Morgunblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLaÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1977 7 Fásinnu- fullyrðing Það gerist á stundum, að stjómmálamenn geysast svo gáleysislega á fullyrðingafák sínum að þeir falla af baki — i aug- um áheyrenda sinna. Það henti til að mynda Svövu Jakobsdóttur, þingmann Alþýðubandalags, að staðhæfa í útvarpsum- ræðum fyrir skemmstu, að almannakjör á árinu 1977 væru i engu betri en fyrir 30 árum, þ.e. árið 1947. Orðrétt sagði Svava: „Staðreyndin er sú, að það sem af var valdaskeiði þessarar rikis- stjórnar hafði kaupmáttur timakaups verkamanna rýrnað svo, að hann var kominn niður á sama stig og hann var fyrir 30 ár- um, enda þótt þjóðartekj- ur á mann hefðu meir en tvöfaldast að raungildi á sama timabili og er þá byggt á opinberum tölum og fólksfjölgun tekin inn i dæmið ..." Spurningar sem vakna Þegar hlustað er á slika fullyrðingu stjórnmála- manns, sem sennilega vill láta taka sig alvarlega, hlýtur hinn almenni borg- ari, er man þessa tima tvenna, að spyrja sig ýmissa spurninga. Hvað um einkaeign ibúðarhús- næðis 1947 og 1977? Annar þingmaður, Stefán Valgeirsson, staðhæfir, að um 75% íbúðarhúsnæðis þjóðarinnar í dag hafi ver- ið byggt á fáum áratug- um. Ekki er vafi á þvi, hvað þennan þátt lifskjara snertir, að íslendingar standi ólíkt betur að vigi nú en fyrir 30 árum. Hvað um bifreiðaeign lands- manna? Hvað um allar utanferðirnar? Hvað um búnað heimila og lifshætti alla? Hvað um mennt- unarskilyrði? Námslán? Félagslega þjónustu, al- mannatryggingar, öryggi aldraðra og örkumla, at- vinnuöryggi og atvinnu- leysistryggingar? Rétt er að margt stendur enn til bóta, þrátt fyrir allt sem áunnizt hefur. Hitt er fá- sinna að halda því fram að lifskjör íslendinga hafi verið „á sama stigi" á árinu 1977 og 1947. Mál- flutningur, sem ekki á haldbetri rök að styðjast við, dæmir sig sjálfur. Félagslegar framfarir Þegar stjórnmálamenn, sem telja sig til vinstri í þjóðmálum. komast í há- tiðarstemmingu, tala þeir gjarnan um „félags- hyggju" og „einstaklings- hyggju sem algjörar and- stæður. Þetta er að sjálf- sögðu jafn gróf blekking um lifskjaradæmið, sem hér að framan er drepið á. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur allar götur frá þvi að hann var stofnaður barizt fyrir þegnrétti einstakl- ingsins: til skoðana, tján- ingar og athafna. Hann hefur talið rétt að vernda og virkja einstaklings- hyggju. Ekki einungis vegna þess að samfélagið er til orðið fyrir manneskj- una i þjóðfélaginu, hverja og eina. en ekki öfugt. Heldur ekki siður vegna þess að framtak einstakl- ingsins hefur með öllum kynslóðum þjóðarinnar verið afl til verðmæta- sköpunar i þjóðfélaginu. sem heildin hefur notið góðs af. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur hins vegar — i verki — viður- kennt önnur rekstrarform okkar blandaða hagkerfis. og álitur samkeppni ólikra rekstrarforma eðlilega, að þvi tilskildu, að þau starfi á jafnkeppnisgrundvelli, þ.á m. gagnvart sam- félagslegum gjöldum til sveitarfélaga og rikis. Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnhliða þessu stutt alla heilbrigða þróun til félagslegs öryggis i þjóðfélaginu: á sviði heil- brigðis- og tryggingamála sem öðrum þáttum þjóð- lifsins. Erfitt er að benda á nokkra löggjöf i þessum málaflokkum. sem hefur verið sett án stuðnings Sjálfstæðisflokksins. Yfir gagnrýni hafin Fjármálaráðherra sagði i fjárlagaræðu, að rikis- fjölmiðlar hefðu brugðizt þeirri skyldu að kynna efni sáttatillögu í BSRB- deilu á hlutlægan hátt. Margrét Indriðadóttir, fréttastjóri hljóðvarps, sagði i blaðaviðtali i gær, að hún „elti ekki ólar við slikar fullyrðingar". Margrét Indriðadóttir er bersýnilega þeirrar skoð- unar, að hún sé yfir gagn- rýni hafin. Slikt hugarfar hjá opinberum starfs- mönnum i ábyrgðarstöð- um hefur skapað tor- tryggni hjá almenningi i þeirra garð. Rikisútvarpið er almenningseign en ekki einkafyrirtæki þeirra, sem þar starfa. Starfs- menn þess hafa, eins og aðrir opinberir starfs- menn, tekið að sér þjón- ustustörf við almenning. Þeim ber að hlusta á þá gagnrýni, sem þeir verða fyrir í störfum, gagnrýni sem stundum er ósann- gjörn, en 1 öðrum tilfellum á rökum reist. í ummælum fjármála- ráðherra felst alvarleg ásökun i garð rikisfjöl- miðla. Þeir sem ábyrgð bera á þeim geta ekki lát- ið sem þeim komi ekki við sjónarmið ráðherrans. Telji þeir þau órökstudd ber þeim að gefa efnislegt svar. Telji þeir starfs- mönnum sinum hafa orðið á mistök i starfi, ber þeim að sjá til þess, að slíkt hendi ekki á ný. Æ Sumarbústaðaeigendur 2 frábærir frá o <3 O KEROSENE HEATER Engar eldspítur þarf til að kveikja. Gashellur og grill Draumatæki með infra-rauðu grilli. if Auðveld stilling á hita. it Öryggistankur fyrir steinolíu sem lekur ekki, jafnvel þó ofninn detti. if Besti ofninn sem völ er á. RAFB0R6 SF. Rauðarárstíg 1. Sími 11141. VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK Þl' AI GI.YSIR L'M AU.T I.AND ÞF.GAR ÞL ALG- l.YSIR I MORGLNBLADINL Rýmingarsala Rýmum fyrir nýjum bílum Seljum nokkra SKODA 110L-1976 Bilarnir eru i mjög göóu ásigkomulagi og fást meö hagkvæmum greiösluskilmálum símar 24460 *28810 GEYSIR BORGARTÚNI 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.