Morgunblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÖVEMBER 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Umskipti í ríkisfjármálum egar Matthías A. Mathie- sen fjármálaráðherra tók við yfirstjórn fjármála haustið 1974, kom hann að ríkissjóði, sem var á verðgildi þess árs rekinn með 3000 milljón króna greiðsluhalla. Fyrstu fjárlög núverandi ríkis- stjórnar og þróun ríkisfjármála á árinu 1975 mótuðust að lang- mestu leyti af ákvörðunum vinstri stjórnar á árinu 1974 og niðurstaðan varð sú, að árið 1975 varð greiðsluhalli á rfkissjóði um 7000 milljónir króna eða sem nam 3—4% af þjóðarframleiðslu. A árinu 1976, fyrsta árinu sem stefnu núverandi rfkisstjórnar f efnahags- og fjármálum rfkisins gætti að marki, varð rfkissjóður nánast greiðsluhallalaus og svo verður einnig á árinu 1977 og stefnt er að greiðslujöfnuði í fjár- lögum árið 1978. Það er því ekki ofmælt, sem f jármálaráðherra sagði í fjárlagaræðu fyrir nokkr- um dögum, að svo gagnger um- skipti hafaorðið f ríkisfjármálum f tfð núverandi rfkisstjórnar, að þess munu fá dæmi f nálægum löndum. Þegar núverandi fjármálaráð- herra tók við stjórn rfkisfjár- mála, stefndi í vaxandi umsvif ríkisins og hfutdeild þess í þjóð- arbúskapnum hafði farið stöðugt vaxandi og náði hámarki á árinu 1975, er hún nam um 31,5% af þjóðarframleiðslu. Sfðan hefur hlutdeild rfkissjóðs af þjóðar- framleiðslu farið stöðugt lækk- andi og hefur f tfð núverandi rfk- isstjórnar lækkað um 4 prósentu- stig og var á árinu 1976 komin niður f 27,6%, hefur haldið áfram að minnka á þessu ári og er talin verða á þessu ári og hinu næsta 26—27%. Þetta er verulegur árangur og fagnaðarefni, ekki sfzt fyrir þá, sem mest hafa gagnrýnt útþenslu rfkisbáknsins á undan- förnum árum. Þetta eru tveir stærstu áfang- arnir, sem náðst hafa i rfkisfjár- málum í tfð núverandi ríkis- stjórnar. Eru umskiptin svo al- ger, að engum getur dulizt, að rfkisstjórnin hefur náð traustum tökum á fjármálastjórninni. Þetta hefur ekki gengið þrauta- laust. Margvfslegar tæknilegar umbætur, Sem núverandi fjár- málaráðherra hefur beitt sér fyr- ir, hafa gert ríkisstjórninni kleift að hafa yfirsýn f mánuði hverjum yfir stöðu einstakra ráðuneyta og rfkisstofnana og fjármála rfkis- sjóðs f heild. A þessu sviði hefur mikið umbótastarf verið unnið og er nú svo komið að nákvæmlega er hægt að fylgjast með þróun rfkisfjármála frá viku til viku og mánuði til mánaðar, þannig að strax kemur í Ijós, hvar hættan er á umfram útgjöldum og hvar mest þörf er á auknu aðhaldi. Þær umbætur, sem þarna hafa orðið munu stuðla mjög að traust- ari stjórn rfkisfjármála f framtfð- inni. Miklar umbætur hafa einnig orðið f starfsmannahaldi rfkisins. Nú hefur f fyrsta sinn verið gerð skrá um starfsmenn rfkisins. Hef- ur fjármálaráðherra beitt sér fyr- ir þvf, að gefin verður út árlega sérstök starfsmannaskrá. Við gerð hennar hefur m.a. komið í Ijós, að fjöldi rfkisstarfsmanna, sem ráðnir höfðu verið án heim- ildar, var á árinu 1975 um 570, en var á árinu 1976 komin niður í rúmlega 300 og gefur þetta litla dæmi til kynna, hver breyting hefur orðið f rfkisrekstrinum. Þá hefur einnig komið í ljós við gerð starfsmannaskrár, að um þriðj- ungur rfkisstarfsmanna hefur æviráðningu og er það áreiðan- lega minna hlutfall en fólk hefði fyrirfram búizt við. A sviði rfkisfjármála hefur því náðst mikill árangur á undan- förnum árum. En Matthfas A. Mathiesen fjármálaráðherra lagði á það þunga áherzlu f fjár- Iagaræðu sinni, að mikilvægt væri að varðveita þennan árangur og halda þessum jöfnuði f fjár- málutn. Það þýðir m.a. að gera verður sérstakar ráðstafanir til þess að afla nýrra tekna til að greiða launahækkanir opinberra starfsmanna og jafngildir það um 7000 milljón króna nýrri skatt- heimtu á almenning f landinu eða niðurskurði útgjalda og þjónustu, sem þvf svarar. Að öðru leyti er Ijóst miðað við þá þenslu, sem kjarasamningar á þessu ári hafá leitt af sér, að mjög sterkt aðhald þarf að vera með ríkisfjármálum á næsta ári til þess að halda rfkis- sjóði á réttum kili. Fjárlagaræð- an sýndi, að fjármálaráðherra hyggst ekkert gefa eftir í þeim efnum. Talsmaður skuldakónganna Lúðvfk Jósepsson lýsti þvf yfir í sjónvarpsviðtali fyr- ir nokkrum dögum, að lækka ætti vexti verulega. Hinn mikli fjöldi iaunamanna og sparifjáreigenda, sem vi 11 geyma fé sitt og ávaxta f banka, tekur eftir þessari yfirlýs- ingu leiðtoga Alþýðubandalags- ins. Hún gengur þvert á hags- muni þess fólks, en þjónar fyrst og fremst hagsmunum þeirra, sem mikið skulda. Þannig er svo komið, að leiðtogi þess flokks, sem telur sig helzta málsvara verkalýðsins gerist talsmaður skuldakónganna. Stefnan f vaxta- málum á auðvitað að vera sú, að sparifjáreigendur fái jákvæða vexti af sparifé sfnu en tapi ekki peningum á þvf að leggja þá f banka eins og nú gerist. Með eðli- Iegri ávöxtun sparifjár mun um- ráðafé bankanna aukast mjög og þar með verður aðgangur at- vinnuveganna að lánsfjármagni greiðari. Langffestir atvinnurek- endur mundu heldur vilja greiða hærri vexti og eiga greiðan að- gang að lánsfé en lægri vexti og hafa nánast enga möguleika á því að fá nauðsynlegt rekstrarfé. Hrafnista í Hafnarfirðí lega tekin í notkun í HRAFNISTA í Hafnarfirði dvalarheimili aldraðra sjómanna, var formlega tekið f notkun f gær, fimmtudaginn 10. nóvember. Höfðu þá nokkrir vistmenn flutt inn í hið nýja húsnæði, en fyrsti hluti byggingarframkvæmdanna f Hafnarfirði er nú á lokastigi. AIIs verða 87 vistmenn í þeirri byggingu sem nú hefur verið tek- in f notkun og er reiknað með að þeir verði allir fluttir inn í hið nýja dvalarheimili í byrjun desember, en f heimilinu full- búnu verður rými fyrir um 240 vistmenn. Um og upp úr n.k. ára- mótum verður haldin starfræksla dagheimilis fyrir aldraða á heimilinu og er reiknað með að hægt verði að taka á móti 50—60 daggestum fyrst um sinn. Pétur Sigurðsson formaður fulltrúaráðs sjómannadagsins tjáði fréttamönnum í gær að hin nýja Hrafnista í Hafnarfirði, sem er eign sjómannafélaga i Reykja- vík og í Hafnarfirði, væri byggð fyrir söfnunarfé félaganna sjálfra, ekki hefði fengist króna í styrk frá ríkinu. Sagði hann kostnað við þennan fyrsta áfanga byggingarinnar vera kominn á fimmta hundrað milljóna króna, en til að fullgera húsið þyrfti um fimmhundruð milljónir. Sagði Pétur framkvæmdanefnd hússins hafa fengið fróða menn til að reikna út endanlegan byggingar- kostnað á verðlagi fyrri hluta sumars og þá hafi þeim aðilum reiknast svo til að húsið mundi kosta um 700 milljónir króna. Kvað hann þá útreikninga sýna fram á hversu vel og sparlega hefði verið haldið.á málum og aðhalds gætt án þess þó að það kæmi niður á gæðum aðstöðunn- ar. Sagði Pétur að fjárhagur Markús Einarsson f vistarverum sfnum á nýju Hrafnistu. Lét hann mjög vel af húsakynnunum. Markús var sjómaður í mörg ár, á bátum og togurum, m.a. lengi frá Grindavík. Hætti Markús vinnu fyrir tveimur árum, en þá var hann forstöðumaður á Litla-Hrauni. Rauðvín og reisan mín Ný bók eftir Örlyg Sigurðsson ÖRLYGUR Sigurðssori, lístmálari, kom eins og hvirfilbylur inn á ritstjórn Morgunblaðsins í gær og afhenti nýja bók eftir sig, Rauðvín og reisan mín, með þeim slagkrafti, að ástandið við Miðjarðarhaf varð eins og lognmolla i samanburði við hinn mikla viðburð Bókin, sem Örlygur afhenti, var nr 8 af 12 tölusettum eintökum, en hann telur þó ekkí, að þessi 1 2 gjafaeintök nægi til að standa straum af útgáfunni í heild og hefur því ákveðið að gefa almenningi kost á nokkrum eintökum. ..Verðið á bókunum mínum er það hagstæðasta, sem hugsazt getur," sagði skáldmálarinn, „þvi að ég hef gætt þess vandlega, að láta það ávallt fylgja viskiflöskunni, frá þvi ég hóf útgáfustarfsemi fyrir 1 5 árum." Þetta er fimmta bók höfundar á 1 5 árum og komst hann að þeirri niður- stöðu með þriliðureikningi, að hann hefði gefið út bók þriðja hvert ár, að jafnaði Áritunin á fyrrnefnt eintak, var að sjálfsögðu með kærum kveðjum og þakklæti fyrir ..siopnar gáttir blaðsins fyrir oft á tíðum glannalegum greinum mínum um lifs og liðna" Örlygur kvaðst alltaf hafa fengið góðar viðtökur á Morgunblaðinu og mun hann ekki vera einn um það í stuttri athugasemd bætti Örlygur Sigurðsson við, að ýmsir hefðu dáið eða lifað eftir þvi, hvort þeir óskuðu eftir minningargreinum eftir hann: „Ég hef gefið sumum i afmælis- gjöf að skrifa ekki úm þá i Moggann, og aðrir hafa frestað þvi að deyja af einskærum ótta við, að ég mundi skrifa um þá minningargrein, t.a.m frænkur mínar margar hér fyrir sunnan — og hafa þær náð háum aldri fyrir bragðið Þannig hef ég stuðlað að lariglífi fólks — og geri aðrir betur Annars fjallar allt, sem ég skrifa um um sjálfan mig, en það sér bara enginn " Þessi nýja bók Örlygs Sigurðssonar, Rauðvin og reisan min, er myndskreytt i litum og linum og er tileinkuð „frönskum konum og fallegasta og frjó- semilegasta blettinum undir þeim, hinu ódauðlega Frakklandi, skemmti- legasta og frjálsmannlegasta hlutanum af gömlu Evrópu " Fyrsta grein bókarinnar er „Upp, upp min sál og allt mitt geð" og munu ýmsir ætla, að þetta sé tilvitnun í Passiusálma Hallgríms Péturssonar. en ekki tókst að gera nákvæma visinda- lega rannsókn á því með þeim stutta fyrirvara, sem fréttamaður hafði til að skrifa um þennan viðburð En þar sem þarna er minnzt á „geð" má draga þá ályktun, án þess höfundur vildi beinlín- is staðfesta það, að þarna sé komið nafnið á útgáfunni, bókaútgáfan Geð- bót, en það mun þó einnig eiga djúpar rætur i sálarlifi höfundar sjálfs. „Mitt sálarlif er ekki með öðrum hætti en sálarlif sannra listamanna," sagði Ör- lygur, þegar um þetta undirstöðuatriði var rætt í upphafskaflanum, sem fyrr er nefndur, segir skáldmálarinn „að öll ferðalög væru farin til horfinnar æskú', eins og einhver skarfur hefði sagt, og i samtali við okkur bætti hann við: „Og þvi er ég alltaf að leita að barninu i sjálfum mér og öðrum." i fyrrnefndum kafla segir höfundur enn „Það fylgir þvi jafnan sama unaðs- kenndin að verða litið barn á ný i hvert skipti, sem lagt er upp í nýja reisu „Mjólkurpelann og nestið mitt" gat ég ógerla skirt skrudduna a tarna Það hefði veitulum flugfreyjum a m k þótt hrapallegt öfugmæli „Rauðvinog reis- an min" þótti mér nær sanni og betur við hæfa " Við spurðum Örlyg, hvers vegna hann skirskotaði þarna til islenzkra flugfreyja og svaraði hann þvi til, að það fyrsta sem hann gerði þegar hann gengi inn i flugvél, væri að taka fram ælupokann, teikna mynd á hann og fá sér bjór „til að yfirstiga flughræðsluna, en hún fylgir öllum stórsénium, eins og kunnugt er." Og Örlygur bætti við: „Og eina leiðin til að yfirstiga hræðsl- una er að ganga á vit hennar trekk i trekk " Þetta mun vera sama lögmálið og felst i þvi merka spakmæli, að freistingar séu til þess að falla fyrir þeim Á bókarkápu er mynd af Örlygi Sigurðssyni, þar sem hann er einna likastur Clark Gable, en af einhverri ástæðu hefur höfundi þótt við hæfi, að hann væri með opinn munninn og að sjálfsögðu að tala við einhvern, sem ekki sést á myndinni Undir henni lætur bókaútgáfan Geðbót fylgja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.