Morgunblaðið - 15.01.1978, Page 19
T
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1978
19
Ivar Orgland inge Knutsson
Austan um haf
RÉTT fyrir jóiin barst mér í
hendur áttundi árgangur ritsins
Gardar — Arsbok för Samfundet
Sverige-Island í Lund-Malmö —
eins og stendur á kápu. Ég hef
áður minnst þessa rits hér i blað-
inu og tel jafnan skylt að vekja
athygli á því þar eð rit af þessu
tagi koma ekki mörg út utan land-
steinanna. Ritstjóraskipti hafa
orðið með þessum árgangi (1977),
Inge Knutsson tekur við af Lars
Svensson.
Ritið hefst á fyrirlestri er
Sveinn Skorri Höskuldsson er
sagður hafa flutt á fundi félagsins
Sviþjóð-Island í Lundi fyrir ári og
fjallar um fyrstu ár Gunnars
Bökmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
Gunnarssonar i Danmörku. Það
er út af fyrir sig góðra gjalda vert
að segja Svíum frá Gunnari Gunn-
arssyni því líkast til muna þeir
ekki mikið eftir honum. En ein-
hvern veginn hefði mér þótt þarf-
ara að segja þeim frá bókum
Gunnars en lítilvægum æviatrið-
um, t.d. kvabbi hans eftir pening-
um frá afa sínum.
Þá er ritgerð eftir Ivar Orgland
sem ber slétt og fellt yfir-
skriftina: Þórbergur Þórðarson.
Orgland er hér þjóðkunnur, hefur
enda dvalist hér áratug eða meir,
snúið fleiri ísienskum ljóðum til
erlends máls en nokkur annar út-
lendingur auk þess sem hann
varði, fyrstur útlendinga, doktors-
ritgerð við Háskóla íslands. Kjör-
efni Orglands til doktorsprófs var
kveðskapur Stefáns frá Hvítadal.
Þaðan var ekki langt yfir til Þór-
bergs — honum kynntist Orgland
persónulega og byggir ritgerð
sína að nokkru leyti á þeim kynn-
um. Orgland er sá útlendingur
sem ég veit hafa komist næst þvi
að skilja íslendinga — eins og
þeir eru. Hann áttar sig mætavel
á sérstöðu Þórbergs f íslenskum
bókmenntum og kemur þekkingu
sinni prýðilega til skila í þessari
ritgerð.
Þá er röðin komin að þeirri
ritgerðinni sem kalla má kjarn-
ann i ritinu, þætti um íslenskar
nútímabókmenntir (Modern is-
lándsk litteratur) efti'r ritstjór-
ann, Inge Knutsson. Hann er lík-
ast til allvel kunnugur tilteknum
islenskum höfundum og verkum
þeirra en skortir fremur heildar-
sýn yfir samhengi bókmenntanna
hér. Þáttur hans er samt að
mörgu leyti greinargóður. Það er
rétt hjá honum að íslendingar
geta lesið islendingasögurnar en
kjósa þó fremur Guðrúnu frá
Lundi. Ennfremur er vel til fund-
ið að nefna bækur eins og Faðir
minn bóndinn, Ráðherrar tslands
og íslenzkar Ijósmæður sem
dæmi um iðju íslendinga að skrá-
setja sögur af ólíkasta tagi. Þegar
Knutsson tekur hins vegar að
rekja sögu islensks skáldskapar
og annars konár fagurbókmennta
i lausu máli og bundnu frá Þór-
bergi og Laxness til þessa dags
þykir mér kynning hans orka tví-
mælis. Hann rekur sig semsé eftir
Rauðum pennum og Birtingi og
síðan áfram eftir sömu linu og fer
ekki nema óverulega út af henni.
Vfst er þáttur róttækra höfunda
hér stór — áberandi mundi
kannski einhver segja. En fleiri
hafa sent frá sér skáldverk á ís-
landi. Knutsson gæti tekið sér til
fyrirmyndar Kristin E. Andrés-
son. Kristinn hafði mætur á rót-
tækum höfundum og fór ekki dult
með. Hins vegar hygg ég honum
hefði aldrei komið til hugar að
láta sem aðrir höfundar væru
ekki til. Knutsson er því aðeins
vorkunn að hann er útlendingur
og hugsaníega lítt kunnugur
þeirri spennu sem hér hefur ríkt
á bókmenntasviðinu i hálfa öld
samfellt, þekkir ekki nema aðra
hlið málanna — eða lokar augun-
um fyrir hinni. Ég reikna honum
líka til ókunnugleika að hann
nefnir fyrst Snorra Hjartarson
sem upphafsskáld modernismans
í íslenskri ljóðlist og bók hans,
Kvæði, sem kom út 1944. Maður
hefur svo sem heyrt ýmsa, sem
betur ættu að vita, halda þessu
fram. Sannleikurinn er hins veg-
ar sá að það var ekki skáldskapur-
inn sem tengdi Snorra við is-
lenska modernista heldur annars
konar hugsjónaleg samstaða. Þvi
séu Kvæði Snorra talin modern-
ismi — hvað þá um Stund milli
stríða Jóns úr Vör sem kom út
tveim árum áður?
Þá vil ég álykta — vegna þess
Framhald á bls. 38
Athugasemd varðandi
grein um þroskahefta
í TILEFNI af þeirri fullyrðingu,
sem fram kom í viðtali við nokkra
menn í framkvæmdaráði land-
samtakanna Þroskahjálpar i blað-
inu á fimmtudag, um að hér á
landi sé ekkert heimili sem tekur
við þroskaheftu barni til skamm-
tímavistunar, hefurþeirri athuga-
semd verið komið : framfæri við
blaðið, að möguleiki á skamm-
tímavistun sé fyrir hendi á Kópa-
vogshæli í ýmsum tilvikum, eins
og vegna veikinda foreldra,
sumarleyfis eða annarra tilfall-
andi atvika en að vistunin sé þá
oftast tengd meðferðarlegu mark-
miði, þó að langt sé frá því sú
þjónusta mæti þeirri þörf sem
fyrir hendi er hér á landi.
UTSALA
MORGUW:f •
% *'•>; . V. ■
FULL BUÐ ÁF VÖRUM.
ALLT AÐ 50%
STRIKIÐ LAUGAVEGI 8
ormiiiatuL
m
m
2 I 2 liTRAR
geymist best í mysu,
þá næst hið réttabragð.
Súrsum í skyrmysu og og slátur á aö sjóöa vel (ekki
geymum matinn á köldum staö, ’hálfsjóöa‘1 og kæla alveg áöur
en súrinn má ekki frjósa. Kjöt en þaö er sett í mysuna.
Ath: Súrsið ekki, og geymið ekki sýru í galvaniseruðum ílátum.
Ef plastílát eru notuð, gœtið þess að nota eingöngu ílát sem cetluð eru fyrir matvœli.
MJÓLKURSAMSALAN1REYKJAVÍK