Morgunblaðið - 08.01.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.01.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8, JANUAR 1978 19 gamaldags. Ég ge't vel ímyndað mér að slíkir dansarar nenni ekki að leggja neitt aukreitis á sig, þeir hafa sitt fastakaup og örugga atvinnu. Ahugi Bandaríkjamanna á listdansi hefur stóraukizt á síð- ustu árum og tilkomin er alveg ný stétt áhorfenda. Það þykir til dæmis enginn viðburður lengur þótt þrír dansflokkar' sýni samtímis í New York.“ „Hann þarf ekki endilega að vera fallegur. . ." — Að frátöldum hæfileikan- um, hvað þarf góður listdansari þá að hafa til brunns að bera? „Hæðin skiptir miklu máli,“ svarar Helgi. „Viss hæð og viss likamsvöxtur. Balenchine vill til dæmis mjög hávaxna dans- ara, honum finnast þeir koma betur út á sviði. Þá þarf dansari að geta teygt vel úr ristinni, geta stokkið, snúið sér og lyft kvendansaranum. Karldansari þarf að vera sterkur. Þá þarf dansarinn að vera músíkalskur og uppfylli hann fyrrnefndar kröfur þá getum við óhikað bætt við áttatiu prósent vinnu. Andlit dansarans skiptir einnig miklu máli. Hann þarf ekki endilega að vera fallegur en þokka verður hann að hafa. Flestir áhorfendur hafa Iitið vit á tækninni bak við dansinn og einblína því oft á andlit dansar- ans eða yfirbragð. Það er þetta sem er krefjandi við ballettinn, allt þarf að vera svo fullkomið." „Nú keppi ég við sjálfan mig” Það er ró yfir svip Helga Tómassonar þegar hann talar. Jafnvel þegar hann segir að honum finnist tíminn líða alltof hratt og hann sé hræddur við að geta ekki komið öllu þvi í verk sem hann hafi áhuga á i sambandi við dansinn, þvi ævi ballettdansarans sé stutt. „Síð^stliðið. ár hefur verið eitt það bezta í lífi minu. Ég er ánægður með sýningarnar og mér hefur fundizt að lítið hafi þurft að bæta. Þótt leitin að fullkomnuninni í dansinum sé óendanleg." — Hver er tilfinningin þegar góður árangur hefur náðst og þú hefur fengið stórkostlegar viðtökur eins og eftir Giselle í Parisarpóperunni? „Alger fullnæging og stolt. Ég veit að þetta hefur tekizt stórkostlega þótt ég hafi kannski skolfið í hnjáliðunum áður en ég fór inn á sviðið. Það er samt ekki oft sem maður finnur þessa tilfinningu, en ég fann hana í París nú um dag- inn. Tilfinning þessi er brot af þvi, sem ég hef verið að leita að allt mitt líf og allt í einu stend ég andspænis henni, upplifi hana og get ekki lýst því nánar með orðum. En ég er aldrei fullkomlega ánægður. Ég hef náð þeim árangri að þurfa ekki lengur að keppa við aðra dansara. Nú keppi ég við sjálfan mig. Ég keppi að því að gera betur.“ — Hvert er takmark þitt í lífinu nú? „Að ná fullkomnun í dansin- um enn sem fyrr. Að henni hef ég leitað allt frá byrjun og í gegnum þá leit hef ég lært að þekkja sjálfan mig — sem mann. Því meira sem maður kynnist sjálfum sér því forvitn- ari verður maður...“ — Hefur þú komizt að ein- hverri niðurstöðu? „Já. Ég er hamingjusamur maður bæði í gegnum list mína og með fjölskylduna, konu mína og syni. Ég er ánægður yfir því hversu langt ég hef náð, þótt ég þurfi oft að minna sjálfan mig á það að leitin sé óendanleg og ekki megi láta staðar numið. Þá horfi ég um öxl og hugsa með mér: Það er ágætt að hafa náð langt en ég má aldrei gleyma hver ég er, hvaðan ég kom og úr hverju ég kom! Ég hef þurft að vinna að þessu takmarki. Þetta hefur verið þrotlaus barátta. Eini utanaðkomandi stuðningurinn hefur komið frá fjölskyldu minni. Tækifærin, sem ég hef fengið, hafa oft verið hrein heppni eða ég hef verið réttur maður á réttum stað. Oft hefur mér þó fundizt ég óréttlæti beittur enda er þetta ranglátur heimur, þar sem maður upp- sker sjaldnast til fullnustu það sem maður hefur sáð. En ég má ekki gefast upp þótt á móti blási og það hef ég heldur ekki gert hingað til. Maður þarf að hafa seiglu. Stærsti sigur minn sem list- dansara var þegar ég hlaut silfurverðlaunin í Moskvu. Það er einsdæmi ef á það er litið að allir toppdansarar í dag hafa komið frá þekktum skólum eða leikhúsum — já eða þekktum stórveldum," og nú-hlær Helgi. „Eftir að ég hlaut silfurverð- launin breyttist ég. Áður var ég svolítið villtur og vissi ekki hvert ég stefndi.** Ari eftir sigurinn í Moskvu var Helga boðið starf við New York City Ballettinn — þeim ballett sem honum var einu sinni tjáð að hann ætti aldrei eftir að dansa með. Nú er hann annar aðaldansaranna eins og fyrr getur og bandarískur gagn- rýnandi lét svo um mælt að enginn túlkaði Balenchine bet- ur en Helgi Tómasson. 31. janúar næstkomandi mun Helgi Tómasson ásamt aðalmót- dansmey sinni, Patriciu MacBride, dansa aðalhlutverk- ið í Koppelíu í Lincoln Center og verður því sjónvarpað beint um öll Bandaríkin. Er þetta í annað sinn sem slík bein út- sending er frá ballettsýningu, í fyrra skiptið var því sjónvarpað þegar Barysnikov og Makarova dönsuðu í Giselle og Svanavatn- inu á sama stað. — Þetta er mikill heiður fyrir íslenzkan rikisborgara í Bandaríkjunum? „Já.“ Helgi hlær. „Enginn er spámaður i sínu föðurlandi. Þetta er líklega í fyrsta sinn sem ég hef rætt við íslenzkan blaðamann um eitthvað annað en list mína eingöngu. I öll þau ár sem ég hef dvalið erlendis og heimsótt Island finnst mér að enginn hafi Iagt sig fram við að kynnast mann- inum Helga Tómassyni. Mér hafa verið veittar viðurkenn- ingar sem ballettdansara og blaðaskrifin hafa verið nóg. En þau hafa snúizt um dans minn, ekki mig.“ Texti: Herdís Þorgeirsdóttir. Ljósm.: Friðþjófur. Rockwell Delta 12”-14” sög 9” sög og 4” afréttari sambyggt. Pússvél 6” pússband og 12” diskur G. Þorsteinsson & Johnson h.f. Ármúla 1. — Sími 8 55 33. nýttár... nýtt bókhaldsár... MEÐ NÝJU ÁRI KOMA NÝJAR FÆRSLUR, NÝJAR ÁKVARÐANIR, NÝJAR BÓKHALDSBÆKUR. HJÁ OKKUR FÁST RÉTTU BÓKHALDSBÆKURNAR. ÚRVALIÐ ALDREI MEIRA. Hallarmúla 2 Hafnarstræti 18 Laugavegi 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.