Morgunblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1977 Páll Gíslason skátahöfðingi t.h. og Gunnar Jónsson þingforseti. Skátaþing ad Hrafnagili Akurevri, 7. nóvember SKATAÞING 1977 var haldið í Hrafnagilsskóla um helgina, og sóttu það um 100 skátar víðs vegar að af landinu. Nú eru starfandi um 6000 skátar i 44 skátafélögum, og áhugi á starf- inu mikill og vaxandi. Skáta- höfðingi Islands, Páll Gislason, setti þingið og óskaði þess, að kjörorð þess yrði „bjartsýni". Forseti þingsins var kjörinn Gunnar Jónsson, Skátafélagi Akureyrar, en ritari Kristín Arnardóttir, Ægisbúum, Reykj avik. Þessi 5 skátafélög gengu í Bandalag íslenskra skáta á þinginu: 1. Skf. Húnar, Hvammstanga, félagsforingi Sigurður H. Þor- steinsson. 2. Skf. Árbúar, Reykjavík, félagsforingi Aðalsteinn Hall- grimsson. 3. Skf. Stígandi, Búðardal, félagsforingi Erlendur Guð- mundsson. 4. Skf. Oddaverjar, Hellu, félagsforingi Guðfinna Thorarensen. 5. Skf. á Seltjarnarnesi, félags- foringi Guðstaf Þór Einarsson. Nokkrar breytingar voru gerðar á lögum BlS, og einnig var samþykkt innganga skáta í Æskulýðssamband Islandíj. Á þinginu var mikið rætt um störf skáta alls staðar á landinu að umhverfisvernd og lagðar fram áætlanir um störf starfsráða á næstu árum. Nú eru starfandi þessi sérráð: Foringjaþjálfun- arráð, Ylfinga- og ljósálfaráð, Skátaráð, Dróttskátaráð, Al- þjóðaráð, Radíóskátaráð, Ulf- ljótsvatnsráð og Vulkan- áætlun. Núverandi stjórn Bandalags íslenskra skáta er þannig skip- uð: Páll Gíslason, skátahöfð- ingi, Ingibjörg Þorvaldsdóttir og Arnfinnur Jónsson, að- stoðarskátahöfðingjar, Þor- steinn Sigurðsson, gjaldkeri, Kolbrún Sæmundsdóttir, ritari, Ragnheiður Jósúadóttir, fyrir- liði alþjóðastarfs kvenskáta og Helgi Eiríksson, fyrirliði al- þjóðastarfs drengjaskáta. Sv P Frá skátaþinginu að Ifrafnagili. iJAsm.: s».p. n* 1— Minningarkvöld í Dómkirk junni NÆSTKOMANDI sunnudags- kvöld, 13. nóv. kl. 20.30, verður miningarkvöld I Dómkirkjunni um tvo fyrrverandi organleikara Dómkirkjunnar, Pétur Guðjohn- sen og Sigfús Einarsson. A þessu ári eru liðin 100 ár frá andláti Péturs Guðjohnsens og 100 ár frá fæðingu Sigfúsar Einarssonar og þykir hlýða að minnast þessara mætu manna I Dómkirkjunni sem þeir helguðu svo mjög starfskrafta sfna. Pétur Guðjohnsen var hvata- maður að því, að orgel var keypt til Dómkirkjunnar árið 1840 og gerðist hann þá organisti kirkjunnar og gegndi því starfi til dauðadags 1877. Sigfús Einarsson varð organisti við Dómkirkjuna árið 1913 og gegndi því starfi til dauðadags árið 1939. Á minningarkvöldinu mun Haukur Guðlaugssn söngmála- stjóri flytja erindi um Pétur Guðjohnsen og Sigrún Gísladóttir mun flytja erindi um Sigfús Einarsson, en hún hefur skrifað bók um ævi Sigfúsar. Dómkórinn mun flytja nokkur verka Sigfúsar Einarssonar undir stjórn Ragnars Björnssonar dóm- organista. M.a. má þar nefna verk, sem Sigfús samdi fyrir ein- söng, kór og orgel til minningar um Pétur Guðjohnsen við ljóð Guðmundar Guðmundssonar, og var það frumflutt á aldarafmæli Sigfús Einarsson Pétur Guðjohnsen Hjálparsjóðsdag- ur Garðasóknar Sunnudaginn 13. nóvember verður svokallaður Hjálparsjóðs- dagur Garðasóknar I Garðabæ og verður þann dag leitað til bæjar- búa eftir framlögum í sjóðinn. Sjóður þessi hefur það hlutverk að veita hjálp í neyðartilfellum, t.d. vegna veikinda, slysa eða ann- arra áfalla og hafa úr sjóðnum verið veittir þrír styrkir sem nema frá upphafi nálega tveim milljónum króna. Söfnunin I ár fer þannig fram að send eru um- slög inn á hvert heimili í Garðabæ og má skila framlögum í þeim umslögum. I stjórn sjóðsins eru Helgi K. Hjálmarsson formaður, Kristleifur Jónsson féhirðir, Jón Ö. Bárðarson ritari og meðstjórn- endur Hanna Gabrielsson og Guð- finna Snæbjörnsdóttir. Ymis félagasamtök hafa aðstoð- að við söfnunina og svo verður einnig í ár, m.a. Bræðrafélag Garðakirkju, Lionsklúbbur Garðabæjar, Kvenfélag Garða- bæjar, Kiwanisklúbbur Garða- bæjar, sóknarnefndin og nokkrir einstaklingar. Kvöldathöfn verður í Garða- kirkju 13. nóv. kl. 20.30 og flytur sr. Arngrímur Jónsson erindi um gregoríanskan messusöng og slík- ur söngur fluttur af Garðakórn- um ásamt nokkrum hljóðfæra- leikurum. Sigurður H. Guð- mundsson þjónar fyrir altari. Að lokinni athöfninni gefst fólki kostur á að kaupa kaffi og rennur ágóði kaffisölunnar til Hjálpar- sjóðs Garðabæjar. 26200 STÓRAGERÐI HÖFUM TIL SÖLU nokkrar fasteignir sem afhendast tilbúnar undir tréverk innan 3ja mánaða. Hér er um að raeða ýmsar stærðir raðhúsa, sérhæða og hæða m. sameiginleg- um inngöngum. Eignirnar afhendast fullfrá- gengnar að utan. Teikningar og allar nánari upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni ekki í síma. FASTEIGWSALW MORGIHABSHUSIAIU Óskar Kristjánsson M ÁLFLIJTIVINGSSKRIFSTOFA (iuðmundur Pétursson hrl., Axel Einarsson hrl. Péturs 29. nóv. 1912. Einsöngvari með Dómkórnum verður Elin Sigurvinsdóttir. Einnig verður fluttur Lofsöngur fyrir kór og orgel eftir Sigfús Einarsson, svo og nokkur sálmalaga hans, sem er að finna í messusöngsbók Þjóð- kirkjunnar. Þá leikur Rut Ingólfs- dóttir á fiðlu við undirleik Ragnars Björnssonar tvö lög eftir Sigfús Einarsson. Flest eru þetta tónverk, sem sjaldan heyrast flutt opinberlega. Einnig verða flutt nokkur sálmalög úr sálmasöngsbók þeirri, sem Pétur Guðjohnsen gaf út fyrir þrjár raddir árið 1878, svo og hið tignarlega sálmalag hans Lofið Guð. Sem fyrr segir verður minningarkvöldið n.k. sunnudag 13. nóv. og hefst kl. 20.30 og eru allir hjartanlega velkomnir. Hjalti Guðmundsson. 26200 HÁTÚN Til sölu falleg 2ja herb íbúð á 3. hæð Suður svalir Út- sýni til austurs og suðurs. Ný teppi og góðar innrétting- ar MEISTARAVELLIR Til sölu glæsileg 2ja herb ibúð á 2 hæð í fallegri blokk við Meistaravelli Lausstrax. RAUÐARÁRSTÍGUR Til sölu 3ja herb íbúð á 1 hæð við Rauðarárstíg Nýleg teppi, einnig er íbúðin ný máluð Laus strax. Verð 8 millj., útb. 5.5 millj. MIÐBRAUT — SELTJARNARN. Til sölu vönduð 120 fm íbúð á 1 hæð Sér inngang- ur, þrjú svefnherb , ein stofa, sér hiti Nýleg eldhúsinnrétt- ing. HVANNALUNDUR Til sölu fallegt 140 fm. ein- býlishús. Húsið er með 4 svefnherb , 2 samliggjandi stofum, eldhús, vandað bað- herb , og þvottaherb Rúm góður bílskúr LAUGARÁS Til sölu vandað og glæsilegt einbýlishús (2x130 fm ) Hús þetta er við Norðurbrún Teikningar og allar nánari upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni, ekki í síma ESPIGERÐI Til sölu mjög glæsileg ibúð á tveim hæðum (8 og 9 hæð, efstu) Á 8 hæð eru dagstofa m arni, borðstofa, eldhús og gestasnyrting. Á 9. hæð eru þrjú svefnherb , sjónvarps- herb , baðherb og þvotta- herb Bílskúr VERSLUNAR HÚSNÆÐI Til sölu 230 fm. verslunar- húsnæði á mjög góðum stað við Óðinsgötu. Getur losnað fljótlega GRENIGRUND — AKRANESI Til sölu nærri fullgert 140 fm einbýlishús ásamt 45 fm bílskúr. Fjögur svefnherb , dagstofa, borðstofa, eldhús, búr, gestasnyrting og þvotta- herb Verð um 15 millj , útb 7,5 millj SELJENDUR Hjá okkur er eftirspurnin Hafið samband við okkur strax í dag ÍFASTEIGNASALjWII MMBLABSHÚM Öskar Kristjánsson ! M ALFLlTM\GSSKRIFSTOFA \ Guómundur Pétursson Axel Einarsson hæstaréttarlögmenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.