Morgunblaðið - 03.11.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.11.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1977 33 fclk í fréttum Ég œtla að skautadrottning verð stór + Það er aðeins eitt ár siðan hin- sex ára gamla Annisett Torp Lind steig fyrst á skauta. í dag dansar hún á isnum. Það var í skautaklúbbnum í Hörsholm í Svíþjóð aó Annisette lærði að standa á skautum. Eftir hálfs mánaðar námskeið kom þjálfar- inn auga á óvenjulega hæfileika hennar. „Hún er sannkölluð skautaprinsessa," segir hann. Þjálfarinn mæltist til, að Annis- ette væri send í sérstakan skautaskóla í Tyringe á Skáni. Þar var hún um tíma ásamt 200 börnum og unglingum sem fengu fjögurra tíma kennslu á hverjum degi af færustu skauta- kennurum Svíþjóðar. Annisette litla frá Hörsholm var langyngst verða þegar ég af nemendum. En hún þarf líka að stunda venjulegt skólanám og því hefur hún gert hlé á svo ströngum æfingum í bili. For- eldrar hennar segjast vera reiðubúin til aó fórna bæði fé og frítíma til að dóttir þeirra verði skautastjarna og Annisetté á að fara aftur í skautaskólann í Tyringe. Það er löng og ströng leið upp á tindinn í skautaíþróttinni en á því hefur Annisette litla ekki áttað sig enn. Henni finnst bara gaman að renna sér á skautum og átrúnaðargoð hennar eru skautastjörnurnar sem hún sér dansa á ísnum í íþróttaþáttunum í sjónvarpinu. OPIÐ HÚS verður haldið föstudaginn 4. nóvember að Háaleitisbraut 68. Húsið opnað kl. 20 30. 1 Verðlaunaafhending. 2. Kvikmyndasýning. 3. Happdrætti. Félagar fjölmennið, takið gesti með. v Hús-og skemmtinefnd S.V.F. R. Ekki bara talstöð heldur Effect 512S ny sending komin BENCO Bolholti 4, sími 91-21945, Reykjavík Brúðkaup án hjóna- vígslu + Nýlega var haldið sér kennilegt brúðkaup á Mön í Danmörku. Það er að segja brúðkaup án hjónavígslu. Ástæðan fyrir þessu var sú að brúðguminn, Jacob Christensen yfirlæknir og fyrrverandi formaður Kristilega þjóðarflokks- ins, er giftur og kona hans neitaði að gefa hon- um eftir skilnað. En ástin þekkir engin takmörk og því ákváðu þau Jacob Christensen og hans heittelskaða Hanne Kaufmann rithöfundur að semja sín eigin helgi- siðalög og halda síðan brúðkaup með pomp og prakt. Jacob Christensen yfirlæknir sem er 52 ára hefur verið giftur í 25 ár en Hanne Kaufmann sem er 50 ára er tvígift en skilin við báða eiginmenn sína. Hér dansa Hanne Kaufmann og Jacob Christensen brúðarvalsinn. Ósnortin af lögum og siðuni niunum við reyna að skapa okkar eigin hamingjusama heim. Dag eftir dag, klukkutíma eftir klukkutíma munum við standa vörð um þann kærleika sem færði okkur saman. Að lifa, elska og vera hvort öðru trú... Þannig hljóðaði hluti textans sem Jaeob Christensen las upp og innsiglaði hjónabandið með. Heilir skrokkar á gamla verðinu kr. 636/kg. Súpukjöt kr. 667/kg. Læri kr. 772/kg. Hryggir kr. 793/kg. Hangilæri kr. 979/kg. Hangiframpartar kr. 768/kg. Svið kr. 380/kg. Reykt rúllupylsa kr. 600/kg. Söltuð rúllupylsa kr. 550/kq. S/átur 6 slatur I kassa á kr. 6.660.- b SKEIFUNNM5IISÍMI 86566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.