Morgunblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 28
28 MORGVNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NOVEMBER 1977 VtK> MORÖdNi-.v'^ Mffinu U t) Annað hvort er það skógar- eldur eða konan mín vill tala við mig! Ég fann það á mér, gleymzt hefur að finna fyrst upp eitthvað annað! Tak sæng þína og gakk BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Ekki er síður mikilvægt fyrir varnarspilarann að telja slagi sina en sóknai spilarann. Möguleika sína metur hann og nýtir síðan í samræmi við talningu þessa. Varnardæmi, suður gefur og allireru utan hættu. Norður (blindur) S. 63 H K83 Austur T KD7 s Á942 L. AD1092 H 4 T. AG103 L. K543 Suður er sagnhafi í þrem hjört- um eftir þessar sagnir: Surtur pass 2 II 3 II Veslur Norður pass 1 <i pass pass allir pass. Austur pass I) PIB COMNMCIR 7^5/ <rc.= cosper Maðurinn minn gleymir því að við erum í Feneyj- um! Útspilið er spaðakóngur. Vörn- ín heppnast vel og þó suður gefi ekki slag á tromp tapast spilið. A hvaða spil og í hvaða röð fást slagirnir fimm? Við sjáum strax fimm mögulega slagi. Tveir á spaða og tígul ásamt laufkóngnum. En hættan blasir við. Við verðum að fá tígulslagina áður en þeir hverfa í lauflit blinds. Og þar sem við sjáum að- eins eina innkomu á hendi vest- urs tökum við strax á spaðaás og spilum tígulgosa. Allt spilið þarf að vera þessu líkt. Norður S. 63 H. K83 T. KD7 L. ÁD1092 „Rík ástæða er til að vara fólk við tveim atriðum í Bibliutrúar- boðun hér á landi sem annars staðar. Hið fyrra kom fram i dag- blaðsgrein í Reykjavik fyrir nokkru undir fyrirsögninni Nafn Guðs. Að sjálfsögðu voru það ein- hverjir saltpétrar frá vitnis- burðarmálaráðuneyti Jehóva, sem héldu þvi fram að til þess að verða hólpinn í veröldinni hand- an við dómsdag skyldi enginn maður nefna nafn skaparans öðruvísi en sem Jehóva, þvi að svo hét hann í hebreskum fornskjöl- um. Varla mun hafa komið fram sterkari sönnun fyrir smámuna- semi veraldlegra fúskara, sem elta mýrarljós og tina gorkúlur um heim allan, en þetta. Og eiga þó saltpétrarnir ekki einir sök hér, heldur og allir afbrigðahópar hvaða trúarbrögð sem þeir kljúfa. Ætti þetta að opna augu fólks heimsbyggðarinnar fyrir hættu bókstafstrúarinnar. En ef Drott- inn má ekki heita eins og fylgj- endum hans á hverju tungumála- svæði sýnist, fer áreiðanlega að slævast á honum eftirtektin. Ef til vill er það þetta sem stefnt er að? Nefnd dagblaðsgrein sagði einnig frá fréttum sem bærust um ætlun biskups hérlendis að strika nafnið Jehóva út úr is- lenzku Biblíunni, sem saklaust er. En ætla mætti eftir fyrri reynslu að nú yrði þá að vænta ádeilu á Islandi í árbók vottanna sem gef- in er út á ensku og ekki seld nema á iaumumarkaði, eins og raunar allar bækur þeirra. Þær koma ekki i búðir eða bókasöfn. Likist útbreiðsluaðferðin skriði högg- orms í Edens-garði forðum. Hitt atriðið, sem vekja verður athygli á til varnaðar, er setning i bók eftir danskan guðfræðing um kirkjulega prédikun og undirbún- ing að henni. Nemendum í guð- fræðideild Háskóla tslands hefur Vestur S. KD1075 H. 1075 T. 652 L. 86 Austur S. Á942 H. 4 T. ÁG103 L. K543 RETTU MER HOND ÞINA 91 Suður S. G8 H. ÁDG962 T. 984 L. G7 >r til hrellingar sjáum við ii’ að fjórir spaðar eru góður samningur. Því miður. En eftir að suður hefur tekið þrjá trompslagi s ^artn laufi. Og þá fer vest- ui ; spaðadrottningu og spilar tígi Slagaröðin verður því, spaðaás, laufkóngur, spaðadrottn- ing og tígulás-tía. yrði tilveran ekki eins nötur- leg. I raun og veru hugsaði Ahmed líkt og hún, enda þðtt hann reyndi að brynja sig fyrir nýjum vonbrigðum með kulda- legri afstöðu: Erik er ekki hægt að treysta framar. Vilji hann f raun og sannleika verða vinur mínn, þá er það gott og biessað. En það horgar sig ekki að gera sér vonir um. að hann vilji það. — Anna, sagði hann, þegar hún kveikti sér f sfgarettu að lokinni máltfð, — það tekur því sjálfsagt ekki, að þú gerir þér of miklar vonir um Erik. Sambandið á milli okkar kemst aldrei í lag, nema hann játi hreinskilnislega, að hann hafi falið sig til þess að komast hjá þvf að hitta mig og að hann hafi skrökvað að mér í bréfinu. Þetta verður hann að viður- kenna, áður en hann fer héðan f þetta sinn. Anna gekk um í herberginu og hlúði að blómunum. Hún leit ekki á málið á sama hátt. Hún mat það mest að þau fengju Erik aftur. — Já, en hugsaðu þér. Ahmed, ef það er nú satt, sem hann skrifaði f bréfinu. Hugsaðu þér, ef hann hefur f raun og veru átt erindi inn í húsið. — Nei, góða mín, það stenzt ekki. Ég sá það greinilega á því, hverniig hann hagaði sér, þeg- ar hann stanzaði og hljóp inn í portið, að hann vildi forða sér. Það liggur í augum uppi, að hann segir ósatt f bréfinu. Ég get orðið vinur hans með einu skilyrði — að hann játi allt fyrir mér hreinskilnislega. Anna lét ekki haggast. — En ef hann viðurkennir ekkert, hvað hyggstu þá fyrir? — Þá vil ég ekki, að hann komi aftur. Það var sem myrk- ur færðist yfir Önnu. Hún hélt áfram ósjálfrátt að sinna blóm- unum. En hún þorði ekki að horfa á Ahmed. Augnaráð hennar hefði komið upp um Ifðan hennar. Andúðin vaknaði aftur í hjarta hennar. XXX Þau sátu þrjú f setustofunni og reyndu að tala saman. En andrúmsloftið var þvingað. Erik og Ahmed höfðu breyzt bæði ytra og innra. Það var varla, að þeir þekktu hvor ann- an aftur. Drættirnir voru orðn- ir skarpari og meira áberandi. Heill heimur ólfkrar reynslu skildi þá að. Erik hafði notið Iffsins rfkulega kannað ný og skemmtileg svið. Hann hafði þroskazt að sumu leyti. Hann hafði náð betri tökum á Iffinu, og ný viðhorf höfðu lokizt upp fyrir honum. En Ahmed — og Anna Ifka á sinn hátt — höfðu fjötrazt f beiskju, hugur þeirra var þreyttur, nær þvf án allra tilfinninga og Iffs. Hið eina, sem þau höfðu lifað á liðnu ári, var það, að ástin og vonirnar höfðu smámsaman dvfnað. Nú héldu þau þreytt í þetta eina hálmstrá: Að Erik vildi tala og Framhaldssaga eftir GUNNAR HELANDER Benedikt Arnkelsson þýddi bæta um betur. Þau einblfndu á hann. En Erik var rfgbundinn þeirri aðferð, sem hann vildi við hafa. Fyrst áttu þau að verða góðir vinir, og sfðan ætl- aði hann að gera út um málin við þau. Hann verkjaði í axlirn- ar, og honum reyndist erfitt að tala rólega og vingjarnlega. Hann reyndi að fjörga þau með alls konar skrafi um gaml- ar, góðar minningar frá Eng- landi. En honuin tókst ekki að koma þeim á skrið með sér. Umræðurnar voru stirðar. Það var eins og að róa I sírópi. Hann varð þvf að snúa sér að venju- legum samræðum, kuldalegu blaðri um strfðið og um einskis- verða hluti. Spjallið varð eintal í æ rfkari mæli. Ahmed og Anna sátu þögul f hægindastól- um, en Erik rakti nákvæmlega ævintýri sfn f Jóhannesarhorg. Durban og Jagersdrift. Ahmed reykti hverja sfga- rettuna af annari og hlustaði. Hann hafði ekki geð f sér til þess að minnast á, hvað fvrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.