Morgunblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1977 Ole Aaserud forstjóri og eigandi Ankerlökkens. — Norskur skipasali Framhald af bls. 32. hefðu áður ákært Aaserud fyrir gjaldeyrisbrot, fjárdrátt og nú kæmu tollsvikin inn i málið. Við rannsókn hefur komið fram, að Ankerlökken hefur kom- ið um það bil 3 milljónum norskra króna undan með því að falsa tollskjöl, en til þess var notað tvöfalt samningskerfi. Þá hafði fyrirtækið þann háttinn á, þegar það gekk frá samningi um sölu eða smíði á skipum, að a.m.k. tveir samningar voru útbúnir. Fyrst var gerður samningur milli Ankerlökkens og kaupandans og var þar gengið frá kostnaðarverði skipsins. Siðan var útbúinn annar samningur og hann sendur til lánastofnana og hinna ýmsu sjóða. Hljóðaði sá samningur upp á miklu hærri upphæð en sá fyrri, og var um leið langt yfir kostnað- arverði skipsins. Með því að útbúa samning, sem var miklu hærri en raunverulegt kostnaðarverð viðkomandi skips, þurfti kaupandi skips ekki að leggja í neina áhættu. Lánastofn- anir fjármögnuðu allt. Sem sagt: Ankerlökken bjó þannig um hnútana, að útgerðarmaðurinn þurfti ekki að leggja fram eina einustu krónu fram. Að sögn Arnsteins Gjengedals hefur enn ekki komiðT ljós hve miklar upphæðir voru sviknar út úr lánasjóðum og bönkum með fyrrgreindum hætti, en þær skiptu milljónum norskra króna. Sagði hann, að við rannsóknina hefði einnig komið í ljós, að Aase- rud hefði flutt margar milljónir norskra króna yfir á fyrirtæki í eigu Ankerlökkens i Sviss, Transcandica A/S, en síðan sann- azt að það fyrirtæki hefði verið stofnað í þvi skyni að flytja fjár- magn frá Noregi yfir til Sviss. Noregsbanki stöðvaði allar pen- ingasendingar til þessa fyrirtækis í desember á s.l. ári, en að því er Arnstein Gjengedal tjáði Morgun- blaðinu í gær, þá getur farið svo, að langur tími líði þar til rann- sókn þessa mikla svikamáis Ijúki. Hann sagði ennfremur að hann hefði heyrt um yfirstandandi rannsókn á Islandi vegna skipa- kaupa frá Noregi, og því yrði eðli- lega kannað hvort svikamál Ank- erlökkens tengdust viðskiptum þess við Island. — Grigorenko Framhald af bls. 1 anum vikið úr embætti sem fyrir- lesarí við hernaðarháskóla fyrir að gagnrýna stefnu stjórnarinnar á almannafæri i tíð Stalins og Khrushehevs. Var honum komið fyrir á geðveikrahæli. Dagbók, er Grigorenko hélt þennan tíma, hefur verið þýdd á mörg vesturlandamál og kom af stað umræðum um misbeitingu Sovétmanna á geðlækningum. Hann bjóst við að snúa aftur til Moskvu eftir dvöl sína fyrir vest- an haf. — Löndunarbann Framhald af bls. 32. ræðum um veiðiheimildir fyrir brezka togara við ísland. Fulltrú- ar útgerðarmanna og yfirmanna á togurum lögðu áherzlu á :ð bann- ið yrði einnig látið ná til frysts fisks frá íslandi og sem fyrr segir tóku löndunarmenn upp slíka áskorun til hafnarverkamanna í gær. Jón Olgeirsson var á fundinum í fyrrakvöld og kveðst hann þar hafa sagt það eitt, að af Íslands hálfu yrði ekkert gert til að fá aflétt löndunarbanninu á íslenzk fiskiskip. — Ríkum manni rænt. . . Framhald af bls. 1 bendingu fengið er gæti bent til þess hverjir rændu Palmers. Sam- kvæmt fyrstu fréttum var Palm- ers einn í bifreiðinni sem honum var rænt úr. Fyrirtæki Palmers var stofnað áriðl900 og auk þess sem það sel- ur kvenfatnað selur það leðurvör- ur og skófatnað. Palmers á 43 kvenfataverzlanir í Vín og 90 á landsbyggðinni. Hann á einnig stórar jarðir í Vín og nágrenni. Lögreglan telur að ránið sé ekki af pólitískum toga spunnið sam- kvæmt heimildum í Vin. Yfirvöld vilja sem minnst um málið segja þar sem mannslíf sé í húfi. Ræningjarnir kröfðust þess á miðanum með kröfunni um lausanargjaldið að það yrði greitt fyrir hádegi á laugardag„en tóku ekki fram hvað mundi gerast ef féð yrði ekki greitt. Palmers er 74 ára gamall og sagður hjartveikur. — Bandaríkin hafa selt okkur Framhald af bls. 1 úr okkur liftóruna. Það er kald- hæðnislegt að eina þjóðin sem hjálpar okkur eru tsraelsmenn. Frá Israel fáum við vatn og vistir og þurfi fólk á læknis- hjálp að halda, fer það yfir landamærin. Þá sækja þó nokkrir vinnu i ísraelska þorp- ið Porpid Metulla. Við erum ekki aðeins að berj- ast fyrir land okkar heldur og sjálfsvirðingu, en Israel virðist vera eina landið sem skilur til- finningar okkar. Bandaríkin hafa selt okkur fyrir olíuhags- muni sina og hirða lítt um hvað um okkur verður. Það er tómt mál að tala um vopnahlé hér, því að enginn er til að gæta þess en vitanlega ættu að vera hér sveitir frá Sameinuðu þjóð- unum“. Að lokum sagði Sad Haddad, að sér virtist sem umheimurinn hefði dæmt fólk i þessum hluta Libanons til hægs dauða. Skömmu seinna heyrðist sprengjugnýr á ný og skothríð- in færðist í aukana. Libanskir hermenn koma hlaupandi og sögðu okkur að eldflaug skæru- liða hefði lent á húsi i þorpinu. I Ijós kom að ung kona var látin og tvö börn hennar og tvö önn- ur ungmenni höfðu særzt. SjúkrabíII kom brunandi og börnin voru flutt frá gleymda þorpinu Naghariya i Suður- Líbanon undir læknishendur í Israel. Nokkrir óbreyttir borgarar hafa fallið i árásum skæruliða á þorp ísraelsmegin landamær- anna og Ezer Weismann, varnarmálaráðherra Israels, hefur sagt að haldi svo áfram sem horfir muni ísraelsmenn grípa til stórfelldra aðgerða. Vesturbakki Jórdanár, Genfar- ráðstefnan og jafnvel umfangs- miklar efnahagsráðstafanir gætu þá á svipstundu fallið i skuggann. — Loðnuvið- ræður Framhald af bls. 32. kvöldi, en þangað fór ráðherrann að lokinni opinberri heimsókn hans til Færeyja, sem lauk á mið- vikudagskvöld. „Þeir nefndu svona tímann um mánaðamótin, ef hann hentaði okkur til viðræðnanna, sem myndu þá fara fram undir forystu utanríkisráðuneytisins," sagði Matthías. ,,Á þessu ári vefddu Færeyingar 25.000 tonn af loðnu hjá okkur og við máttum veiða jafnmikið af kolmunna hjá þeim, en ég held að íslenzku skipin hafi ekki veitt nema 30% þess magns, sem til boða var“. Matthías sagði að það hefði glöggt komið fram í máli fær- eysku ráðherranna að þeir ósk- uðu eindregið eftir áframhald- andi veiðiheimildum við Island. „Ég sagði það vera mína persónu- legu skoðun, að við ættum ekki að segja upp samningnum við þá, en tók auðvitað fram, að það væri' ríkisstjórnarinnar og Alþingis að taka ákvörðun um slíkt.“ Matthías kvaðst hafa boðið sjávarútvegsráðherra Færeyja, Petur Reinert, í opinbera heim- sókn til íslands á næsta ári Og hefði ráðherrann þegið það boð. — Skákkona Framhald af bls. 32. Skáksamband tslands þegið boðið en eftir er að ákveða keppandann. Þá hefur skáksambandinu einn- ig borizt boð um að senda kepp- anda á Evrópumót stúlkna undir tvítugu, sem haldið verður í Vrsaz í Júgóslavíu 21. janúar til 1. febrúar n.k. Að sögn Einars S. Einarssonar, forseta St, er mikill áhugi á því að þiggja boð þetta. — Ófært Framhald af bls. 2 Í fréttatilkynningu stjórnar Flugleiða segir m.a. að því öryggismáli, sem óheftar flugsam- göngur Islands við umheiminn, séu megi „ekki eyða í eldi verk- falla og vinnudeilna. Stjórn Flugleiða er ljóst að eng- inn einn aðili hefur öll ráð í hendi sér til að ráða bug á þeim vanda, sem hér er á drepið. Hún vill hins vegar hvetja bæði stjórnvöld, samtök vinnuveitenda og stéttar- samtök til þess að leita nýrra úr- ræða i þessum efnum.“ — Carter Framhald af bls. 1 Jafnframt áskildi Líbanons- stjórn sér rétt til þess í kvöld að kalla saman öryggisráðið vegna loftárása Israelsmanna. Utan- ríkisráðherra Líbanons, Fuad Butros, sagði í dag að ástandið í Suður-Libanon væri orðið ugg- vænlegt og ógnun við frið í Mið- austurlöndum. Kurt Waldheim, aðalframkvæmdastjóri S.Þ. harm- aði árásina í dag í orðsendingu við fulltrúa ísraels, Libanons og Frelsissamtaka Pelestínu. I Jerúsalem sagði Menachem Begin forsætisráðherra í kvöld að hann mundi sjálfur taka á móti Sadat forseta á flugvellinum í Tel Aviv og sýna honum fullan sóma ef hann stæði við þá yfirlýsingu sína að hann væri fús til þess að koma til Jerúsalem og ávarpa is- raelska þingið. Jafnframt kallaði Begin banda- ríska sendiherrann Samuel Lewis á sinn fund til að harma það að óbreyttir borgarar hefðu fallið í loftárásunum i gær. En hann sagði að Israelsmenn mundu halda áfram að verjast með öllum tiltækilegum ráðum. Kyrrt var á landamærunum í dag eftir loftárásirnar. En þótt fréttamenn segi að með loftárás- unum hafi ísraelsmenn valdið miklu meira manntjóni en Palestfnumenn með eldflauga- árásum sínum sé ólíklegt að palestinskir skæruliðar hörfi frá síðasta virki sínu, ekki sízt þar sem fórnarlömb árásanna hafi aðallega verið óbreyttir borgarar samkvæmt frásögnum sjónar- votta. I Beirút er haft eftir áreiðan- legum heimildum að ísraelsmenn hafi gert árásirnar samtímis því sem Sýrlendingar hafi beitt Palestínumenn miklum þrýstingi í því skyni að fá þá til að hörfa frá landamærasvæðinu. En nærvera Palestinumanna þar er síðasta trompið sem þeir hafa á hendi í deilunum um tilhögun Genfarráð- stefnunnar. Libanska stjórnin tilkynnti að tala þeirra sem hefðu fallið í loft- árásunum væri komin yfirlOO innsta kosti 80% hinna föllnu hafi verið óbreyttir borgarar, aðallega líbanskir. Helztu fórnar- lömbin voru 300 líbanskir flótta- menn búsettir í Azziyeh. ÞESSIRkrakkar efndu til hlutaveltu að Skipasundi 84, Rvfk, til ágóða fyrir Styrktarfél. vangefinna og söfnuðu rúmlega 1200 krónum. Þeir heita: Astríður Erna Hjörleifsdóttir, Rannveig Bryndls Ragnarsdóttir, Ásgrfmur Ari Jósefsson, Ragnar Ólafur Ragnarsson og Elí Þór Þórisson. ÞESSIR strákar sem eiga heima við Vesturberg 1 Breiðholts- hverfi efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og söfnuðu 5.500 krónum. Þeir heita: Árni Gunnars- son, Guðjón Ólafsson, Sigtryggur Ólafsson og Þormar Sigurjóns- son. Þessar telpur efndu til hluta- veltu til ágóða fyrir byggingar- sjóð Langholtskirkju og söfn- uðu þær 6000 krónum. Telpurn- ar heita Rut Eiðsdóttir og Mar- grét Rósa Harðardóttir. Þessar telpur, sem eiga heima vestur á Seltjarnarnesi, efndu til hlutaveltu þar, til ágóða fyrir starfsemi K.F.U.K. þar I bænum og söfnuðu rúmlega 9000 krónum. Þær heita Hrönn Ingólfsdóttir og Auður Óskars- dóttir. ÞESSIR strákar, sem heita Ingvi Már, Leó og Valgeir efndu til hlutaveltu að Kieppsvegi 134 til ágóða fyrir Dýraverndunarfélag Reykjavfkur, og söfnuðu 9300 krónum. ÞESSIR strákar: Pétur Viðarsson, Rúnar Jónsson og Þórir Pfls- son, sem eiga heima suður f Kópavogi, efndu fyrir nokkru til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra og söfnuðu rúmlega 4200 krónum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.