Morgunblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NOVEMBER 1977 3 Iðnaðarráðherra á fundi FII: Framlag ríkissjóds hefur, þrefaldast til Iðn- lánasjóðs á þessu ári — og mun enn aukast verulega á næsta ári DR. GUNNAR Thoruddsen iðnadarráðherra ávarpaði félagsfund Fé- lags íslenzkra iðnrekenda á Hófel Sögu í gær og ræddi ráðherra þar m.a. stöðu iðnaðarins f dag og þá rakti hann nokkur hagsmunamál íslenzks iðnaðar, þar sem hann reyndi að gefa nokkra mynd af þvf sem stefnt er að og unnið að. 1 máli sfnu um stöðu iðnaðarins f dag sagði iðnaðarráðherra m.a.: Nálægt þriðjungur landsmanna hefur vinnu af iðnaði, þáttur iðnaðar f þjóðarframleiðslu er meiri, en nokkurrar annarrar atvinnugreinar. Á sfðustu árum hefur iðnaðarframleiðsla aukist að meðtaltali meira en þjóðarframleiðslan f heild og framleiðni vaxið. Utflutningur iðnaðar- vöru hefur á fáum árum náð þvf að verða um fjórðungur heildarút- flutnings, Iðnaður sparar gffurlegar fjárhæðir í erlendum gjaldeyri. Þá sagði ráðherra að þetta bæri allt vott um mikilsverðan árangur. Kirkjukór Akraness ásamt stjórnanda sinum og undirleikara. sem eru fremst á myndinni. Ljósm. Július. Kirkjukór Akraness syng- ur í Betlehem á jólunum Er iðnaðarráðherra rakti nokk- ur hagsmunamál íslenzks iðnaðar kom m.a. fram. — Iðnlánasjóður, sem er ásamt Iðnþróunarsjóði aðalstofnlánasjóður iðnaðarins, hefur verið verulega efldur. Ut- lán Iðnlánasjóðs hafa aukist úr liðlega 300 milljónum króna árið 1974 i rúmlega 1200 milljónir króna i ár. Framlag rikissjóðs þre- faldaðist á þessu ári, úr 50 mill- jónum króna í 150 milljónir króna og mun það síðan hækka í 250 milljónir króna á næst.a ári. Sölu- gjald á vélum og tækjum til sam- keppnisiðnaðar, sem á árinu 1974 var 22%, lækkaði í ársbyrjun 1975 i 11% og hefur nú verið fellt niður að fullu. — Það þarf að eyða þeim svonefndu uppsöfnun- aráhrifum, sem söluskattur er og torveldar samkeppni á innlendum markaði og i útflutningi. Akveðið hefur verið að endurgreiða upp- safnaðan söluskatt á útfluttum iðnaðarvörum 1977, að upphæð 235 milljónir króna og i svari við fyrirspurn sagði iðnaðarráðherra, að h.ann hefði þegar lagt fram tillögu á Alþingi um að einnig verði um endurgreiðslu að ræða fyrir árin 1975 og 1976. — Efla verður þjónustustofnanir iðnað- arins í þeim tilgangi að auka tækniþjónustu og leiðbeiningar við iðnaðinn. Frumvarp til laga um Tæknistofnun hefur verið i undirbúningi og verður lagt fyrir Alþingi á þessu ári. — Veitt hefur verið og í undirbúningi ér frekari tækniaðstoð i ýmsum greinum iðnaðarins svo sem í skipaiðnaði, tnálmiðnaði, vefjar- og fatagerð og húsgagnaiðnaði. — Hafinn er markviss stuðningur við vöru- þröun. — Unnið hefur verið að athugun á þörf innanlands fyrir skipaviðgerðir og nýsmiðar næstu árin, getu innlenda skipaiðnaðar- ins til að anna þeirri eftirspurn, nauðsynlegri heildarfjárfestingu, er miðist við hagkvæma uppbygg- ingu greinarinnar, leiðir til fjár- Guðmundi Sig- urjónssyni og Helga ÓlaJfesyni boðið á skákmót í New York GUÐMUNDI Sigur júnssyni, stórmeistara, og Helga Ólafs- syni hefur verið boðin þátt- taka f skákmóti í New York, New York Invitation Tournament, sem fram fer 3. til 22. desember n.k. Guð- mundur hefur þegið boðið og að sögn Einars S. Einarssonar, forseta Skáksambands tslands, er nú verið að kanna mögu- leikana á því að Helgi geti einnig þegið boðið, en á móti þessu fengi hann tækifæri til að afla sér siðari helmings al- þjóðlega meistaratitilsins. Einar sagði að tveir stór- meistarar tækju þátt i mótinu auk Guðntundar, þeir Lein frá Bandaríkjunum og Torre frá Filipseyjum. Sex alþjóðlegir meistarar verða meðal kepp- anda, en alls taka 18 skákmenn þátt í mótinu. mögnunar og aðrar aðgerðir er stuðli að eflingu og samkeppnis- hæfni skipaiðnaðarins. Fyrstu til- lögur hafa borist og eru til athug- unar við gerð lánsfjáráætlunar 1978. — Hafnar eru framkvæmd- ir við byggingu verksmiðju til saltframleiðslu á Reykjanesi, sem gæti lagt grundvöll að fjölbreytt- um efnaiðnaði. — Fram fara á vegum Iðnþróunarstofnunar at- huganir á möguleikum þess að nýta ál, framleitt hér innanlands, sem hráefni til framleiðslu á ým- iss konar fullunnum vörum. — Unnið er að endurskoðun laga um Sölustofnun lagmetis. — 1 athug- un eru möguleikar á hagkvæmni þess að koma upp ylræktarveri, er nýti jarðvarma og rafmagn, og er unnið að nauðsynlegum rann- sóknum í þvi sambandi. — Rann- sóknir fara fram á möguleikum endurvinnslu ýmissa efna er til falla í landinu og hafa lítt eða ekki verið nýtt til framleiðslu hingað til. — Unnið er að tillögu- gerð um það, hvernig haga megi innkaupum ríkis- og ríkisstofnana þannig að þau miði að þvi að efla íslenzkan iðnað. Að lokum sagði iðnaðarráð- herra, að þeirrar tilhneigingar gæti um of að telja þýðingu ein- hverrar atvinnugreinar meiri en annarra. Þess hefur einnig nokk- uð gætt, að telja eina grein iðnað- arins þýðingarmeiri en aðra. Slík- Framhald á bls. 19. SEXTÍU manna Ktrkjukór Akraness mun gera viðreist um næstu jól. Nánar tiltekið er ferðinni heitið til ísraels, þar sem kórinn mun syngja í Betlehem um jólin. Er nú unnið af kappi að undirbúningi ferðarinnar, sem mun herjast 21. desember þeg- ar hópurinn flýgur til Tel Aviv. Fyrir siðustu jól bárust kórnum boð um að koma og syngja i Betlehem, en af þvi gat ekki orðið Mjög mikil undir- búningsvinna hefur farið fram til að gera þess ferð mögulega Kórfélagar hafa allt siðastliðið ár staðið fyrir ýmiss konar fjáröflun svo sem flóamarkaði, basarhaldi og útgáfu auglýsingablaðs Þá hafa kórnum borizt nokkrar gjafir, þar á meðal 100 000 króna gjöf frá Félagi borgfirzkra kvenna i Reykjavik í sambandi við ferðina hafa verið útbúnir sérstakir búningar út batik fyrir kórfélaga Stjórnandi kórsins er Hauk- ur Guðlaugsson söngmálastjóri og undirleikari er Friða Lárusdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.