Morgunblaðið - 03.11.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.11.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÖVEMBER 1977 3 Mikil hálka á þjóðvegunum NORÐANATT og kalt var i veðri i gær og verður væntanlega áfram. Víða sunnanlands litu menn í f.vrsta sinn hvita jörð I gærmorgun, því að árdegis var dálítið fjúk. Fölið hvarf þó fljótlega upp úr hádeginu. Að sögn Vegaeftirlitsins varð um tíma í gær mjög hált á Reykja- nesbrautinni og Suðurnesjunum, svo og á Hellisheiði í nágrenni höfuðborgarinnar en mikil hálka er einnig víða úti á landi. Yfirleitt er ástand vega á land- inu fremur gott um þessar mund- ir, en hvað sízt á Vestfjörðum þar sem fjallvegir eru ófærir eða í 11- færir flestir hverjir. Holtavörðu- heiði var fær í gær öllum bilum Friðrik Olafs- syni boðið í prófkjör Sjálf- stæðisflokksins „ÞAÐ er rétt, að kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík hefur snúið sér til min og óskað eftir því að ég gefi kost á mér á prófkjörslista flokksins í Reykjavik," sagði Friðrik Ólafsson, stórmeistari, í sam- tali við Mbl. í gær. „Hins vegar eru margir annmarkar á því að ég geti tekizt slíkt á hendur, meðal annars hef ég aldrei haft nein bein afskipti af stjórnmálum, þannig að fyrir- varinn er helzt til stuttur.“ en þar var mikil hálka. og á Norðurlandi var orðinn þæfingur i Mánárskriðum á Siglufjarðar- leið og Lágheiði er orðin ófær. en hún verður rudd aftur úr þessu á þessum vetri. Velfært er yfir Öxnadalsheiði en i Eyjafirði og nágrenni er það að segja um ástandið, að þar lokaðist Ólafs- fjarðarmúli um tima í fyrradag en var opnaður aftur í gær og sömu- leiðis Vaðlaheiði. í S- Þingeyjarsýslu var mikil hálka á vegum en víða þungfært í norður- sýslunni, t.d. ófært um Öxarfjarð- arheiði, þungfært um Hólssand og Vopnafjarðarheiði sömuleiðis. A Austfjörðum er strax mun betra ástand t.d. er Möðrudalsheiöi enn fær. Verð á þurr- mjólkurdufti er miðað við verð erlendis — segir landbún- adarrádherra „VERÐIÐ á þessari vöru innan- lands er bundið við það verð, sem fæst erlendis, þannig að innlendi iðnaðurinn á að fá sama verð fyrir sína framleiðslu og við fáum fyrir hana erlendis," sagði Halldór E. Sigurðsson, landbúnaðarráð- herra, ei' Mbl. leitaði til hans vegna þeirra uinmæla Magnúsar Ingimundarsonar, forstjóra kex- verksmiðjunnar Fróns hf„ að hann væri neyddur til að kaupa innlent mjólkurduft á 320—330 krónur kílóið á sama tím og hann gæti fengið það erlendis frá á urn 80 krónur kílóið. Ráðherrann tók það fram, að hann þekkti ekki til þessa sér- staka dæmis, sem væri tilefni spurningar Morgunblaðsins. Sparisjóðirnir auka hlutdeild sína; Um 15,4% heildarinn- stæða bankakerfis- ins hjá sparisjóðunum HLUTUR 43 sparisjóða á landinu af heildarinnstæðum innláns- stofnana var í ágústlok sl. 15.4% og ef litið er á sparisjóöina í landinu sem eina heild eru þeir þriðja stærsta lánastofnunin hér á lantli á eftir Landsbanka og Búnaðarbanka. Forráðamenn sparisjóða hafa einnig látið í Ijós óánægju með sky Iduhindingu innlánsfjár sparisjóðanna í Seðla- bankanum en í ágústlok voru um 3.2 milljarðar króna af innstæð- um viðskiptamanna sparisjóð- anna bundnir f Seðiabankanum, sem aftur lánar þetta sama fé f Baldvin Tryggvason, formaður Sambands ísl. sparisjóða. endurlánum til atvinnuveganna í gegnum viðskiptabankana. Þetta kom frarn á aöalfundi Sambands ísl. sparisjóða sem haldinn var sl. laugardag, en hann sóttu sparisjóðsstjórar og stjórnarmenn spa.isjóða hvaðan- æva að af landinu. Baldvin Tryggvason, Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis, var þar kjör- inn formaður sambandsins. I fréttatilkynningu um fund þenn- an segir svo: í ársskýrslu formanns sambandsins. Guðmundar Guð- mundssonar, sparisjóðsstjóra i Hafnarfirði, kom fram m.a., að nú eru starfandi 43 sparisjóðir á landinu. Heildarinnstæður þeirra voru um síðustu áramót 10.5 milljarðar króna eða um 15% af öllu innlánsfé landsmanna í bankakerfinu. Nú í ágústlok s.l. voru innstæður sparisjóðanna hinsvegar 12.7 milljarðar króna eðá 15.4% af heildar innstæðum í innlánsstofnunum, og hefur því hlutur sparisjóðanna aukizt nokk- uð um sinn a.nv.k. Ef litið er á sparisjóðina sem eina heild eru þeir þriðja stærsta lánastofnunin á landinu næst á eftir Landsbanka Islands og Bún- aðarbanka íslands. A fundinum kom fram mikill Framhald á bls. 22 Unnið við viðgerðir á stöðinni f gærkvöldi Mismunandi fréttamat sjónvarps og útvarps YFIRLÝSINGAR forystu- manna starfsmannafélaga níu sveitarfélaga þess efnis að gagnrýni BSRB- forystunnar á samninga félaganna hafi verið órétt- mæt og jafnframt óskyn- samleg hefur ekki verið getið í fréttum útvarpsins. Hins vegar var yfirlýs- ingarinnar getið í fréttum sjónvarpsins og fylgdi þeirri frétt viðtal vió Þór- hall Halldórsson, formann stærsta starfsmannafélags- ins, sem í hlut ótti. „Þessarar yfirlýsingar var getið í fréttum sjónvarpsins og í kjölfar þeirrar fréttar kom viðtal við Þór- hall Halldórsson, formann stærsla starfsmannafélagsins, sem í hlut átti, en það var eðlilegt framhald af frétlinni uin þessa samþykkt sagði Emil Björnsson, fréttastjóri sjónvarpsins, i samtaii við Mb. Þess má einnig geta, aö þessi yfirlýsing var svar við ummælum, sem meðal annars höfðu komið fram i sjónvarpsviðtali við for- Rafmagn af stór- um hluta Efra- Breiðholts í gær Búizt við að viðgerð ljúki fljótlega RAFMAGN fór af stóruni hluta Efra-Breiðholts um sjöleytið í gærkvöldi, er strengur í spenni- stöðinni á Vesturbergi 74 brann í sundur og skemnidi eitthvað út frá sér. Slökkvilið og viðgerðar- menn frá Rafmagnsveitu Reykja- víkur voru þegar kallaðir á vett- vang. Ekki kom til kasta slökkvi- liðsins þar sem um 60.000 volta spenna var á stööinni, það hélt hins vegar fólki frá stöðinni með- an á þessu stóð. sens, rafmagnsveitustjóra í Reykjavík, og innti hann eftir því hversu alvarlegt þetta væri. „Skemmdirnar eru alls ekki mjög alvarlegs eðlis, heldur var þetta einn strengur sem brann, senni- lega vegna galla í rofabúnaði, en hann hins vegar skemmdi tölu- Framhald á bls. 22 mann BSRB. En hvað sem öllum ummælum líður, þá var það einfaldlega mitt fréttamat, sém þarna var sýnt í verki." Margrét Indriðadöttir, frélla- stjóri útvarpsins, sagði að þar sem yfirlýsingin frá forystumönnum starfsmannafélaganna hefði verið svar við annarri áður kominni yfirlýsingu hefði útvarpinu ekki þótt rétt að birta hana. Fyrri yfir- lýsingin hefði aðeins birzt i blöð- um, þar sem útvarpið var lokað í verkfallinu, og því hefðu þau orð, sem starfsmannafélögin mót- mæltu, aldrei verið vióhöfð i út- Varpinu. Sagði Margrét að útvarp- ið hefði nóg með sitt. þö það reyndi ekki einnig að leiðrétta aðra fjölmiðla. Dimmt í Reykjahlíð INNLENT í!«pu*- jkrivís: ii i anna i al { »d til i ■ aiikur fljólH'ua fli - aó frútlisl um óróa.in skjáif* ji ^lununi Ruyi. fd. A , : >vari inyml <*ri ft .» vinstri: Otlilur Sij'urðsson. SÍKuróur Þórarínssnn. Páll Einarsson. (luóniuiulur SÍKVahlason. uij'in- kona hans. Ömhcrt þcim vió horðió: lljörtur TrygKvason. Krislján Sæmumlsson. K\ai Jóhannsson Ijósmymlari o« Vilhjálmur Knmlsun k\ ikmy mlatökumaöur. Jarðf r ædingar á ferð og flugi Roynihlíö 2. nó\umhur.iFrá AkúsIí I. Jónssyni. hlm. Mbl.: KRISTJÁN Sæmundsson var einn jarðfræðinga staddur i Reyni- hlíð er óróans varð vart á mælum þar í morgun. Þeir jarðfræðing- ar sem verið höfðu hér að undanförnu héldu suður í gærkvöldi. Er fréttist um öróann komu þeir flestir norður á nýjan ieik og var á annan tug jarðvisindamanna hér þegar mest var i dag. Héldu flestir suður aftur i kvöld. aðrir fara á morgun. en næstu daga mun þö alltaf einn eóa fleiri vera á staðnum. Viðgerðarmenn rafmagnsveit- unnar fóru þegar inn f stöðina og hófust handa þegar eldurinn var slokknaöur. Tókst þeini mjög fjótlega að koma aftur rafmagni á stærstan hluta Efra-Breiðholts. í þessu sambandi sneri Morgun- blaðið sér til Aðalsteins Guðjohn- — vegna gufu úr Bjarnarflagi — Frá því í síðustu viku hefur aukizt gufustreymi i Bjarnaflagi og er varasamt að aka veginn um Námaskarð. Vegurinn hverfur á ktundum i gufumökkinn og á timabili í dag sást ekki til Kísil- iðjunnar frá veginum, þaðan af siður til Léttsteypunnar sem lengst af var alveg hulin. Jarðvisindamenn könnuðu í dag svæðið upp af Hlíðardalnum. Skoðanir voru skiptar þeirra á meðal um hvort aukning hefði orðiö á gufustreymi i eldstöðvun- um frá því í september norðan við Leirhnúk og sömuleiðis i Gjá- stykki. Þá voru vísindamennirnir ekki vissir, hvernig túlka ætti óróa sem byrjaði að koma fram á hallamæli i ReynihlíÖ klukkan tvö i nótt hvort þar væri um raun- verulegar breytingar á landinu aö ræóa eða bilanir i tækjum. Reynililfó. 2. nóvember Frá hlaóamanni Mhl. Afíústi I. Jónssyni MIKIL þoka lagðist yfir Reykja- hlíðarhverfið og var dimmt yfir við Mývatn í dag. Hins vegar var ágætt sk.vggni þegar ofar dró. Ástæða þessarar niiklu þoku var meðal annars gufa úr Bjarnar- flagi og lagði hana niður að vatn- inu. Einnig þétti kísiirykið úr Kísiliðjunni þokuna. auk þess uppgufun úr Mývatni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.