Morgunblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 4
4 MORGÚNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NOVEMBER 1977 ■ ■■m blMAK |R ,2S ,car rental z44oU bílaleigan GEYSIR BORGARTUNI 24 zofyzf/i?//? E 2 n 90 2 n 38 ® 22 022 RAUÐARÁRSTÍG 31 ______________/ Forsfða hins nýútkomna blaðs sambandsins, „Málmur". Fundur stjómar Málm- og skipasmiða- sambands Islands haldinn á Akureyri Sambandsstjórn Málm- og skipasmíðasambands íslands hélt stjórnarfund sinn dagana 4.—6. nóvember sl. Á fundinum var m.a. rætt um siðustu kjarasamn- ingagerð verkalýðsfélaganna og viðhorfin í kjaramálum, aðbúnað og hollustuhætti i málmiðnaði og skipasmíði, fræðslustarfsemi á vegum félagsins og frumvarp til iðnaðarlagá, sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Þá kom út 9. eintak af blaði sambandsins, „Málmi". Sam- bandsstjórnarmenn heimsóttu og skoðuðu Slippstöðina á Akureyri og skoðuðu framkvæmdir við Kröflu. Nokkrar ályktanir voru samþykktar á fundinum. Afhenti trúnadarbréf í Júgóslavíu Ingvi S. Ingvarsson afhenti 9. nóvember hr. Stevan Doronjski, varaforseta Júgóslavíu, trúnaðar- bréf sitt sem sendiherra íslands þar í landi. Útvarp Revkjavík FÖSTUDIkGUR 11. nóvember MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05 Fréttir kl. 7,30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Þórunn Magnes Magnúsdóttir heldur áfram lestri sögunnar „Klóí segir frá“ eftir Annik Saxegaard (5). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Janácek-kvartettinn leikur Strengjakvartett nr. 13 í a- moll op. 29 eftir Schubert/ VViIhelm Kempff leikur á póanó „Skógarmyndir" eftir Schumann. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. SÍÐDEGIÐ 14.30 Miðdegissagan: „Skakkt númer — rétt númer" eftir Þórunni Elfu Magnúsd. Höf- undur les (5). 15.00 Miðdegistónleikar: Rússnesk tónlist. Suisse Ro- mande hljómsveitin leikur tónverk eftir Mikhail Glinka; Ernest Ansermet stj. John Browning og Sinfóníuhljóm- sveitin í Boston leika Pfanó- konsert nr. 2 op. 16 eftir Ser- gej Prokofjeff; Erich Leins- dorf stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp 17.30 Utva'rpssaga barnanna: „Utilegubörnin f Fannadal" eftir Guðmund G. Hagalfn. Sigrfður Hagalín les (3). 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ 19.35 Söngleikurinn „Loftur". Brynja Benediktsdóttir og Erlingur Gfslason sjá um þátt frá Akureyri. Höfundur leiksins; Oddur Björnsson, Kristján Arnason og Leifur þórarinsson. 20.00 Tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Islands f Há- skólabfói kvöldið áður; — fyrri hluti. Stjórnandi: Eifrid Eckert- Hansen frá Danmörku. Einleikari: Aaron Rosand frá Bandarfkjunum. a. „Lilja", hljómsveitarverk eftir Jón Ásgeirsson. b. Fiðlukonsert f D-dúr nr. 1 eftir Niccolo Paganini. — Jón Múli Arnason kynnir tónleikana. 20.45 „Skólasetning" smásaga eftir Ingólf Pálmason. Rúrik Haraldsson leikari les. 21.10 Einsöngur: Gérard Souzay syngur lög úr laga- flokknum „Svanasöngur" eftir Franz Schubert; Dalton Baldwin leikur á póanó. 21.50 Vísnasafn Utvarpstfð- inda. Jón úr Vör flytur fyrsta þátt. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Dægradvöl" eftir Benedikt Gröndal. Flosi Ólafsson les bókarlok (31). 22.40 Afangar. Tónlistarþátt- ur sem Asmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson stjórna. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. SKJÁNUM FÖSTUDAGUR 11. nóvember 1977 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Kastljós (L) Þáttu/ um innlend málefni. Umsjónarmaður Guðjón Einarsson. 21.35 Ólympíuleikarnir í Kanada 1976 Kanadfsk heimildamyn um 21. Ólympfuleikana, sem haldnir voru f Montreal I Kanada sumarið 1976. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 23.35 Dagskrárlok. Sjónvarp kl. 21.25: Mynd um hina umtöluðu Olympíuleika í Montreal SJÓNVARPIÐ sýnir í kvöld klukkan 21.35 kanadíska heimildamynd um Ólympíuleikana, sem haldnir voru í Montreal í júlí-mánuði í fyrra. Voru þetta 18. Ólympíuleikar nútímans, en sem kunn- ugt er voru leikarnir endurvaknir í lok síðustu aldar, eftir að þeir höfðu legið niðri öldum saman, en leikirnir í fornum sið hófust tæplega átta hundruð árum fyrir Krists burð. Frá því að leikarnir voru endur- vaknir árið 1896 hafa þeir farið fram reglulega á fjögurra ára fresti að undanskildum árunum 1916, 1940 og 1944. Leikarnir eru kenndir viö svonefndar Ólympí- öður sem nær yfir fjög- urra ára tímabil, en frá 1896 eru þessar Ólympí- öður orðnar 21. I sjálfu sér eru leikarnir frá 1896 ekki nema 18 þótt gjarn- an sé talað um leikana í Montreal sem þá 21., en þá er átt við 21. Ólympí- öðuna. Eins og mörgum ætti að vera kunnugt gekk á ýmsu með undirbúning leikanna í Montreal, byggingarframkvæmdir töfðust mjög vegna verk- falla og vinnudeilna, en starfsmenn við fram- kvæmdirnar reyndu að nota sérstöðu sína og framkvæmdanna út í ystu æsar til að fá sem mest fyrir sinn snúð. Þá höfðu Kanadabúar og undirbúningsnefnd leik- anna miklar áhyggjur af hryðjuverkum sem talin voru líkleg í kjölfar at- burðanna hryggilegu i Míinchen og vegna póli- tísks ástands í þeim hluta Kanada sem leikarnir voru háðir í, Quebec, svo og ástands i heiminum al- mennt. Loks er enn í fersku minni það ástand og þau átök sem áttu sér stað á vettvangi íþrótt- anna síðustu mánuðina fyrir leikana, sem leiddu til þess að allar Afríku- þjóðir drógu sig út úr leikunum þar sem ekki var fallist á kröfu þeirra um að íþróttamönnum frá Nýja-Sjálandi yrði meinuð þátttaka í leikun- um. Vegna þess ástands og seinagangs við fram- kvæmdir íþróttamann- virkjanná og Ólympíu- þorpsins var um tíma jafnvel talað um að fresta leikunum. Frestun leikanna kom þó ekki til, því allir aðilar lögðu hart að sér síðustu dægrin og mannvirkin öll voru tilbúin daginn sem leikirnir voru settir, að undanskildu smávægi- legu glingri sem ekki snerti þó keppendur né keppnisaðstæður á nokk- urn hátt. Voru leikarnir settir við hátíðlega at- höfn 17. júlí og var þeim slitið fimmtán dögum síð- ar. í myndinni í kvöld verður að líkindum greint frá aðdraganda og undirbúningi leikanna í Montreal, auk þess að greint verður frá flestum keppnisgreinum. íslend- ingar áttu stóran hóp þátttakenda, þótt ekki riði landinn feitum hesti frá leikunum frekar en fyrr, en þó var árangur landans góður, m.a. voru sett fjölmörg íslandsmet og lyftingamaður skipaði sér á bakk meðal hinna allra fremstu. Myndin sem hér fylgir er af kanadíska hástökkv- aranum Greg Joy sem hitaði um hjartarætur tæplega 80 þúsund við- stöddum áhorfendum og milljónum landa sinna með góðri frammistöðu sinni í hástökkinu, en þar krækti hann óvænt í silf- ur-verðlaunin. Söngleikurinn Loftur sem Leikfélag Akureyrar hefur nýverið tekið til sýninga verður til umf jöllunar f útvarpinu klukkan 19.35 f kvöld. Verður þá fluttur 25 mfnútna þáttur f umsjá þeirra Brvnju Benediktsdóttur og Erlings Gfslasonar, en þau eru leik- stjórar söngleiksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.