Morgunblaðið - 22.10.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.10.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1977 23 Nýjar fréttamyndir Vegna verkfallsins hafa erlend blöð og fréttamyndir ekki borizt Morgunblaðinu, utan einu sinni. t gærkveldi, föstudag, fékkst sending mynda og blaða að utan og hér ásíðunni eru nokkrar myndir af nýjustu atburðum úti í heimi. Helmut Schmidt, kanslari Vestur-Þýzkalands þrýstir hönd Gaby Dill- mann, flugfreyju, Lufthandavélarinnar, eftir að hún hafði verið sæmd heiðursmerki í Bonn í gær, fimmtudag. Gaby Dillmann særðist i atlögunni, þegar gíslarnir voru frelsaðir, en ekki alvarlega. Pierre Elliott Trudeau, forsætisráðherra Kanada virðist hér biðja Elísabetu Bretadrottningu að ljá sér pláss undir regnhlífinni meðan yfir stðð kirkjuleg athöfn í Ottawa á sunnudag. Var athöfnin haldin utandyra og skall á rigning á meðan. Drottningin er í opinberri heimsókn í Kanada og hefur hvarvetna fengið hinar ágætustu mót- tökur. Mynd þessi var birt í gær, fimmtudag, en tekið fram að þar sem hún væri gerð eftir 16 mm sjónvarpsfilmu væru gæði hennar ekki upp á það hezta. Sjá má samningamann Vestur-Þjóðverja, Hans Jiirgen Wischnewski (til vinstri) tala við Júrgen Vietor, aðstoðarflugmann á Lufthansavélinni, eftir að gíslunum hafði verið bjargað. Myndin var tekin á flugvellinum í Frankfurt á þriðjudaginn en þá komu flestir gíslanna frá Mogadishu heim til Þýzkalands. Fréttin um sjálfsmorð hryðjuverkamannanna þriggja í Stammheimfangelsinu hefur verið eitt helzta efni blaða undanfarna daga (sjá frétt á forsíðu). Hér sjást tveir þeirra. þau Andreas Baader og Gudrun Ensslin, og var myndin tekin í réttarhöldum yfir þeim fyrir níu árum. Eins og aikunna er kröfðust bæði mannræningjar Schleyers og flugræningjarnir sem voru yfirbugaðir á flugvellinum í Mogadishu að þau yrðu látin laus. Klukkustundu eftir að Lufthansagíslunum hafði verið bjargað fundust þau látin og hendir til að þau hafi framið sjálfsmorð. Synir Bing Crosbys bera hér kistu föður síns að legstað hans í Los Angeles fyrr í þessari viku. Synir Crosbys á myndinni eru: annar frá vinstri: Nathaniel, Harry, Dennis, Lindsay og Philip.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.