Morgunblaðið - 22.12.1977, Page 28

Morgunblaðið - 22.12.1977, Page 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977 MöRö'dK/' KAVFINU (() __ crf Gvöð sé oss næstur — yfirskegg — en síðan hvenær? Blessaður og sæll, ertu kunnugur hér á eyjunni? 1 Ijós kemur að þfn fjölskylda hefur gefið 25.000 krónum minna en mín! Samvinna bænda og húsmæðra? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Líkja má viðureign sagnhafa og varnarspilara við einvígi. Oft er hart barist um slagina og einni atlögu stundum svarað með annarri. í spilinu hér að neðan gerði vörnin vel og virtist hafa náð tökum á spiiinu en sagnhafi átti þá svar sem dugði. Gjafari austur og allir á hættu. Norður S. 754 H. D1063 T. K63 L. Á62 Vestur S. AKD H. 8 T. D109875 L. DG8 Austur S. G10832 H. 542 T. 4 L. 10975 C05PER 7SM Suður S. 96 H. ÁKG97 T. ÁG2 L. K43 Suður var -sagnhafi í fjórum hjörtum en vestur hafðí sagt frá tígullit sínum. Vestur spilaði út spaðaás, kóng og siðan drottningu. Suður tromp- aði og tók þrisvar hjarta til að ná öllum trompum austurs. Greini- lega þýddi ekki að reyna tígul- svíningu og vinningslíkur virtust því litlar. Þó var ekki útilokað að festa vestur inni á lauf og láta hann spila frá tíguldrottningunni. Með þetta í huga tók sagnhafi á laufás en véstur sá hættuna og lét gosann. Og í kónginn lét hann drottninguna án þess að hika. Kannski á hann tíuna líka, hugsaði sagnhafi með sjálfum sér og var næstum búinn að spila þriðja laufinu þegar hann mundi eftir tígulsögn vesturs. Sennilega átti hann sex tigla en hann hafði jú sagt á hættunni og það þýddi, ao austur átti varla fleiri en einn. Og til var ráð við þessu. Sagnhafi tók á tígulkónginn til að ná einspilinu af hendi austurs áður en hann spilaði laufi í þriðja sinn. Skemmtiiegu einvígi spilar- anna iauk því með, að austur varð að spila út í tvöfalda eyðu og gefa tíunda slaginn þar með. Ég vona að þið hafió ekkert á móti því að greiða leiguna fyrirfram? „Þann 13. des. skrifar húsmóðir í Heimunum og spyr: Á að hætta neyzlu landbúnaðarafurða? Á hún þá við landbúnaðarvörur séu svo dýrar að hún geti ekki keypt þær? Það veit ég ekki, en ég veit að landbúnaðarvörur eru ekki dýrar. I dag fæ ég, bóndinn, fyrir 1 kíló af fyrsta flokks dilkakjöti það sama og þú færð, húsmóðir góð, ef þú ferð út í búð og vinnur þar í 1 klukkustund. Og þá segir ég ekki að þú fáir neitt of mikið fyrir þína vinnu. Ég veit aó ég fæ ekki svo mikið kaup fyrir mína vinnu við það að búa til þetta kíló, sem ég var að tala um. Hagstofan mun geta sagt þér, að bóndi hefur um það bil 30% lægra kaup á tíma í dagvinnu en þú ef þú afgreiðir til neytenda kílóið mitt. Og vonandi veiztu aó ég fæ enga niður- greiðslu, það ert þú sem færð hana, og ekki siður þegar þú kaupir ávexti, en kjöt eða mjólk. Að Iandbúnaðarvörur séu dýrar er ekki rétt og þær eru ekki dýr- ari nú en oft áður, og er þá nokk- uð sama við hvað er miðað, enda er kaup bónda nú með því lægsta sem það hefir verið undanfarna áratugi og má minna á að bónda- kona fær í dag nær þvi ekkert kaup fyrir sína vinnu, sem þó er í mörgum tilfellum milljóna virði á einu búi. Bændur og þeirra fólk hafa engin helgarfrí hvorki um venju- lega helgi né um jól og aðrar hátíðir. Við höfum ekki mánuð í sumarfrí eins og flestir aðrir. Og við getum ekki legið í fylliríi heima eða erlendis svo dæmi sé tekið af því sem við höfum enga þörf fyrir. Húsmóður hefur orðið vör við það að lítið er um egg í haust, en af hverju er það nú? Ætli það geti verið af því að í fyrra vildi enginn kaupa egg, verð á eggjum var þá svo lágt að líkast var því að egg væru ekki manna matur, allar góðar vörur eru dýrar miðað við ónýtar vörur. Gervivörur eru til svo sem hvítöl sem hægt er að kaupa á sumum stöðum með ýms- um styrkleika og og bragði fyrir þá sem eiga dalla undir lekann. Sjálfsagt má í sumum tilvikum drekka annað en rjóma eða hvítöl, til dæmis mætti gefa börnum mjólk og jafnvel slátur. Húsmóður skorar á aðrar hús- mæður að kaupa eklð landbún- aðarvörur, og talar hún um fjár- málasnillinga. Ég minni húsmóð- ur á að í fyrra gekk illa að selja egg eins og ég gat um áðan og hættu þá margir að aia hænur (og frúin át þær í haust). Nú kaupa húsmæður eitt kílo af eggjum fyrir kýrverð og spyrja má hvórt það sé fjármálasnilli. Ég efa ekki að fari svo að húsmæður hætti að kaupa kjöt í ár þá verða flestir sauðfjárbændur að hætta á næsta ári. Árið 1980 munu húsmæður skipta á 1 kg af kjöti fyrir 1 kg af gulli og þykja góð kaup. (Tilboós- verð). Kjöt svipað íslenzka lamba- kjötinu er ekki hægt að flytja inn vegna þess að það er ekki til en gervikjöt og plastkjöt er kannski HÚS MÁLVERKANNA 29 13. kafli Það truflaði hana að hann sæti þarna þegar hún ætlaði sér aó vinna. Hann hafði komið rétt eftir að byrjaði að rigna og henni fannst hún gæti ekki beðið hann að fara á meðan rigningin lamdist á rúðurnar. Hann hafði barið að dyrum í sömu mund og hún hafði sett fyrsta blaðið f ritvélina og svar- ið þess dýran eið, að nú skyldi hún komast áleiðis. — Mig langaði bara að sjá hvort ekki væri allt í Iagi. Hann hafði staðið f dyrunum og næstum fyllt út f þær og hún hafði verið með hugann við bókina, svo að nokkrar sekúnd- ur liðu áður en henni varð al- mennilega Ijóst að Morten var þarna kominn. — Allt f bezta iagi. Ég er að vinna. Hún benti f áttina að skrif- borðinu og hann tók það sem hoð um að koma innfyrir og hann var setztur áður en hún vissi af... og hún var heldur ekki viss um hvort hún kærði sig um að reka hann út — ekki fyrst það var Morten. — Satt að segja er ég ekki alls kostar ánægður með að þú skulir búa svona afskekkt. — Mér líkar vel að vera ein. Hún var hálffeimin við hann. Þorði ekki að láta f Ijós að hún var orðin hrifin af honum, f aðra röndina minnsta kosti. Hann hafði fylgt henni heim kvöldið áður. Þau höfðu gengið gegnum skóginn og talað um allt milli himins og jarðar og svo allt í einu höfðu þau þagn- að og ekkert sagt meira. Bara gengið og haldið í hönd hvors annars, f góðri og nota- legri þögn. Mildur trúnaður virtist hafa orðið til milli þeirra og henni fannst eins og kannski myrtdi eitthvað geta orðið ... eitthvað sérstakt. Eitt- hvað sem væri þyngra á metun- um en smáásthrifni og tóm- stundagrfn. Hún vissi að hún var að verða alvarlega hrifin af honum, en samt vildi hún ekki að hann sæti þarna. — Það gerist svo margt. Hann hafði setzt óboðinn niður og dró pfpu upp úr vasa sfnum. — Hvað ...? — Ég veit það ekki. Hann leit á hana. — Sízt af öllu vil ég hræða þig, en mér fannst ég sjá ein- hvern læðast hér í kring þegar ég nálgaðist. — Hvers vegna i ósköpunum ætti einhver að vera að snuðra í kringum húsið mitt? — Það var þetta með pening- ana... sem þú varst með f bankanum. Einhverjum myndi kannski hugkvæmast að þú hefðir peninga eins og sand. — Ef einhver vill brjótast inn, þá verður eflaust beðið þar til ég er ekki heima. Svoyppti hún öxlum. — Og þú hefur ekkí einu sínni sima. Hann virtist hugsa upphátt. Framhaldssaga eftir ELSE FISCHER Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi — Ég hef ekkert að gera við sfma. Það eina sem ég þarf er vinnufriður. Hún var orðin dálftið örg. — Og svo þarftu að fara yfir í skúrinn bæði kvölds og morgna. Hann er nú heldur drungalegur að sjá. Hann gekk út að glugganum og gægðist út. — Segðu mér eitt, ertu að reyna að hræða mig burt. Hann gekk aftur að stólnum og settist. Það var áhyggjusvip- ur á andliti hans. — Já, sennilega er ég að reyna það. En ég er bara að hugsa um þíg. Eg var ekki ánægður með að sjá þennan skugga skjótast burt þegar ég kom. — Þeir einu sem sáu fljúg- andi seðlana mína voruð þið Susie og frú Hendberg og systir hennar. Og svo fólkið í bankan- um. Þú heldur þó vonandi ekki að ég tortryggi eitthvert ykkar fyrir að læðast hér um tii að aðgæta hvort ég hafi morð fjár hérna faldar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.