Morgunblaðið - 08.01.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.01.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANUAR 1978 Þórir S. GUÓbergsson Rúna Gfslatfóttir Taktu fjöðrina úr þvotta- klemmu. Leggðu sléttu hliðar hennar hvora að annarri og settu fjoðrina á aftur, þannig að gormurinn A liggi ( rauf- inni B. Vængur er gerður úr pappa eða þunnum spæni (8—10 cm) og llmdur á eins og sýnt er á myndinni. Stél er gert á sama hátt. Hjól má gera úr pappa eða tveimur tolum með gati I miðju, og slðan eru þau sett á vlr eða tága-bút. sem stungið er gegnum gorminn. Ef flugvélin þin á að vera sjóflugvél, skaltu gera skiði á hana úr korktappa og lima þau á. Hreyfillinn er sniðinn úr þykku plasti (t.d. loki af mysingsdós), tituprjóni stungið gegnum hann og i flugvélina fremst. Chaplin Hann vaggar eftir götunni, út- skeifur og í hlægilega víðum bux- um. Smávaxinn, einkennilegur maður með of lítinn hatt, yfir- varaskegg sem helst minnir á rak- kúst. Og hann er í ótrúlega stór- um skóm. Hann sveiflar lipurlega stuttum stafnum, sem virðist þurfa að krækja alls staðar í. Þekkir þú hann? Flest okkar hafa víst séð Chaplin í kvikmynd eða í sjón- varpi. Milljónir manna hafa gegn- um árun, hlegið og grátið á meðan þær hafa fylgst með aðgerðum broslega litla mannsins, sem hefur svó gott hjartalag, en flæ)c- ist inn í alls konar óþægilegar aðstæður. Chaplin hefur skrifað bók undir nafninu: Frá betlara til dollaramilljónamærings, og þessi bókartitill segir ævisögu hans í hnotskurn. Chaplin lærði snemma hvað neyð og fátækt var, og helstu bernskuminningar hans eru baráttagegn sultinum. Arið 1889 gerðist tvennt merki- legt. Annað var fæðing Chaplins, hitt var uppgötvun Thomas Edison á vél, sem síðar átti eftir að þróast í það tæki, sem gerði Chaplin heimsfrægan, kvik- myndavélina. En drengurinn litli, sem ólst upp í fátækrahverfi London, hafði ekki neina hugmynd um, að til væri eitthvað, sem héti hreyf- anlegar myndir. En hann fór að koma fram og skemmta frá því að hann var smádrengur, þrátt fyrir það. I fyrstu skemmti hann helst nágrönnum með gamansemi sinni, fólki, sem var jafn fátækt og hann sjálfur. Og það skemmti sér mjög vel, þegar Charlie hélt sýningar í bakgörðum eða port- um. Hann hafði eindæma hæfi- leika til að líkja eftir mönnum, og nágrannarnir öskruðu af hlátri þegar hann lék bakarann á horn- inu, hjólbeinótta öskukarlinn eða svipstrangan húseigandann, þeg- ar hann kom að innheimta húsa- leiguna. En meginhluta tíma sins varði Charlie til að reyna að vinna sér inn nokkrar krónur. Hann bjó með móður sinni og bróður í lé- legu, litlu herbergi. Móðirin var oft veik, og Charlie var ekki gam- all þegar hann fór að fá sér vinnu sem sendill eða blaðasöludrengur eða eitthvað annað ámóta. Vegna óvenjulegra hæfileika sinna sem leikari, trúður og dans- ari fékk Charlie þegar fyrir átta ára afmælið fyrsta hlutverk sitt — mjög lítið reyndar — í revíu- leikhúsi. Hann varð að láta sér nægja örfáar krónur að launum, en hann var kominn á þá braut, sem átti eftir að færa honum mikla frægð. Og leiðin til ame- rísku kvikmyndaborgarinnar Hollywood, þar sem hann lék i fyrstu kvikmyndinni 1914, varð bæði löng og þyrnótt. Chaplin — eins og við þekkjum hann — fór að myndast smátt og smátt, og fólki fór að þykja vænt um litla manninn og vildi sjá hann aftur og aftur. Chaplin var þrældugleg- ur og kastaði sér út í verkefnin af lífi og sál. Auk þess sem hann lék aðalhlutverkin, skrifaði hann sjálfur líka handritin fyrir mynd- irnar, og hann valdi og stjórnaði hinum leikurunum. Hlægilega litla Chaplin-veran vaggaði inn í hug og hjörtu allra, og hver myndin á fætur annarri birtist á hvíta tjaldinu. Efni myndanna fjallaði oft um fólk, sem varð undir í lífsbarátt- unni. í einni þeirra segir Chaplin sögu sinnar eigin bernsku, lýsir árunum í fátækrahverfi London, en þau voru honum enn í fersku minni, þó að hann ætti nú þá peninga, sem hann þurfti og rúm- lega það. Nú er Chaplin látinn. Hann dó á Keramikverkstæði til sölu Til sölu er eitt elsta starfandi fyrirtæki í keramik- iðnaði hér á landi Nánari upplýsingar gefnar í síma 19645 og eftir kl. 5 í síma 342 1 5. HLJODKUTAR,- NÝKOMIN SENDING. SERHANNAÐIR. MINNI MOTSTADA - SPARAR BENZIN. ® (fflwnaust kf 8-27-22 SÍÐUMÚLI 7-9 Iþróttafélag kvenna Leikfimi hefst mánudaginn 9. janúar kl. 6.50 i Austur- bæjarskóla. Rytmisk, afslöppunar- og þjálfunarleikfimi Kennt verður tvisvar i viku á mánudögum og fimmtudög- um. Kennari Thedóra Emilsdóttir, Innritun í síma 14087, og 29056 Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki VESTURBÆR Reynimelur 1—56 Neshagi, Ægissíða, Hjarðarhagi frá 1 1 —42. AUSTURBÆ R Miðtún, Sóleyjargata Ingólfsstræti, Samtún. Lindargata, Hverfisgata 4—62 Skipholt 54 —70. Hverfisgata 63— 1 25 Upplýsingar í síma 35408

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.