Morgunblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1977 Gagnkvæm viðskipti nauðsynleg I>etta segja gagnrýnendur Hér fer á eftir sýnishorn af dómum þriggja sænskra tón- listargagnrýnenda um leik Ragnars Björnssonar: „Gávle Dagblad" segir m.a. um orgeltónleika Ragnars Björnssonar: „Meóferð R.B. á g-moll Preludiu og Fugu Bachs var mjög persónuleg. Hann kaus að leika verkið mjög „legato" eins og samfelldan tónavef, sem bylgjaðist fram undan kirkjuhvelfingunni. Fantasia Trionfale eftir K. Ny- stedt segir gagnrýnandinn að sé leiftrandi og ferskt verk, sem spratt næstum eins og flugeld- ar fram undan fimum höndum og fótum flytjandans. Strangt tekið var það þó Litanies eftir Alain sem verðlaunin tók. Allt var í fullkomnu jafnvægi í stíl, raddavali og flutningi. „Arbetarbladet". ,,A laugar- daginn sat R.B. á orgelpallinum i Heilögu þrenningarkirkjunni og kynnti okkur af sinni þekktu og miklu kunnáttu þá feikna möguleika sem hið stóra orgel kirkjunnar hefur. R.B. ræður yfir geysimikilli tækni og andi orgelsins breiður og kraftmikill kemur fram í leik hans og vitn- ar um miklar tónlistargáfur. Orgelkonsertinn eftir Thyre- stam flutti Ragnar framúrskar- andi, allt frá vel hugsuðum raddsamsetningum til voldugs tónahafs." Um Preludiu, kóral og fugu eftir Jón Þórarinsson segir, „að hér sé um vel upp- byggt og fallegt orgelverk að ræða.“ Fantasíu Trionfale segir gagnrýnandinn að „Ragnar hafi spilað hrifandi". „SydsVenska Dagbladet" segir um Norrænu orgeldagana í Malmö: „Ragnar Björnsson lék eingöngu íslensk verk á tón- leikunum í St. Jóhannesar kirkjunni. Fimm tónskáld á ýmsum aldri voru kynnt. Þráð- urinn gekk frá Páli ísólfssyni, f. 1893, til Þorkels Sigurbjörns- sonar og Atla Heimis, báðir fæddir 1938. Hin stórbrotna Introduktion og Passacaglia P.í. var kraftmikill og sterkur inngangur tónleikanna með miklum möguleikum fyrir hljóðfæraleikarann til að sýna list sína. Prel., kóral og fuga eftir Jón Þórarinsson var i mín- um eyrum e.t.v. fremur at- hyglisverð en beint hrífandi.“ Um Þorkel Sigurbjörnsson segir, „að hann sé sjálfsagt þekktasta isl. tónskáldið í Svi- þjóð, en nokkur vonbrigði hafi sér orðið tónverk hans fyrir fót- spil. Fantasi funébre eftir R.B. bauð upp á hljóðláta tilbrigða- list. Iter mediae noctis eftir Atla Heimi reyndist vera röð „karakter“-verka, tón- og hreyfistudia, sem höfundurinn leiddi áfram á sinn sérstaka, dramatiska og djarfa hátt.“ Á liðnum vetri dvaldi Ragn- ar Björnsson dómorganisti um tíma erlendis, en hann hlaut fjögurra mánaða starfs- laun og var þann tima í Þýzkalandi. í april sl. var hann á tónleikaferð um Sví- þjóð og tók m.a. þátt í „Nor- rænum orgeldögum" þar. Mbl. ræddi við Ragnar á dög- unum og var hann fyrst spurður um ferð sina til Þýzkalands. — Já, ég dvaldi í Þýzka- landi í tæpa fimm mánuði og var lengst af i Miinchen. Ekki var þetta tónleikaferð því ég hélt aðeins eina tónleika á þessum tíma, en dálitið voru þeir þó eftirminnilegir þvi þeir voru á gamlárskvöld i dómkirkj- unni í Rothenburg. En ég and- aði að mér heilmiklu af meng- uðu og ómenguðu andrúms- lofti og einnig skrifaði ég dálit- ið. En svo varstu i Sviþjóð? — Mér var boðið i hljóm- leikaferð til Svíþjóðar og lék í fimm borgum þar. Við islenzkir tónlistarmenn fáum stundum boð um að koma í slíkar tón- leikaferðir, en þrátt fyrir góðan skilning vinnuveitenda okkarer ekki alltaf auðvelt að þiggja slik boð — þar til þarf meira en skilning þeirra sem við vinnum hjá Á næsta ári er t.d búið að bjóða mér í tónleikaferðir til Sovétrikjanna, sem ég hef tvisvar komið til áður, annað skiptið sem stjórnandi Fóst- bræðra og hitt skiptið sem organisti. Einnig hefur mér ver- ið boðið til Bandarikjanna, dómorganitsi Þýzkalands og Sviþjóðar, en hvort ég get þegið þessi boð er ekki endanlega ráðið — En þetta ferðalag mitt í Svíþjóð nú í apríl endaði með „Norrænum orgeldögum", sem haldnir voru í Málmey. Þar lék einn organisti frá hverju Norðurlandanna tónlist frá sinu heimalandi. í þessu sambandi minntist Ragnar á dálitil vandræði sem hann lenti i þegar hann var að leika verk eftir Atla Heimi Sveinsson, en lokakafli verks- ins heitir „stríðnislega" og ætl- ast tónskáldið til að orgelið sé meðhöndlað á nokkuð sérstak- an hátt i lok þáttarins. — Hljóðfærið sem ég lék verkið á þauð ekki upp á þessa möguleika en einhvern endi varð ég að finna og datt mér ekkert skárra i hug en að reyna að hlæja stríðnislega um leið og verkinu lauk. Áheyrendur veit ég að brostu með mér en í hvora áttina gagnrýnendur hafa glott veit ég ekki. Hafa slikir orgeldagar verið haldnir reglulega? — Nei, þessir orgeldagar eru ekki reglubundnir og tilefn- ið að þessu sinni var að á undanförnum 26 árum hafa 20 af 21 sókn i Málmey látið endurnýja hljóðfærin i kirkjum sínum. í þessu sambandi verð- ur manni hugsað til orgelsins i Dómkirkjunni, sem orðið er 53 ára gamalt og slitið mjög Það er orðið afar aðkallandi að skipta um hljóðfæri í kirkjunni hið allra fyrsta. Bæði er að nú mætti fá hljóðfæri sem hentaði betur hvað raddaval snertir, og einnig það að nýtt hljóðfæri mundi taka miklu minna pláss og þannig myndast söngloft sem í raun og veru er ekkert eins og er og ekki boðlegt nokkrum söngflokki. Stundum er rætt um að hljómburðurinn sé ekki sem beztur i Dómkirkjunni. — Rétt er það, hljóm- burðurinn er slæmur og hefur hann síður en svo batnað við þær viðgerðir sem gerðar voru á kirkjunni s.l. vetur. Liklega valda þar teppa- og sessulagnir mestu. Hú.i erannars undarleg sú árátta að teppaleggja sem flestar kirkjur á íslandi. Erlend- is er það talinn einn mesti kostur hverrar kirkju að hún hafi góðan hljómburð, en hann verður ekki framkallaður með teppalögnum. Já, mér finnst synd að í sambandi við nýaf- staðna viðgerð á kirkjunni skuli ekki hafa verið hugsað fyrir hljómburðarmöguleikum henn- ar og einhver viðleitni viðhöfð þar að lútandi, sem þó var búið að benda á að aðgæta þyrfti áður en viðgerð hófst. Veiztu um eitthvert hljóðfæri sem hæfði kirkjunni? — Ég tel mig vera búinn að finna hljóðfæri sem hentaði kirkjunni og er á þeirri skoðun að tilkoma þess hljóðfæris mundi breyta aðstæðum til tón- listarflutnings á kirkjuloftinu og gefa kirkjunni nýjan tón. Það má benda hér á að opin- berir aðilar hafa mikil afnot af kirkjunni, má þar nefna t.d. Alþingi, sem ekki væri óeðlilegt að styddi þá framkvæmd að kirkjan eignaðist nýtt orgel. Frá þessu spjalli um orgel er aftur horfið að ferðum islenzkra tónlistarmanna til útlanda og spurt hvernig þessi boð berist upp i hendur þeim og hvernig það gangi fyrir sig: — Ég átti þess kost að kynnast gangi þessara mála nú í Þýzkalandi og eftir þá við- kynningu held ég mig geta fullyrt að við íslendingar erum börn í þeim viðskiptum sem fram fara á tónlistarmönnum. Okkur vantar hér að vísu um- boðsmann fyrir okkar tónlisar- fólk sem vill og hefur hæfileika til þess að kynna sig erlendis, en víst gætu Ríkisútvarpið, Sinfóníuhljómsveitin og Tón- listarfélagið komið í stað slíks umboðsmanns ef áhugi og skilningur væri fyrir hendi. Ekk- ert væri eðlilegra en að sá „agent", sem beðinn er að senda tónlistarmann til íslands, sé um leið beðinn að koma á framfæri islenzkum tónlistar- manni erlendis og veit ég reyndar að erlendir „agentar" furða sig á að þess konar við- skipti skuli ekki viðhöfð, enda alls staðar talin sjálfsögð og eðlileg. Ég veit ekki hvort það er einhver meðfædd hógværð eða misskilin gestrisni frá okkar hendi að bjóða ekkert í staðinn annað en gjaldeyri, sem hlýtur að vera nægur til, nema það tilkomi vantraust á íslenzkum tónlistarmönnum, sem hlýtur að þýða gagnkvæmt vantraust á þá sem gjaldeyrinn bjóða. Tónlistarmennirnir sjálfir hafa nefnilega sjaldnast þá aðstöðu eða búa yfir klókindum til þess að koma sér inn í þennan „hringiðubisniss" og þurfa hjálp þeirra sem samníngaað- stöðuna hafa. Góðir gestir eru velkomnir en sendum einnig góða gesti í tónleikasali erlenda og nýtum þau sambönd sem vtð þegar höfum. Gerum við það ekki fáum við aðeins hæðnishlátur í laun, þeirra sem þekkja þessa höndlun með tón- listarmenn og vita að i þeim viðskiptum „wascht die eine Hand die andere" eins og þýzk- urinn segir, sagði Ragnar Björnsson að lokum. — Spjall við Ragnar Björnsson um tónleikaferðir, orgel og hljómburð Rannsóknastofnun Landbúnaðarins: Matvælarannsóknir fyrir erlendan styrk Þurfdur og Hannes við rannsóknir með hinum nýju tækjum að Keldnaholti. UM ÞESSAR mundir er að hefj- ast ný starfsemi við Rannsókna- stofnun landbúnaðarins að Keldnaholti. Hér er um að ræða rannsóknir á matvælum, bæði frá hollustusjónarmiði svo og með betri nýtingu á hráefnum úr land- búnaði í huga. IVIeð þessari nýju starfsemi skapast nýr tengiliður milli framleiðenda og neytenda. Yfirumsjón með þessum rannsóknum hefur dr. Jón Óttar Ragnarsson dósent, en með hon- um starfa Þuríður Þorbjarnar- dóttir, líffræðingur, Hannes Hafsteinsson matvælaefnaverk- fræðingur og Guðjón Þorkelsson Ifffræðingur. Mest af þeim búnaði, sem þurft hefur vegna þessara rannsókna hefur verið keypt fyrir erlendan styrk frá bandarisku Kelloggs- stofnuninni. Þessi styrkur er veittur til fimm ára og er fyrst og fremst hugsaður með það fyrir augum að flýta fyrir að þessari starfsemi geti hafist. Hins vegar er gert ráð fyrir því að rekstrarfé komi að hluta frá stofnuninni sjálfri. Styrkurinn frá Kelloggsstofn- uninni var að upphæð 37 milljón- ir króna. Um það bil helming hans var varið til kaupa á rannsóknartækjum. Auk þess var hluta hans varið til þess að þjálfa aðstoðarfólk í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þá voru fengnir hingað tveir erlendir sérfræðing- ar, annar frá MIT, en hinn frá háskólanum í Minnesota. Báðir þessir sérfræðingar starfa á sviði matvælafræði. Lögðu þeir á ráðin með framkvæmd rannsóknanna. Þær rannsóknir sem eru að hefjast, verða væntanlega bæði framleiðendum og neytendum til góðs. Hvað framleiðendur varðar er sáralítið vitað um efnasam- setningu fjölmargra íslenzkra matvæla. Þetta gildir ekki síst um kjötvörur og grænmeti. Meira er vitað um samsetningu mjólkur- afurða. Þessar rannsóknir koma því að gagni bæði við vöru- merkingu og sölumöguleika erlendis o.fl. Annar liður í þessari starfsemi verða rannsóknir á betri nýtirigarmöguleikum matvæla. Fyrsta verkefnið á þessu sviði verður aukin nýting skyrmysunn- ar. Nú er um það bil 7 milljónum lítra fleygt árlega af þessari dýr- mætu afurð. Skyrmysan er sér- stök að því leyti, að hún inni- heldur öll nauðsynleg næringar- efni mjólkurinnar nema fituna og hvítuna. Gallinn er sá að mörgum finnst mysan of súr. Það þarf því að draga úr sýruinnihaldinu og bæta út í hana ávaxtasafa. Með þessu móti fæst drykkur, sem er kjörinn svaladrykkur og senni- lega sá næringarmesti á markaðn- um. Annar liður, sem áhugi er á, er að efnagreina matvæli með tilliti til aukaefnainnihalds. Hérverður tilgangurinn sá, að tryggja, að aukaefnin séu notuð í samræmi við íslenzkar reglugerðir. Sem dæmi má nefna nítrít- og nítrat- mælingar á pækilsöltuðum kjöt- vörum o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.