Morgunblaðið - 22.10.1977, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.10.1977, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÖBER 1977 43 HALDIÐIHORFINU FRUMVARP (il fjárlasa hefur verið lagt fram á Alþingi os heildarupphædin nemur litlum 124 milljorðum króna! Þetta er mikil fjárhæð á íslenskan mælikvarða og það eru ótrúlega fá ár síðan fjárlög islenska ríkisins voru tíu sinnum lægri. En þetta er þróunin og virðist erfitt að sporna við því. Þeir sem leggja fram krafta slna fyrir Islenska iþrótta- hreyfingu biðu spenntir eftir því hver sú upphæð yrði, sein Iþróttasambandi tslands og um leið ölium sérsamböndunum, 15 að tölu, væri ætluð á kom- andi ári. Vonbrigðin urðu mikil, þegar í Ijós kom, að fjár- hæðin var 42,7 milljónir, en til þess að halda I horfinu hefði upphæðin orðið að nema a.m.k. 50 milljónum. Hér er því um raunverulega lækkun að ræða. I.ágmark hefði verið 70 til 80 milljónir. Forystumenn Iþróttamála eru undrandi á þessu skilningsleysi. Þeim hefur fundist gæta jákvæðari undirtekta af hálfu stjórnvalda á yfirstandandi ári en áður, enda hcfur íþróttafólk sýnt það, að þeim fjármunum er vel varið, sem veitt er til íþrótta. Iþróttastarfið hér á landi er orðið geysiimfangsmikið. Fyrst og fremst þarf að veita hinum mikla fjölda, sem iðkar iþrótt- ir, verkefni og kennslu, sem stöðugt verður fjárfrekara, þó að sjálfboðavinna sé mikil. Hins vegar eru það ávallt ein- hverjir sem skara frain úr og á þessu ári hafa ýmsir einstakl- ingar og flokkar unnið alkunn afrek, sem óþarfi er að tfunda á þessum vettvangi. Hér er um meiri og betri landkynningu að ræða en menn gera sér almennt grein fyrir. Auk þess stuðla góð íþróttaafrek að auknum iþróttaáhuga ungs fólks, sem aftur leiðir af sér betri og dug- meiri þjóðfélagsþegna. Því miður leiðast alltof margír efnilegir unglingar út I óreglu og annað þaðan af verra, en slfkt heyrir tíl algerra undan- tekninga hjá þeim, sem leggja stund á íþróttir. Þær veita ánægju og þroska unga fólkið og býr það betur undir hina flóknu og erfiðu Iffsbaráttu. Öm Bðsson: lþróttaforystan f landinu trú- ir þvi ekki fyrr en i fulla hnef- ana, að þessi upphæð verði ekki hækkuð áður en lýkur. Vissu- lega er f mörg horn að lita hjá rikisvaldinu, en hlutur félags- málahliðar fþróttanna er van- metinn, ekki síst þegar við ber- um okkur saman við nágranna- löndin. Það er ekki nög fyrir iþróttahreyfinguna, að fluttar séu fagrar ræður, þegar vel gengur og fagnað heimkomu ís- lenskra afreksmanna eftir sigra á eriendum vettvangí. Við verðum I sameiningu að veita okkar glæsilega æskufólki tækifæri tíl að vinna ennþá betri afrek á næstu árum. Undirbúningur fyr'ir Olvmpíu- leikana i Moskvu 1980 er nú i fullum gangi hjáöllum þjóðum^ STARFSFOLKIÐ A ENGA SÖK Á ÞVÍ ER ÚRSKEIÐIS FER - segir framkvæmdastjóri Laugardalshallarinnar VEGNA utanfarar meist- araflokks FH gat ekkert ordið af leik Víkings og FH í 1. deild Islandsmótsins í handknattleik á . fimmtu- dagskvöldið. Það var ekki vitað fyrr en um hádegi á fimmtudag að leikurinn gæti ekki farið fram, svo seint að ekki var möguleiki á því að koma því í blöðin, en um tilkynningar í út- varpi er ekki að ræða eins og allir vita. Fjöldi áhorfenda mætti í Laug- ardalshöllina um kvöldið og voru þeir fyrst og fremst komnir til þess að'sjá fyrrnefndan leik. Þeg- ar áhorfendur fengu að vita að leikurinn færi ekki fram, kvört- uðu margir yfir þvi við starfsfóik hússins og einnig yfir háu miða- verði. Slíkt hefur gerst nokkrum sinnum áður og af þessu gefna tilefni hefur Gunnar Guðmanns- son, framkvæmdastjóri Laugar- dalshallar, beðið Mbl. að koma því á framfæri að niðurröðun leikja og önnur framkvæmd við hand- knattleiksmót, þar á meðal ákvörðun um miðaverð, sé starfs- fólki Laugardalshallar óviðkom- andi og því tilgangslaust fyrir áhorfendur að láta reiði sína bitna á starfsfólkinu f eitthvað fer úrskeiðis, heldur beri að snúa sér til leigutaka hverju sinni. ísland tSLENDINGAR leika í riðli með Norðmönnum og Dönum í Norð- urlandaniótinu í handknattleik sem fram fer hérlendis dagana 27. október til 30. október n.k. I hinum riðlinum lcika svo Sviar, Finnar og Fære.vingar. Sigurveg- arnir i riðlunum lcika svo sín á milli um Norðurlandameistaratit- ilinn, liðin sem verða í öðru sæti KK-ingurinn sem þarna er kominn í golt færi undir IR körfunni bætir tveimur stigum i safnið fyrir félag sitt. STÆRSTISIGUR KR YFIR ÍR FRÁ UPPHAFI SÚ var tíðin að leikir KR og tR voru slagur risanna í Islenzkum körfuknattleik. Það var þó ekki að sjá að svo væri í leik liðanna í fyrrakvöld í Reykjavíkurmótinu. iR-ingar voru sem börn í höndum KR-inga og virðist sem IR stór- veldið sé hrunið til grunna. Jafnræði var með liðunum fyrstu 5 mínúturnar, en siðan ekki söguna meir. KR-ingar press- uðu leikmenn ÍR mjög stift og hirtu boltann hvað eftir annað af þeim og fyrr en varði var munur- inn orðinn 20 stig. Liði KR var skipt inn á jafnt og þétt, án þess að hraðinn dytti niður, og var staðan 57—29 KR í hag, er flautað var til leikhlés. í seinni hálfleik var sama uppi á teningnum. Munurinn jókst stöðugt, en loka- tölur urðu 113—62. Lið KR er í miklum ham þessa dagana og því ekki árennilegt. Bestan leik gegn IR átti Jón Sigurðsson, en þessi snjalli leik- maður virðist geta gert það sem hann vill við boltann, án þess að nokkur fái við þvi gert. Þá voru þeir Andrew Piazza, Einar Boila- son og Kolbeinn Pálsson einnig góðir, en aðrir leikmenn stóðu þeim lítt að baki í þessum leik. Stig KR skoruðu: Piazza 28, Jón Sig. 20, Einar 16 og Kolbeinn 15. iR-ingar eiga ekki sjö dagana sæla um þessar mundir og súpa nú seyðið af því að hafa vanrækt yngri flokkana. Sá leikmaður sem stóð upp úr meðalmennskunni var Erlendur Markússon. Hann skoraði 16 stig og hélt spili þeirra gangandi eins og hægt var. Sigurður Gislason lék nú eftur með IR, en árin eru farin að segja til sín og þessi gamla kempa náði sér aldrei á strik. Stig IR skoruðu: Eiiendur 16, Sigurður V. Halldórsson 12 og Stefán Kristins- son 10. A undan leik KR og IR léku IS og KR í meistara-flokki kvenna og gátu stúdentakonur tryggt sér sig- ur í Reykjavikurmótinu með sigri í þessum leik. IS náði forystu til að byrja með, en KR-stúlkurnar jöfnuðu leikinn. Staðan í hálfleik var 19—14 IS í vil. Seinni hálf- leikur var mjög jafn og spennandi og skiptust liðin á um að hafa forystu. Það var ekki fyrr en á siðustu sekúndum leiksins að KR náði fjögurra stiga forystu, sem dugði til sigurs, 45—41. GG. Staðan í Reykjavíkurmótinu og stigahæstu menn KR 4 4 0 360:269 8 stig IS 4 3 1 363:288 6 stig Valur 4 3 1 299:268 6 stig Fram 5 2 3 398:413 4 stig Armann 4 1 3 309:330 2 stig ÍR 5 0 5 297:458 0 stig Stigahæstu menn: stig Símon Olafsson Armanni 109 Erlendur Markússon lR 102 Riek Hoekenos Val 99 Andrew Piazza KR 91 Þorvaldur Geirsson Fram 85 Dirk Dunbar IS 77 Mike Wood Ármanni 75 Atli Arason Ármanni 70 Vftahittni: Riek Hoekenos Val 8: 7 87,5% Jón Sigurðsson KR 5:4 80,0% Einar Bollason KR 23:18 78,3% Mike Wood Arm. 31:24 77,4% Dirk Dunbar IS 20:15 75,0% Ingi Stefánss. IS 12:9 75,0% Steinn Sveinss. ÍS 19:14 73,7% Andrew Piazza KR 18:13 72,2% Til þess að koma til greina í sambandi víð verðlaun fyrir vítahutni verður leikmaður að ná því að komast 10 sinnum á vítapunktinn, þannig að t.d. Rick Hockenos, Jón Sigurðsson og Ingi Stefánsson verða að ná mun fleiri vítaskotum til þess að eiga möguleika ' verðlaun- um. URSLITALEIKIRI KÖRFUKNATTLBKNUM 1 DAG eru síðustu leikir meist- araflokks kvenna og karla i Reykjavíkurmótinu í körfu- knattleik á dagskrá. Leika klukkan 13.00 í Hagaskólanum KR og IS. KR-ingar eru enn ósigraðir og tryggja sér titilinn með sigri í dag. Stúdentar eru ekki tilbúnir að samþykkja KR- inga sem Reykjavíkurmeistara, en sigri þeir í dag verða þrjú lið efst og jöfn, KR, IS og Val- ur. Verður vafalaust jafn og spennandi leikur milli liðanna, sem svo oft áður. Að leik KR og IS loknum, eða um klukkan 15.30, leika KR og IR í meistaraflokki kvenna. Sigri KR, tryggja stúlkurnar sér þar með Reykjavíkurmeist- aratitilinn, en sigri IR verða KR, IR og tS öll jöfn að stigum. GG . I leika um þriðja sætið í mótinu og liðin sem verða í þriðja sæti í riðlunum leika um fimmta sætiö. Telja verður Svía örugga sigur- vegara í A-riðlinum, en hins veg- ar má búast við geysilegri haráttu í B-riðlinum, en þar ættu Iiðin þrjú að hafa nokkurn veginn jafna möguleika. Tímasetning leikja Norður- landamótsins hefur verið ákveðin þannig: Fimmtudagur 27. október: Kl. 20.00: Færevjar — Finnland Kl. 21.15: Noregur — Island Föstudagur 28. október: Kl. 20.00: Sviþjóð — Færyejar Kl. 21.15: Danmörk — Ni/regur Laugardagur 29. október: Kl. 14.00: Finnland —Svíþjóð Kl. 16.00: Island — Danmörk Sunnudagur 30. október Kl. 10.30: Leikið um 5. sætið KI. 16.00: Leikið um 3. sætið Kl. 17.30: Leikið um 1. sætið Allir leikirnir fara fram í Laug- ardalshöllinni nema leikur Finna og Svía sem fram mun fara á Akranesí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.