Morgunblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1977 15 Kosningum heit- ið í Bólivíu í júlí La Fa/, 10. nóv., Reuter. t ÓVÆNTU útvarps- og sjón- varpsávarpi f gærkveldi lýsti að- alhershöfðingi Bólivfu, Hugo Banzer, því yfir að landinu skyldi snúið áleiðis til lýðræðis í júlf á næsta ári. Mun herinn hverfa aft- ur til búðanna fyrir kosningar f sama mánuði. Hershöföinginn bætti þvi þó við, aö herinn mundi halda áfram sem „verndarstofnun landsins" að hafa yfirumsjón með þróun þjóðmála til að sjá til þess að friður og sættir héldust. Hinn hægri sinnaði forseti kvað ákvörðunina tekna f samráði við herinn og væri í engu um utanað- komandi þrýsting að ræða. „Þeim, sem ekki trúa eða neita að Bólivía hafi öll efni til sjálfsákvörðunar, segjum við; þessi ákvörðun er fullkomlega bólivísk og í beztu samræmi við bóli-víska hags- muni,“ sagði herforinginn. Þess má geta að skömmu eftir ávarpið ómerkti ríkisstjórnin bann sitt við hvers konar stjórn- málastarfsemi til að ryðja veginn fyrir kosningarnar, hinar fyrstu síðan 1966. Hershöfðinginn upp- lýsti ekki hvort hann mundi þá sjálfur bjóða sig fram. Hann hef- ur setið að völdum síðan hann kollvarpaði hinni skammlifu her- stjórn Juan Jose Torres, vinstri sinnaðs forseta, i ágúst 1971. Orkuverkfall út um þúfur London. 10. nóvember AP. AÐGERÐIR 4.000 starfsmanna orkuvera við störf er hafa leitt til rafmagnstruflana í Bretlandi virtust vera að fara út um þúfur í dag. Talsmenn yfirvalda segja að vinna hafi verið að færast í eðlilegt horf í dag og að líklegt sé í fyrsta skipti síðan aðgerðirnar hófust fyrir tveimur vikum að ekki þurfti að koma til rafmagnstruflana. Róttækir starfsmenn orkuvera í Yorkshire hafa hvatt til algers verkfalls til að „myrkva Bretland“, en meiri- hluti þeirra sem taka þátt í aðgerðunum virðist vera andvígur þeim. Starfsmenn orkuvers í Nottinghamshire, eins hins stærsta i Evrópu, samþykktu i gærkvöldi að hefja aftur eðlilega vinnu og margir aðrir starfs- mannahópar fóru að dæmi þeirra í dag. „Við erum að tapa fyrir almenningsálitinu,“ sagði einn forystumanna verkfallsaðgerð- anna. Nefnd sem hefur skipulagt að- gerðirnar greiðir um það atkvæði á morgun hvort þeim skuli haldið áfram. Alls starfa 30.000 verka- menn við brezk orkuver og þeir hafa um 71 pund i laun á viku. James Callaghan forsætisráð- herra hélt stjórnarfund í dag til að ræða neyðarráðstafanir sem skuli gripið til á mánudag þegar 43.000 slökkviliðsmenn segjast ætla að leggja niður vinnu ef þeir fái ekki 30% kauphækkun’. Stjórnin vill ekki leyfa meira en 10% kauphækkun. Óánægja starfsmanna orkuvera, námu- manna, slökkviliðsmanna og fleiri hópa ógnar efnahagsstefnu stjórnarinnar og auknum efna- hagsbata sem hefur fylgt í kjölfar mestu kreppu Breta frá stríðslok- um. CARTER bandarikjaforseti hinkrar og bregður á léttara hjal áður en hann snýr aftur að undirbúningi ræðu sinnar um orkumál, sem beðið var með eftirvæntingu. Myndin er tekin i skrifstofu forsetans. TOKUM FRAMIDAG GLÆSILEGT ÚRVAL AF ullarkápum tweedfrökkum -J* ^ terylenekápum fjL.W drögtum og ^ jökkum 8 þemhard Iok^oI L — KJÖRGARÐI Gisting í Reykjavík -sérstakt vetrarverð Hótel Loftleiðir býður sérstakt verð á gistingu að vetri til, tveggja manna her- bergi á 4.100.- kr. og eins manns á 2.100.-. Þar gefast fleiri kostir á að njóta hvíldar og hressingar en annars staðar: allar veitingar, hægt að snæða í veitinga- sal eða veitingabúð - fara í sauna bað og sund. Og innan veggja hótelsins er verslun, snyrti-, rakara- og hárgreiðslustofa. Strætisvagnaferðir að Lækjartorgi. Njótið þægilegrar dvalar og hagkvæmra kjara. m HOTEL LOFTLEIÐIR Nínusokkabuxum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.