Morgunblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 32
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1977
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
Síldin hefur ekki nýtzt eins vel til söltunar nú og. í fyrra að sögn Jóns B.
Jónassonar, fulltrúa í sjávarútvegsráðuneytinu, en stúlkan á mvndinni, sem var
að salta hjá tsbirninum á Seltjarnarnesi í gær, er greinilega harðákveðin í því að
ná sínum hlut, hvað sem nýtingu annarra líður. u<>sm. mm Fri.>þj<»fu>-.
Löndunarmenn í Grimsby:
Skora á hafnarverka-
menn að setja einnig
bann á frystan fisk
„ÞAÐ varð ofan á hjá
löndunarmönnum að halda
löndunarbanninu á íslenzk
skip áfram og í dag fóru
þeir fram á það við hafnar-
verkamenn að þeir settu
einnig löndunarbann á
frystan fisk frá tslandi.
Hvernig hafnarverkamenn
bregðast við þessari ósk, er
ekki ljóst nú, en það reynir
á það strax á morgun, því
þá er Ljósafoss vætanlegur
hingað með fisk,“ sagði
Jón Olgeirsson, ræðismað-
ur íslands í Grimsby, í
samtali við Mbl. í gær-
kvöldi.
Það var samband flutninga-
verkamanna, sem kallaði
löndunarmenn í Grimsby til fund-
ar í fyrradag, en þeir kváðust þá
ekkerl hafa að gera á fund þar
sem ræða ætti afléttingu á
Atkvæðagreiðsla
BSRB:
löndunarbanninu. Seint í fyrra-
kvöld fór svo fram 45 mínútna
fundur um málið eftir að fulltrú-
ar útgerðarmanna og yfirmanna á
togurum höfðu komið að máli við
fulltrúa löndunarmannanna. Á
þessum fundi var ákveðið að
halda löndunarbanninu áfram,
þar til íslendingar settust að við-
Framhald á bls 18.
Loðnuviðræð-
ur við Fær-
eyinga um
mánaðamótin?
„ÞAÐ kom fram í viðræðunum
við færeysku ráðherrana, að land-
st.jórnin mun óska eftir viðræðum
við okkur um áframhald á loðnu-
veiðum þeirra hjá okkur og kol-
munnaveiðum okkar hjá þeim og
að þeir munu bjóða upp á sama
fyrirkomulag og á þessu ári,“
sagði Matthías Bjarnason, sjávar-
útvegsráðherra, er Mbl. ræddi við
hann f Kaupmannahöfn f gær-
Framhald á bls 18.
Norskur
skipasali
Taliðum
helgina
„FG GET nú ekki nefnt neinar
nákvæmar tölur, en af þeim
fregnum, sem ég hef fengið, virð-
ist mér þátttakan nokkuð góð og
að vel yfir helmingur félags-
manna hafi greitt atkvæði um
samkomulagið," sagði Baldur
Kristjánsson, starfsmaður BSRB,
er Mbl. ræddi við hann f gær-
kvöldi. en þá voru atkvæði farin
að berast til aðalskrifstofu BSRB.
Kitt félag, starfsmannafélag
ríkisstofnana, fékk undanþágu
hjá vfirkjörstjórn BSRB til að
hafa atkvæðagreiðslu f dag, en
almennt lauk atkvæðagrerðslunni
klukkan 19 í gærkvöldi, nema
hvað einstaka félag f Revkjavík
var með atkvæðagreiðslu til
klukkan 22.
Baldur sagði að menn vonuðust
til að vel gengi að koma atkvæða-
kössum utan af landi til Reykja-
víkur og að talning gæti hafizt á
laugardag eða sunnudag í síðasta
lagi.
Hermann Kristjánsson
kærður fyrir stórsvik
Viðskipti Ankerlökkens við ísland verða
könnuð, segir Gjengedal saksóknari í Osló
STÓRFELLT svikamál er
nú komið upp í Noregi, en
það snýst um tollsvik,
gjaldeyrissvik og fjárdrátt
úr sjóðum vegna skipasölu
og smíða. Fyrirtækið sem
hér á hlut að máli er Ank-
erlökken, en það hefur á
undanförnum 20 árum
Roskínn maður lézt
af völdum bílslyss
ROSKINN
Hermann
Reykvíkingur,
Kristjánsson,
Atkvæði frá félögum í Reykjavfk og nágrannasveitum voru farin að
berast til aðalskrifstofu BSRB f gærkvöldi, þegar Friðþjófur tók þessa
mynd.
forstjóri, til heimilis að
Hvassaleiti 87, andaðist í
sjúkrahúsi í gærdag en
hann hafði fyrr um daginn
slasazt mikið í umferðar-
slysi á Háaleitisbraut. Her-
mann heitinn var 77 ára að
aldri.
Slysið varð með þeim hætti, að
bifreið var kl. liðlega 12.30 í gær
ekið austur Miklabraut og sveigt
inn á Háaleitisbraut til suðurs.
Þar skanimt frá gatnamótunum
stóðu tveir kyrrstæðir bílar, bíll
Hermanns heitins og annar bill
en ökumaöur hans ætlaði að að-
stoða Hermann við að koma bíl
hans í gang með startblökk. Hcr-
mann stóð hins vegar sjálfur fyrir
aftar bifreið sína og varð hann á
milli hennar og bílsins sem kom
inn á götuna af Miklubrautinni.
Hermann slasaðist allmikið en
var þó með meðvitund fyrst í stað,
en lézt síðan í sjúkrahúsi um kl.
15.10 1 gærdag. Hermann hafði
um skeið þjáðst af hjartasjúk-
dómi og að sögn lögreglunnar
kann Hermann að hafa fengið
hjartaáfall í kjölfar slyssins.
gengið frá sölu og smíðað
um það bil 45 skip fyrir
íslendinga, og segja má að
flest öll fiskiskip, sem Is-
lendingar hafa keypt frá
Noregi s.l. 10 ár, séu teikn-
uð hjá Ankerlökken.
Einkaeigandi Ankerlökk-
en, Ole Aaserud, hefur nú
verið ákærður fyrir fram-
angreindar sakir, og lagði
Arnstein Gjengedal, sak-
sóknari í bæjarþingi Ósló-
ar, fram ákæru á hendur
honum.
Arnstein Gjengedal sagði í sam-
tali vió Morgunblaðið í gær, að
rannsókn í máli Ankerlökkens
hefði tekið langan tíma og virtist
sem aðalsvikastarfsemi fyrir-
tækisins tengdist fyrst og fremst
Design
7
: .
know“how
Noregi og Sviss, en annars væri
Ankerlökken með dótturfyrir-
tæki viða um heim. „Eins og mál-
in standa nú, get ég fullyrt að við
höfum ekkert fundið, sem bendir
til svikastarfsemi Ankerlökkens
og íslenzkra aðila,“ sagði Gjenge-
dal.
Þá sagði Gjengedal, að starfs-
menn saksóknaraembættisins i
Ösló og lögregluyfirvöld þar,
Framhald á bls 18.
íslenzkri
skákkonu
boðið á mót
erlendis
SKAKSAMBANDI íslands hefur
nú borizt fyrsta boðið til fslenzkr-
ar skákkonu um að taka þátt í
skákmóti erlendis. Það er danska
skáksambandió, sem býður til af-
mælismóts um páskana, og hefur
Framhald á bls 18.
Auglýsingabæklingur frá einni
deild Ankerlökkens, — Anker-
lökken Marine A/S f Bergan. A
forsfðunni er mynd af fslenzkum
skuttogara, sem smfðaður var 1
Noregi fyrir nokkrum árum.
Tap Flugleiða
á meðan verk-
fall BSRB stóð
70-100 millj. kr.
„BEINT tap Flugleiða meðan
á verkfalli BSRB stóð var á
bilinu 70—100 milljónir króna
og þó flugum við beint á milli
yfir Atlantshafió allan tfm-
ann,“ sagdi Alfreó Elfasson,
forstjóri Flugleiða, í samtali
vió Mbl. í gær, en stjórn Flug-
leiða hefur sent frá sér til-
kynningu, þar sem lýst er
áhyggjum vegna áhrifa verk-
falla á fyrirtækið og samgöng-
ur milli fslands og umheims-
ins. Alfreö sagði ad þessi sam-
þykkt stjórnarinnar væri fyrst
og fremst hugsuð sem hvatn-
ing til manna um að taka öll
þessi mál til rækilegrar endur-
skoðunar.