Morgunblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 23
ORÐ I EYRA Verðbólgu- skrímsl bundið Einu sinni var dýr eitt ógur- legt í rfki Mörlanda og kallaö Verðbólguskrfmsl. Það var eðli þeirrar óvættar að hún bólgnaði jafnan og þrútnaði af þvf sem hún lét í sig en afurðir gaf hún engar. Skrímslið fæddu Mörlandar heima og hafði Nordal einn djarfleik að ganga til að gefa því mat. En er innfæddir sáu hversu mikið það óx dag hvern og allar spár sögðu að það myndi vera lagt til skaða þeim þá fengu Mörlandar það ráð að þeir gerðu fjötur allsterkan, er þeir kölluðu Halldór, og báru hann til skrfmslisins og báðu það reyna afl sitt við fjötur- inn. En skrfmslinu þótti sér það ekki ofurefli og lét þá fara með sem þeir vildu. En hið fyrsta sinn er skrfmslið spyrnti við brotnaði sá fjötur. Svo hristi það sig úr Halldóri. Þvf næst gerðu innfæddir annan fjötur hálfu sterkari er þeir kölluðu Matthías og báðu skrfmslið reyna þann f jötur og töldu það verða mundu ágætt mjög að afli ef slfk stórsmfði mætti eigi handa þvf. Skrfmsl- inu kom f hug að það myndi verða að leggja sig í hættu ef það skyldi frægt verða og lét leggja á sig fjöturinn. Og er innfæddir töldust búnir þá hristi skrfmslið sig og laust fjörtinum á jörðina, spyrnti við, braut fjöturinn svo að fjarri flugu brotin. Svo mölv- aði það sig úr Matthíasi. Eftir það óttuðust innfæddir að þeir myndu eigi fá bundið skrfmslið. Þá sendi Magnús og Gunnar þann er Sólnes er nefndur, sendimaður Sana, of- an í Kröflu til dverga nokk- urra og lét gera f jötur þann er Blekkill heitir. Hann var gerð- ur af sex hlutum: af frumleika Arnalds og af vfðsyni Jónasar ritstjóra og af hæversku Vil- mundar og af vitsmunum Að- alheiðar Sóknarrekanda og af Iftiliæti Jóns Baldvins og af alvörunni í rannsókn Geir- finnsmálsins. Og þótt þú vitir eigi áður þessi tfðindi þá máttu nú finna skjótt hér sönn dæmi að eigi er logið að þér. Séð munt þú hafa að eigi iiggja þeir hlutir á lausu sem fjöturinn var af gerr. Og það veit trúa mín að jafnsatt er það allt er ég hef sagt þér þótt þeir séu sumir hlutir er þú mátt eigi reyna. Og nú varir sú spurning hvort Verðbólguskrfmsl lætur Blekkil á sig fella og hvort það fær hann slitið sem hina fjötr- ana. Köttur úti f mýri setti upp á sér stýri o.s.frv. AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÖVEMBER 1977 23 Tollvörugeymsla á Austurlandi STOFNUÐ hefur verið Tollvörugeymsla á Austur- landi og hefur hún aðsetur á Reyðarfirði. Tilgangur félagsins er að reka toll- vörugeymslu og skylda starfsemi, eins og segir í Lögbirtingarblaðinu. For- maður stjórnar félagsins er Hörður Þórhallsson á Reyðarfirði, en stjórnar- AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JHorewnblitbib menn eru einnig frá öðrum stöðum á Austfjörðum. Tólfta ár Beneventum NÝLEGA leit dagsins ijós 1. tölu: blað 12. árgangs af Beneventum, skólablaðs Menntaskólans við Hamrahlíð. Er blaðið 32 blaðsíður að stærð að þessu sinni, líflega sett upp og á snyrtilegan hátt. t blaðinu eru greinar ýmiss konar, bæði úr skólastarfinu og úr öðr- um áttum. Mörg ljóð birtast í blaðinu og myndir eru margar. Ritstjóri Beneventum er Jakob Rúnarsson. t Við þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, ÓLA V. METÚSALEMSSONAR. Sigríður Agústsdóttir, Ólöf Erla Óladóttir, Ari Bergman Einarsson, Sigrún Fríða Óladóttir, Ævar Guðmundsson, Helga og Regína Metúsalemsdætur. t Maðurinn minn og faðir okkar, KRISTJÁN S. ELÍASSON, Njálsgötu 102. andaðist miðvikudaginn 9 nóvember Kristín Geirsdóttir og bömin. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Páll Christiansen, Patreksfirði. RAGTIME Spennandi saga úr bandarísku þjóðlífi í byrjun þessarar aldar. Við kynnumst hetjum og úrhrökum, auðmönnum, sósíalískum byltingarseggjum og kynþáttahatri. Viður- kennd einhver merkasta skáldsaga síðustu ára. Þýðandi Jóhann S. Hannesson. FERILORÐ Höfundur Ferilorða, Jóhann S. Hannesson, mennta- skólakennari, er ekki margra bóka skáld, en ljóð hans eru þeim mun haglegar gjörð. Ljóðin í þessari bók eru ort á 20 ára tímabili. (1956—1975). PLÚPP f er til borgarinnar Önnur bókin eftir sænska barnabókahöfundinn Ingu Borg. Bráðskemmtileg ævintýri í máli og myndum um sænska huldusveininn Plúpp og ævintýri hans í stór- borginni. Þýöandi Jóhannes Halldórsson. Vf! >tan gai HUII Guðmundur Daníelsson VESTAN GULPUR GARRO Aðdaendum vel skrifaðra sakamálasagna býðst nú mikill fengur. í Skáldsögunni Vestangúlpur Garró skröltum við eftir gamla Keflavíkurveginum að næturþeli í forn- fálegum vörubíl. Á pallinum eru líkkistur. Um innihald þeirra vitum við ekkert. Gréta Sigfúsdóttir SOL RISIVESTRI Norður er nú uppeftir, suður niðureftir, austur er til hægri og vestur er til vinstri — eða öfugt. Svo er jafnvel komið að sól rís í vestri. Þannig lýsir Gréta siðgæðisvit- und okkar. Hún sýnir okkur stéttamismun, vafasama viðskiptahætti, pólitískan loddaraleik og siðspillingu. ^ k Almenna bókafélagif f /Austurslra'ti 18, Bolholli 6, C,/J sími 19707 sími 32020

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.