Morgunblaðið - 15.01.1978, Side 23

Morgunblaðið - 15.01.1978, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANUAR 1978 23 — Madame Nenet Framhald af bls. 17 að fullkomnum tannlæknastól. Hún hefur sýnilega mikið með fjármál klúbbsins að gera, enda varaforseti Bangkok-banka, einsog fyrr er sagt. Þetta lið ók nú allt norður frá höfuðborginni í býtið um morgun- inn, því leiðin var löng og jafnvel tafsamt að finna hana. En á áfangastað, í barnaskóla héraðs- ins, beið mannfjöldi mikill. Sumir komið hjólandi með gamalmenni á bögglaberanum. Fólkið hafði farið að streyma að snemma morguns til að ná til læknis. Þarna var margt hrörlegt gamal- mennið og konur með börn. En skipulagið var mjög gott, enda stjórnendur komnir í þjálfun í svona ferðum. Konuknar röðuðu sér strax við borð á veröndinni til móttöku og skráningar sjúklinga, sem siðan fóru inn í stóran sal, þar sem læknarnir 16 sátu við borð og tóku á móti þeim. Þeir höfðu að- stöðu til að fara með þá bak við tjald, þar sem legubekkir voru, ef þeir vildu skoða einhvern nánar. Eftir viðtalið við læknana komu flestir með lyfseðla inn í „apótek- ið“, þar sem hjúkrunarkonurnar aðstoðuðu þá og afgreiddu lyfin. Eða þá þeir fengu fyrirmæli um nákvæmari rannsókn á sjúkra- húsi eða sagt að fara til borgar- innar til frekari lækninga. Ég fylgdist með læknisskoðun- inni um stund. Þarna kom t.d. kona með stælta tvíbura í skoðun og farlama móðir hennar með augnsjúkdóm. Ein konan þorði t.d. ekki að láta taka blóðþrýsting- inn, fyrr en læknirinn var búinn að sýna henni á næsta lækni hversu hættulaust það væri að fá þessi „viðsjárverðu" tæki á hand- legginn. Nokkrar kvennanna útdeildu leiðbeiningarbæklingi með mynd- um um hreinlæti og hollustu- hætti. Þær afhentu líka sápur, tannbursta og tannkrem og sýndu hvernig það væri notað. Og öll skólabörnin fengu slíkar leiðbein- ingar. Loks var fólkinu, sem beðið hafði þarna í sólinni lengi, gefinn matarpakki og kælt vatn. Þannig var tekið á móti yfir 900 sjúkling- um þennan dag. Og þarna var unnið kappsamlega i hitanum langt fram á kvöld. A leiðinni til borgarinnar ók Madame Nenet með okkur í’bíl þeirra hjóna. Og þrátt fyrir anna- saman dag, var hún að hugsa um farþegana og lét m.a. stanza til að kaupa kókoshnetur til að svala þorstanum. Og þrátt fyrir undir- búning undir brúðkaupsveizluna á þriðjudeginum, var hún enn að hringja á mánudaginn og athuga hvort hún gæti samt ekki gert eitthvað fyrir okkur. Þetta var einstök gestrisni. Sumir mundu eflaust segja að hún hafi efni á því. Það er rétt. En hún hafði ekki efni á þeim tima og þeirri umhyggju, sem hún veitti alókunnugu fólki úr landi sem hún hafði ekki einu sinni heyrt talað um. Hún hafði annað á sinni könnu og til þess var ekki ætlazt. En Madame Nenet verður alltaf mjög sérstæð og eftirminnileg kona. — E.Pá. Utsala Utsala Mikil verðlækkun. Glugginn Laugavegi 49 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU Vörubílaeigendur athugiö! Við smíðum álpalla á allar gerðir vörubíla. Hentugir til allskonar flutninga. Hagstætt verð. Önnumst einnig allar viðgerðir og nýsmíði. Málmtækni s/f Vagnhöfða 29. Símar 83045 og 83705 4 HJÓLA DRIF QUATRATRACK 4 CYL. 86 HA HÁTTOG LÁGT DRIF 16" FELGUR ÞRIGGJA DYRA Til afgreiðslu frá verksm. í febrúar. Pöntunum veitt móttaka Áætlað verð 2.4 millj. Bifreiðar & Landbtinaðarvélar hi. Siitliirliinclshriiiil 1J - lle> kjiix ik - Simi illlliiMI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.