Morgunblaðið - 03.11.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. NOVEMBER 1977
17
Bækur — Bækur — Bækur — Bækur
Sigurðsson eftir Pétur Sigurgeirs-
soh. Sveinn Víkingur Grímsson
eftir Gunnar Sveinsson og Sigurð-
ur Stefánsson eftir Agúst Sigurðs-
son.
Skálateigsstrákurinn
eftir Jóhannes Helga
Hér gengur höfunclurinn á vit
Þorleifs Jónssonar, sent lengi var
bæjarfulltrúi f Hafnarfirði, frani-
kvæmdastjóri á Eskifirði.
Stykkishólmi og víðar, og kemur
hér rnikill fjöldi manna við sögu.
Þorleifur Jónsson er einn þeirra
manna, sem háð hafa lífsbaráttu
sem bragð er að og látið hana
stækka sig en ekki smækka,
maður, sem hafist hefur af sjálf-
um sér og ávallt hefur þorað að
segja það, sem honunt hefur.búið
f brjósti, hressilega og tæpitungu-
laust. „Ég hef aldrei kynnst
ókvalráðari ntanni, aldrei jafn
hreinskiptnum, aldrei fslenzkari
manni,“ segir höfundurinn um
sögumann sinn. Og því má hér við
bæta, að sennilega hefur Jóhann-
esi Helga aldrei tekist betur en f
þessari bók, efnistökin eru ný af
nálinni, stíllinn knappur og hnit-
ntiðaður."
Hafin er útgáfa nýs bókaflokks
hjá Skuggsjá, en það eru hinar
svonefndu Háspennusögur og
korna tvær bækur út að þessu
sinni í þeirn bókaflokki. Önnur
bókin er Skýrsla frá nr. 24 eftir
Gunnar Sönstebv, en hér er unt að
ræða frásögn af lífi norskra
föðurlandsvina undir hernámsoki
nazista. Sönsteby þessi var um
tíma yfirmaður allra aðgerða á
sviði spellvirkja á Óslóarsvæðinu.
Var hann sæmdur æðstu heiðurs-
merkjum fyrir störf sín á stríðsár-
unum og er konungsíjölskyldan
sneri heim var hann útnefndur
yfirmaður lifvarðar konungs. Hin
bókin er skáldsagan Björgun eða
bráður bani eftir Brian Callison.
„Þessi bók er skrifuð af þekkingu
á lífinu á sjónum og full af storin-
um, bellibrögðum. dularfullum
atburðum og skjótri atburðarás",
sagði Óliver Steinn við Mbl. Hann
sagði ennfremur að skáldsagna-
höfundurinn Aiister MacLean
hafi borið lofsyrði á Callison fyrir
sögur hans.
Loks rná geta að frá Skuggsjá
koma þrjár nýjar bækur út i bóka-
flokknum Rauðu ástarsögurnar.
Eru það bækurnar Heiðargarður
eftir Else-Marie Nohr, Laun
dyggðarinnar eftir Margit Söder-
holni og Kona án fortíðar eftir
Sigge Stark. Þá koma út nú hjá
útgáfunni bækurnar Bjargvættur
hennar eftir Theresu Charles og í
hafróti ástríðna eftir Barböru
Cartland.
Yfirlit yfir blaða-
mennsku mína og
hneigð mína að
Mendingasögunum
— segir
Magnús
Stormur
um nýju
bókina sína
ÆTLAR liann aldrei að þagna,
karlskrattinn? heitir bók eftir
Magnús Magnússon, seni oft er
nefndur Mangi Stormur. Bókin
kemur út nú í haust hjá bókaút-
gáfunni Skuggsjá. Morgunhlað-
ið hafði nýverið saniband við
hinn aldna en hressa fyrrver-
andi ritstjöra Stornis og hað
hann að segja örlítið frá bók-
in ni.
„Þetta er ekki ævisaga,"
sagði Magnús, „Það ntá frekar
segja að bókin „Syndugur mað-
ur" segi frá ævi minni, því þar
segir frá ýmsu er snerti spila-
mennsku mína, drykkju-
mennsku og kvennafar. Bókin
sem nú kentur út gefur á hinn
böginn dálítið yfirlit yfir blaða-
mennsku mína og við ltvað ég
helst fékkst. Svo og var ég allt-
al' hneigður að íslendingasög-
unurn og því skrifaði ég í fyrra
tvær ritgerðir um þær, en þess-
ar ritgerðir niynda annan hluta
bökarinnar," bætti Magnús við.
Bók Magnúsar skiptist í tvo
hiuta. í öðrunt eru tvær greinar
hans um íslendingasögurnar.
Fjallar önnur um Njálu Ilans
E. Kinek, en Magnús sagðist
tæta þá ritgerð i sig en lionuni
finnst Njáll liafa verið vægðar-
Magnús Magnússon
karl og blendinn. I hinum hluta
bókarinnar Ætlar hann aldrei
að þagna. karlskrattinn? eru
svo hinar ýmsu ritgerðir seni
birtust I Stormi á sfnum tíma.
Sagði Magnús að hér væri unt
að ræða 10—12 greinar, „ur-
valsgreinar um ýmislegt, en þö
ekki um spilamennsku, vín eða
kvenfólk", eins og hann komst
að orði í spjallinu við Mbl.
1 spjallinu við Mbl. sagði
Magnús að ef til vill ga*fu nokk-
ur greina- og ritgerðaheiti góða
mynd af efni þeirra og þar með
bókarinnar. Af þessuni heitum
má nefna: Nokkrar konur í
fornsögum okkar, Siðalærdóm-
ur Sveinka, Mannjafnaður,
Jerem íasarb réf, Þingvísur,
Skrínukostur, I’alladömar,
Vikið að íslendingasöguin og
Skyggnst í Njálu.
Aðspurður sagðist Maguús
Magnússon Stormur vera með
fleira í hausnunt, en hvort af
frekari útgáfu yrði frá lians
hendi, sagðist liann ekki beint
vita. „Maður er orðinn gantall
og þar al' leiðandi latur. Þess
vegna er ekki gott að segja fyr-
ir um neitt svona l'ram í tím-
ann,“ sagði Mangi Stormur að
lokuni.
Hátí ðarguðsþ j ónusta
í Hallgrímskirkju
Á SIÐASTLIÐNU sumri átti
Hallgríntskirkja í Saurbæ tutt-
ugu ára víglsuafmæli. I tilefni
afmælisins verður efnt til sér-
stakrar hátíðarguðsþjónústu i
kirkjunni sunnudaginn 6.
nóvemiter n.k. og hefst hún kl.
14.
Dr. Björn Björnsson, prófess-
or í guðfræði, prédikar. Sr.
Björn Jónsson á Akranesi þjón-
ar f.vrir altari ásantl sóknar-
prestinum. sr. Jóni Einarss.vni
prófasti. Kirkjukór Hallgrhns-
kirkju í Saurbæ s.vngur lög við
sálma eflir sr. Ilallgrim Péturs-
son. Frý Guðrún Tómasdóttir
syngur einsöng. Organleikari
verður frú Fríða Lárusdótlir.
Sóknarprestur flvtur lokaorð
og greinir frá gjöfum til kirkj-
unnar.
Bindindis-
dagur 13.
nóvember
SAMTÖKIN Landssambandið
gegn áfengisbölinu standa árlega
fyrir svonefndum bindindisdegi
og Itefur hann verið ákveðinn
liinn 13. nóvember f ár. 1 i'rétt frá
samtökunum segir að þess sé
vamst að aðildarfélög sambands-
ins minnist dagsins eftir því sem
ástæður le.vfa. Ðá hefur Lands-
sambandið ákveðið að hakla l'ull-
trúafund laugardaginn 12.
nóvember kl. 13:30 að Eiríksgötu
5 í Re.vkjavík.
Adalfundur
Jassvakningar
NU NVVERIÐ var haldinn aöal-
l'undur félagsins Jassvakningar í
Reykjavík. Rædd voru ýmis mál
og ný stjórn kosin. Slarfið á kmn-
andi vetri verður með svipuöu
sniði og undahfarið. þ.e.a.s. jass-
liljómleikar hverl mánudags-
kvöld að Fríkirkjuvegi 11. kynn-
ingar í skólum. auk þess sem
reynl verður að hafa l'leiri tón-
leika vfðs vegar um borgina.
SCANDINAVIAN BANK LIMITED
tilkynnir opnun
SKRIFSTOFU í NEW YORK
undir stjórn
John R. Nelson,
Senior Vice President.
Scandinavian Bank Limited
New York Representative Office
245 Park Avenue, New York, N.Y. 10017
sími (212) 687 9040 ,
Scandinavian Bank og fyrirtæki í hans eigu
veita þjónustu á eftirtöldum sviðum:
Lánveitingar vegna innflutnings og útflutnings.
Aðrar alþjóðlegar lánveitingar til langs og skamms tíma.
Útboð verðbréfa og viðskipti með þau.
Alþjóðlegar ábyrgðir.
Alþjóðlegir leigukaupasamningar.
Gjaldeyris- og fjármagnsviðskipti.
Avöxtun fjar a alþjóðlegum fjármagnsmarkaði.
Eigendur
Scandinavian Bank:
Skandinaviska Enskilda Banken
(Svíþjóð)
Scandinavian Bank
og fyrirtæki hans:
Scandinavian Bank Limited
Aðalskrifstofa London
Bergen Bank (Noregi)
Den Danske Bank (Danmörku)
Landsbanki Islands (íslandi)
Provinsbanken (Danmörku)
Skánska Banken (Svíþjóð)
Union Bank of Finland(Finnlandi)
Eignir þessara banka nema
samtals yfir $ 23.000.000.000,-
Scandinavian Bank Limited
útibú Bahrain.
Ccandinavian Far East Limited
Hong Kong.
Scandinavian Finance Limited
Bermuda.
Heildareignir bankans og
fyrirtækja hans nema
$1.250.000.000. -
Eigið fé er: $79.300.000. -
Scandinavian Bank Limited