Morgunblaðið - 22.10.1977, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1977
Árný Sigurðardóttir
frá Suðurgarði, Vest-
mannaegjum -Minning
í veröld Ofanbyggjara í Vest-
mannaeyjum er Nýja í Suður-
garði kapituli íít af fyrir sig. Hún
kom í Svaðkot snemma á fyrsta
ári, flutti síðan með áum minum
þaðan i nýbýlið Suðurgarð og þar
hefur Nýja verið þar til hún hvarf
á vit feðra sinna s.l. laugardag.
Nýja var með lágvaxnari Islend-
ingum, en hjartalag hennar og
tryggð var ekki bundið neinni
landhelgi. Nýja fóstraði mörg úr
hópi okkar frændsystkina, með
blíðu en festu á fyrstu árum, með
nokkrum erfiðleikum á unglings-
árunum, en vakti okkur virðingu
þegar sköli hversdagsbaráttunnar
tók við. Nýja var ávallt skemmti-
leg þótt stundum væri hún eiiítið
stygg við okkur krakkana ef við
vorum með einhverjar þreytandi
hundakúnstir. Hún muldi aldrei
moðið í afstöðu sinni, þar var allt
á hreinu þótt ekki þyrfti mörg
orð. Hún var glöð með glöðum,
harm sinn bar hún í hljóði, einnig
lífstíðar und við sonarmissi.
Nýja stuðlaði að kjarabót þessa
heims, kenndi okkur jákvæða af-
stöðu á sinn sérkennilega hátt og
ruglaði aldrei saman hlutum og
mönnum. Ef einhver fallegur
hlutur brotnaði, þá sagði Nýja
oft: „Það var ágætt að hann brotn-
t
Móðursystir okkar
KRISTÍN GÍSLADÓTTIR
Hvassafelli. Norðurárdal,
andaðist í sjúkrahúsi Akraness 1 9 október
Snorri Þorsteinsson. Gisli Þorsteinsson.
t
BJÖRGVIN VIGFÚSSON
frá Dalvik
lést að Hrafnistu 18 október s I Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 25. október kl. 1 3 30
F.h aðstandenda
Sigurður Ármannsson.
t
Faðir okkar og stjúpfaðir.
FINNBOGI SIGURÐSSON.
andaðist að sjúkraskýlinu á Bolungarvik þann 1 5. okt
Jarðarförin fer fram að Hólskirkju, Bolungarvik, laugardaginn 22. okt
Bömin.
Eiginmaður minn. +
EINAR EINARSSON,
frá Merki.
StaSarhverfi.
verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju í dag, laugardaginn 22
október kl. 14
Fyrir hönd aðstandenda Jóhanna Ákadóttir.
t
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður. afa og langafa
JÓNASARÞJÓÐBJÖRNSSONAR
Elisabet Kristófersdóttir
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður
minnar og systur
HULDU M. INDRIÐADÓTTUR,
Kleppsvegi 40.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki og læknum á deild 4 C á
Landspítalanum
Bryndis Kvaran og
systkini hinnar látnu.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu
mínnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
MAGNÚSÍNU S. BÖÐVARSDÓTTUR,
frá Sámstöðum.
Guð blessi ykkur öll
Jón Jósepsson
Eyjólfur Jónsson Ólöf Sigurðardóttir
Sigurður Jónsson Karen Guðlaugsdóttir
Guðbjörg Jónsdóttir Kristján Bergjónsson
barnabörn og bamabarnabörn.
aði, þetta var hundljótt hvort eð
var,“ og meinti það svo sannar-
lega. Eða þegar hún rauk fram í
dyr í Suðurgarði, gáði til veðurs
með mikilúð i svipnum, vatt sér
síðan inn í eldhús og sagði: „Ja,
ég er illa svikin ef hann verður
ekki á suðaustan á morgun, eða
einhverri annarri átt.“
Nýja var hnyttin, sjaldgæf út-
gáfa af manneskjulegu hljóðfæri
sem gaf sinn tón og rímaði á móti
öðrum. Okkur sem fylgdum Nýju
um áratuga skeið fannst hún
aldrei breytast, sígild i hljóðlátri
veröld sinni sem á ekkert skylt
við skúrskhátt frægðar og frama.
Nýja var í stórum hópi kjarnbezta
og traustasta fólksins í landinu,
sem minnst ber á í þjóðmála-
skvaldrinu. Hún fór aldrei út fyr-
ir verksvið sitt, orðið verkfail var
ekki til í hennar máli, en hún lifði
samkvæm sjálfri sér. Hennar ver-
öld var hennar fólk, hlaðið og
húsin í Suðurgarði með tengslum
til ýmissa átta enda fylgdist hún
vel með þvi sem var að gerast.
Hún hélt sínu striki og miklaði
aldrei fyrir sér hlutina. Þegar
Nýja var um tvítugt fékk hún
staurfót vegna sjúkdóms, en hún
fór sinna ferða fyrir þvi fremur
en margir aðrir. Þá hún heimsótti
Reykjavík ferðaðist hún aldrei
með strætó, kunni ekki við þá.
Hún gekk á milli bæjarhluta til
þess að heimsækja vini sína og fór
ótrúlega hratt yfir. 1 tryggð henn-
ar bjuggu engar fjarlægðir.
Við peyjarnir sem ólumst upp
saman fyrir ofan hraun espuðum
stundum Nýju og aðra aðstand-
endur okkar með prakkaraskap
og þá þótti okkur fyndið að geta
hlaupið hana af okkur. En við
hlupum ekki af okkur vináttu
hennar og virðingu, þar stóð hún
með pálmann í höndunum, við
með skömmina.
Undarlegt þótti mér þegar ég
fyrst sá Nýju dansa á gamal-
mennaskemmtun heima i Eyjum.
Þá var ég 15 ára gamall og mér
hafði aldrei dottið í hug að Nýja
gæti dansað með staurfótinn sinn.
En hún dansaði alla dansa óað-
finnanlega og sérfræðingur var
hún í vaisi. Hún dansaði í huldu-
konustíl, sporlétt eins og blærinn.
Þá glampaði á dökku auga.
Fylgd Nýju í gegnum tíðina var
mikill fengur, þar var ekki tjald-
að til einnar nætur, hún stækkaði
hugsun okkar með einföldum lífs-
stíl sinum.
Heima í Suðurgarði undi hún
bezt, þar var vettvangur dagsins,
þar gat hún látið þvottinn Ijóða
við vestanáttina, þar gat hún
gengið til úti- og inniverka á sín-
um heimavelli og þar naut orðstíll
hennar sin. „Það þýðir ekkert að
vera að steikja þessar kleinur,
þetta er hvort eð er allt borðað,"
sagði hún stundum snögg upp á
lagið við okkur peyjana þegar við
sátum við kleinudallana með
skarpheitu lostætinu eða þegar
leifar voru af matnum og Nýja
vildi láta klára: „Æ, greyin min,
borðið þið þetta, það fer hvort eð
er i hænsnin."
Nýja vann störf sín, en skákaði
engum. í kringum slíka er ljúft
mannlíf og gott að vera.
Arni Johnsen.
1 dag verður til moldar borin
frá Landakirkju í Vestmannaeyj-
um mætur þegn er í lífi sínu fyllti
líf samferðafólks síns birtu og yl
með óeigingjörnu og fórnfúsu
lífsstarfi sínu.
Hér fór um persóna, er aldrei
hnaut um þröskulda kynslóðabila.
Einstakir hæfileikar hennar til að
samlaga fortið og nútíð með sín-
um sérstaka hætti, settu mörk á
okkur er urðu þeirra gæju aðnjót-
andi að fá að kynnast henni og
eiga samleið með henni.
Arný Sigurðardóttir var fædd í
Vestmannaeyjum 23. desember
1904 og lést að heimili sínu, Suð-
urgarði, hinn 15. október s.l.Por-
eldrar Arnýjar voru Sigurður Sig-
urðsson frá Götu í Vm og Gyðríð-
ur Stefánsdóttir frá Manndal. 20
vikna gömul var Arný tekin í fóst-
ur á heimili móðurforeldra
minna, Jóns Guðmundssonar og
Ingibjargar Jónsdóttur, er bjuggu
að Svaðkoti er síðar hér Suður-
garður.
Óslitið frá fyrstu dögum hennar
Hallveig Jónsdótt-
ir Ijósmóðir-Kveðja
Fædd 9. október 1921.
Dáin 12. október 1977.
Hvenærsem kalliö kemur
kaupirsig enginn frí
Þar læt eg nótt sem nemur
neitt skal ei kvida því.
H. P.
Ennþá höfum við verið minnt á
hin sígildu orð skáldsins er burt
var héðan kölluð Hallveig Jóns-
dóttir Ijósmóðir. Hún andaðist á
Landakotsspítala þ. 12. þ., eftir
fimm mánaða stranga legu.
Hallveig var fædd i Ólafsvik 9.
okt. 1921. Foreldrar hennar voru
hjónin Lára Helgadóttir og Jón
Þorbergur Jóhannesson, var hún
þriðja barn þeirra hjóna. Á þeim
timum var sjálfsagður hlutur að
börn færu :ð vinna strax og tök
voru á. Níu ára gömul var Hall-
veig ráðin barnfóstra til þeirra
hjóna Láru Bjarnadóttur og Jóns
Gislasonar, en hann var pósthús-
stjóri þar á staðnum. Það kom
snemma i ljós hvað i þessari litlu
stúlku bjó. Fór henni barnfóstru-
starfið svo vel úr hendi, að þarna
var hún sumar eftir sumar. Börn-
in hændust að henni, og var hún
þarna eins og stóra systir.
Eftir fermingu vann hún svo
áfram hjá þessum sömu hjónum i
Hjarðarholti, við öll þau störf er
vinna þarf á stóru heimili, en þar
var alltaf margt um manninn og
gestkvæmt mjög. Þarna vandist
hún myndarskap til allra verka,
fór orð af dugnaði hennar og
kunnu húsbændur hennar vel að
rpeta afköst hennar. Þannig Iiði
hin björtu bernskuár við leik og
störf i þeirri Ólafsvík sem þá var.
Þegar Hallveig var 15 ára göm-
ul mætir henni mikil reynsla.
Þann 9. ágúst 1936 ferst bróðir
hennar, Jóhannes, með síldar-
bátnum Erni frá Siglufirði, ásamt
4 öðrum ungum og vöskum mönn-
um frá Ólafsvík. Þarna var stórt
og vandfyllt skarð höggvið í lítið
þorp. Atti þvi margt heimili um
sárt að binda.
Og enn hélt maðurinn með
ljáinn áfram að höggva í fjöl-
skyldu Hallveigar. 30. ágúst 1936
andaðist faðir hennar Jón Þor-
bergur Jóhannesson. Nú fór að
þyngjast róðurinn hjá þeim er
eftir stóðu. Lára, móðir þeirra,
sýndi þá hver hetja hún var. Hélt
hún áfram búskap i litla húsinu
þeirra. Björg, yngsta systirin, var
aðeins eins árs.
Af fremsta megni stóðu þær
systur Helga og Hallveig með
móður sinni og litlu systurinni á
þessum erfiðu raunatímum. Það
var ekki létt hlutskipti að vera
ekkja með lítið barn á þeim árum.
Þá voru engir styrkir eða bætur.
Aðeins vinna hörðum höndum.
Það gerði Lára. Hún var kona sem
ávallt gerði fyrst kröfur til sjálfr^
ar sín. Öll störf sín vann hún af
trú og dyggð. Þessir góðu og
traustu eiginleikar voru Hall-
á heimili móðurforeldra minna
hefir hún fylgt heimilinu ættlið
eftir ættlið og innt af hendi sitt
fórnfúsa og óeigingjarna starf og
með sinum einstaka hætti þess
veitanda, er lætur þiggjandann
skynja veitta aðstoð sem sjálf-
sagðan hlut og næstum ekki þakk-
ar verðan. Þannig koma mér fyrir
sjónir öll störf Arnýjar.
Nánast aldrei var hún ávörpuð
með skírnarnafni. Gælunafnið
Nýja festist við hana í vitund okk-
ar bæði sem barna, unglinga og
fullorðins fólks. Það voru árblik-
ur í ávarpinu Nýja um þetta jóla-
barn. Það fór líka saman að líkam-
legt atgjörfi hennar, en hún var
smá vexti, veitti engum vanmeta-
kennd á barnsárunum. Viðmót
hennar, óeigingjörn fórnfýsi og
elska til okkar ungra sem aldinna
mótaði þann persónugerving er
varð ratljós á vegi til betra lífs.
Þegar þjónustu við móðurfor-
eldra mina þraut við fráfall
þeirra hélt hún ótrauð áfram af
sömu skyldurækni og árvekni. Nú
við heimili foreldra minna, siðar
heimili systur minnar. Þannig
varð allt líf hennar þjónusta
gegnum fjóra ættliði. Afi og
amma, p'abbi og mamma, systur
og bræður, börn og barnabörn.
Enginn var settur öðrum hærra.
Öll nutum við jafns, ung sem ald-
in.
Bjartan geisla bar á lif Nýju er
henni fæddist lítill drengur hinn
5. september 1934. Drengurinn
var skirður Jóngeir Ingvi Magn-
ússon. Með honum hafði og mér
bæst tryggur vinur, er varð mér
sem bróðir. Drengurinn hafði erft
alla kosti móðurinnar. Hæfileikar
hans til náms og starfs voru ótvi-
ræðir. Hér virtist lífið þvi blasa
við. Því fremur var mikil blika á
lofti og harmaský grúfði yfir hinn
30. janúar 1953 er Ingvi féll af
bilpalli og Iést nær samstundis
við dyr þeirrar sömu kirkju og
móðir hans er í dag borin frá til
hinstu hvíldar.
Jafnvel svo tregafull lífs-
reynsla, sem lát einkasonar í
blóma lífsins, samhliða miklum
veikindum Arnýjar, sem nær alla
ævi hafði þjáðst af liðagigt er
leiddi til staurfótar á hægra fæti
hennar megnuðu ekki að svipta
okkur hin, sem eftir lifðum, þeim
kærleika, er við ávallt höfðum
verið aðnjótandi og er mér nær að
halda að enn hafi 'aukið á um
ástúð og umhyggju fyrir okkur
hinum.
Hér sem áður var borinn eiginn
harmur, án þess að flytja hann
yfir til annarra. Slík var skaphöfn
hennar.
veigu í blóð bornir, og um margt
voru þær likar, fundu fyrst og
fremst gleði i aó fórna kröftum
sinum fyrir aöra.
Ekki leið langur tími unz dauð-
inn kvaddi dyra í Hjarðarholti.
Vigdís, móðir húsfreyju, var öll.
Hún hafði verið á undanförnum
árum sem góð amma Hallveigar.
Nú þótti þeim er til þekktu sem
mælirinn væri fullur, að þvi leyti
er til Hallveigar litlu kom. En þar
sannaðist að Guð leggur ekki
meira á manninn en hann getur
borið.
Þó Hallveig ynni áfram íHjarð-
arholti hugsaði hún um móður
sina, og vann hjá henni öllum
stundum. Þannig liðu árin og
unga stúlkan þroskaóist og óx í
mótlætinu.
Veturinn 1942>—43 fór Hallveig
í húsmæðraskólann á Isafirði.
Kom þaðan með góðum vitnis-
burði. Eftir það fór hún að vinna
að saumum fyrir fólk í þorpinu.
Arið 1945—46 nemur hún ljós-
mæðrafræði við Ljósmæðraskóla
Islands, en til þess var hún kjörin
fyrir Ölafsvík, Hellissand og
Fróðárhrepp.
Frá ljósmæðranáminu kemur
hún heim til Ólafsvíkur haustið
1946, og tekur þar á móti fyrsta
barninu þ. 5. nóv.
A þeim árum, er Hallveig byrj-
aði starf sitt, var erfitt að vera
ljósmóðir úti á landi. Allar konur
fæddu þá heima við misjöfn skil-
yrði, eins og gengur — nema eitt-
hvað afbrigðilegt væri um ' að
ræða — var þá samkvæmt læknis-
ráði sent til Reykjavíkur.
Slæmar voru samgöngur, t.d.
varð að sæta sjávarföllum undir
Ólafsvíkurenni, er komast þurfti
út á Hellissand.