Morgunblaðið - 08.01.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.01.1978, Blaðsíða 48
Utihurðir, svalahurðir, bílskúrshurðir Útihurðir Dalshrauni 9, sími 54595. Hafnarfirði. AUGLÝSINÍiASÍMINN ER: 22480 JWorcnnblabtb SUNNUDAGUR 8. JANUAR 1978 Höfrungur II strandaði við Grindavík Grindavík, 7. janúar. ÞEGAR vélbáturinn Höfrungur II GK 27 var að fara I róður snemma f morgun vildi það óhapp til að sjálfstýring bátsins bilaði, þegar hann var staddur f innsigl- irigarrennunni að höfninni hér í ; v * n* » * « Skíðalyft- urnar í gang í dag SKÍÐALYFTURNAR i Blá- fjöllum og Hveradölum verða opnar klukkan 10—18 i dag. Nægur skiðasnjór er á báðum stöðunum og í gær naut mikill fjöldi fólks útiverunnar þar. Grindavfk. Skipti engum togum að báturinn beygði hart á bak- borða og strandaði. Á Höfrungi II eru 10 menn og sakaði engan þeirra. Sumir héldu kyrru fyrir í bátnum en aðrir gengu á land þurrum fótum. Flóð var þegar báturinn strandaði í morgun og á að gera tilraun til þess að ná honum á flot á síðdeg- isflóði í dag með aðstoð björg- unarskipsins Goðans. Talið ér að báturinn sé sáralitið skemmdur. Höfrungur II er 179 tonna stál- bátur, smíðaður í Noregi 1957. Eigandi er Hópsnes hf. í Grinda- vik. Báturinn er á netum. — Guðfinnur. Ilöfrungur II á strandstað í gærmorgun. Ljósm. Mbl. Guófinnur Bergsson. Hræringar við Kröflu: Enn hleypur kvika í átt til Giástykkis SAMFELLD skjálftavirkni og hægt landssig var f gærmorgun við Kröflu og þegar Morgunblaðið fór f prentun f gærdag, var allt f óvissu um það hverja stefnu þessi eldvirni tæki. Vfsindamenn töldu þá að kvikuhlaup gengi f norður f átt til Gjástykkis, en að ekki væri Utanríkisráðuneytið: Munumbenda sendi- ráðinu á ólög- mæti útgáfunnar VIÐ munum á mánudag hafa samband við sendiráð Sovétrfkj- anna og benda þeim á að blaðaút- gáfa Novosty-fréttastofunnar samrýmist ekki lögum um prent- rétt á lslandi, sagði Hendrik Sv. Björnsson ráðuneytisstjóri f utan- rfkisráðuneytinu f samtali við Mbl. f gær f sambandi við umsögn dómsmálaáðuneytisins, þar sem fram kemur að útgáfa „Frétta frá Sovétríkjunum", sem Novosty- fréttastofan gefur út hér á landi með erlendum ritstjóra samrým- ist ekki lögum um prentrétt, en f þeim lögum kveður svo á að ekki megi gefa út blað hér á landi nema af innlendum aðilum með innlendan ritstjóra og ábyrgðar mann. Þá var Hendrik Sv. Björnsson að því spurður hvort hann teldi að til þess kæmi að útgáfa blaðsins Framhald á bls. 46. samt um eins mikið kvikumagn að ræða og áður. Hins vegar virt- ist sem hlaupið væri stöðugra. Einhvern tfma kemur að þvf að meiri kvika kemst ekki norður og þá er spurning, hvert hún fer — eins og fram kom f viðtali Mbl. f gær við Pál Einarsson jarðeðlis- fræðing. 1 gær biðu menn átekta til þess að sjá hver þróun eld- virkninnaryrði. Siðdegis i fyrradag byrjaði hægt landsig á Kröflusvæðinu og hélt það svo áfram fram eftir nóttu. Um klukkan 06.30 í gær- morgun fór hraði sigsins hins vegar að aukast og um kiukkan 07.30 hófst stöðugur órói á skjálftamælunum. Færðist hann fyrst f stað í aukana nokkuð hratt, en hætti sfðan að vaxa og var nokkuð stöðugur fram á siðdegið í gær. Síðast, þegar Morgunblaðið hafði samband norður á Kröflu og ræddi við Pál Einarsson, taldi hann að öriítið hefði dregið úr óróanum, en hvað siíkt boðaði vildi hann ekkert segja um. Páll Einarsson sagði að með þessum óróa fylgdu nokkrir stórir skjálftar annað slagið, sem virtust eiga upptök f norðurhluta Kröflu- öskjunnar eða jafnvel norðan við hana. Benti það til kvikuhlaups í norðurátt, í átt til Gjástykkis. Morgunblaðið spurði Pál, hvort unnt væri að gera sér nokkra Samið við fhigvirkja Viðræður standa yfir við flugfreyjur en eru ekki hafnar við flugmenn SAMNINGAR hafa verið undir- ritaðir -við flugvirkja og flugvél- stjóra, en viðræður standa enn yfir við flugfreyjur. Hins vegar hafa viðræður enn ekki hafizt við flugmenn, hvorki FlA, sem sem- ur fyrir flugmenn Flugfélags ts- lands né Félag I.oftleiðaflug- manna, sem semur fyrir flug- menn Loftleiða. Hinn nýi kjara- samningur Flugvirkjafélags Is- lands og Flugleiða gildir frá 1. desember 1977 til 1. febrúar 1979. Umsamdar hækkanir eru hinar sömu hlutfallslega og um samdist milli ASt og VSl f sumar, að metnum þeim hækkunum sem eldri samningur fól I sér fram að 15. október. Samningar flugvirkja runnu út í október síðastliðnum, en nýju samningarnir voru undirritaðir á Þorláksmessu, 23. desember. Samningarnir voru gerðír án milligöngu sáttasemjara ríkisins. Þá standa enn yfir viðræður við fiugfreyjur. Hefur málinu enn ekki verið vísað til sáttasemjara. Viðræður við flugmenn eru enn ekki hafnar en FlA hefur þegar lagt fram kröfur sinar. Félag ís- lenzkra atvinnuflugmanna semur fyrir flugmenn Flugfélags Is- lands, en Félag Loftleiðaflug- manna fyrir flugmenn Loftleiða. Þá má geta þess að i sambandi við Afrikuflug Flugleiða var sér- staklega samið við Loftleiðaflug- menn, en aðalkjarasamningur er enn Iaus eins og áður er sagt. grein fyrir þvi, hve mikið magn gæti enn gengið í Gjástykki eða i átt til þess. „Það er nú það, sem ekki er gott að segja til um, en auðvitað minnka líkur á að enn hlaupi þangað kvika i hvert sinn“, sagði Páll og bætti þvi við að landssigið væri nú heldur hægara en áður og þvi ljóst að kviku- streymið væri ekki eins mikið og áður, en það virtist vera talsvert stöðugra. Sjaldan áður hefur óró- inn verið svo jafn. Páll kvaðst ekki hafa frétt neitt af sýnilegum ummerkjabreyting- um á svæðinu eða næsta ná- grenni. Hann kvað mikla gufu í Bjarnarflagi og í raun erfitt að bera það saman frá einum tíma til annars. Páll kvað verða hugað gaumgæfilega að öllum breyting- um nyrðra nú um helgina. Enn væri mesta virknin þarna nyrzt á svæðinu og hefði hún ekki færzt nær byggðinni. Fátt fólk er nú á Kröflusvæð- inu, þar eru aðeins vélstjórar á vakt — og var það raunar frá þeim, sem tilkynningar komu um landssig, en þeir lesa á hallamæla í stöðvarhúsi gufuvirkjunarinnar. I Kröflu og við Mývatn var í gær 10 stiga frost, en bjartviðri. Þrettándinn í Hafnarfirði: 40 lögreglumenn voru við öllu búnir LÖGREGLAN I Hafnarfirði hafði mikinn viðbúnað I fyrrakvöld, þvf ólæti* unglinga á þréttándanum hefur verið mikið vandamál I þeim bæ um árabil. Er þess skemmmst að minnast að á þrett- ándanum I fyrra brutu ungling- arnir 60—70 rúður I Ráðhúsi Hafnarf jarðar. I fyrrakvöld fékk Hafnarfjárð- arlögreglan liðsauka úr Reykja- vík og voru alls 40 lögregluþjónar í viðbragðsstöðu og höfðu þeir til taks 5 lögreglubíla. Um hálfell- efuleytið hafði hópur ungmenna safnast fyrir á Strandgötu, bæði unglingar úr bænum og aðrir, sem komnir voru fyrir forvitnis- sakir. Lögreglan kallaði til ungl- inganna í gegnum gjallarhorn og bað þá að hverfa af götunni. Sum- ir sinntu því en aðrir ekki og eftir örfáar mfnútur lét lögreglan til skarar skríða. Hún tók í sína vörzlu tugi unglinga, flutti þá upp á Hvaleyrarholt og síðan hafði hún samband við foreldra ung- mennanna og bað þá að sækja börn sfn. Árangurinn af þessum fyrir- byggjandi aðgerðum lögreglunn- ar varð sá að aðeins ein rúða var brotin i Hafnarfirði þetta kvöld, í Kaupfélaginu, sem aldrei hefur sloppið við rúðubrot þau ár, sem óspektir hafa verið í bænum á þrettándanum. Leitaði á stúlkur UM NlULEYTIÐ á föstudags- kvöld komu tvær ungar stúlk- ur á miðborgarstöð lögregl- unnar i Reykjavik og kærðu mann nokkurn fyrir að hafa leitað á þær. Höfðu stúlkurnar fyrr um kvöldið þegið bílfar hjá manni, sem þær þekktu ekki. Ók maðurinn með stúlk- urnar niður að höfn og reyndi að koma fram vilja sinum gagnvart þeim. Stúlkurnar sluppu úr greipum mannsins og þær gátu gefið svo góða lýsingu á manninum og bfln- um að maðurinn var handtek- inn síðar um kvöldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.