Morgunblaðið - 08.01.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.01.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANUAR 1978 27 Páll Gislason, borgarfulltrúi: Dagspítali fyrir aldraða í Hafnarbúðum Heilbrigdisráduneytid heimilar reksturinn Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar hefur lagt til við borgarstjðrn, að settur verði á fðt dagspftali fyrir aldraða f hluta hús- næðis Hafnarbúða (1. hæð) en á tveimur efri hæðum þessa húsnæðis er þegar rekin sjúkradeild f tengslum við Borgarspítal- ann. Er hér um nýjung hér á landi að ræða f þágu aldraðra sem gefið hefur góða raun vfða erlendis. Borgarstjðrn mun taka þetta mál til lokaaf- greiðslu á næsta fundi sfn- um. Heilbrigðisráðuneytið hefur fallist á þetta rekstrarform fyrir sitt leyti. Hver jir vistast á dagspftala Páll Glslason (S) sagði m.a. að þeir hópar aldraðra, sem til greina kæmu um vistun á slíkri stofnun sem dagspítala væru: 1. Einstaklingar sem á ný þarf að aðlaga að dvöl á heimili eftir langa sjúkrahúslegu. 2. Einstaklingar sem dvelja á heimilum aðstandenda, en eru Iftt færir um að sjá um sig sjálfir. 3. Einstaklingar sem búa einir en þjást af einmanaleik, skorta á hreyfingu og eiga gjarnan við næringarvandamál að stríða. 4. Fólk sem notið hefur að- hlynningar heimahjúkrunar, en gæti haft gagn af tímabundinni dagvistun. 5. Einstaklingar, sem njóta að- stoðar heimilishjálpar þar sem sérstök vandamál kæmu upp er leysa mætti með tímabundinni dagvistun. — Reiknað er mað að dvöl á agspitala verði timabundin lausn, t.d. hámark 3 til 4 mánuðir. Páll Gflsason, borgarfulltrúi, for- maður heilbrigðismálaráðs Reykjavfkurborgar. "All the News That'* Fit to Print’ Þekkingu er áfátt Ekki er sérstök ástæða til að tfunda það, sem Benedikt Grön- dal sagði um íslenzku fjölmiðlana, né Þórarinn Þórarinsson, enda hafa þeir báðir unnið að fjölmiðl- un og sjá hana kannski í meiri ljóma en ástæða er til. Benedikt minnti á, að útvarpið hefði áður verið heft af „óhlutdrægni" og dagblöðin algjör flokksmálgögn, en þetta hefði breytzt til hins betra og hefði sjónvarpið verið brautryðjandi i þeim efnum, en það orkar þó mjög tvímælis, þó að ekki sé ástæða til að fjalla um það frekar hér. Hitt mega fnenn þó ekki vanmeta, að útvarpið er kannski enn sá tengiliður við Is- lendinga, sem mikilvægastur er, því að það hefur ekki misst þann bakhjarl, sem það hlaut i vöggu- gjöf, þ.e. menningariega reisn, sem hefur valdið því, að það á enn eftir talsvert af andrúmi baðstof- unnar og er það ekki lítils virði. Efni sjónvarpsins er aftur á móti miklu misjafnara að gæðum og er það engin furða, þegar litið er á, hve ungt það er og ekki siður hitt, hve öll framleiðsla þess er dýru verði keypt. Þórarinn Þórarinsson er að sjálfsögðu ánægður með sitt ríkis- útvarp, enda formaður þess nú um stundir, og jafnframt fagnar hann styrk islenzkra dagblaða, en minnir menn svo á, að enda þótt þeir hafi gert ýmislegt vel þá séu „stjórnendur þeirra . .. ekki síður en aðrir háðir mannlegum breyzk- leika og þess gætir að sjálfsögðu oft í störfum þeirra. Þar eins og viðar koma gróðasjónarmið til sögunnar og stundum t.d. iögð meiri áherzla á að blöðin séu selj- anleg en vönduð. Þess vegna má ekki treysta fjölmiðlum gagnrýn- islaust, heldur ber að skapa þeim aðhald og fordæma hiklaust það, sem miður fer. Slikt aðhald al- mennings er því nauðsynlegra sem vald fjölmiðlanna er meira." Þessi orð Þórarins Tímarit- stjóra eru rétt og koma í raun og veru heim og saman við það, sem Lúðvík Jósepsson sagði, og þá ekki síður við harða gagnrýni Magnúsar Torfa Ölafssonar i Morgunblaðsgrein hans. Magnús Torfi er víðsýnn maður og veivilj- aður og hefur oft og einatt sýnt, að. hann lætur ekki segja hugsun sinni fyrir verkum, þótt undar- legt sé á þessum siðustu og verstu tímum. Magnúsi Torfa getur samt sjálfum skotizt illa i pólitíkinni og fór t.d. út af spori málefna- legrar rökhyggju i siðustu út- varpsumræðum, en hann er ein- att jákvæður maður og af þeim sökum er meiri ástæða fyrir blaðamenn og aðra þá, sem koma við sögu fjölmiðla, að hlusta á þaði sem hann hefur um þá að segja. Hann tekur und- ir orð Lúðvíks Jósepssonar og raunar Þórarins Þórarinssonar i aðra röndina, þegar hann fullyrð- ir, að málflutningur fjölmiðlanna frá eigin brjósti eins og hann kemst að orði, „er tíðum óná- kvæmt orðagjálfur, þrungið til- finningaþenslu, er skortir baga- lega hnitmiðun og skýrleika hugs- unarinnar." Því miður er þessi fullyrðing ekki út í bláinn, heldur mætti of oft rökstyðja hana með dæmum. Þá segir Magnús Torfi enn- fremur: „Þekkingu á málum, sem um er fjallað, er þar að auki alltof áfátt og málfar fyrir neðan allar hellur. Full þörf er á að taka upp undirbúningsmenntun fyrir starfsfólk fjölmiðla. Yrði það von- andi til, að þeir sinntu betur upp- lýsinga- og afþreyingarhlutverki Hvernig er dvöl á dagspftala hagað? Reikna má með, að húsnæði það sem til raðstöfunar er á fyrstu hæð i Hafnarbúðum geti tekið allt að 16 einstaklinga í dagvistun i senn allt eftir þvf hvers konar sjúklingar yrðu vistaðir. Þó er f byrjun ekki rétt að gera ráð fyrir fleiri en 6 plássum. Dvöl á dagspftalanum yrði i aðalatriðum hagað með eftirfar- andi hætti: Aðstandendur sæju um að koma fólki á staðinn, t.d. fyrir kl. 9.00, en ef um væri að ræða ean- staklinga eða fólk i hjólastól þyrfti spitalinn að sjá um flutninginn. Séð yrði fyrir morgunverði og hádegisverði *á staðnum. Yfirlæknir Grensás- deildar og yfirsjúkraþjálfari hafa þegar gert áætlun um sjúkraþjálf- un fyrir sjúklingana, en sú aó- staða er staðsett á sömu hæð. Þá er fyrir hendi ákjósanleg baðað- staða. Yfiriðjuþjálfari Grensás- deildar hefur og tekið að sér að koma á fót aðstöðu til iðjuþjálfun- ar f húsnæðinu. Þá væri aðstaða til ýmiss konar afþreyingar á staðnum, svo sem tafl, spil, lestur o.þ.h. Vistfólk Hafnarbúða mundi blanda geði við aðkomufólkið til tilbreytingar og gamans fyrir báða aðila og e.t.v. taka þátt i sameiginlegum hóp-Ifkamsæfingum eftir því sem getan leyfir. Eðlilegt væri að f byrjun yrði ekki gert ráð fyrir lengri dvalar- tíma en sem svaraði venjulegum dagvinnutíma, en þar frá dragist tími á morgnanna til undirbún- ings og til frágangs að dvalartíma loknum. Ymsum atriðum í sambandi við rekstur sem þennan yrði að haga eftir því sem reynslan segir til um. Þar að meðal er hversu mik- illar læknishjálpar og hjúkrunar myndi þurfa við, lyfjagjafar o.þ.h. Eðlilegt væri í byrjun, að starf- semin yrði að öllu leyti tengd starfsemi Borgarspítalans i Hafnarbúðum, húkrunardeildar- stjóri liti til með starfseminni, starfsmannahald, matur og ræst- ing yrði á vegum Borgarspitalans. Auk þeirrar starfsemi sem hér hefur verið lýst, hefur dagspital- inn möguleika á að veita frekari þjónustu svo sem likamsböðun, fótsnyrtingu og hársnyrtingu. Utnræður Miklar umræður urðu um þetta mál i borgarstjórn. Albert Framhald á bls. 46. sínu, en eitthvað drægi úr æsi- skrifum og belgingi í blöðunum. Til framfara má telja, að mismun- andi skoðanir eiga nú greiðari leið til birtingar i fjölmiðlum en áður var. Eðlilegt framhald á þvi er, að einsýni og hleypidómar í fréttaflutningi blaðanna þoki fyr- ir alhliða heimildaöflun og við- leitni til hlutlægni." Morgunblaðið vill taka undir þessa gagnrýni. Aðalatriðið er, að slíkt aðhald verði íslenzkum blöð- um og fjölmiðlum til gagns og framdráttar á þeim erfiðu og við- sjáarverðu tímum, sem í hönd fara., Morgunblaðið hefur reynt að byggja upplýsingamiðlun sína á staðreyndum og haldgóðum heimildum og á það verður lögð meiri áherzla i framtiðinni en ver- ið hefur. Blaðið mun ekki keppa við gula pressu. Hitt er svo annað mál, að ís- lenzku dagblöðin eru í raun og veru öll fátæk miðað við stórblöð erlendis og geta með engu móti uppfyllt allar þær kröfur, sem gera verður til góðs blaðs, svo mikinn kostnað sem það hefði i för með sér. Dagblöðin hafa því miður ekki getað haft á sinum vegum sérfræðinga í ýmsum þeim efnum, sem þyrfti, en vonandi verður þróunin sú, að þau hafi bolmagn til þess, þegar fram líða stundir. Það er a.m.k. markmið Morgúnblaðsins að bæta úr brýnni þörf að þessu leyti, enda þótt slíkt takmarkist við þann fjárhag, sem fyrir er. Þá eru vinnuskilyrði islenzkra blaða- manna ekki eins ákjósanleg eða eins góð og bezt gerist erlendis, mikið álag er á hverjum einstök- um föstum starfsmanni á ritstjórn og raunar sjá menn ekki út úr auga við störf sfn, sem vinna verð- ur með óguðlegum hraða. Það eru bara „fínu blaðamennirnir" úti í bæ, sem hafa blaðamennsku að hjáverkum, sem ættu að geta bor- ið af að öllu leyti, enda þótt sumt af því, sem verst er i íslenzkum dagblöðum nú um stundir, sé ein- mitt í alls konar yfirborðslegum aðsendum greinum, sem byggja því miður einungis að Iitlu leyti á staðreyndum, en hafa þeim mun meira af lyftidufti taugaþenslu og fordóma. Og ósjaldan hafa þeir hæst um ávirðingar annarra, oft- ast tilbúnar, sem búa í glerhúsun- um. að eru hræsnararnir, sem nærast á yfirborðsmennsku og skinhelgi — og því miður sjá menn ekki alltaf við þeim. Það, sem hér hefur verið sagt, skilja menn eins og Magnús Torfi Ólafsson, sem hefur verið ritstjóri blaðs og blaðamaður um langt skeið. Hann mætti því vel reyna að sjá í gegnum fingur við okkur a.m.k. í bili. Auðvitað er nauðsyn- legt að mennta blaðamenn, eins og hann nefnir í svari sinu hér í blaðinu. En framhjá þeirri stað- reynd má þó ekki ganga, að marg- ir blaðamenn og þeir, sem starfa við fjölmiðla, eru vel menntað fólk og kann til verka, ekki síður en aðrir, t.a.m. þingmenn. Um það var rætt á sínum tíma, að félagsfræðideild Háskólans tæki að sér uppfræðslu verðandi blaðamanna, en úr þvi varð ekki, og nú getum við raunar lofað guð fyrir það, eins og komið er fyrir þessari ágætu deild, þótt þar sé ekki allt á sömu bókina lært, sem betur fer. Kennarar í þjóðfélags- fræðum eru út og suður á snærum Alþýðubandalagsins, prófessor- inn í uppeldisfræðum er lafmóð- ur af Keflavíkurgöngum og nú ér talað um „súper-gaggó" Háskól- ans! Okkur vantar ekki fleiri blaðamenn, sem vega allt og meta á fordómavigt marxistískra fræða, heldur vel menntað og víð- sýnt fólk, sem horfir af háum sjónarhóli, en ekki pólitískum hundaþúfum. I bili skulum við þakká forsjóninni fyrir, að yfir- Ieitt hafa íslenzkir blaðamenn a.m.k. ekki enn sem komið er, þurft að meðtaka innrætingu þeirra afla, sem helzt stunda marxistísk fræði innan veggja Há- skóla íslands eins og félags- og bókmenntadeildar þessa óska- barns þjóðarinnar. En „óskabörn" geta orðið erfið, t.a.m. á gagnfræðaskólastigi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.