Morgunblaðið - 15.01.1978, Síða 7

Morgunblaðið - 15.01.1978, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANUAR 1978 7 Guðspjall þessa sunnu- dags, sem segir frá því er Jesús og móðir hans eru boð- in til brúpkaups í Kana, leiðir hug okkar að heimilinu í dag. Um það er vert að hugsa því að hvergi eru mönnum fremur spunnin örlög en þar til hamingju eða hamingju- leysis. Þar hefur gæfan átt sæti, en þar hefur henni einnig oft verið búin gröf. í heimilinu hafa dýrustu draumar manna rætzt, en dýrustu vonir þeirra sumar dáið. Sólarbros hafa fleiri sézt í heimilinu en á nokkur- um öðrum stað, en þar hafa líka fleiri tár fallið Sú saga er orðin gömul. í snauðum hellisskúta áttu menn fyrir örófi alda sina hamingju, og þar báru þeir einnig sinn harm. I gömlum torfbæjum gerðist þessi saga með feðrum og mæðrum með undralikum hætti og hún gerist i nýtízkuheimilum i dag. í einum helgra texta þessa sunnudags er bent á máttar- viði hins gæfusama heimilis. Þar er m.a. minnt á ástúðina og nauðsyn Ijúflyndis í dag- legum samskiptum heimilis- fólksins, Ijúflyndis sem mörgum veitist erfiðlega að tjá í daglegri umgengni. Hvað veldur? Misjöfn gerð manna? Sumum ereðlilegt að tjá ástúð sina með þeim orðaflaumi. mátt bæta, — hefði mátt en aldrei varð. Því er þörf sú áminning um ástúð og Ijúf- lyndi, sem einn af höfundum Nýja testam leggur þunga áherslu á. Sjálfur gerðist hann heimilislaus boðberi hinnar kornungu kristni. Lund hans var stórbrotin, skapið var mikið og barnslegt um leið, því hefur hann, stundum einmana á ferðum, föðurlandslaus, saknað þeirr- ar heimilishamingju, sem hann hafði fórnað á altari sinnarstóru hugsjónar. Trú- legt er, að það sé einmitt sá söknuður, sem kyndireldinn i sálu hans þegar hann brýnir þá, sem orð hans eiga að lesa, til þess að fela ekki ástúðina, sem í hjartanu býr, undir einhverju heimskulegu mikilmennsku-yfirvarpi í stað þess að láta hana streyma til þeirra sem samferðamenn eru á veginum, eða í heimil- inu. Þessi sannindi hafa margir túlkað, en hafa aðrir gert það betur en Einar Bened. gerir í Ijóðinu um gáfaða óláns- manninn Starkað: Eitt bros getur dimmu dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúizt við Heimiliö að útaf flóir, aðrir temja sér þann hátt, að láta sjaldan eða aldrei falla orð um það, sem vekur aðdáun, yl eða ástúð í hjarta þeirra. Þessar mannsálir gera heimilin fá- tæklegri, snauðari, kuldalegri af því að þær gæta ekki þess, hve geisimikils virði það er daglegu lífi i heimilinu að gefa útrás í látlausu orði eða einfaldri athöfn þeirri ástúð, sem i hverju einasta manns- hjarta i einhverjum mæli býr. Að vanrækja þá tjáningu í athöfn eða orði hefur oft kostað heimilisböl, sem aldrei varð bætt en hefði atorð eitt, aðgát skal höfð i nærveru sálar Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka Hvílík predikun! Hvilík áminning! Eins og einn dropi breytir víni barmafullrar skál- ar, svo getur þú með einu brosi breytt köldu húsi i heimili Skammt nær þín sjón inn i hugarheim þeirra, sem með þér i heimili búa: Lifandi mannssálir, sem ým- ist óma gleðilag af orsökum, sem þér eru ekki kunnar, eða sorgarsöngva, eins og harpa Heimis konungs. Menn heyrðu hana gráta en vissu ekki hvað harpan geymdi og þá ekki, hversvegna hún grét Likt er hjarta mannsins hörpu Heimis konungs, það geymir líf og leyndardóma svo mikla, að ævinlangt get- ur þú búið í nábýli eða jafn- vel sambýli við aðra, án þess að hafa nokkra verulega vitn- eskju um, hvað innst i huga þeirra býr. Daglega sérð þú nágranna þinn, — nei, þú sérð umbúðirnar um mann- inn, en manninn sjálfan ekki. Því er það ekki ævinlega þin sök, heldur vegna skorts á trúnaði á báðar hliðar, að svo getur farið, sem i Ijóðinu um Starkað segir: Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Hvað er ólán? Um það skal varlega dæma Lærðir þú ekki m.a. það af sjónvarps- leiknum um dönsku fiski- mennina? Átti nokkurt af blessuðu „trúaða" fólkinu, sem lifði og hrærðist í danska heimatrúboðinu, sem af mik- illi orku og alvöru var lengi boðað hér — var og er enn — átti nokkurt af því fólki við leikslokin lári og lifsgæfu á við ungu stúlkuna, sem hafði „hrasað" og beið bros- andi, sæl með barnið sitt í faðminum meðan unnustinn, syndaselurinn í augum hinna „góðu guðsbarna", sigldi að landi þöndum seglum til fundar við hana og framtíð- ina? Hvað er lán? Hvar er gæfa þin mest? Við ættum að hugsa um það i dag meðan meginguðspjall þessa sunnu- dags bregður upp fyrir okkur mynd af brúðkaupsgleði ungu hjónanna í Kana. Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjóóleikhúsinu ^rðaverzlun í Grímsbæ«■ Útsala Heklugarn — prjónagarn — flosmyndir. Úrval af hannyrðavörum. Sími 86922. smyrnateppi ÚrvaliðfTft Umboð fyrir nmcrískar, enskar og japanskar bifreiöir. Allt sama staö er hjá Agli Concord nýr lúxusbíll frá American Motors 258 c u., 6 strokka vél, sjálfskipting, vélknúið stýri og hemlar. Búnaður allur ámóta og í dýrustu bílum. amCONCORD Ótrúlega lágt verð, en staðreynd samt sem áður. Allt á sama Staö Laugavegi 118- Simar 22240 og 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HF EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.