt vita, enda þótt hann hafi þurft að standa af sér mörg stórviðri og slæma póli- tíska sjói. Þegar slíkur maður hættir afskiptum af stjórnmál- um, fer ekki hjá því, að sam- herjar hans leiði hugann að þeirri manneskjufegu afstöðu, sem er honum eiginleg, og reyni að draga réttar ályktanir af því, hvernig hún hefur komið heim og saman við póli- tískan eril og lausn þeirra margvíslegu vandamála, sem lögð hafa verið á herðar stjórn- málamannsins Jóhanns Hafsteins. Það er áreiðanlega ekki heldur ofmælt, að íslenzka þjóðin saknar Jóhanns Haf- steins úr sölum Alþingis, enda er mannval þar upp og ofan, eins og gerist, og nú þyrfti Alþingi íslendinga fremur á styrkum stoðum og manndómsmönnum að halda en því að þeir hverfi úr stjórn- málabaráttunni, sem mest og bezt hafa dugað Morgunblaðið ætlar ekki að tiunda störf Jóhanns Hafsteins nú þegar hann lætur af þing- mennsku, en vill þó minna á mikilvægt hlutverk þessa fyrr- um forsætisráðherra i þjóðar- sögunni siðustu áratugina. Vart þarf að geta þess, hve mikill hlýhugur fylgir honum nú, þegar hann sezt á friðarstól og hverfur af vettvangi stjórn- mála. Það er áreiðanlegt, að fáir þingmenn hafa notið svo mikillar virðingar og góðs hugar, þegar þeir hafa sagt skilið við stjórnmálabaráttuna, eins og Jóhann Hafstein nýtur nú. Hann var tengiliður milli gömlu foringja Sjálfstæðis- flokksins og nýrrar kynslóðar og án hans hefði flokkurinn ekki komið jafn óskaddaður út úr þeim hörmungum, sem yfir hann og þjóðina dundu sumar- ið 1970, eins og raun hefur borið vitni. Jóhann Hafstein tók við búinu, þegar Bjarni Benediktsson féll frá, og það var gæfa íslenzku þjóðarinnar og þá ekki síður Sjálfstæðis- flokksins, að svo drenglund- aður stjórnmálamaður og reynsluríkur skyldi vera kallaður til að sitja í fyrirrúmi. En þá, og einmitt þá, var Jóhann Hafstein stærstur. Þegar á hann var lögð sú byrði að axla vandamál þjóðarinnar, meðan sárin voru að gróa, fann þjóðin bezt hvern mann Jóhann Hafstein hafði að geyma. En fyrst og siðast var það að sjálfsögðu styrkur Sjálf- stæðisflokksins, að slíkur mannúðarmaður tengdi gamlan tíma við nýjan. Þá blöstu vandamál við í öllum áttum, en tíminn hefur nú grætt sárin að mestu. Af Jóhanni Hafstein tók svo ný forysta við og er vert að minnast þess, að hún leiddi Sjálfstæðisflokkinn til einhvers mesta sigurs, sem hann hefur unnið í síðustu alþingiskosn- ingum. Sjaldan hefur þjóðinni riðið jafn mikið á, að vel færi en einmitt þá S'örf Jóhanns Haf- steins, ekki sízt þau sem hann þurfti að axla á erfiðustu stundum ævinnar, skiluðu sér þannig með glæsibrag landi og þjóð til heilla um ókomin ár. En hann var svo gæfusamur að eignast verðugan arftaka. Geir Hallgrímsson forsætisráðherra. En ekki hefur alltaf verið dansað á rósum, eins og fyrr getur. Hinn 22. ágúst 1970 birtir Morgunblaðið samtal við Jóhann Hafstein og er þar fjallað um stjórnmálaviðhorfið og það, hvað fyrir liggi Hinn nýi forsætisráðherra skýrði þjóðinni frá því, sem við blasti, og svaraði mörgum spurning- um, sem þá voru efst í huga flestra, ekki sizt sjálfstæðis- manna. Jóhann Hafstein skýrði m.a. frá því, að hann hefði óskað eftir, að kosning færi fram „meðal þingmanna Sjálf- stæðisflokksins um það, hver mynda skyldi nýtt ráðuneyti og stendur nú kosning yfir, en nokkrir þingmenn voru ekki á þingflokksfundinum í gær vegna eðlilegra forfalla. Þegar úrslit liggja fyrir, verður tekin ákvörðun um fjórða ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Að þvi búnu tel ég, að viðræður hefjist milli stjórnmálaflokkanna um framgang mála á næsta þingi og lausn annarra viðfangefna. Að þessu brýna verkefni verða flokkarnir að ganga með oddi og egg", sagði Jóhann Hafstein. Eins og kunnugt er hlaut hann traustan stuðning þingflokks sjálfstæðismanna og stjórn undir forystu hans leiddi islenzku þjóðina út úr þeim hörmungum, sem hún hafði þurft að ganga í gegnum. í lok þessa samtals spyr rit- stjóri Morgunblaðsins Jóhann Hafstein að því, hvort rétt sé, sem margir segi, að harðvitug valdabarátta sé hafin innan Sjálfstæðisflokksins og hvað sé um það að segja. Jóhann svar- ar: „Það væri fásinna að gera sér ekki grein fyrir því, að það er ekki vandalaust verk að skipa forystu Sjálfstæðisflokks- ins eftir hið skyndilega og svip- lega fráfall jafn mikilhæfs for- ingja og Bjarni Benediktsson var. Sumir telja eðlilegt að dreifa byrðinni eða jafna hana meira á forystuna en verið hef- ur. Ég felli mig vel við þá hugsun, en slíkt verður að íhuga vel og ákvarða með eðli- legum hætti. í Sjálfstæðis- flokknum hefur það t.a.m. áður verið svo, að sami maður gegndi ekki bæði formennsku í þingflokki og flokknum. Þann- ig var Ólafur Thors um tima formaður Sjálfstæðisflokksins og Bjarni Benediktsson formað- ur þingflokksins. Ég hygg, að þetta hafi einnig tíðkazt i öðr- um stjórnmálaflokkum hér á landi, en þó verið nokkuð breytilegt." Þannig voru þá viðbrögð mannsins, sem axla þurfti erfið- ustu byrðina. Á hann var lagt, ekki síður en aðra mikilhæfa forystumenn, að þurfa að finna til í stormum sinna tíða. Það var Jóhanni Hafstein áreiðan- lega meiri sársauki að taka við forystu flokks og þjóðar á þess- um erfiðu timum, vegna þess, að hann var tilfinningaríkur maður með skáldlega æð og viðkvæma kviku. En þessir eðliskostir hans hafa einnig far- ið vel saman við þá hörku og ákveðni, sem góður stjórnmála- maður þarf að búa yfir. En nauðsynlegust er þó stjórn- málamanni góð dómgreind. Dómgreindin brást Jóhanni Hafstein ekki á örlagastund Hann segir að lokum í fyrr- nefndu samtali — og er ástæða til að vitna í það, um leið og Jóhanni Hafstein eru þökkuð frábær störf fyrir land og lýð og hlý vinátta við Morgunblaðið, þar sem alltaf var haft í fyrirrúmi, að hver hélt sínu, ef á reyndi, Sjálfstæðis- flokkurinn og Morgunblaðið: „Það er ekki hægðarleikur," sagði Jóhann Hafstein, „að taka við af Bjarna Benedikts- syni. Aðrir finna það tæpast betur en ég. En naumast var öðrum skyldara að hlaupa ekki undan merkjum. Minn styrkur er mestur, þar sem er löng vinátta og náið samstarf við okkar látna foringja í hans anda vil ég vinna." Það gerði Jóhann Hafstein með sóma. Jóhann Hafstein Stefán Briem meistari T.R. STEFAN Briem, menntaskóla- kennari, varð Skákmeistari Taflfélags Reykjvíkur 1977. Stefán sigraði með yfirburðum í A flukki á haustmóti félags- ins, hlaut 8‘A vinning af 11 mögulegum, einum og hálfum vinningi á undan hættulegustu keppinautum sínum. Stefán tók forystu þegar í upphafi mótsins og hélt henni allt til loka. Að vísu dró nokkuð saman með honum og skæðustu keppinautum hans eftir næst- síðustu umferðina, en þá hlaut hann sitt eina tap í mótinu, fyrir Birni Jóhannessyni. t síð- ustu umferðinni reyndist Stef- án þó mun sterkari á taugum en andstæðingar hans, því að á meðan hann lagði Jóhann Örn Sigurjónsson að velli, tapaði Margeir Pétursson fyrir Jóni Þorsteinssyni og Björn Þorsteinsson stóð lengi halloka gegn Hilmari Viggóssyni, en tókst að klóra út jafntefli eftir llOleiki. Taflmennska Stefáns og þó sérstaklega byrjanaval hans, er Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON ákaflega frumlegt. Með hvítu hóf hann t.d. skákir sinar með kóngsbragði er honum gafst færi á, með einni undantekn- ingu, i skak sinni við Björn Þorsteinsson er hann lék eftir 1. e4 eð, 2. Re!? Það er ánægju- legt að í foryst'usveit islenzkra skákmanna skuli hafa bætzt maður sem Iætur allan utan- bókarlærdóm lönd og leið. Við skulum líta á skák Stefáns úr síðustu umferó mótsins, þá er tryggði honum sigurinn. Hvítt: Jóhann Örn Sigurjóns- son Svart: Stefán Briem Skozki leikurinn 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 (Skozki leikurinn, sem nú virðist hafa öðlazt nokkru fyrri vinsældir sínar) cxd4 4. Rxd4 Bc5 5. Rb3 (Algengt framhald er hér einn- ig 5. Be3 Df6) Bb6 6. a4 a6 (Hvassari og eðlilegri leikur virðist 6. . . Df6! (Nú verður staða hvíts öllu rýmri) 7. Rc3 d6 8. Rd5 Ba7 9. Bd3 h6 (9 . . . Rge7 var slæmt vegna 10. Bg5) 10. Df3 Rge7 11. Dg3 Kf8! 12. Bd2 Re5 13. Bc37! Eftir þennan leik neyðist hvít- ur til að skipta upp i lakara endatafl. Mun eðlilegra var 13. 0—0) Rxd5 14. exd5 Dg5! (Með þessum leik jafnar svartur a.m.k. taflið) skák- 15. Bxe5 Dxe5+ 16. Dxe5 dxe5 17. Ra5?! (Hvítur hefur ennþá betri liósskipan og hefði því ekki þurft að óttast 18 . . . f5 eftir 18. 0—0!) f6 18. Hdl Bc5! 19. c3 b6 20. Rc6 Bd7 21. Ke2 Kf7 22. Bc4 Bd6 23. Hal Hhe8 24. Hhel f5 25. g3? (þessi og næsti leikur hvíts flýta aðeins fyrir því að svörtum takist að skapa sér frípeð á kóngsvæng.) Kf6 26. h4 e4 27. Kd2 g5! (Svartur hefur nú öruggt frum- kvæði) 28. hxg5+ hxg5 29. Rd4 He5 30. Hhl Hg8 31. Hh6+ Hg6 32. Hxg6+ Kxg6 33. f4 exf3 (Framhjáhlaup) 34. Rxf3 He4 35. Rd4 Bxg3 36. Bxa6 bf2 37. Rb5 g4 38. Rxe7 be3+ 39. Kc2 g3 40. Bfl Bf4 41. Ra8 (Hér fór skákin í bið) Stefán Briem Be3! 42. d6 Hf4 43. Bb5 g2 44. Bxd7 Hf4 45. Be8+ Kh6 46. d7 bg5. Hvítur gafst upp. Urslit í öðrum flokkum urðu þessi: B flokkur 1. Benedikt Jónasson 8'A 2. Sævar Bjarnason 8v. Framhald á bls. 24. HAUSTMÖT tr. m. A-FL. U 2. 3. H. 5. G 1. 5. 10. II. 12. KINN. Ní, /. $T£fÁN QRlfM Vi \ 'h A 0 i i i i 7L i Ö7l i 2. bXÖRN ÞOMiemSON I 0 7i 7i A /l A A A /l 'k 7 2.-3. 3. MAR&tir PtruzssoN 0 1 A 7i 1 A 0 A 7i A 0 7 2.-3. H. JÖNAS P. SRLIN&5S0N »/z </z 0 7x 0 7z A /i 1 A Zi 6 H-S. 5. AtGEIR Þ 'ARNASON 0 •/z 7i Zi /l 7i A 7l Tjl 7z .1 G V-5 6. BJÖRN JÖHANNÍSSON 1 0 0 A % 0 % 0 /z 1 A 5 7i 6.-1. 7. Þröstur qsrgmann 0 /z 0 7z 7l A Zx h 0 1 A 57x 6-7 l 3ÖN þoRSTflNSSON 0 0 A 0 0 /i Zx 7z 0 A A HVj' M. JÓHANN ÖRN SlGURjbNSSON 0 0 0 7x 7z A /x Zl 7z 7.i 7i H/l 8.-9. 10. GUNNAR Gunnarsson 0 ó /i 0 7z Zz A A 7l 0 0 V 10-1). /1. HHMAR VIGGÓSS0N •/l 'h 0 0 7l 0 0 0 72 im A V fO-U IX. JÚLÍUS FRIÐ3ÖNSS0N 0 7l 1 /t 0 0 0 0 h A 0 ■ 3Vx 12:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.