Morgunblaðið - 08.01.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.01.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANUAR 1978 7 Mikil nauðsyn er þeim, sem predika — og það er ég að burðast við að gera enn — að fá að heyra gagnrýni þeirra, sem hlusta eða lesa. Um trúarskoðanir er hinn al- menni hlustandi oft engan veginn samferða prestinum, og hlustandinn erstundum ofjarl prestsins að vitsmun- um til Hitt er prestinum hættulegt, ef hann stendur aðeins i þröngum hópi jábræðra um trúarskilning og skoðanir en veit sáralítið um þorra þess safnaðarfólks, sem hann er kjörinn og þigg- ur laun af almannafé fyrir að þjóna Góður maður og athugull tók mig tali á götu fyrir fáum dögum. Hann hafði lesið ára- mótahugleiðingu mína í Mbl., og honum fannst meira en nóg um það, hve mikla áherzlu ég lagði þar á skuld nútímamannsins við liðnar aldir og ár. Þau ummæli min áttu allra sizt að vera rómantískur lof- söngur um hina ,,góðu, gömlu daga". Sá lofsöngur er ekki nýr. Ein elzta heimild um sögu mannkyns er skráð fleygrún- um á leirbrot, sem fornleifa- fræðingar fundu i neðsta lagi rústanna af hinni fornu Babylonsborg, margra árþús- unda gamalt. Á leirbrotið voru letruð þessi orð: „Ó, að tímar væru nú eins og þeir áður voru"! Á svo löngu lið- inni öld, fyrir þúsundum ára, sáu menn í hyllingum fávizk- unnar dýrð hinna „gömlu, góðu daga". Þeim dögum megum við ekki gleyma ef við viljum átta okkur á stöðu okkar í dag, ekki gleyma þeim en læra að meta þá rétt, svo að við sjáum, hvað við eigum þeim að þakka og hvað þeir eiga að kenna okk- ur að varast. Öllum sæmilegum mönn- um ofbýður kynþáttafjand- skapur, kúgun, fangabúðir, réttarmorð og ofbeldi, sem veður uppi víða um lönd með samtíð okkar, en í bréfi, sem ráðgjafi Hinriks Bretakon- ungs 8 reit lærdómsmannin- um Erasmusi frá Rotterdam snemma á 1 6. öld, kvartar hann yfir því, að mjög sé gengið á brezku skógana og viður orðinn dýr vegna þess, hve mikinn við hafi þurft í galdrabrennurnar. Fallegir „góðir, gamlir dagar voru það! Menn láta sér títt um það, að trúarlifi hafi hrakað mjög frá því, sem áður var. Um það er vandi að dæma og má engan veginn skoða frá þeim sjónarhóli einum, að kristni- boði kirkjunnar, kirkjulegum kristindómi, er ekki gefinn sá gaumur, sem fyrrum var. Kirkjan finnurekki þá leið, sem hún áður fann að al- menningi Það hygg ég frem- ur sé ríkjandi guðfræði en prestunum að kenna. Eg veit ekki nema Einn þess um- kominn að dæma um trú eða vantrú mannshjartans. Fyrir þvi verðurekki lokað augum, að trúarskilningur manna á þeim „gömlu, góðu dögum" var tíðum sá, að eftirsjá er engin að honum Það erekki liðið langt á aðra öld siðan skrifaður var í trúarvarnar- skyni, að þvi er kallað var, bæklingur, þar sem farið var hinum svivirðilegustu orðum um predikarann John Wesley, mann sem raunar var gagnrýninn mjög á kirkju sinna tima, helgisiðakirkjuna brezku, með öllu hennar kirkjutildri, mitrum og silki- vegar hið bjánalega skefja- lausa mat á fjármunum, peningum, sem hámarki mannlegrar farsældar, sálar- friðar lífsfyllingar og hins vegar fullkomið andvaraleysi þeirra, sem til glæpsamlegs verknaðar hneigjast, af því að virtur er að vettugi hinn alvarlegi boðskapur Krists um að svo skilyrðislaus sé ábyrgð einstaklings á sínum gjörðum að „til síðasta eyris" verði sérhverað greiða sína skuld Úr alvöru og strangleik þeirrar tvímælalausu kenningar Krists var raunar stórlega dregið með friðþægingar- kenningu Páls postula um að blóð Krists borgi sektir „Þeir görnlu, góðu dagar” kápum og sifelldum kröfum um meira fé til að kristna Breta. En JohnWesley bar fram fagnaðarerindi Krists kröftuglegar en langflestir aðrir fyrr og síðar enda viður- kenndur nú sem einn ágæt- asti boðberi kristninnar. I bæklingnum er Wesley nefndur „gamall refur", sem kristilegt væri að beita hinu ruddalegasta ofbeldi. Höf- undur bæklingsins var höf- undur hins heimsfræga sálms: Bjargiðalda, borgin min. Er æskilegur trúarskiln- ingur hans „góðu, gömlu daga"? Þeir hafa aldrei verið til í þeim skilningi, sem lagður er tíðast i það heiti, og svo fávis má enginn vera að hann óski þeirra daga aftur. En er þá okkar öld gullöld alls hins góða; Hvað um okkar þjóð á árinu sem fyrir einni viku kvaddi, eða var kvatt? Um það munu ókomnar aldir dæma á ýmsa lund, en á almenningsvörum eru þær hörmulegu brotalamirá siðgæðisvitund þjóðarinnar, sem augljósar hafa orðið á liðnu ári, fjárdráttur í stórum stíl og þeirra, sem hafa ekki þá afsökun að gripa til óynd- isúrræða fyrir fátæktarsakir, morð svo viðbjóðsleg, að menn vonuðu að slikt kæmi ekki oftar fyrir á íslandi, gróf ustu smygl á þjóðhættuleg- um eiturlyfjum, upplausn heimila vegna ofdrykkju og lauslætis og jafnvel grun- semdir i garð valdhafa og alþingismanna um vitaverð- an sérgæðingshátt Allur þessi óhugnaður þrifst i rikum mæli með þjóð okkar í dag. Munu komandi kyn- slóðir telja okkar öld til hinna gömlu góðu daga"? En hvað veldur? Einkum tvennt: Annars manna, ef þeir aðeins trúi. Trúir raunar nokkur því, að blóð hans, sem dó vegna réttarmorð , ofstækis réttrún- aðarkirkju Gyðinga og hins rómverska ríkisvalds hafi borgað og „kvittað" fyrir glæpinn á lllugastöðum, þótt Agnes treysti þvi í vísu, sem hún orkti til andsvara þegar Skáld-Rósa gerir sig að minni konu en hún annars var með þvi að brigzla vesælli saka- konu, sem biður þess i moldarkofa að verða háls- höggvin í Vatnsdalshólum fyrir hryllilegan, kaldrifjaðan glæp. Það er undarlegt að i rétttrúnaðartimanum gerist það tvennt, að fram koma tveiraf stærstu öndum isl. kristni, þeir meistari Jón og Séra Hallgrimur en að jafn- framt eru á því tímabili drýgðir einhverjir svörtustu glæpir i sögu þjóðarinnar. Var það gert i skjóli þeirrar friðþægingarkenningar, að blóð Krists gæti borgað svört- ustu syndir trúaðra? Telja siðari aldir okkar tima til hinna „gömlu, góðu dag"? Ef svo á að verða. verðum við að „klæðast sekk og ösku", og læra af meistara kristinnar þá lexíu, að ofmat fallvaltra fjármuna er vegur ógæfu en ekki gæfu í svonefndu vel- ferðarríki og svonefndur „hagvöxtur" blekking vel- ferðarrikis, sem getursnúizt i böl, og hins vegar þarf boðun kristins dóms á íslandi að hverfa frá ýmiskonar marklausu trúfræðistagli, sem fámennir hópar með þjóðinni taka nokkurt mark . á, og boða afdráttarlaust hið skýlausa orð kristninnar um það, að hver einstaklingur verði fyrr eða siðar að standa fullábyrgur gjörða sinna „Til síðasta eyris," sagði lausnar- inn sjálfur. Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfísgötu 18 ■ Gegnt Þjóðleikhúsinu Concord nýr lúxusbíll frá American Motors fyrir aðeins um 3 milljónir króna. 258 c u., 6 strokka vél, sjálfskipting, vélknúið stýri og hemlar. Búnaður allur ámóta og í dýrustu bílum. amCONCORD Ótrúlega lágt verð, en staðreynd samt sem áður. Ath. tilgreind verðáætlun miðast við gengisskráningu í dag. Allt á sama Staó Laugavegi 118-Simar 22240 og 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HF U V* \ 'IStSý' Umboðsmenn um land allt. H ANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI GLÆSIBÆR AUSTURVER S: 20313 S: 82590 S: 36161

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.