Morgunblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÖVEMBER 1977 UM SlÐUSTU helgi var ársþing Frjálsfþróttasambands Evrópu haldið á Spáni. Fulltrúar ls- lands á þinginu voru þeir Örn Eiðsson, formaður FRt, Sig- urður Björnsson varaformaður FRt og Einar Frfmannsson. A þinginu fluttu tslendingar til- lögu, f fyrsta sinn að þvf er talið er, og stóðu að annarri ásamt Norðurlandaþjóðunum, og fram kom ein tillaga frá stjórn Evrópusambandsins f framhaldi af beiðni Frjáls- fþróttasambandsins um skil- greiningu á reglugerðaratriði varðandi uppihaldskostnað vegna Evrópubikarkeppninnar f frjálsfþróttum. A þinginu fþróttastúlkurnar komust f fyrsta sinn áfram f undanúrslit- in. Örn Eiðsson tjáði Mbl. að það sem athyglisverðast hefði verið á þinginu fyrir tslendinga var að ttalir hefðu mikinn áhuga á samskiptum við íslenzkt frjáls- fþróttafólk og buðust m.a. til að senda sitt fólk á Reykjavfkur- leikina. Sagði Örn að farið hefði verið fram á við ftalina að þeir greiddu fyrir íslensku frjálsfþróttafólki hvað snertir æfingabúðir á Italfu, en þær eru þar nokkrar og ágætar. Tóku ttalir þessu mjög vel, buðust til að taka á móti og borga uppihaldskostnað fs- Juantorena til íslands? ítalir ólmir í samstarf við íslendinga ræddu fslenzku fulltrúarnir og um samskipti við aðrar þjóðir og ákveðnir voru nokkrir keppnisdagar í því sambandi. Örn Eiðsson, formaður Frjálsfþróttasambands tslands sagði f spjalli við Mbl. að þing- ið á Spáni hefði verið gagn- merkt og ágætt. örn sagði að fslenzka sértillagan hefði feng- ið nokkurn hljómgrunn þótt breytingartillaga við hana hefði á endanum verið sam- þykkt. Gekk tillagan út á að allar keppnisumferðir Evröpu- bikars kvenna færu fram á tveimur dögum, en hingað til hefur þetta atriði ekki verið fastmótað. Breytingartillaga stjórnar Evrópusambandsins gekk út á að fyrsta umferðin og úrslitin færu fram á tveimur dögum, en undanúrslitin á ein- um. Taldi örn þetta hálfan sig- ur þvf tryggt væri með þessu að undankeppnin færi fram á tveimur dögum eins og var sl. sumar þegar fslenzku frjáls- lenzkra frjálsfþróttamanna, veita aðstoð við þjálfun o.fl., en slfks njóta aðrar þjóðir ekki, að sögn Arnars. Þá buðust Italir til að senda þjálfara til Islands til að fræða okkar þjálfara. Sagði Örn það vera von sfna að fslenzkir frjálsfþróttamenn gætu notfært sér þessar búðir f mánuð að haustlagi og f mánuð sfðari hluta vetrar. Helztu keppnir frjálsfþrótta- manna næsta sumar voru ákveðnar á þinginu á Spáni. 8.—9. júlf verður Norðurlanda- mót unglinga f fjölþrautum haldið í Reykjavfk. Keppt verð- ur f þremur flokkum unglinga og tveimur stúlkna, en það þýð- ir að keppendur verða yfir tutt- ugu. Vegna Evrópumeistara- mótsins sem háð verður f Prag 29. ágúst — 3. september hefur meistaramót lslands verið ákveðið dagana 15.—17. júlf. Helgina á eftir þvf fer Norður- landabikar kvenna fram f Arós- um og 29. og 30. júlf verður Kalott-keppnin háð f Umeá f Svíþjóð. Efnt verður til viku hópferðar vegna þeirrar keppni og gefst keppnisfólkinu þvf kostur á að taka þátt í mót- um f Svfþjóð f ferðinni. Reykja- vfkurleikarnir verða háðir 9.—10. ágúst, en á þinginu á Spáni var m.a. rætt við fulltrúa Kúbu, sem þar var staddur, um hugsanlega þátttöku hinna miklu íþróttamanna Alberto Juantorena, Sylvio Leonard, Alejandro Casanas, o.fl. í Reykjavfkurleikunum. Að sögn Arnar tók kúbanski fulltrúinn vel í þessa málaleitan og munu frjálsfþróttasambönd Kúbu og Islands skiptast á bréfum vegna þessa á næstunni. Bikar- keppni FRl verður háð 19.—20. ágúst og tugþrautarlands- keppni við Breta og Frakka fer fram 16.—17. september í Norður-Frakklandi. Keppa Svisslendingar sem gestir næsta ár, en fjórir tugþrautar- menn eru frá hverju landi í þessari keppni. Atti keppnin að fara fram hér á landi 1978, en staðsetningu var breytt vegna eindreginnar óskar hinna er- lendu fulltrúa. Kastlands- keppni við Dani var ákveðin dagana 24.—25. júnf í Kaup- mannahöfn. örn Eiðsson sagði að umtals- verðar umræður hefðu átt sér stað vegna notkunar fþrótta- manna á hormónalyfjum við æfingar og keppni. Sagði hann Norðmenn hafa borið fram til- lögu um að prufur væru fram- kvæmdar f öllum löndum f um- sjá landssambandanna. Þá mældist stjórn Evrópusam- bandsins til þess að prufur á fþróttamönnum vegna lyfja- notkunar yrðu framkvæmdar sem oftast og sem óvæntast, jafnvel á æfingum. Sagði Örn það sjónarmið hafa endurspegl- ast mjög að hart skyldi tekið á þessum málum í framtfðinni. Margfaldur heimsmeistari keppirá afmælismóti BTÍ BORÐTENNISSAMBAND Is- lands verður 5 ára n.k. laugardag 12. nóember. Af þessu tilefni gegnst sambandið fyrir afmælis- móti f Laugardalshöll á Iaugar- daginn klukkan 16. Þátttakendur verða 16 talsins. Spilað verður á 8 borðum, 3—5 lotur. Keppt verður með útsláttarfyrirkomulagi. A fundi norrænu borðtennis- sambandanna í haust, sem haldið var í sambandi við Norðurlanda- mótið í Svíþjóð, kom formaður Badmintonsambandsins því til leiðar að einn keppandi frá hverju Norðurlandanna keppti á afmælismóti BTÍ. Frá Norðurlöndunum koma Mikael Grunstein, Finnlandi, og Kjell Johansson, Svíþjóð, ekki er vitað hverjir koma frá Noregi og Færeyjum, en enginn kemur frá Danmörku. Kjell Johansson er nú eitt stærsta nafnið í borðtennisíþrótt- inni. Hann var heimsmeistari ásamt félögum sínum f sænska landslið- inu 1973 i Sarajevo. Heimsmeist- ari varð hann i tviliðaleik 1967 og 1969 ásamt Hans Alser og 1973 ásamt Stellan Bengtsson. Hann varð Evrópumeistari í einliðaleik 1964 og 1966, i tvíliða- leik 1966 og Evrópumeistari ásamt sænska landsliðinu 1964, 1966, 1968, 1970, 1972 og 1974. Fyrir heimsmeistararmótið 1977 var hann talinn nr. 8 í heiminum samkvæmt flokkunarlista. Af tslands hálfu hafa eftirtaldir verið valdir til keppni: Gunnar Finnbjörnsson, ö, Ragnar Ragnarsson, ö, Ólafur H. Ólafs- son, ö, Hjálmar Aðalsteinsson, KR, Hjálmtýr Hafsteinsson, KR, Tómas Guðjónsson, KR, Björgvin „Bangá" mætir íslandi SVlAR hafa tilkynnt landslið sitt vegna handknattleikslandsleikj- anna tveggja gegn tslandi f næstu viku. Lið Svfa verður óbreytt frá Norðurlandamótinu hér á Islandi en inn í hópinn koma tveir menn, Bertil Söderberg, Lidingo, og Björn „Bangsi" Andersson, Saab. Björn er mjög leikreyndur hand- knattleiksmaður með yfir 100 landsleiki, stór og sterkur leik- maður, sem margir íslenzkir handknattleiksunnendur kannast við. Leikið verður f Suður-Svíþjóð, í Halmstad, á miðvikudaginn og Ystad daginn eftir. A sunnudag og mánudag mætir fslenzka landsliðið þvf pólska f Varsjá. tennisnefndar I.S.Í. áður en sam- bandið var stofnað. Birkir Þ. Gunnarsson tók við formennsku 1975 og sfðan núver- andi formaður Gunnar Jóhanns- son 1976. A vegum sambandsins hefur verið unnið að ýmsum málum og má meðal annars nefna þátttöku í Norðurlandamótum og einnig heimsmeistaramóti s.l. vor. Hingað til lands hafa verið fengnir erlendir þjálfarar í tvö skipti og sambandið sá um úrslita- leik f Evrópukeppni félagsliða sumarið 1975. Auk þess má nefna að sambandið stóð fyrir heimsókn kínverskra borðtennisleikara haustið 1973. Max þindarlausi kominn í markið LANGHLAUPARI er vissulega rétta orðið yfir Max nokkurn Telford. sem i gær lauk lengsta hlaupi, sem sögur fara af, alls 8.334 kílómetra leið frá Alaxa þvert yfir Kanada til Halifax i Nova Scotia. Telford þessi er 42 ára gamall og frá Nýja-Sjálandi Hann hóf hlaupið i júli s.l og hljóp síðan hvern einasta dag þar til hlaupinu lauk Hann hljóp ætíð eins, 12 kílómetra fyrir morgunverð, 36 kilómetra frá morgunverði fram að matartima og aðra 36 kilómetra eftir matinn Oft lenti hann i ævintýrum á leiðinni, m.a. varð hann tvisvar fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að vera eltur af björnum Telford ætlaði að hlaupa enn lengri leið, þ e þvert yfir Sovétríkin, en yfirvöld þar í landi neit- uðu honum um leyfi til hlaupsins Fyrr á árinu setti Telford annað met er hann hljóp viðstöðulaust 300 kíló- metra á Hawaii á 31 klukkustund og 33 mínútum. Bikarkeppni SSÍ Bíkarkeppm S S Í 1977. 1 deild, verður haldin í Sundhöll Hafnarfjarðar dagana, 25 , 26 og 27 nóv 1977 Keppt verður í eftirtöldum greinum. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist eigi siðar en kl 14 laugardag- inn 19. nóv. '77 til mótanefndar S.S.Í. Tilkynningar, sem eigi berast i tæka tíð, verða eigi teknar til greina. STOFNAÐUR MIMIGARSJOÐ- UR UM GARÐAR S. GÍSLASON Kjell Johansson, margfaldur heimsmeistari í borðtennis. Iþróttafréttarrtarí Morgunblaðið óskar eftir að ráða íþróttafrétta- ritara. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist ritstjórn Morgunblaðsins fyrir 1 7 nóvember. x Jóhannesson, Gerpla, Stefán Kon- ráðsson, Gerpla, Gylfi Pálsson, UMFK, Bjarni Kristjánsson, UMFK, Hilmar Konráðsson, Vík- ingur. Varamenn: Kristján Magnús, KR, Sighvatur Karlsson, Gerpla, Brynjólfur Þórisson, Gerpla, Óm- ar Ingvason, UMFK. Fyrsti formaður Blaksambands- ins var Sveinn Aki Lúðvíksson, en hann hafði verið formaður borð- nrnmimj STOFNAÐUR hefur verið minn- ingarsjóður Garðars S. Gíslasonar sem lést 9.12 ’62, en hann var þjálfari Hauka i Hafnarfirði á árunum 1941 til 1947. Garðar S. Gislason var einn af fræknustu frjálsíþróttamönnum Islands á þriðja áratugnum og keppti fyrir KR, en var jafnframt í stjórn FRI um árabil. Garðar stundaði verslunarnám í Winnepeg í Kanada og keppti jafnframt í skólamótum þar, og vann til fjölda verðlauna, einkum í spretthlaupum. I þjálfaratíð Garðars S. Gís-la- sonar náðu Haukar mjög góðum árangri og urðu þá m.a. Islands- meistarar í öllum flokkum í hand- knattleik. Það var að tilhlutan eldri félaga í Haukum, undir forustu Guð- sveins Þorbjörnssonar fyrrver- andi formanns félagsins, að ráðist var í stofnun sjóðs þessa. Hlutverk sjóðsins er að styðja unga Haukafélaga til náms í þjálf- un íþróttafólks, einkum með þarf- ir unglinga í huga. Gefin verða út minningarkort fyrir sjóðinn, en hann verður i vörslu aðalstjórnar félagsins. Handknattleiksdeild KR Aðalfundur handknattleiks- deildar KR verður haldinn í kvöld, föstudag, f KR-heimilinu við Frostaskjól. Venjuleg aðal- fundarstörf. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.