Morgunblaðið - 15.01.1978, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANUAR 1978
411TA41M
„Gorgias eftir Platón, ádeila hins djúpsæja gríska heimspekings á lýðræði, kemur út á
íslenzku þegar gallar lýðræðisskipulags íslendinga blasa við".
eftir Hannes Gissurarson
Hæfilegur
útgáfutími ádeilu
Hið íslenzka bókmenntafélag valdi
hæfilegan tíma til útgáfu sinnar á bók-
inni Gorgíasi eftir Platón i íslenzkun
Eyjólfs Kjalars Emilssonar. Þessi ádeila
hins djúpsæja gríska heimspekings á
lýðræði kemur út, þegar gallar lýðræðis-
skipulags Islendinga blasa við. Flestir
ráðamenn eru ráðalausir gegn hags-
munasamtökunum, en völd forráða-'
manna slíkra samtaka hafa farið langt
fram úr ábyrgð þeirra. Lýðskrumarar
hrósa víða sigri. Almenningsálitið er
átrúnaðargoð þeirra, það er talið óskeik-
ult. Fjármagnshungur landsmanna er
reynt að seðja með verðbólguseðlum, en
út úr þeim stendur spillingarspýjan
vegna þessarar fæðu — bæði upp-
ljóstrunarmanna og afbrotamanna: fjöl-
miðlungarnir selja harmsögur annarra
manna, ávirðingar þeirra og yfirsjónir,
fjársvikararnir láta sómann falan. Þeir
menn fyrirfinnast, sem hafa gefizt upp á
að reka sjálfstæðan þjóðarbúskap á Is-
landi, vilja leysa vanda hans með því að
hætta honum, kasta sér í fang Banda-
ríkjamanna eða Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins. Þingkosningar nálgast, háværir
áróðursmenn reyna að breyta fjölda-
menningu sjónvarpsaldar og síðdegis-
blaða í fjöldavitfirringu. Er lýðræði þess
virði, að fyrir það sé þessu fórnað? Er
það skrílræði? Platón hafnaði lýðræði,
en með því að hann var ólíkur mörgum
mönnum öðrum, færði hann rök fyrir
mælikvarðinn í stjórnmálum, að sann-
færingin skipti engu máli, sannleikur-
inn öllu, og að sannleikurinn sé óháður
fjöldafylgi. Platón gagnrýnir mælsku-
mennina fyrir að skjalla lýðinn, fyrir að
telja hann handhafa sannleikans, láta
undan honum í öllu, en bæta hann ekki
og aga. Athyglisverðasti samræðunautur
Sókratesar í Gorglasi er Kallíkles. Hann
er talsmaður valdsins, mátturinn er eini
rétturinn, telur siðferði og réttvísi til-
búning undirmálsmanna. Allt er leyfi-
legt „hinum sterka manni“ að mati
Kallíklesar, hann lætur sig siðferði engu
varða, það er fyrir „hina veiku".
Kallíkles boðar harðstjórn höfðatölunn-
ar. Rök Sókratesar (eða Platóns) gegn
honum eru einkum þau, að réttvísin sé
mönnunum sjálfum í hag á sama hátt og
heilbrigði líkamans sé þeim i hag, þeir
séu sálsjúkir, ef þeir fari ekki siðferði-
lega að öðrum mönnum, réttvisin sé í
rauninni heilbrigði sálarinnar, heim-
spekingurinn sé verndari og læknir
sálarinnar og þess vegna réttur stjórn-
andi ríkisins. Platón telur lýðræði aga-
laust meirihlutaræði. Stefna hans er af
öllum þessum sökum sú, að völdin beri
að taka af meiri hlutanum og fá þau
heimspekingunum, að meirihlutaræðinu
beri að breyta í spekingaræði. Hvað er
að segja við henni? Lýsing Platóns á
lýðræði er raunsönn. Hann kallar það
atferði margra stjórnmálamanna að elta
almenningsálitið „flaður“, en nútíma-
menn kalla það „lýðskrum". Hann gagn-
rýnir með gildum rökum þá skoðun á
hlutverki ríkisins, að það sé til þess að
sinna öllum kröfum borgaranna, en hún
ur eigi eitt brotið. t þriðja lagi erþað
skoðun frjálslyndra nútimamanna (sem
verður ekki að sjálfsögðu rökstudd vís-
indalega), að allir einstaklingarnir séu
jafngildir sem menn, allir hafi sama
réttinn til þess að velja og hafna sjálfir
um verðmæti lífsins, lifa lífinu eins og
þeir kjósa. Vitsmunalegir yfirburðir
auka ekki stjórnmálaleg réttindi þeirra,
sem hafa þá fram yfir aðra menn, heldur
siðferðilegar skyldur þeirra. En hvers
vegna tekur Platón spekingaræði, sem
er bæði óframkvæmanlegt og órettlætan-
legt, fram yfir lýðræði? Hvað veldur
röngu læknisráði Platóns? Umfram allt
hóphyggja hans. Aðferð hans er röng og
úrræðin því lika. Hann hafnar ein-
staklingshyggjunni og réttarstefnunni i
stjórnmálum, sem henni er samfara, tel-
ur hópinn réttan aðila að stjórnmálum,
en ekki einstaklingana. Hann lifir ít
heimi hugtakanna, en ekki mannanna.
Og margir menntamenn hafa fetað í fót-
spor Platóns, svikið lifandi mennina
vegna ástar sinnar á dauðum hugtökúm,
byltingum, stéttum, þjóðum og söfnuð-
um.
Á ríkið að sinna
öllum kröfum borgaranna
eða bæta þá?
Athugum nánar aðfinnslu Platóns.
Hann telur það lýðræði, að ríkinu sé
ætlað að verða við öllum óskum borgar-
anna, stjórnmálamennirnir stingi þeim
sætindum í munn borgaranna, sem
lýðskrumið sé, láti allt eftir þeim. Platón
segir, að það sé einungis til ófarnaðar,
borgararnir (sem hann hefði vafalaust
kallað ,,þegna“) verði sjúkir í sálum
sínum. Aðfinnsla hans er f rauninni sú,
að lýðræði geri borgarana verri, en gott
stjórnskipulag eigi að gera þá betri. Þess
vegna hafnar hann lýðræði og kýs spek-
ingaræði. Vitringurinn í valdastól gefur
borgurunum ekki sætindi, heldur sálar-
lyf. (Og vísindalegu fyrirmyndarskipu-
lagi hans lýsir Platón í mestu bók sinni,
Rfkinu.) Hver er forsenda þessarar
skoðunar? Hún er sú, að borgararnir séu
börn, sem ala verðu upp af fullorðnum
mönnum — heimspekingum. Nú á dög-
um eru tveir eða þrír hópar einstaklinga,
sem njóta ekki borgaralegra réttinda,
börn, fávitar og vitfirringar. (Auk
þeirra voru til forna réttindalausar kon-
ur, þrælar og menn af útlendum ættum.)
Skoðun Platóns er í rauninni sú, að þorri
borgaranna sé í einhverjum þessum hóp- ’
um, hugsa verði fyrir þá og um þá,
heimspekingarnir einir geti stjórnað.
Þeir, sem bregða út af lífsháttum þeim,
sem heimspekingarnir telja rétta, eru að
mati Platóns sáisjúkir. Er þessi kenning
Platóns ekki ógnvænleg? Eru gúlag-
eyjarnar og geðveikrahælin ekki í sjón-
máli hennar? Platón hleypur úr einum
Mismunandi
markmið
einstaklinganna
Komið er að kjarna málsins: Draumur
heimspekinga um vísindalegt fyrir-
myndarskipulag samhæfingar, ríki
„skaplegrar setningar" eins og Sókrates
orðar það í Gorgfasi, verður óhjákvæmi-
lega að martröð airæðisskipulagsins,
kúgunar og ofbeldis. Vísindin eða heim-
spekin geta ekki leyst vanda lífsins fyrir
mennina, skorið úr þvi, hvað sé gott og
hvað illt. Þeir verða að skera úr því
sjálfir. I staðreyndir náttúrunnar, við-
fangsefni vísindanna, er ekki hægt að
sækja rök fyrir verðmætum lífsins. Þess
vegna er spekingaræði Platóns jafnórök-
rétt og sérfræðingaræðið, sem marga
stjórnlynda nútímamenn dreymir um.
Af þessum framangreinda eðlismun á
vali manna um verðmæti og gefnum
staðreyndum náttúrunnar leiðir ekki
geðþóttakenning í siðferðilegum efnum,
valdskenning Kallíklesar, heldur virðing
manna fyrir vali annarra, frjálslyndi eða
umburðarlyndi. Til er að minu viti einn
og algildur mælikvarði siðferðis og sið-
gæðis, sem menn geta fundið með skyn-
■ semi sinni, en þeim er ekki leyfilegt að
nota ríkisvaldið til þess að neyða aðra
undir hann. Þeir geta ráðlagt öðrum
mönnum en ekki skipulagt þá. Platón
líkir rikinu við lífveru og réttvfsinni við
heilbrígði hennar, og sumir spekingar
telja hægt að hrekja eðlismun verðmæta-
vals og staðreynda með slíkri samlíkingu
(menn velji t.d. ekki um það, hvort þeir
séu með botnlangabólgu og uppskurður
(róttæklingabylting?) því nauðsynlegur
eða ekki). En rangt er að líkja ríkinu við
slíka lífveru, því að það er stofnun ólíkra
ADEILA PLATONS Á LYÐRÆÐI
máli sínu. Ég ætla í þessari grein að gera
þau rök hans gegn lýðræði, sem komið er
orðum að í Gorgíasi, að umtalsefrii, en
ekki að fella dóm um útgáfu Bókmennta-
félagsins. Það bíður betri tíma. Sumt,
sem hann sagði um lýðræði Grikkja fyrir
2400 árum, á einnig við lýðræði Islend-
inga. Það er einkenni mikillar heim-
speki, að hún fyrnist ekki, hugsunin er
ekki tímabundin, þótt frjálslyndir nú-
tímamenn séu ekki sammála Platóni um
margt. Ég er mjög ósammála honum um
flest, get tekið undir fræga gagnrýni
heimskepingsins Karls Poppers í bók-
inni Opnu skipulagi og óvinum þess
(The Open Society and Its Enemies) og
stjórnmálamannsins Richards Cross-
mans (sem samdi reyndar dagbókina
frægu, sem verið er að birta i Bretlandi)
f bókinni Nútímamanninum Platóni
(Plato today) á stjórnmálakenningu og
stéfnu Platóns.
Sannfæringin
og sannleikurinn
Gorgías er ems og flestar aðrar bækur
Platóns rituð sem samræða kennara
hans, Sókratesar, og annarra áhuga-
manna um heimspeki. Umræðuefnið er í
upphafi mælskulistin (sem stjórnmála-
menn notuðu eina á öld hins talaða
orðs), en það breytist í tengsl stjórnmála
og siðferðis. Skoðun Sókratesar (eða)
Platóns) ersú,að árangur áróðursmanna.
sannfæringarmáttur þeirra, sé ekki rétti
hefur valdið mörgum vandanum. Og
hann gerir réttan greinarmun á gildi
skoðunar og vinsældum hennar, „sann-
yrði sverða" hæfa ekki manninum. En
Platón er allt of einsýnn (eins og vonlegt
er, því að hann lifði upplausnina í Grikk-
landi að loknu blómaskeiði lýðræðis á
fimmtu öldinnif.Kr.).Ogskýringhans á
lýðræði er-að mínu viti röng, þótt lýsing-
in sé raunsönn. Nota má líkingar hans
sjálfs: Hann lýsir sjúkdómnum ágæt-
lega, en sjúkdómsgreining hans er röng
og læknisráðin vafasöm.
Hóphyggja Platóns
Til þess eru þrjár ástæður, að læknis-
ráð Platóns, að breyta. lýðræði í spek-
ingaræði, er einungis til hins verra. I
fyrsta lagi er óhægt að velja heimspek-
ingana, skilgreina hópinn. A hann að
vera erfðaðall? Platón telur skólakerfið
tæki til þess að velja þessa valdhafa, en
sú almenna og óframkvæmanlega kenn-
ing hefur orðið til ómældrar bölvunar. 1
öðru lagi er sannleikur lifsins ekki frek-
ar niður kominn hjá hejmspekingunum
en meiri hlutanum. Enginn einn hópur
situr inni með sannleikann, skilninginn
á siðferði eða réttvísi. Allir hópar eru
hugtök. Sannleikurinn er niður kominn
hjá öllum einstaklingunum, lifandi
mönnum. A skáldamáli má taka svo til
orða, að sannleikur lífsins sé í brotum
(misstórum að vísu) og hver einstakling-
öfgunum í aðrar. Hann hafnar með rétt-
um rökum þeirri skoðun, að ríkið eigi að
sinna öllum kröfum borgaranna. Hann
hefur hina skoðunina, sem er engu betri,
að ríkið eigi að bæta borgarana. (Sósíal-
istar eða skipulagshyggjumenn nútim-
ans hafa báðar þessar öfgaskoðanir á
æskilegu hlutverki ríkisins.) Hvort
tveggja hlutverkið krefst næstum því
ótakmarkaðs valds rfkisins (vald ríkisins
er einungis vald þeirra hópa, sem ráða
ríkinu). Það krefst miðstjórnarkerfis, og
reynslan hefur sýnt, að kúgunin er óhjá-
kvæmileg i slíku kerfi. „Allt vald spillir
valdsmönnunum, og algert vald spillir
þeim algerlega," sagði Acton lávarður.
Frjálslyndir menn hafna báðum þessum
skoðunum, telja mannbætur hlutverk
mannanna sjálfra, einstaklingarnir einir
geta kosið um verðmæti lífsins. Það er
ekki á valdi ríkisins að breyta mönnún-
um. Ríkið á að láta borgarana afskipa-
lausa að mestu, einungis að vernda þá
hvern fyrir öðrum og sinna þeirri um-
ferðarstjórn, sem er nauðsynleg, þegar
þeir fara sínar leiðir að sínum markmið-
um. Ríkið á að láta borgarana afskipta-
borgarana, en þeir eru ekki til fyrir
ríkið. Og heimspekingar eiga sömu hags-
muna að gæta af vernd gegn valdinu og
aðrir. Hvor sat á sakborningabekk í
Moskvuréttarhöldunum 1938, heimspek-
ingurinn Búkharin eða miðstjórnarmað-
urinn Stalín?
einstaklinga með mörg mismunandi
markmið, sem rekast á (og lýðræði er
umfram allt aðferð til þess, að óhjá-
kvæmilegir árekstrarnir séu friðsamleg-
ir). En lífvera er heild samhæfðra líf-
færa, sem hafa einungis eitt markmið,
að veran haldi lífi. Maðurinn er ekki
fruma í líkama eins og Platón heldur eða
tannhjól í vel eins og sumir nútfmamenn
halda. Hann er einstaklingur, jafngildur
öllum öðrum einstaklingum. Réttur hans
er einnig réttur til að hafa rangt fyrir
sér að áliti spekinganna — komi það
ekki niður á öðrum einstaklingum. Lýð-
ræði er ekki meirihlutaræði, lýðræðis-
stefna er ekki trúin á meiri hlutann sem
handhafa sannleikans. Rétta skýringin á
lýðræði er frjálsræði, lýðræðisstefna er
trúin á mennina sjálfa, sjálfsákvörðun-
arrétt þeirra, lágmark’ allra ríkisaf-
skipta. Allar þessar hugsjónir voru til
með Grikkjum hinum fornu. Platón er í
rauninni samtimamaður okkar: hann tal-
ar nú á dögum um „víðtækan áætlunar-
búskap", „skynsamlega skipulagningu"
og „aukið vald sérfræðinga". Hann er
fjandmaður þeirrar mannúðarstefnu og
lýðræðisstefnu, sem ég hef farið nokkr-
um fátæ.klegum orðum um, þess meðal-
vegs, sem fara má á milli öfganna, geð-
iþóttatrúar annars vegar, skynsemis- og
agatrúar hins vegar, meirihlutaræðis og
spekingaræðis. En af honum má margt
læra.