Morgunblaðið - 03.11.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.11.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NOVEMBEÍÍ 1977 AR UNDIR RAÐSTJORN ÞANN 7. þessa mánaöar minnast Sovétmenn sextíu ára afmælis byltingarinn- ar. Hátíðahöldin eru þegar hafin, en mest verður samt um dýrðir á mánudaginn kemur, sjálfum þjóðhátíð- ardeginum. — Hverju hafa mennirnir í Kreml þá af að státa eftir sextíu ár við stjórnvölinn og hve vel hafa þau dugað hin stóru fyrirheit um „alræði öreig- anna“? í dag og fram á sunnudag verður fjallað hér í blaðinu um þessar spurningar og aðrar af sama toga. Fimm fræði- menn og rithöfundar skipta með sér verkum og hafa allir f.vlgst náið með framvindu mála austur þar, hver á sínu sviði. Sam- eiginleg niðurstaða kemur raunar ekki á óvart: í aug- um margra er draumurinn um fyrirheitna landið, sem sovéskir leiðtogar þreytast aldrei af að klifa á, fyrir löngu orðinn að martröð. Á árunum rétt fyrir og um bylt- inguna í Rússlandi stóðu listir þar í miklum blóma. Rússnesk ljóð- list, myndlist, tónlist, dans og leiklist voru jafngóðar þvi, sem bezt gerðist annars staðar og tóku þvi stundum fram. En nú er það af, sem áður var. Listum hefur farið mjög aftur. Nú ræður meðal- mennskan ríkjum. Málaralistin er ekki lengur nema svipur hjá fyrri sjón og fátt er um fína drætti i kvikmyndalistinni, sem stóð með mestum blóma á árunum upp úr 1920. Þó hefur mest afturför orðið í bókmenntunum. Bók- menntirnar lifa að vísu enn. En þær, sem lifa eru neðanjarðarbók- menntir, ólöglegar og allt gert til þess að kveða þær niður. Á fyrstu árum Sovétríkjanna leit út fyrir góða tíð í listum. En hún brást. Til þess voru ýmsar ástæður, og af þeim má draga ýmsa lærdóma, sem snerta vest- ræna menningu í heild, rétt eins og framganga sumra rússneskra rithöfunda, siðferðisstyrkur þeirra og tryggð við arfleifð sína, hefur orðið vesturlandamönnum til lærdóms og gagns. Bolsévikarnir sáu það ekki fyrir í upphafi, hvernig fara mundi. Þeir ætluðu sér aldrei að drepa listirnar í dróma. Þeir voru held- ur hlynntir listum — meðan lista- menn réðust ekki á stjórnina. Bæði Trotski og Bukharin (og sá síðarnefndi alveg fram um þingið 1934, þegar lögð voru drögin að sovézkri ,,raunsæisstefnu“ og list- um mörkuð ákveðin stefna) viðurkenndu það, að listir og stjórnmál væri sitt hvað — enda menn lögðust á sveifina. Fútúrist- ar, og Majakovski í fararbroddi, skipuðu sér undir merki bylting- arinnar. Að vísu leizt Lenín ekki alls kostar á Majakovski, en þeir áttu þó bjartsýnina sameiginlega. Á árunum frá 1922 og frá til 1929, þegar Stalín tók öll völd, virtist svo sem listirnar mundu jafna sig að fullu eftir áföllin af völdum borgarastyrjaldarinnar og hins stórfellda landflótta um það leyti. Reyndar mátti greina ýmsa óheillavænlega fyrirboða. Alex- ander Blok fagnaði byltingunni hæfileikamenn stokknir úr landi og vestur. Þrátt fyrir þetta mannfall og flótta virtist, að sovézkar listir mundu komast til þroska. Enn voru margir afreksmenn eftir. Það voru t.d. Isak Babel, og Mik- hail Sholokov (þótt hann hafi reyndar lengi verið grunaður um græsku og jafnvel talinn hafa hirt handritið að ,,Lygn streymir Don“ af höfundi þess, liðsforingja í hvítliðahernum, föllnum og gefið það út undir eigin nafni!) Af ljóð- skáldum Boris Pasternak og Majakovski, ýmsir málarar, voru fyrirboðar nýrra tima, í þess- um verkum birtust framtíðar- vonir listamannanna — og stjórn- málamannanna. Það varð lika bylting í list. En nú er langt um liðið. Og nú er orðið greinilegt, að hugsjónir þessara listamanna voru fremur í ætt við febrúarbyltinguna 1917 en októberbyltinguna. Það er lika til stuðnings þeirri skoðun, að margir þeirra höfðu upphaflega hneigzt til fylgis við Sósialisku byltingarhreyfinguna, sem Bolsé- vikar unnu með í fyrstu en losuðu sig síðan fljótlega við. HENRY GIFFORD er heiðursprófessor við ensku- deild Bristolháskóla og jafn- framt prófessor við sama skóla í samanburðarbókmenntum. Hann hefur nýlokið við bók um Pasternak. ' FJOTRAÐ 0G LÍF- VANA MENNINGARLÍF Trotsky og Bukharin: Hneigðust heldur að því „að listin sé ólík pólitík". þótt þeir væru sannfærðir um það, að upplýstir marxistar væru miklu skyggnari á þróunina en Ijóðskáld ellegar sagnamenn. Þeir voru búnir að leysa lýð sinn úr arðránsfjötrum, og væntu þess nú, að upp mundi spretta ný, sósíalísk list, aðgengileg öllum al- menningi, sem spegla mundi hug- sjónirnar á baki hinu nýja þjóðfé- lagi og verða því hvati. Og lista- og orti það fræga kvæði „Hinir tólf “ fám mánuðum eftir, að Bolsévikar komust til valda en þagnaði síðan. Serge Esenin framdi sjálfsmorð árið 1925. Pilnyak og Zamyatin voru teknir til bæna 1929, og loks framdi Majakovski sjálfsmorð 1930. Var þá lokið skeiði f þessari sögu. Mandelstam og Anna Akmatova voru fallin í ónáð og fjölmargir konstrúktívistar t.d., og kvik- myndahöfundarnir Serge Eisen- stein, Dziga Vertov og Dovzhenko, svo að nokkrir séu nefndir. Þessir menn sömdu sig að hinu nýja stjórnarfari, hver með sinum hætti, og héldu áfram að vinna að list sinni. Framúrstefnumenn slógust í byltinguna. Tilraunaleiksýningar Meyerholds og „Turn“ Tatlins Framan af sóttust Bolsévikar eftir fylgi menntamanna og lista- manna. Hin nýja stjórn átti í gffurlegum erfiðleikum og þurfti mjög á stuðningi að halda, enda tók hún flestum fagnandi, sem studdu byltinguna, hversu vafa- samir sem þeir voru. Menn gerðu sér glæstar vonir um sósíalíska list. Komið var upp stofnun til framkvæmdar henni og nefndist FYRST VONIR, ÞÁ OTTI - OG NÚ ERU LEIÐEMDIN Þess eru ýmis dæmi úr sögunni. að fyrstu hálfa öldina eftir byltingar urðu tiðar breytingar á stjórnar- fari. Nægir að minna á timann frá byltingu Cromwells og þar til Georg I kom til valda og timann frá frönsku byltingunni og fram til Lúðviks Bónaparte. En engar slikar umbreytingar hafa orðið i Sovétrikjunum á þeim 60 árum, sem nú eru liðin frá bylt ingunni þar. Stjórnarfarið þar er, þrátt fyrir ýmis mikils háttar áföll, enn með næsta likum hætti og var á dögum Lenins. Enn sem þá er kommúnistaflokkurinn al- ráður. Og enn stjórnar hann i nafni væntanlegs, stéttlauss sæluríkis. Hins vegar hefur ýmislegt annað breytzt. Á dögum Leníns voru Sovétríkin illa stæð og máttu litið í hernaði — en hugmyndafræði- legt aðdráttarafl þeirra mikið. Siðan hefur efnahagurinn styrkzt og hermátturinn aukizt mjög — en hugmyndafræðin hefur ekki lengur það aðdráttarafl, sem hún hafði, „samferðamönnum" utan lands hefur farið æ fækkandi hin siðari ár, og upp hafa risið öflugar vinstrihreyfingar, sem ekkert eru upp á Sovétríkin komnar. Innan- lands hefur andóf færzt sífellt i vöxt. Efnahagurinn batnar ekki lengur í líkingu við það sem ætl- að var og Sovétmenn eru að dragast aftur úr i tæknikapp- hlaupinu. Því er ekki lengur lof- að, að Sovétmenn verði orðnir jafnvel megandi og vesturlanda- menn eftir nokkur ár, eins og Krústjoff hét. Nú er allt kapp lagt á vigbúnaðinn. Núverandi vald- hafar setja ekki lengur traust sitt á efnahaginn eða hugmyndafræð- ina, heldur hernaðarmáttinn. Hann á að tryggja þeim langlifi við völd. Senn kemur að þvi, að Brezhnev fari frá. Þá mun fjölþættur vandi steðja að. Það verður enginn vandi að velja eftirmann Brezhnevs: það kernur bara einn sviplaus skrifræðismaður í annars stað. Vandinn verður af öðru tagi. Þótt Sovétrikin séu orðin risa- veldi, eiga þau enga áreiðanlega bandamenn en fjölmarga og öfl- uga óvini. Auk þess hefur dregið mjög úr efnahagsvexti, áætlana- búskapurinn er úr sér genginn og framleiðni i landbúnaði litil eins og verið hefur, en tækni verður orðið að flytja inn til að halda i horfinu. Ymis félagsleg vandamál færast i vöxt og minnihlutahópar verða stjórnvöldum æ erfiðari. Stjórnvöldin hafa enn alltraust tök á þegnum sínum. En það stendur, sem sagt hefur verið, að stjórnar- fari hlýtur að hnigna um leið og farið er að rengja lögmæti þess, ef ekkert er að gert. Og það er ekki ráð til lengdar að varpa efa- semdamönnum i fangelsi. Ótrú- legt er, að Sovétrikin líði undir lok innan fárra áratuga, eins og ýmsir hafa spáð. Hitt er Ijóst, að misræmið milli veruleikans og auglýstrar hugsjónar um sælurik- ið minnkar ekki heldur vex. Þetta LEOPOLD LABEDZ er ritstjóri „Sur- vey“, sem er dagblaö sem fjallar um mál- efni austur og vesturs og er gefið út í London. Hann er nú í fyrir- lestraferð í Jap- an og mun að auki heimsækja Kína Lenfn stikar vfii Rauða torgið ári< 1919 með foringj um nýja sovézk. hersins. 'áIÁm.ií1 •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.