Morgunblaðið - 03.11.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.11.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1977 21 Rætt vió skipbrotsmenn á söndum Meðallands Fjórir féllu útbyrð- is þegar gúmmí- bátnumhvolfdi í brimgarðinum ÞAÐ FÓR vel um skipbrotsmennina af Gullfaxa SF þegar blaðamenn Morgunblaðsins komu á bæinn Bakkakot í Meðallandi liðlega klukkustundu eftir að Björgunarsveit Meðallendinga hafði hitt skipbrots- mennina 5 fáklædda í fjörunni fvrir austan Skarðs- fjöruvita. Skipbrotsmennirnir höfðu lent í mikilli lífshættu þegar björgunarbát þeirra hvolfdi í brim- garðinum og fjórir þeirra féllu útbvrðis og bar frá bátnum um stund. Var þeim orðið mjög kalt þegar Meðallendingarnir komu til bjargar. „STÓÐ TÆPT AÐ VIÐ NÆÐUM 1 BJÖRGUNAR- BATINN" Við ræddum við skipbrots- mennina í stofu í Bakkakoti, þeir voru komnir í ullarfalnað. sjóðandi kaffi á könnunni, smurt ltrauð og nýltakað með- læti á borðum og það kraumaði í kjötpottum. ,,Við vorum á siglingu vestur i svolítið þungri öldu, þegar báturinn hreinlega lagðist á hliðina og sökk,“ sagði Guð- mundur Sigurðsson stýrimaður þegar við hófum spjall okkar ásamt hinum skipverjunum sem björguðust í land, Jóni Stefánssyni vélstjóra, 23 ára, Stefáni Steinarssyni, 23 ára, Sigurjóni Gunnarssyni, 18 ára, og Hallgrími Guðmundssyni, 14 ára, en þeir félagar eru allir frá Hornafirði. ,,Það liðu varla nema ein eða tvær mínútur frá því að við urðum varir við eitthvað óeðli- legt og þangað til báturinn var sokkinn," hélt Guðmundur áfram, „og það stóð mjög tæpt að við næðum að komast um borð i 'gúmbjörgunarbátinn. Við náðum öðrum bátnum áður en Gullfaxi sökk og fórum allir i hann, flestir á nærfötunum einum fata, en skömmu eftir að Gullfaxi sökk skaut hinu björgunarbátshylkinu upp og við náðum þvi og gátum blásið þann bát upp. Þrír fóru siðan í hann, en það reyndist enginn aðslaóa til að binda bátana sam- an. Við vorum fimm í minni bátnum og skjótt slitnaði rekankerið á bát okkar og eftir það rak hann mjög hratt í átt-. ina að brimgarðinum. Við vor- um að ég tel um 3 mílur frá landi þegar báturinn sökk á um 30 faðma dýpi. „SKILEKKI HVERNIG VIÐ NAÐUM BJÖRGUNAR- BATNUM AFTUR" Við vorum líklega búnir að skjóta upp tveimur neyðarblys- um þegar. Árni Friðriksson sá okkur og þegar hann náði stærri björgunarbátnum vorum við um það bil 200 metrum inn- an við jaðar brimgarðsins. Bát okkar rak mjög hratt inn í brimskaflana vegna þess aó rekankerið vantaði og þar hvolfdi bátnum fyrir innan rif i brimgarðinum. Fjórir okkar duttu út úr bátnum og ég skil satt aö segja ekki hvernig við náðum bátnum aftur, því einn, Stefán Steinarsson, bar til dæmis um 20 metra frá bátnum þarna í brimrótinu. Þegar bátn- um hvolfdi sneri opið á honum niður.“ „VISSI HVORKI UPP NÉ NIÐUR" Jón: „Ég hékk á spotta inni í bátnum og vissi ekkert hvað sneri upp eða hvað var niöur. Skipbrotsmennirnir þrír í gúmbjörgunarbátnum. þegar Arni Friðriksson kom að þeim í ;>ær. Ljúsm.: Mbl.: Oskar Sa*mundsson. Björgunarháturinn kominn að hlið rannsóknaskipsins. því ég var lokaóur inni í bátn- unt. Það eina sem ég hugsaöi um var að halda mér og þótt ég kallaði í strákana fékk ég engin svör." Sigurjón: „Eg skauzt upp undan bátnum eftir að honum hvolfdi og náði þá strax taki á honum." Jón: „Það bjargaði okkur að ekki reið annað brot yfir bátinn. Vió hjálpuðumst síðan við að koma bátnum á kjöl eftir að stákarnir voru aftur komnir að bátnum. Guðmundur lenti undir honum og var æði lengi í kafi.,. „HÍFÐI MIG UPP A ________GUÐMUNÐI,,__________ Sigurjón: „Ég hífói mig upp á löppunum á Guðmundi, svo ég hef verió enn dýpra." Guðmundur: „Já, og svo klifraði hann upp bakið á mér, það var ekk'i að furða þólt ég væri lengi í kafinu." Sigurjón: „Ég vissi ekkert í hvað ég hélt, en Guðmundur var eina festan þarna í brim- garðinum." Sjö vindstig voru af austri þegar báturinn sökk og þungur sjór. Strákarnir fimm voru um hálfa klukkustund aö reka í land, en eftir að þeir voru komnir inn f.vrir brimgarðinn gátu þeir nokkuð stýrt bátnum með ár þá tæpu 100 metra sem þá voru eftir í fjöruna. Skjótt eftir að þeir komust í bátinn rifnaði þak hans og var bátur- inn þvi hálffullur af sjó allan tfmann sem hann var á réttum kili. Strákarnir voru allir ber- Framhald á bls. 22 Skipbrotsmennirnir 5 í Bakkakoti í gær, en heimafólk hafði þá lánað þeim ullarfatn að, enda veitti ekki af eftir volkið. Frá vinstri: Jón Stefánsson vélstjóri, Guðmundur Sigurðsson stýrimaður, Stefán Steinarsson. Sigurjón Gunnarsson o;> Hallgrímur Guðmundsson en hann hefur verið sjómaður í eitt ár og er þó aðeins á 13. ári. örgunarsveitarmanna Meðallendinga sem fóru á vettvang. Frá vinstri: Eiríkur Hávarðsson Efri-Fljótum, Jón Revnir Einarsson Efri-Steinsmýri. Sigurgeir Jóhannsson í Bakkakoti formaður björgunarsveitarinnar. Olafur Hávarðsson Fljóta- krók, Magnús Pálsson Syðri-Steinsmýri og Jóhann G. Sigurðsson Bakkakoti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.