Morgunblaðið - 15.01.1978, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANUAR 1978
17
kvöld, þó ekki hefði heyrzt neitt
nánar um baðstrandarferðina.
Kl. 6 um morguninn hringdi
siminn. Madame Nenet. Þvi
miður gæti hún ekki farið út i
Mávaþorpið, þvi nú hefði boð
komið úr konungshöllinni um að
athöfnin vegna brúðkaupsins yrði
strax á mánudag. Hún yrði að
rjúka í undirbúninginn. En
Mongkol maður hennar og sonur
hennar, sem væri heima i leyfi úr
háskóla í Bandaríkjunum, ætluðu
að fara og með þeim bilstjóri og
kokkur. Myndum við vilja fara
með þeim og þiggja það sem upp á
væri að bjóða? Og fyrr en varði
var hún sjálf komin í bilnum að
sækja okkur og aka á hitt heimilið
sitt í borginni, þar sem feðgarnir
voru að búa sig af stað.
Þessi önnum köfnu hjón búa
semsagt á tveimur stöðum til að
eyða ekki of miklum tíma í akstur
á milli staða í borgarumferðinni,
sem vissulega er mikil og ærandi í
Bangkok. Sofa í ibúðinni við verk-
smiðjuna i vinnuvikunni, en ann-
ars i íbúð á efstu hæð í háhýsi
skammt frá hóteli okkar með
garði á þakinu. Þaðan héldum við
nú af stað um 8-leytið. Mongkol
Sirisamphan reyndist ákaflega
elskulegur maður. Þeir feðgar
báðir hafa til að bera hina sér-
stæðu kurteisi og tillitsemi i um-
gegni, sem Austurlandabúar hafa
i svo ríkum mæli. Mongkol hafði
fengið hjartaáfall og átti að
læknisráði a hlifa sér. Því sá fjöl-
skyldan um að hann héldi sig frá
umstangi brúðkaupsins og sonur
hans færi með honum.
Mávaþorpið reyndist vera
þriggja tima akstur austur af
Bangkok og stendur við langa
Hús Sirisamphan-
fjölskyldunnar við Síamsflóa,
þá mynd tekin út um gluggann
niður á ströndina og loks sést
þessi langa hvita einkaströnd
með hvítum sandi og pálma-
trjám.
breiða og hvíta sandströnd við
Síamsflóa. En úti fyrir eru kóral-
eyjar, sem menn kafa gjarnan
niður með til að njóta litfagurra
bergmyndana og sjávargróðurs.
Þarna höfðu þau hjónin keypt
land, byggt nokkur lágreist hús í
spænskum stil og selt ættingjum
og vinum, en búa sjálf i fremsta
húsinu við ströndina. A leiðinni
þangað var komið við á einum af
þessum sérkennilegu líflegu aust-
urlandamörkuðum með ótrúlega
fjölbreyttu úrvali af ávöxtum,
grænmeti og fiski, sem sonurinn
reyndi að segja okkur nafnið á.
Þarna bjó kokkurinn sig út með
birgðir til martargerðar.
Fyrsta máltíð okkar samanstóð
af bambussprotasúpu og i hrís-
grjónum voru svo grænmetisbit-
ar, djúpsteiktir margvislegir fisk-
bitar, kræklingur og grillaðir
kjúklingabitar og úrval af krydd-
sósum með, en i lokin thailenzkar
kökur með sætu kaffi eða tei. En
kvöldmaturinn var kjötsúpa, tvær
tegundir af glóðarsteiktum fiski,
krabbaeggjakaka og bambus-
sprotar, allt að sjálfsögðu I hrís-
grjónum. Og riú fengum við i
ábæti að smakka hefðbundinn
thai-rétt. I bambushólk eru látin
hrísgrjón, kókosmjólk, brúnar
baunir og pálmaolía og hólknum
stungið í opinn eld. Þetta eru
„nestispakkar" Thailendinga,
sem þeir hafa í ól um öxlina er
þeir fara i ferðalög eða út á akr-
ana. Þar kveikja þeir eld og sjóða
matinn sinn i bambushólkinum.
Dvölin þarna við ströndina var i
rauninni likust ævintýri, þar sem
hægt var að ganga út og synda i
tærum, volgum sjónum kl. sex að
morgni og horfa á sólaruppkom-
una, einn i heiminum á þessari
hvítu strönd með pálmatrjám upp
af. Og þar sem stjörnurnar blika
yfir alla hvelfinguna niður að
sjóndeildarhring að kvöldinu, en
krakkar leita með vasaljósum að
kröbbum, sem koma upp þegar
dimmir. Um miðjan daginn skin
hitabeltissóiin beint ofan á koll-
inn á manni, svo maður fær of-
birtu af allri dýrðinni. Á meðan
var ekið út á Pattayaströndina,
þar sem standa glæsihótelin í röð-
um og baðgestir liggja i sandinum
i flotum, en bátar draga sjóskíða-
menn og svifflugfólk úti fyrir.
Við vorum alsælar með okkar
hlutskipti, eftir að hafa séð það
kraðak. Þó væri freistandi að eiga
einhvern tima kost á að vera
nokkra daga i einu glæsilegasta
hótelinu, sem stendur eitt sér
uppi á háum klettum, þar sem
farið er með lyftu gegnum klett-
ana niður á ströndina fyrir neðan,
en þar buðu feðgarnir okkur upp
á siðdegiste á breiðri veröndinni
með útsýni suður yfir Siamsflóa.
En það verður varla nokkurn
tíma við hæfi Islendings frá gjald-
eyrisfátækri þjóð.
Ferðin í bæinn var annars kon-
ar ævintýri. Thailenzkri bílstjór-
inn ók leiðina á tveimur timum,
hvattur af húsbónda sinum á
sprettinum. Við geystumst fram
Sirisamphan-feðgarnir, sem sagt er frá í greininni, ásamt höfundi
fyrir utan húsið á strönd Siamsflóa.
Sjúklingarnir höfðu beðið í skólahúsinu frá því snemma morguns.
Konurnar drifu í að skrá fólkið og upplýsingar um það. Ungu læknarn-
ir 16 sátu í röðum í stórum sal og skoðuðu börn og gamalinenni ug
sendu svo í lyfjaafgreiðsluna, þar sem hjúkrunarkonur afhentu Ivfin.
Þar var alltaf biðröð. Þetta gekk svo vel að afgreiddir voru
sjúklingar yfir daginn.
úr hverjum bílnum af öðrum og
hver framúrakstur var spennandi
keppni um það hvort við kæm-
umst aftur inn I bilaröðina áður
en skollið væri á bilnum sem kom
í móti. En bilstjórinn reyndist
mesti snillingur, enda þjálfaður í
hinni brjálæðislegu umferð i Ban-
kok.
£ Með 16 lækna í
læknislaust þorp
Flestir Zontaklúbbar i veröld-
inni reyna að láta eitthvað gott af
sér leiða, eftir getu og aðstæðum
á hverjum stað. Zontakonur i
Thailandi hafa einbeitt sér að þvi
að veita læknishjálp, þar sem lítið
er um hana-. Laugardaginn 21.
ágúst lögðu konurnar upp í einn
slíkan leiðangur með 16 lækna og
lið hjúkrunarkvenna til bæjarins
Zintikon í afskekktu héraði langt
norðvestur af Bangkok. Og þó að
rútubíllinn væri fullur af starfs-
liði úr hópi Zontakvenna, læknum
og hjúkrunarfólki, lét Madame
Nenet sig ekki muna um að bæta
á tveimur fslenzkum ferðalöng-
um. 1 lestina var bara bætt tveim-
ur af heimilisbilunum. Maður
hennar settur við stýrið á öðrum
og dóttirin á hinum. Enda höfðu
fleiri ungir læknar boðið þjón-
ustu sina en konurnar höfðu þor-
að að gera sér vonir um. Raunar
fyrir áhrif ungs læknis, nýja
tengdasonarins i Sirisamphan-
fjölskyldunni. Matarbirgðir
fylgdu úr Litlu kökustofunni
handa þessu liði, svo og stúlkur til
að sjá um matinn frá þeirri ágætu
stofnun. Það var ekki vandi að sjá
hver var driffjöðrin í þessu ferða-
lagi.
Á Undan okkur var farinn
sjúkrabill þeirra Zontakvenna, en
hann er innréttaður sem lækna-
stofa.Þær höfðu lagt út og safnað
fyrir þessum bíl og reka hann. Á
hverjum Iaugardegi er skipt um
innréttingu. Komið fyrir bókum,
sem farið er með á hæli og sjúkra-
hús til útlána. En hvern sunnu-
dag fara læknir og hjúkrunar-
kona með bílnum út í fátækra-
hverfi Bangkok og taka á móti
sjúklingum. Lyf eru gefin og
læknishjálp ókeypis. En konurn-
ar sögðust fara með lyf fyrir 50
þúsund bat á ári, sem mun vera
um ein milljón króna. Fyrir þeim
safna þær með bazar og
skemmtunum en fá auk þess gef-
in meðul. Sjálfar efna þær,
2—3svar á ári til lengri ferða til
fjarlægra staða, þar sem er
læknislaust eða langt að sækja
lækni. Fyrr í ágústmánuði höfðu
þær „í tilefni afmælis
drottningarinnar" farið með 11
lækna, hjúkrunarfólk og lyf og
sinnt 800 sjúklingum i bæ nálægt
landamærum Kambódíu. Nú var
haldið i aðra átt og ferðin farin í
fjarlægt þorp norðvestur af Bang-
kok með enn stærra læknalið.
1 ferðinni sagði ein kvennanna,
Chinda Charungchreonvej, að það
sem á vantaði, væru tannlækna-
tæki, sem hægt væri að koma fyr-
ir i bilnum góða, þvi viða væri
skortur á tannlæknum. Gætu þær
þá efnt til ferða til fátækra þorpa
með tannlækni. Kvaðst hún lík-
lega vera búin að finna gefanda
Framhald á bls. 23