Morgunblaðið - 08.01.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANUAR 1978
5
Dick Cavett, sá frægi
bandarfski spyrill, ræðir f
kvöld -við Woody Allen f
sjónvarpi.
Háðfuglinn
Woody Allen
Klukkan 21.50 í kvöld
ræðir Dack Cavett við
Woody Allen i sjónvarpi.
Viðtalið snýst aðallega um
myndir og bækur Allens,
svo og sálgreiningu. Allen
leikur á hljóðfæri i mynd-
inni og sýnd eru atriði úr
tveimur myndum hans.
Woody Allen er einn
þekktasti grinleikari
Bandarikjanna i dag og
nýtur feikna vinsælda i
heimalandi sinu. Hann hef-
ur gert margar myndir; og
leikið i enn fleirum; meðal
annars gerði hann mynd-
ina „Allt sem þú vilt vita
um kynlifið“ sem Tónabió
sýndi á sinum tima.
„Húsbændur og hjú“ eru að venju i sjónvarpi i dag
klukkan 16.00. Þátturinn i dag nefnist „Hildarleiknum
lýkur“, og er sendur út i lit. „Húsbændur og hjú“ eru þó
ekki eina efnið sem sjónvarpað er i lit, þvi öll dagskrá
sjónvarpsins i dag, utan frétta, er send út i lit.
„Skjólstæðingur Drottins"
nefnist nýsjálensk sjón-
varpsmynd sem sýnd verð-
ur mánudagskvöld klukk-
an 21.00. Myndin fjallar
um ungan dreng og bar-
áttu hans við Drottin, og er
75 minútna löng.
AUGLYSINGASTÖFA KRISTINAR 31.1
SKIRAFÉLAGIÐ BIFRÖST HF
Skrifstofur: Klapparstig 29. Sinnar 29066 og 29073 Umboðsmaður í USA: Hansen and Tideman Inc. Suite 1627, ONE WORLD TRADE CENTER,
NewYork, N. Y. 10048. Sími 432-1910 Afgreiðsla í Norfolk: Capes Shipping Agencies Inc. 1128 West Olney Road, Norfolk, Virginia 23507
Símar (804) 625-3658, /59 oq /50 oq(804) 627-2966 oa /67. Telex 823-476
M.S. Bifröst er fyrsta íslenska milli-
landaskipið af Ro-Ro gerð, en það er
skammstöfun fyrir Roll on/Roll off þ.e.
ekið í og úr.
Auk bílaflutninga er ætlunin að flytja í
hverri ferð ákveðinn fjölda flutningavagna
(trailers) og gáma.
Flutningavagnarnir koma akandi um
borð með vöruna beint frá framleiðslu-
stað. Þeim er síðan ekið í land til
móttakanda með vöruna innanborðs.
Með þessum hætti, auk gáma, má
flytja alla algenga stykkjavöru stóra sem
smáa. Og ekki síður ferskar, kældar
eða frystar sjávar- og landbúnaðarafurðir
beint til móttakanda hérlendis eða
erlendis.
Hagkvæmni flutninganna eykst í
hvívetna. Lestunar- og losunartími styttist
að mun, og vörumeðferð batnar, því
hvergi er um umskipun að ræða.
Leitið upplýsinga um ferðir og
fyrirkomulag á skrifstofu okkar.
Frá Hafnarfirði
Frá Norfolk
16. janúar
26. janúar
6. febrúar
17. febrúar
1. mars
13. mars
24. mars
5. apríl
16. apríl
NORFOLK
Áætlun M.S. Bifrastar
HAFNARFJÖRDUR